Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, þríðjudaginn 30. júlí 1957. 5 Hafnfirðingar áfrasn í 1. deiíd - Ákar- eyri og KR neðst í deildinni — Senni- Iega aukaleikur milli þeirra — ísfirð- ingar og Keflvíkingar gerðu jafntefli í 2. deild - Aukaleikurinn milii þeirra mikið hitamái Markvörður ísfirðinga varöi oft af mikilli prýði i leiknum á laugardag Undanf'arna daga hafa farið fram þrír þýðingarmiklir knattspyrnuleikir á íþróttavellinum. Fyrst kepptu Hafnfirð- ingar og KR í 1. deild, og sigruðu Hafnfirðingar með 3 : U Með þeim sigri tryggðu Hafnfirðingar sér áframhaldandi setu í 1. deild, þar sem Valur sigraði Akureyringa á sunnudags- kvöldið með 6 : 2. Hafnfirðingar hafa 3 stig, að öllum leikjum loknum, Akureyringar 2 stig og KR 2 stig, en KR á eftir einn leik við Akurnesinga. Með þessum sigri Hafnfirðinga hefir Albert Guðmundsson unnið meiri persónulegan sigur, en nokk ur annar islenzkur knattspyrnumaður. Knattspyrna var vart iðkuð í Hafnarfirði er hann hóf þar æfingar. í fyrstu tilraun tókst honum að koma því liði, sem hann byggði þar upp, í 1. deild, en að liðinu yrði auðin áframhaldandi seta í deildinni hefir víst fáum dottið í hug. inn við Keflvíkinga. Hér sést hann grípa knöttinn örugglega. (Ljm., J.H.M.) Á laugardag Iéku Keflavík og fsafjöröur til úrslita i 2. deild, en Keflvíkingar sigruöu sem kunnngt er í SuÖ-vesturlands- deildinni, en ísfiröingar í Norð- urlandsdeildinni. Þrátt fyrir framlcngdan leik fengust ekki úrslit. Leiknuin lauk með jafn- tefli 1-1, og var auglýst í há- degisútvarpi í gær, að annar leikur milli liðanna ætti að fara fram þá um kvöldið, en þegar þetta er skrifað var ekki útlit fyrir, að leikurinn myndi fara fram. Keflvíkingar áttu að leika og auglýstu þann leik i gær, við Akureyringa í bæjarkeppni í gærkvöidi á grasvellinum í Njarð víkum, en ekki var alveg örugt, að Akureyringar gætu mætt til þess leiks. Hafi Keflvíkingar hins vegar ekki mætt til Ieiks við ísfirðinga — en frá því verð- ur skýrt á öðrum stað í blaðinu — munu ísfirðingar sennilega fá rétt til að leika í 1. deild næsta ár, þar sem KRR mun Iiafa ákveðið að leikurinn yrði að fara fram í gærkvöldi. Keflavík—ísafjörður. Knattspyrnulega séð var leikur þessi afar lélegur. Sjaldan brá fyr- ir samleik, og þá sárasjaldan það feom fyrir, voru ísfirðingar að verki. Bæði liðin fengu alisæmileg tækifæri til að skorá, sem nýttust ekki og hvorugt liðið hafði skorað anark eftir 90 mín. leik. Var þá framlengt um 15 mín, á mark. — Strax i byrjun tókst Högna Gunn- laugssyni að skora fyrir Keflavík, en honum tókst oft í þessum leik að komast frír að márkinu, þótt árangur yrði aðeins í þetta éina sinn. Að vfsu Skoraði Högni rétt á eftir, en hafði gerzt brótlégúr, er hann brauzt í gegn, og var þá dæmd aukaspyrna; Er á leikinn leið hallaði mjög á: ísfirðinga og úthald þeirra virtist þrot.ið, cnda höfðu þeir ferðast alla nóttina áð- ur með langferðabifreið vestan af ísafirði, þar sem 'flugVé-1, sem þeir áttu að koma með, brást þeirn á síðust.u