Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þríðjudaginn 30. júlí 1957. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Eitríjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb) Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasímn 19523, afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan EDDA hf. Einföld f NÚ ER ÞAR komið á síidarvertíðinni, að heildar- aflinn er minni — og þó eink um verðminni — en í fyrra. Miklu minna er búið að salta en þá; bræðslusíldin er líka minni, og fitumagn rýrara en þá. Heildarverðmætið því sennilega all-langt neðan við það, sem var á sama tíma í fyrra. Vertíð stendur að vísu enn, og vel má gifta okkar verða svo mikil, að úr rætist, en um það verða ekki hafðar neinar spár, sem reistar eru á líkum. Þetta viðhorf á ofanverðri síldarvertíð ber nú við lok vetrar- og vorvertíðar sunn anlands. Samkvæmt frásögn þjóðkunnra útgerðarmanna skorti verulega á, að bátar næðu meðaltalsafla þeim, sem reiknað var með í upp- hafi, er áætlanir voru gerð- ar um afkomuhorfur. Mun skorta rösklega 30% upp á meðalafla síðastliðinna fimm ára, á bát. Margir útvegs- menn munu hafa vænzt þess, að rétta hlut sinn á síldar- vertíð, en það tafl stendur enn, og er óráðiö. Togaraflot inn átti viff mikla erfiðleika að etja mestan hluta fyrra misseris, en aflabrögð hafa allvel glæðst nú alveg síðustu vikurnar. Hver niðurstaðan verður að lokum, er enn óséð. TIL LANDSINS hefur framleiðslan gengið betur. Bú standa með blóma í flest- um sveitum, heyfengur er mikili og góður og bændur verða vafalaust vel undir vetur búnir. Framleiðsla bús afurða hefur víst aldrei ver- ið meiri. Mjólkurbúin hafa varia undan að vinna úr mjólkinni, bæði hér sunnan lands og eins á Norðurlandi. Sala neyzlumjólkur er ekki nema brot af framleiðslunni. Mikill meirihluti mjólkurinn ar gengur beint til vinnslu afurða, og sumar þarf að flytja út í allstórum stil. — Bændur búa við sömu að- Stöffu og fiskimenn að því leyti, að framleiðsla þeirra nýtur sambærilegrar fyrir- greiðslu ríkisheildarinnar. — Þeirri réttarbót var komið á fyrir atbeina núverandi ríkis stjórnar, En með auknum tilkostnaði raskast það jafn vægi, sem ætlunin var að ná. ÞA3Ð ER VIÐ þessar að- stæður, eem háð er harðvit- ugt verkfall um kaup og kjör. Þftð ©r við þessar að- stæður, sem foringjar fjöl- menns Stjör nmálaflokks espa stöðugt til þess að stéttar- félög og aðrir hagsmunahóp- ar krefjast hærra kaups og meiri fríðinda. Á hvaða grunni eru þessar kröfur reistar? Þær eru ekki reist- ar á auknu afli atvinnuveg- anna. Þeir standa höllum fæti. Aukinn tilkostnaður kallar á meiri álögur í einni eða annarri mynd, skýring ellegar stöðvun. Það virðist vera orðin almenn stefna Sjálfstæðisforingjanna, að hleypa af stað nýrri verð- bólguskriðu. — „Kjósið“ gegn vísitölubindingu“, hróp aði Morgunblaðið í vor. Þar kom það auga á fyrirstöðu, sem það vildi fyrir hvern mun ryðja úr vegi. Áróðurs- menn frá forustuliði flokks- ins hafa haldið uppi harðri baráttu innan margra verka lýðsfélaga til að ýta undir skriðuna. Er skemmst að minnast ræðunnar frægu, sem Bjarni Benediktsson lét handlangara sinn lesa upp á Dagsbrúnarfundi, þar sem reynt var að vinna að því, að stærsta verkalýðsfélag landsins hæfist handa um að reka kröfupólitík á hend- ur atvinnuvegum og ríki. Þetta tilræði tókst ekki, og félög verkamanna og þeirra launþega, sem minnst bera úr býtum, hafa hrint skemmdaverkamönnum i- haldsins frá sér. Það er að- eins innan samtaka hæst- launuðustu