Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.07.1957, Blaðsíða 8
Veðrið í dag: Norðaustan og norðan kaldi, sums staðar léttskýjað. Hitinn kl. 18. Reykjavík 14 stig, Akureyri 12, Londou 20, París 17, Kaupm.> höfn 16, New York 28, Þriðjudagur 30. júlí 1957. . , j „Öðruvlsi mér áður brá“: rgunbl. segir, að síjómar- f lokkarnir noti verkf ailið sjálf ymséríil framdráttar!! AtSalriLstjórinn býr til skröksögur, eignar þær Fram- sóknarmönnum og leggwr svo út af þeim næsta dag Sjálfstæðismeun óttast m fyrirlitningu manna á verkfallsbrölfi þeirra Viðbrógð Sjálfstæðismanna í afstöðunni til farmannaverk- íallsins verða nú æ furðulegri með hverjum deginum, sem ííður, og ber Morgunblaðið því ljósast vitni. Forustugrein blaðsins á sunnudaginn hét t. d. ,,Hvernig stjórnarflokkarnir nota farmannadeiluna í pólitísku skyni“. Er nú írafárið í í- haldsliðinu orðið helzti áberandi, þegar á að fara að telja fólki trú um, að ríkisstjórnin telji verkfallið vatn á sinni myllu. Eiga nú við örðin, sem Bjarni aðalritstjóri notar Hundum: Öðruvísi mér áður brá. SkrúSganga biskups og presta qengur með muni gömi-j kirkjunnar til hinnar nýju. Fremstir fara Ásmundur Guðmundsson biskup og Bjarni Jónsson vígslubiskup. Þá séra Sigurjón Guðjónsson prófastur og séra Friðrik Friðriksson. (Myndirnar tók GuSni Þórðarson). En það er fleira smáskrítið í ilorgunblaðinu á sunnudaginn en kessi forustugrein: Þar er lialdið áfram að ljúga því til, að Fram- sóknarmenn beri út sögur um það, íið Sjálfstæðisflokkurinn múti far- iTiönnum, og fullyrt, að Framsókn- wmenn hafi kornið á kreik sögu vun það, að Eimskipafélagið hafi •greitt hverjum yfirmanna sinna ju'isund, krónur sama daginn og sáttatillaga var lögð undir atkvæði. Seilaspuni aðalritstjórans. Það er að sjálfsögðu varla orð- um eyðandi að þessuni þvætt- ingi aðalritstjórans og þarf vart að taka fram, að Frainsóknar- tnenn hafa engan slíkan söguburð . haft í franimi, og vafalaust hafa éngir heyrt fyrr en það lak úr penna aðalritstjórans, því að það er heilaspuni hans sjálfs og einsk is annars. logið og lagt út af. Vinnubrögð Bjarna Benediktsson ár eru sem sé þau, að hann hýr til iskröksögur, birtir í blaði sínu og ber aðra fyrir þeim og leggur svo út af þeim næsta dag. Það má fiegja, að það sé þokkalegur texta- staður. Þá heldur Bjarni því fram í jfeykjavíkurbréfi sínu að ritstjóri Tímans hafi skrifað í Baðstofuhjal blaðsins undir nafninu Norðlend- úngur, skotið þar inn ádeilu á ríkis- itjórnina. Á þessu heldur aðalrit- í.tjórinn áfram að japla dögum ■eftir að nafn höfundar Baðstofu- gi einarinnar í Tímanum var birt mér í blaðinu. Er það kunnur borg- ari á Norðurlandi. Flokkur í ógönguni. Allir þessir tilburðir Bjarna! sýna eitt — og aðeins eitt — að Sjálfstæðismenn eru orðnir að viðundri í verkfallsbrölti sínu, sem nú er orðið eina pólitískt haldrcipi þeirra. Valdagræðgin rekur þá áfram á þessari hálu braut, en þeir finna aö fyrirlitn- ing alls þorra manna í Iandinu fer dagvaxandi á þessum vinnu- brögðum. Þess vegna lilaupa þeir út undan sér í írafárinu, sein gríp ur þá þegar þeir finna hvert við- liorf alinennings er. Verkfalls-' brölt Sjálfstæðisflokksins verður lengi í minnum haft á íslaudi sem dæmi um það hve langt sam vizkuliprir valdabraskarar geta látið leiðast frá yfirlýstri stefnu og markmiðum, þegar þeiin hef- ir verið vikið til hliðar úr valda- stólum. En uppskera þessara vinnu- bragða er að koma í ljós. Skiln- ingur þjóðarinnar á eðli og inn- ræti Sjálfstæðismanna skýrist með þjóðinni. Fyrirlitningin á þessum aðförum fer dagvaxandi, og skell- ur á sökudólgunum, og þegar þeir finna það, er sem þeir týni réttu ráði og aðalritstjórinn, sem leikur bæði verkfallsforingja og atvinnu rckanda í þessu verkfalli og samdi verkfallsræður og sendi legáta sinn með á Dagsbrúnarfund í þeim tilgangi að spilla þeim vinnufriði í landinu, sem ríkisstjórnin liefir af alcfli beill sér fyrir, segir nú að stjórnarflokkarnir noti sér far- mannavcrkfallið til pólitísks fram- dráttar. Já, öðruvísi mér áður brá. Myndin er frá hinni hátíðlegu vígsluathöfn, er Hallgrímskirkja í Saurbae var víg3 siöastlióinn sunnudag. Ás- mundur Guðmundsson biskup og Sigurjón Guðjónsson prófastur og sóknarprestur að Saurbæ eru fyrir altari. Fjölmenn og virðuleg athöfn er Hallgrímskirkja I Saurbæ var vígð Vesturveldin senda frá sér yfirlýs- ingu um sameiningu Þýzkalands Reiftubúin til samninga, hvenær sem árangurs er von Berlín. 