stundu. Leikurinn fór al- gerlega fram. á vallarhelmingi þeirra, þar til rúm min. var eftir, að ísfirðingar náðu snöggu upp- hlaupi og Jens Sumarliðason skor aði. Markið var dæmt af- vegna rangstöðu, og vart var meira en hálí mínúta eftir af leik. En það nægði ísfirðingum. Þeir náðii strax knettinum og var horium spyrnt hátt að marki Keflvikinga. Og markmaður þeirra gerði ófyrir gefanlega skyssu.f stað þess,að =)á frá, greip hann knöttinn og hálfféll íi'ftur á bak, tók knöttinn með sér íiiður og yfii* marklínuna. Línu- vörður veiifaði þegar og mark var dæmt, Ekki gat leikurinn hafizt á ný á miðju og má því segja, að björgunin hafi komið á síðustu stundu. Nánar verður rætt um þessi lið, þegar útséð er hvort þeirra leikur í 1. deild næsta ár. Leikur Hafnfirðinga og KR: Erfiðar aðstæður voru á vellin- um er leikurinn fór fram, völlur- inn mjög þungur og blautur. — Knattspyrnulega séð varð leikur- inn einnig eftir því. En mikilvægi hans og baráttuvilji liðanna, eink- um Hafnfirðinga, gerðu Ieikinn að skemmtilegasta leik mótsins. — Spenningurinn var gífurlegur, og áreiðanlega hafa margir áhorf- enda æpt sig hása — en þeir voru yfirleitt ekki að æpa með KR — bæjarliðinu — heldur fengu Hafn firðingar flest hvatningarhrópin. Þeir byrjuðu einnig vel og eftir aðeins 3 mín. tókst miðherjanum, Bergþóri, að skora. Þetta mark hleypti þegar hörku i leikinn — svo að mörgum fannst nóg nm. Dómarinn, Ingi Eyvinds, sem dæmdi svo prýðilega leik Fram og Hafnfirðinga, og fékk verðskuld að lof fyrir, var nú ekki svipur hjá sjón miðað við þann leik, og lét leikmenn komast upp með alls konar holabrögð. En það jók að- eins spennuna. Ba?ði liðin fengu góð tækifæri til að skora úr í hálf leiknum, einkum miðherjar lið- anna. Bergþór stóð tvívegis fyrir opnu marki, en fataðist herfilega, og hinn miðherjinn, Þorbjörn, skapaði sér einnig með hraða sín um, tækifæri, sem ekki nýttust. Eftir rúman hálftíma tókst KR að jafna. Skoraði Hörður Felix- son, framvörður KR markið eftir hornspyrnu og mikil mistök í vörn Hafnfirðinga. Fyrst í síðari hálfleik lék Albert í stöðu miðlierja og skapaðist inikill taugaóstyrkur í vörn KR- inga við það. Ekki Ieið heldur á íöngu að Albert tækist að skora. Hann lék laglega upp, Iék á tvo þrjá KR-inga og sendi' síðan knöttinn til samherja, fékk hann strax aftur, og skoraði með fastri spyrnu neðst í hægra markhornið þótt aðþréngdur væri af nokkrum KR-ingum. Laglega gert. Eftir markið dró Albert sig aftur, og nú voru það KR-ingar sem sköp- uðu sér tækifæri. Þorbjörn átti einn við markmann Hf. en tckst ekki að skora, og litlu síðar bjarg aði Aðalsteinn bakvöröur á mark- línu. Þar skall hurð nærri hælum. En Ilafnfirðingar tóku leikinn aft ur í sínar hendur — framverðirn- ir, Kjartan og Einar, höfðu yfir- ráð á miðjunni og náðu geghum Albert ágætuin samleik. Eftir 35 mín. tókst Hafnfirðingum að Iryggja sigur sinn. Framherjarnir léku snögglega upp, vörn KR var skipulagsiaus og Ásgeir fékk knöttinn einn fyrir opnu marki KR-inga og skoraði auðveldlega. 