Alþýðublaðið - 05.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.09.1927, Blaðsíða 2
ALP VÖUijíiAölÐ !ALÞÝÐUBLAÐIÐ j kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við < Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. J til kl. 7 siðd. < Skrifstofa á sama stað opin ki. J 9Vs— lO'/a árd. og kl. 8—9 siðd. j Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 J (skrifstofan). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 3 hver mm. eindálka. J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j (í sama húsi, sömu simar). Sildarkaup Rússa AUir, sem ant er um, að síld- veiðin hér við land geti orðið lanclsmönnum gagnsamlegur at- vinnuvegur, fagna Jrví, að tekist hefir nú að selja Rússum ís- lenzka síld. Þott salan sé ekki mikil né verðið hátt, má kalla þetta góða byrjun. sem mönnum sýnist gæti staðið til mikils, ef vel væri á haldið. Jafnvel „Mg- bl.“, sem af kvikindislegu flaðri við auðvaldið fjandskapast sífelt við Rússa yegna þjóðskipulags ‘peirra. géttii' ékk'i ánnað en viÖur- kent, að þessi sala, þótt lítil sé, muni verða til þess að hækka verð á íslenzkri síld, en þeim, sem reynt hafa sífeldan ótta við verðfall ú síldinni, mun ekki þykja svo Ijtilsvirði, að nú sé meiri von um verðhækkun. „Smiður er ég nefndur“. Sagan , Smiður er ég nefndur" eftir Upton Sinclair, sem var neð- anmáls í Alþýðub'aðinu siðast liðinn vetur, er nú komin út sér- prentuð. í eftirmála, er þýðand- inn, séra Ragnar E. Kvaran í Winnipeg, hefir skrifað, segir hann m. a. svo um bókina og tilgang sinn með þýðingu hennar: „Mér hefir um langt skeið leikið hugur á að þýða þessa bók, „Smiður er ég nefndur", er ég loks fékk næði til þsss í sumar- íeyfi mínu á ísiandi síðast liöið sumar. Ég var að því kominn að sækja ,um leyfi til þess til höf- undarins, er mér barst til eyma, að Alþýðublaðið hefði trygt sér einkarétt til útgáfu á öllum bók- um Uptons Sinclairs á íslemzku. Eg hitti því ritstjóra blaðsins að má!i, og varð það að samkomu- lagi með okkur, að ég þýddi bók- ina, en hann sæi um útgáfuna. Ástæður mínar til þess að vilja sjá bókina á íslenzku voru fleiri en ein. Fyrst og fremst virði ég höfund henr.ar. Par næst er bókin vel rituð. Og að lokum tel ég hana vel til þess fallna að vekja athygli íslendinga á því máli, sem með öllu hefir verið vanrækt'að skýra fyrir þeim, — sambandi kristinna hugsjóna og þjóðfélags- mála. — Mér þykir ekki ólíklegt, að ýms- Um, er bók þessa lesa, kunni að detta í hug, að iýsing höfundar- ins á því ófrelsi, er þeir menn sæti, er flytji óvinsælt mál í stór- borgum Bandaríkjanna, sé röng eða ýkt að mun. Ýmsir hafa lært að Iíta tál þess lands í Ijósi þess bjarma, sem yfir því hvíldi, er það var vagga glæsilegra póli- tjskra hugsjóna. En mannfélags- þróumn hefir á ýmsa lund tekið aðra stefnu þar, en i löndum Norðurálfunnar. Hið feykilega landrými og gnægð auðiTnda landsins, hið mikla rúm, er ein- staklingurinn gat leitað sér nýs færis í, ef krepti að honum á einum stað, hefir innrætt þjóð- inni þá einstaklingshyggju, sem naumast á sinn líka með menn- ingarþjóðum. Þaö er ekki af skorti af hugsjónahneigð, sem t. d. jafnaðarstefnan hefir fengið svo lítið bergmál í