29. júlí. — Stjórnir Bretlands, Frakklands, Banda- líkjanna og V-Þýzkalands sendu í dag frá sér yfiríýsingu um sameiningu Þýzkalands. Var yfirlýsingin undirrituð í Berlin í dag af ambassadorum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna í Þýzkalandi og von Brentano ut- ■anríkisráðherra þýzka sambands- aýðveldisins. l Reiöubúnir til samninga. í yfirlýsingunni segir, að þessi 3önd séu reiðubúin hvenær sem Tæri að setjast að samningaborði meS Rússum um sameiningu Þýzka [lands svo framarlega sem það væru einhverjir möguleikar fyrir því að einhver árangur næðist. Þjóðirnar fjórar leggja enn á- Iierzlu á það grundvallaratriði, að frjalst og fullvalda Þýzkaland sé ekki aðeins réttmæt gmnd- vallarkrafa lieldur einnig grund- völlur fyrir friðsamlegri og traustri sainbúð í Evrópu. lleita Rússum tryggingu. Fari svo, að sameinað Þýzkaland myndi ákveða að ganga í N-Atlants hafsbandalagið, myndi stjórn þess vera fús til að gefa Rússum og öðrum A-Evrópulöndum „mikil- væga og víðtæka“ íryggingu. Enn- fremur er lýst yfir, að Vesturveld- in muni ekki fallast á nokkra þá afvopnun er gæti hindrað samein- ingu Þýzkalands. Tréskurðarmynd frá dögum séra Hallgríms af Krisíi á krossinum á altari hinnar nýju kirkju Vígsla Ilallgrímskii-kju í Saurbæ síðastliðinn sunnudag var virðulog og hát'ðleg athöfn. Mikið fjölmenni var við vígsluna og margir þar langt að komnir úr þremur lands- fjórðungum. Skiptu kirkjugestir mörgum hundruðum og var komið fyrir gjallarhornum á kirkjuhlaði, svo að þeir, sem ekki komust inn gætu fylgzt með því, sem fram fór. Athöfnin hófst klukkan tvö síð- degis með því að biskup og prest- ar höfðu stutta lielgistund í gömlu kirkjunni og báru þaðan síðan út muni kirkjunnar-við klukknahring ingu í turni gömlu kirkjunnar. Þeg ar þeirri hringingu lauk tók við hringing frá turni nýju kirkjunn- ar. „Þá þú gengur í guðshús inn....“ Þegar í kirkju kom gekk fylking kennimanna í kór og tók biskup við kirkjugripunum og raðaði þeim á altarið. Þá söng Borgfirð- ingakórinn undir stjórn dr. Páls Isólfssonar fyrsta sálminn, sem var sálmur séra Hallgríms, Þá þú gengur í guðs hús inn.... Þá flutti séra Friðrik Friðriks- son fyrslu bænina. scm flutt var í hinni nýju kirkju. Þá var aftur sunginn sálmur, en þar næst ílutti biskupinn ræðu. Ágætar vígsluræður biskups og sóknarprests Síðan flutiu prestar bænir og ritningarkafla. Síðan fór fram vígsla biskups og þá predikun sólui arprestsins, séra Sigurjóns Guð- jónssonar í Saurbæ. Var ræða hans einlæg og kraftmikil, þrungin trú- arkrafti þess manns, sem gleymir þvi ekki að hann gegnir köllun 9tarfsins í kirkju Hallgríms Péturs sonar. 1 ágætri ræðu sagði Ásmundur Guðmundsson biskup frá því er hann ungur drengur kom að Saur- bæ og lýsti því hverjum tökum minningar um Hallgrím Pólursson hefðu tekið hug sinn þá. Iíann sagði að Ilallgrímskirkja í Saurba- ætti að boða okkur Krist á máli Hallgríms. Ilér er heilög jörð, sagði biskup í vígsluræðu sinni. Samsæfi sóknamefndar Þegar guðsþjónustugjörð var lokið hófst samsæti sóknarnefnd- ar Saurbæjarkirkju að félagsheim- ili sveitarinnar, sem er skanimt frá bænum í Saurbæ. Vöru þar meðal gesta flestir, eða allir hús- ráðendur í sókninni, þeir sem unn- ið höfðu að byggingu kirkjunnar, forseti íslands, fjármálaráðherra, prestar viðstaddir vígsluna og nokkrir aðrir gestii-, svo og lands- nefnd Hallgrímskirlcju. (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.