1 þessum háifleik átti Albert og nokkur skot af löngu færi, sem voru afar hættuleg, einkum þó aukaspyrna af 35 m. færi, sem markmanni KR tókst að slá yfir á síðustu stundu. Verðskuldaður sigur. Það fer ekki á milli mála, að betra liðið — liðið, sem sýndi miklu meiri baráttuvilja, sigraði í þessum leik. Hafnfirðingar hafa ekki leikið betur í annan tíma, og Albert er kominn í góða æf- ingu, sem ekki er svo lítið atriði fyrir liðið, því án hans væri liðið lítils megnandi. Vörnin er all- traust, þó Vilhjálmur ætti í erfið- leikum með Þorbjörn, en hann var eini framherji KR, sem ein- hvers var af að vænta, þó mark- skotin brygðust honum nú. Eiríkur var langbezti maðurinn í vörninni og hann hefur tekið miklum fram förum að undanförnu. En beztu menn Rðsins, auk Alberts, eru framverðirnir, Kjartan Elíasson og Einar Sigurðsson. Kjartan virð ist að vera að komast í þá æfingu, er hann var sem beztur með Vík- ing fyrir nokkrum árum; og Einar er að ná sér á strik aftur, eftir nokkra lægð. í framlínunni er Ásgeir ágætur, og Bergþór og Jón hættulegir vegna' mikils hraða, þó þá skorti algerlega tækni. Undir forustu frábærs þjálfara og leik manns hafa Hafnfirðingar sýnt að með dugnaði og festu er hægt að ná langt á okkar mælikvarða, og þetta lið hefir áreiðanlega ekki sagt sitt ■ síðasta orð í ísl. knatt- spyrnu, og sigrar þess, undir for- ustu snillingsins Alberts, verða áreiðanlega meiri í framtíðinni. Það er hin bjarta hlið á þessu máli. En í sambandi við þennan leik er önnur dekkri hlið. Hún varðar ekki aðeins KR heldur alla í- þróttaæsku Reykjavíkur. Sorglega litill er nú orðinn hlutur Reyk- víkinga í íþróttum landsmanna. Það eru aðeins örfáir leikmenn í Reykjavík, sem teljast hæfir í landsliðið í knattspyrnu, og í frjálsum íþróttum eru það „inn- fluttir Reykvíkingar“ sem bjarga heiðri höfuðstaðarins, eins og eitt blaðið komst að orði um daginn. Einhversslaðar hlýtur að leka í íþróttamálum höfuðstaðarins. Síðan deildaskiptingin var upp tekin hér á landi haía aðeins Reykjavíkurfélög fallið niður. — Fyrst Þrótlur, síðan Víkingur og nú riðlar elsta félag landsins KR á barmi falls niður í 2. deild — félagið, sem þó hefir langbezta aðstöðu til íþróttaiðkana á land- inu. Með sama áframhaldi verða Reykjavíkurfélögin þurkuð út úr 1. deild innan fárra ára. Skemmti !og tilhugsun það, eða hitt þó ! heldur. j í leiknum við Hafnfirðinga urðu I KR-ingar að vísu fyrir þungum i áfelliim, sem þó engan veginn af- j sakar frammistöðu liðsins. Gunnar j Guðmannsson, bezti maður liðsins i lék ekki með og íljótlega í fyrri hálíleik urðu tveir af beztu mönn um liðsins, Ilelgi Jónsson og Reyn ir Þórðarson að yfirgefa völlinn vegha meiðsla. Hinir ungu drengir sem komu í þeirra stað, hafa ekki öðlasl þá reynslu, eða hafa þann kraft sem þarf í leik sem þennan. Fjölmennasta félag land'sins á að ráða yfir meira úrvali en fram hef ur komið í leikjum KR í sumar — Leiknr Vals og Akureyringa. Margir álitu, að Akureyringaf hefðu möguleika á að sigra Val í þessum leik, þar