starfshópanna, sem áróður íhaldsins hefur haft áhrif. Meðal flugmanna og yfirmanna á kaupskipum náðist tilætlaður árangur, enda hafði forustulið Sjálf- stæðisflokksins þar þetri að stöðu en í Dagsbrún. f verka mannafélaginu var Jóhann nokkur Sigurðsson krosstré Bjarna Benediktssonar; í flugmannadeilunni var m.a. hægt að styðja sig við náinn venzlamenni foringjanna, og í yfirmannadeilunni við trún aðarmenn flokksins, m. a. einn af varaþingmönnum hans. MEÐAN Morgunblaðs- liðið núverandi sat í stjórnar ráðinu, var ekki skorað á menn að „kjósa gegn vísi- tölubindingu“. Þá var því lýst yfir margsinnis, að kaup hækkanir, sem ekki hvíldu á getu atvinnuveganna, væru í rauninni engar kjarabæt- ur, heldur beinlínis „bölv- un fyrir launþegana." Hefur eðli málsins breytzt síðan? Vissulega hefur það ekki breytzt. Ekkert hefur breytzt nema það, að þessir íhaldsforingjar eru oltnir út úr stjórnarráðshúsinu, og óttast um forréttindi og að- stöðu til auðsöfnunar. — Stjórnmálabarátta Sjálf- stæðisforingjanna um þessar mundir er því sannkallað „þjóðskemmdarstarf“. Þeir berjast gegn því, sem áður var skárst í stefnuskrá þeirra. Af langri reynslu þykir þeim augljóst, að það er ekki nóg að eiga peninga. Þeim þurfa að fylgja völd. í þessari einföldu hugsun er skýringin á aðförum Morg- unblaðsmanna nú á þessu sumri. Sól, vindar, sjávarföll og sjávar- hiti „nýir“ orkugjafar mannkynsins Fróí)leg skýrsia, sem verður til umræíu á þingi Efnahags- og íélagsmálaráðs S. Þ. Þa3 gengur stöðugt meira og meíra á eldneytisbirgðir heims ins — aðallega kol og olíu — og menn reyna því að finua ný ráð til þess að framleiða orku. Þeíta vandamál hefir verið rætt innan Sameinuðu þjóðanna, sem hafa látið semja ítarlega skýrslu um málið. Skýrslan, sem nýlega er koinin út, verður til umræðu á síðari liluta ársþings Efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hald- ið verður í Genf í sumar. Ráðið ræddi þossi mál nokkuð í fyrra og var samþykkt, að lata rannsaka að hvað miklu leyti, „nýir“ orkugjafar gætu komið í: stað þess eldneytis, sem nú er1 almennt notað. Nefndi ráðið fimm orkugjafa: sólina, vinda loftsins, jarðhitan, sjávarhita og sjávarföll in, Ráðið lagði áherzlu á, að ef takast mætti að framleiða orku og hagnýta hana úr þessum fimm orkjugjöfum, gæti það haft hina mestu þýðingu fyrir bætta lifnað- arhætti í hinum svonefndu van- yrktu löndum heimsins. ( Fjöldi sérfræðinga hefir unnið! að samningu skýrslunnar. í for- mála hennar er bent á að af þeim fimm orkugjöfum sem skýrslan ræði um sé aðeins einn „nýr“, þ.e. sjávarhitinn. Þegar orðið ,nýr‘ er notað í sambandi við hina fjóra aflgjafa er fyrst og fremst átt við ; nýjar aðferðir tii þess að notfæra sér orkuna á hagkvæman hátt. SÓLARORKAN. Maðurinn hefir löngum notfært sér sólarhitann á margvíslegan hátt, t.d. til þess að hita upp gróð urhús og til þess að láta sjó gufa upp við saltvinnslu. Orkufram- leiðsla úr sólarhita er hinsvegar enn á tilraunastígi. Sólarhiti er nú notaður til upphitunar eða kæl ingar — ibúðarhúsa með góðum árangri. Þá hefir tekizt að fram- leiða rafmagn með sólarhita og í notkun er að minnsta kosti einn málmbræðsluofn, sem fær orku sína frá sólinni. Þessi bræðsluofn er í Mont Louis í Pyrenafjöllum. Tii þess að safna sólargeislunum eru notaðir 3,500 speglar og er geislasafnsflöturinn 12 metrar að ummáli. Þessi sólarofn getur fram leitt talsvert meiri hita en venju- legir bræðsluofnar, sem kyntir eru t.d. með kolum. Það hefir tekizt að láta ofnin borga sig með 100 stunda