Bandaríkjunum, heldur af hinu, að allar ástæður hafa verið því andvígar, að sá hugsanaferill gæti fest þar ræt- ur nema hjá tiltölulega fáum mönnum. Auk þess — eða ef til vill af sömu orsök — hefir á- bugi almennings á stjóramálum ekki verið mikill. Tal manna berst ekki ösjálfrátt að stjórn- málum, eins og margir fullyrða t ,d. um Englandinga. Menn tala um viðskiftahorfur, en ekki stjórn- málahorfur. Þetta hefir orðið til þess, að þau völd, sem í land- inu hafa bezt vitað, hvað þau vilclu, hafa orðið að miklum mun voldugri heldur en ætla mætti hjá þjóð, sem annars er eins frjálslynd að eðlisfari og erfðum eins og Bandaríkjaþjóðin. Og sér- staklega fór svo, meðan á ófriðn- um stóð, og fyrstu árin eftir hann, að öll andúð gegn féflettingum og ofbeldi auðmanna landsins var launuð með barsmíð, atvinnumissi og fangelsisvist, ef ekki öðru verra. Ég held ekki, að sú nrynd', sem dregin er upp af ástand- inu í landinu fyrstu árin eftir ófriðinn, sé fjarri sanni. Um myndina, sem dregin er upp af Smiði, kynnu að veröa skiftari skoðanir. Fyrst og fremst er myndin af smiðnum, sem sagt er frá í Nýja testamentinu, þess eöiis, að hún getur virzt með ó- likum hætti, eftir því, hvernig á hana er horft. Eins og allir vita, þá eru frásögur guðspjallanna ekki nein heildar-æfisaga þessar- ar persónu, heldur smámyndir af atburðum, sem hún hefir verið við riðin. Allir, sem fengist hafa við lestur þessara rita að mun, vita, að enn er ógerlegt að skera úr því til fullnustu, hvar per- sonan sést óhuh'n, og hvar ni'æja safnaðartrúar fyrstu aldarinnar hefir fært drættina úr lagi. Auk þess er ávait örðugt að átta sig á mprgbreytni andans hjá mikil- tenglegustu persónum, er á jörð- inni hafa dvalið. Þótt guðspjöllin séu ekki Iöng rit, þá eru þau drög að öllurn þeim myndum, sem ald- irnar hafa séð af Kristi. Það er löng leið á milli hins mikla, stranga dómara, sem móðirin ein, heilög María, gat mýkt til mis- kunnsemdar, og hins auðmjúka vinar fátækra, hins þolinmóða krossbera. En báðar þessar mynd- ir og alt, sem þar er á milli, er að einhverju leyti réttlættar í íguð- spjöllunum. Dæmisagan um freist- inguna virðist segja frá manþi, sem fann hjá sér þrótt og snild til þess að geta lagt undir sig gervallan heiminn. Sumum verður mest starsýnt á þennan þrótt og karlmensku. Öðrum eru Ijósari ýmsir aðrir eiginleikar, — yndis- þokki, mildi, göfgi og kærleik- ur. En óalgengara er, að mönnum sé Ijóst magn hans til þess að þrýsta sér í gegnurn hugsanaþoku samtiðar sinnar. Fjallræðan er Voldugur vindblær, er sveipar þeirri þoku til hliðar á stórum sviðum. Sökum þess áreksturs, sem varð á Jífsskoðun hans og samtiðar hans, lét hann lífið. Ég' úygg, að í þessari bók sé bent á hliðar á skapferli því, sem of lítill gaumur hefir verið gef- inn. Lýsingin er að sumu leyti einhliða, en svo er um allar til- raunir til þess að lýsa þessari persónu, sem virðist 'eins og brennidepill mannkynsþrárinnar. Hann virðist fulltrúi svo marg- víslegrar tilhneigingar til þess aö teygja sig í áttina til Ijóss og til lífs. Fyrir þá sök sjá menn Ijósast þær hliðar hans, sem þairra eigin skapferli eru skyld- astar. Unton Sinclair hefir séð sumar hliðar hans vel* en það væri fásinna að telja þetta full- nægjandi mynd. Eins og bókin ber með sér, er ádeiluskeytum hennar stefnt í ýrnsar áttir. En hvergi koma þau óvægara niður heldur en er þau skella á kirkjunni. Þetta er ekk- ert unclarlegt, því að bókin fjallar um það, hvaða árekstur óhjá- kvæmilega verði, er trúarlegu innsýni sé beitt við menningu og ástancl álfunnar, og því er haldið fram, að hinar miklu trúarlegu $iofnanir hafi brugðist blutverki sinu.