sem 2. flokkur Vals er í keppnisför í Noregi, og með þeiin flokki eru nokkrir af beztu leikmönnum Vals í meist- araflokki t. d. markmaðurinn Björgvin Hermannsson. Valsmenn urðu því nú að notast við nokkra leikmenn, sem lítið sem ekkert hafa leikið í sumar, en það eru leikmenn, sem hafa rnikla leik- reynslu að baki frá fyrri áruin. Og í leiknum var annað nær en sigur Akureyringa, því Valur hafði al- gera yfirhurði, og liðið náði sín- um langbezta leik í sumar. Gam- an hefði verið að sjá Valsliðið í þessu formi við betri andistæðinga og vissulega hefði verið erfitt fyr ir hvaða íslenzkt lið sem er, að sigra Val í þessum leik. Völlurinn var erfiður vegna bleytu, en það hafði enginn óhrif á.Val, en virtist hins vegar hó Ak- ureyringum er á leið. Fyrri hálf- Ieikur var mjög skemmtilegur og nokkuð jafn. Gunnar Gunnarsson skoraði fyrir Val á fynstu mínútu leiksins, með föstu skoti sem mark maður A'kureyringa hefði þó átt að verja. Aðeins síðar varð mjög umdeilt atriði við mark Vals, þar sem dómarinn dæmdi óbeina auka spyrnu innan vítateigs, en flestir á'horfenda héldu fram, að dæma hefði étt vítaspyrnu. Afar óvið- felldið var, að dómari úr KR skyldi dæma þennan leik, þar sem það hafði mikil áhrif fyrir KR hver úrslitin yrðu. Ekki er þar með haldið fram að Helgi H. Helgason hafi dæmt Valsmönnum í hag, hann hefir eflaust dæmt eft ir beztu sannfæringu, en slíkt at- hugunarleysi sem þetta á ekki að koma fyrir. Að vísu skipti það ekki niáli í þessum ieik hver dæmdi, þar sem yfirburðir Vals- manna voru það miklir, en ef um jafnari leik hefði verið að ræða, og úrslit hefðu getað oltið á einu vafasömu atriði, þá hefði verið önnur saga. En snúum okkur að leiknum. Akureyringum tókst fljótlega að jafna og skoraði Baldur Árnason með föstu sfcoti frá vítateig. Góð- ur markmaður hefði varið, en Valsmenn léku með algerlega ó- vönum markmanni í þessum leik, og hafði það nokkur úhri'f á vörn liðsins. Bæði liðin fengu af og til góð tækifæri, en aðeins eitt mark var skorað til viðbótar í hálfleikn um og var Gunnar Gunnarsson þar að verki. í síðari hálfleik var næstum um einstefnuakstur að marki Akureyr inga áð ræða. Valsmenn náðu mjög skemmtilegum samleik, knötturinn gekk með stuttum sam leik frá manni til manns, og leik mennirnir voru mjög. virkir. Ár- angurinn lét héldur ekki á sér standa og Valsmenn skorðu fjögur mörk í hálfleiknum, að-vísu var eitt vafasamt vegna raiigstöðu. Gunnar skoraði þrjú mörk til við- bótar, eða alls fimm 1 leiknum og Sigurður Sigurðsson skoraði hið sjötta. Auk þess áttu Valsmenn menn þrjú hættuleg stangarskot, (Framhald á 7. síðu) Á víðavangi Staðnir aS verki. Hvað gera óknyttastrákar, sem eru staðnir að verki? Þeir reyna að skrökva sig frá ábyrgð- inni, finna upp einhverja sögu til að slá ryki í augu náungans og gera sig sakleysislega. Morg- unblaðið er margsinnis staðið að því í allt vor og sumar að espa til verkfalla og ófriðar á vinnu- markaði, hvar sem Sjálfstæðis- foringjarnir hafa nokkur ítök í stéttarfélagi. Þessir