vinnu. Ofnin framleiðir 75 kílóvött rafmagns. Nú hafa Frakk ar í hyggju að byggja annan ofn, sem á að geta framleitt 1000 kw. Þá gera menn sér vonir um almennari not minni sólarofna, seg ir í skýrslunni, sem eru svo ódýrir í framleiðslu (um 250 ísl. kr.), að gera má ráð fyrir að þeir komi að miklu gagni í hitabeltislöndun- um og annarsstaðar, þar sem menn nota enn tað til eldneytis og þar sem meira gagn væri að taðinu sem áburði. En höfundar skýrslunnar benda á, að það sé ekki nóg, að fram- leiða slík verkfæri, það verði líka að fá fólkið til að nota þau og að það geti reynst erfitt, einkum meðal frumstæðra þjóða, þar sem allskonar hindurvitni eru í al- gleymingi. AFL VINDANNA. Vindmyllur eru ekkert nýtt fyrir bæri eins og kunnugt er. Öldum saman hafa menn notað afl vind- anna til þess að létta sér erfiði. Straumlínu vindmyllur vorra daga eru að mörgu leyti óh'kar hinum gömlu mylum, sem enn má sjá víða um lönd. Hinar nýju vind- myllur líkjast stundum gríðarstór um flugvélahreyfli. Áður fyrr voru vindmyllur notaðar til þess að reka vélar, kvarnir eða vatnsdæl- ur. Nú eru þær nær eingöngu notaðar til þess að framleiða raf- magn. Er hér um tiltölulega auð velda orkuframleiðslu að ræða, sem óþarfi er að fara mörgum orðum um, svo algeng sem hún er. í skýrslunni er þess getið, að vindmyllur til rafmagnsfram- leiðslu séu algengastar í eftirfar- andi löndum: Danmörku, Bret- landseyjum, Frakklandi, Sovétríkj iinum,. Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Suður-Afríku. KRAFTUR SJÁVAR- AFLANNA. Sumstaðar í heiminum er mis-; munur vatnshæðarinnar milli fjöruborðs og flóðs 12—14 metrar. Á slíkum stöðum má nota hið óhemjumikla afl sjávarfallanna til j þess að framleiða rafmagn. Að-1 ferðin er mjög svipúð og tíðkast J við fossa og vatnsvirkjanir yfir-; leitt. Á flóðum er sjó safnað í stíflur og síðan er hleypt úr þeim á útfallinu. í Frakklandi er verið að hyggja fyrsta sjávarfallavirkjunina í La j Rance. Þessi virkjun verður byggð í áföngum frá því nú og til 1963 j að virkjuninni á að verða lokið. I Er reiknað með að þegar La Rance ! virkjunin er fullgerð geti hún i framleitt 342,000 kw. Aðrar þjóðir, sem hafa áhuga fyrir sjávarfallavirkjunum eru Bretar, Þjóðverjar, Hollendingar, Spánverjar, Sovétríkin, Bandarík- in, Kanadamenn, Nýja Sjáland, Argentína og Brasilía. JARDHITINN. Víða i heiminum er nú farið að ( nota jarðhita til framleiðslu raf- j magns. Auk þess bendir skýrsla j Sameinúðu þjóðanna á, að jarð- hiti sé notaður til upphitunar í- buðarhúsa og til þess að hita gróð urhús. Segir skýrslan ennfremur, að fjórði hluti allra íslendinga búi í húsum, sem séu hituð með hverahita. í lok 1954 framleiddu ítalir 274.000 kw. rafmagns með jarð- hita, fyrst og fremst jarðgufu. Ársframleiðslan nam nærri 2000 milljónum kw.stundum, en það svarar til vinnuafkasta þriggja milljóna múlasna í eitt ár. Búizt er við, að rafmagnsframleiðslan úr jarðhita í Ítalíu muni hafa tvö- faldast á við það sem hún er nú árið 1965. Áætlanir um jarðhitavirkjanir eru á prjónunum í Bandaríkjun- um, Japan, Chile, Belgísku Kongó og á Nýja Sjálandi. SJÁVARHITINN. Tilraunir til þess að nota sjávar hita f.il orkuframleiðslu hafa að- eins staðið yfir í s.l. 30 ár. Hafa þær tilraunir aðallega farið fram í Frakklandi. Orkuframleiðsla úr sjávarhita byggist á því, að hægt er að framleiða orku þegar tvö andstæð hitastig eru fyrir hendi. 