“ Skemtiferð í gær. Alþýðublaðið og Alþýðuprent- smiðjan buðu í gær starfsfólki Ssítru í skemtiferð austur yfir fjall. Klukkan rúmlega sjö í gærmorg- un var lagt af stað frá Alþýðu- húsinu. Véður var þá gott, og leit ekki út fyrir rigningu. Nær 40 manns voru í förinni, þár af urn 20 börn, sem bera blaðið út eða selja það, og rnörg af þeim höfðu aldrei komið austur yfir fjall fyrr. Fyrst var staðnæinst við Grýlu í Ölfusi. Varð að bíða þar í klukkustund eftir því, að hún gysi, en þá gaus hún mjög fagurlega hátt í loft upp, og tókst að ná mynd áf því. Þaðan var haldið áustur í Þrastaskóg, og var þar snætt, skógurinn skoðaður pg nokkrar myndir teknar. Kl. um .edtt var haldið niður að Ölfusá. Þnr var drukkið kaffi og síðan sungið og danzað til kl. um fjög- ur. Var þá haldið af stað heim, fen staðnæmst á „Hólnum“ ein® stund. Kl. rúmlega sjö var svo komið niður í bæinn. Skemtu allir sér mjög vel, þó sérstaklega börnin ágætlega, eins og vænta mátti. Khöfn, FB„ 3. sept. Árangurslaus leit að flugvél- inni sem ætlaði til Kanada. Frá Lundúnum er símað: Flug- vélar frá Kanada hafa leitað að flugvél þeirra Minchins og Hamil- tons. Leitin bar engan árangur. Nýtt tilræði við sendimann frá ráðstjórnar-Rússlandi i Póllandi. Frá Varsjá er símað: Maður, sem menn vita engin deili á, hef- ir verið skotinn í bústað sendi- herra Rússa hér í borg. Sagt er, að maður þessi hafi sýnt emb- ættismanni sendiherrans banatil- ræði í sendiherraskrifstofunni. Gerði hann því næst tilraun til þess að flýja, en var þá skotinn af einum þjóna sendiherrans. Stjórnin í Póllandi hefir látið hefja rannsókn í málinu. Frá styrjöldinni i Kina. Suðurherinn vinnur á. Frá Shanghai er símað: Suður- herinn hefir 'tekið Pukow. Norð- urherinn heldur undan. Khöfn, FB„ 4. sept. Landamæri Póllands og Rúss« lands. Frá Berlín er simað: Menn ætla, að Pólverjar áformi að leggja fyrir þing Þjóðabandalagsins til- lögur um almennan, óáleitinn samning í þeim tilgangi að tryggja lanclamæri Póllands og Rússlands. Byltingaróttinn i byltinga- landinu. Frá París er símað: Ot af (í- halds)blaöaárásum um aðgerðar- leysi frakknesku stjórnarinnar gagnvart sameignarsinnum hefir stjórnin lýst yfir því, að síðan í fyrra sumar hafi hún rekið úr landi átta þúsund og fimm hundr- uð útlendinga og handtekið eitt hundrað frakknekka sameignar- sinna. [Frakkland auðvaldsins er bersýnilega ekki lengur neitt hælx byltingamanna.j Undirbúningur ofbeldisverka gegn ráðstjórninni. Frá Moskva er símað: Rúss- neska lögreglan hefir handtekið nokkra fyrr verandi liðsforingja, sem allir eru keisaraveldissinnar,- og sakar hún þá um undirbúning ofbeldisverka gegn ráðstjórninnL

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.