aðilar eru líka staðnir að því, að reyna að spilla samkomulagstilraunum mcð skrifum sínum, og birta sig- urfréttir, hverju sinni, sem sam- komulagstillaga í yfirmannaverk- fallinu hefir verið felld. Öll þessi vinnubrögð eru í fullu sam ræmi við kenningu varafor- manns Sjálfstæðisflokksins, er hann birtir í Morgunblaðinu í janúar sl. Þá hélt hann því fram, að aldrei mundi hafa komið tii uppsagna hjá farmönnum e£ stjórnarliðar hefðu liaft meiri ráð I stéttarfélögum þeirra, Til ófriðar hefði þurft aðra menn og önnur ráð. Afkróaðir. Morgunblaðið er þannig stað- ið að óknyttum, en hvernig eru viðbrögðiu, þegar búið er að sauma svo fast að því, að það getur ekki skotið sér undan á- byrgðinni? Þau sömu og hjá pörupilti, sem er afkróaður, Blaðið finnur' upp lygasögu um að Framsóknarmenn hafi sendi- menn úti um sveitir til að segja fólki að Eimskipafélag íslands Iiafi mútað yfirmönnum á skip- um síiium til að halda áfram verkfalli. Þetta á að duga til að Ieiða athyglina frá óknyttunum. Fyrst birtir blaðið sögu sína sem „frétt“. Síðan leggur ritstjórinn út af henni. En almenningur trú ir ekki sögum stráksa, haim stcndur afkróaður upp við vegg. Þaðan má Iiann sig ekki hræra Mútusögur Mbl. liitta því enga nema höfundana sjálfa fyrir. Hitt er svo öllum augljóst, að valdastrcitumennirnir hafa not- fært sér álirif í fámennum stétt- arfélögum yfirmanna á skipun- um til þess að hafa álirif á upp- sögn samninga — eins og stað- fest er í Morgunblaðinu sjálfu — og síðan til að spilla sam- komulagshorfum. Stjórnarand- staðan er með öðrum orðurn stað in að því að „vinna þjóðskemmd arstörf vitandi vits, aðeins til að torvelda ríkjandi stjórn lands- stjórnina“. En þannig lýsti blað Alþýðuflokksins á Akureyri þess um aðförum í s.l. viku. Fyrir- litningin brennur líka á for- ustuliðinu, „djúp og bitur“. ViShorf stéttarfélaganna. Mbl. reynir að slá á þá strengí að ótrúlegt sé, að Sjálfstæðisfor- ustuliðið afi slík álirif í „verka lýðshreyfingunni“ eins og blaðið orðar það, að það geti vegið að stjórn og þjóðfélagi úr launsátri með pólitískum verkföllum. Eu hvaða „verkalýðsfélög“ liafa beitt verkfallsvopni liatramleg- ast á þessu ári? Það eru stéttar- félag' flugmanna og stéttarfélag yfirmanna á ltaupskipum. Ifvort tveggja eru fámenn félög manna, sem búa við há laun og ýmis fríð indi umfram aðra starfsmenu þjóðfélagsins. Þetta er sú „verka lýðshreyfing“ sem íhaldið er at- hafnasamast í. Hvcrjir blésu fast ast að glóðum flugmannaverk- fallsins? Enginn var þar liarðari en tengdasonur Ólafs Thors. —- Hverjir eru harðastir í yfir- mannaverkfallinu? Nokkrir trún aðarmemi Sjálfstæðisflokksins, undir forustu eins af varaþing- mönnum lians. Framlag verkalýðsins. Trúi þvi liver senv vill, segir svo Bjarni Benediktsson ine'ð sakleysissvip, að Sjálfstæðisflökk urinn hafi þessi miklu áhrif í „verkalýðshreyfingunni". Öllum má að vísu nafn gefa. En í vit- untl fólksins eru þessi hagsmuna félög hálaunaðra manna liarla (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.