1 hitabeltislöndum má t.d. nota heita sjóinn á yfirborðinu og kalda sjóinn á miklu dýpi til orkufram- leiðslu. Við þessa aðferð færst auk þess ferskt vatn, sem aukafr.amleiðsla og er það mikilvægt í hitabeltis- löndum, þar sem vatn er víða af skornum skammti. Fyrsta virkjunin af þessu tagi verður reist við Abidjan á Fíla beinsströndinni. Á hún að fram- leiða 7000 kw. rafmagns og auk þess 15.000 rúmmetra vatns á dag. Frestur um frimerkja tillögur framSengdur Póst- og símamála'stjórnin hefir ákveðið að framlengja frestinn til að skila á tillögum uan gerð frí- merkja með mynd af íslenzkum blómum, til 15. ágúist 1957. Hverjum þátttakanda er heim- ilt að senda allt að 4 tillögur, sem skulu sendar póst- og s&namála- stjórninni fyrir ofangreindan tíma. Tvenn verðlaun, að upphæð kr. 1500,00 og kr. 1000,00 verða veítt fyrir tillögur, sem taldar verða hezt hæfar fyrir fyrirhuguð frímerki. — (Frá póst- og síma- málastjórninni). Viðskiptasamningur framfengdur Viðskiptasamningurinn milli ís- Iands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands, sem féll úr gildi hinn 30. júní 1957, hefur verið fram- lengchir óbreyttur til 30. júní 1958. Bókunin um framlenginguna var nndirrituð í Bonn hinn 15. júlí 1957 af Helga P. Briem, am- bassador, og prófessor Hallstein, ráðun ey ti sstj óir a; untanrík isr áðu- neytis Sambandslýðveldisins Þýzka Keppni af nýju fagi. S. E. úr Skagaíirði heldur úfram að spjalla um tóbaksnotkun, þar sem frá var horfið í vikunni sem leið. Hann segir: „Eg hefi áður stungið upp á því opinberlega að t. d. ungmenna- félögin (eða einliver önnur sam- tök) tækju upp á stefnuskrá sína, að beitast fyrir samkeppni í milli héraða eða annarra af- markaðra svæða um sem - minnsta tóbaksnotkunn, og þá fyrst og fremst reykingar. Hing að til hefir flest keppni gengið út á það, að stökkva sem hæst, hlaupa sem hraðast eða gera sem flest mörk í knattleik, o. s. frv. og er nú á sumum sviðum komið nær því eins langt og mannleg orka leyfir ,eins og hún er í dag, en ekki hefir þótt koma til greina að hefja keppni með smækkun fyrir augum. En er það fjarstæða? Sé of mikið af einhverju, hlýtur að vera rétt- mætt að vinna að minnkun, og því þá ekki að nota sanvkeppnis- leiðina þar einnig, sem svo vel hefir gefist til aukinna afreka?“ Verkefni ungmennafélaga. ,JEr ekki einmitt núna að skap- ast tækifæri fyrir ungmennafé- lögin sérstaklega til þess að taka inn á stefnu skrá sína í fullri alvöni, viðleitni í einhverri mynd til þess að vinna á móti hvim- leiðum lesti, og þó ekki væri meira í byrjun, en að draga úr því sem fyrir er, og sporna á móti uppvexti nýrrar reykinga- kynslóðar og ennfremur stuðia að því, að fólk, sem illa þolir i'eyk í almenningsvögiium og í samkomuhúsum, sé ekki með öllu réttlaust gagnvart reykjend- um. Bönn og bindindi samfara þátttöku í einhverjum félagsskap eru ill neyðarúrræði, sem gefast misjafnlega, en heilbrigð skyn- semi og sómatilfinning, sé þeim beitt ,er það ákjósaxilegasta og mundi nægja.“ Frjálst framtak. „Meginþorri fólks viðurkennir skaðsemi áfengis og að ofnautn þess sé fullkomin ómenning, enda hefir löggjaftnn lagt þar nokkuð til mála þó hvergi nærri sé einhiítt á meðan almennings- álitið lætur ekki meira til sín taka. Hvað tóbakið snertir, fylgir því hliðstæð almenn viðurkenn- ing, en þar hefir löggjafarvaldið ekki koinið verulega við sögu og vonandi að aldrei þurfi til þess að koma, enda ólíkt æskilegra og iieilbrigðara að annarra ráða sé neytt til skaplegrar meðferðar á tóbaki og sem Hka eru tiltæk, ef vilji er fyrir hendi. S. E."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.