Alþýðublaðið - 07.09.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.09.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBL’AÐIÐ II! IIIi III! iiii j NýkomiH j Tvisttauið marg- | práða, hentugt í I kjóla, svuntur, j sængurver og m. fl. 1 I Verðið hvergi iæyra. Matthildur Björnsdóttir, Laugavegi 23. i 1111 III! III! ! bsi I iia ára reynsia stjórnenda Hjálpræð- ishersins hefir kent þeim að fylgja ætíð peirri starfstilhögun, sem lík- legust þykir til að 'bera beztan Og mestan árangur og reynast sig- ursælust hinu dýrlega m'álefni drottins. Kaupmannahöfn, í ágúst 1927. R. Gundersen,. kommandörlautinant. Khöfn, FB„ 6. sept. Þing Þjóðabandalagsins byrjað. Frá Genf er símað: Fing Þjóða- bandalagsins var sett í gær. Tutt- ugu utanrikismálaráðherrar taka þátt í því. Briand, Stresemann og Chamberlain ræða ýms þau mál- in, sem erfiðlegast mun verða að ná samkomulagi um, á einkafund- um. Sérstaklega munu þeir ræða um setulið Bandamanna í Rínar- Iöndum, möguleikana fyrir því að halda áfram aö vinna í anda Lo- carno-stefnunnar og tiliögu Pól- lands unr öryggissamninga, sem virðast mæta mótspyrnu Englands og þýzkalands. Þó er talið ekki ólíklegt, að Þjóðverjar fallist á gerð einhvers konar samninga um pólsk-þýzku landamærin, . ef Bandamenn kalia heim seíuiið sitt úr Rjnarlöndum. Kröfur um bann gegn Atlants- hafsflugi í ófullkomnum flug- vélum. Frá Lundúnum er símað: Merk blöð i Evröpu og Ameriku leggja til að banna Atlantshafsfliig, nema fuílkomnari flugvélar verði not- aðar. Iimleml tídindi. Stykkishólmi, FB., 7. sept. Tíðarfar hefir verið ágætt, en þerrilaust með öilu síðán laust eftir Höí- uðdag. Menn hafa yfirleitt heyj- að vel, og halda flestir áfrarn enn þá. Útengi víðast illa sprottin, en nýting hefir orðið ágæt, hey manna verkast fljótt og vel. Heilsufar er gott, neina að kikhóstinn er vaxandi og þyngri en í sumar. Vinna og kaupgjald. Ekkert hefir verið bygt íiér í sumar eða í nærsveitunum. Kaup- gjald í sumar við heyskap hefir verið: kvenna 20— 25 kr„ karla 40—50 kr„ þö undantekningar, hafi mönnum veríð goldnar kr. Mun þetta kaup hafa verið al- mennast við heyskap í Breiða- fjarðareyjum. Dæmi eru til þess í sumar, að konur hafi fengið að eins 18 kr. um vikuna, en karlar 30 kr. Skipaferðir. „Esjan‘“ kom hingað í morgun og er að fara til Búðardals, vænt- anleg aftur í kvöld. R. Xngersoll: Andlegt s|álfstæði. Útgeíandi: Pétnr G. Guðnumdsson. Það er alt af hressandi í logn- rnollu að fá góðan gust, ekki síð- ur en það hressir að sjá, að til eru þó þeir menn, sem þora að fáðast á úrelta siði, hjátrú og hindurvitni. Það má búast við, að þessi bók Péturs fái ómilda clóma hjá trúuðum sálum, og að hann fái óþökk og hnútur hjá ekki svo fáum fyrir að gefa út bókina, en öllum frjálshugsandi mönnum í trúarefnum er bókin kærkomin. Sá, sem þetta ritar, óskar þess, að [r>etta hefti og hin, sem á eft- ir koma, verði lesin af öllum kon- um og körlum á þessu landi. /V. Otti daglBisra veginm. Næturlæknir er í nótt Níels P. Dungal, Sól- eygjargötu 3, sími 1518. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum í kvöld og til næsta sunnudags- kvölds kl. 7%. „íþökufundur" verður í kvöld. Að gefnu tilefni skal þess getjð, að greinin í blaöinu í gær eftir Gísla Jónsson, er ekki. eftir Gísla Jónsson járn- smið, Grettisgötu 27. Jarðarför borgarstjórafrúarinnar fór fram í gær að viöstöddu fjölmenni. I fyrra kvöld var húskveðja á heim- ílinu, og Dáru þá starfsmenn bæj- arins, stjórn K. F. U. M. og Odd- íBiXnvar Ijluö t kirkju. Ur kirkju oaru næjariuiitruar kistuna, en Ocidtéllowar i kirkjugarð. Kirkj- an var skreytt og fjöldi kranza senrlur. Kveðjuhljómleika heldur litli fiðlusnill'ingurinn Wolfi með aðstoð Klasens pró- fessois í kvöld kl. 7 '4 í Gamla Bíó, óg eru þeir sérstakiega ætl- aðir börnum. Meðal viðfangsefna er Kreutzersonatan, „Sofnar lóa“ og þjóðsöngurinn islenzki, „Ó, guð vors lands.“ Veðrið. Hiti 16—10 stig. Átt víðast held- ur við suður, mjög hæg víðast. Regn á Suðvesturlandi, þurt ðll- víðast annars staðar. Loftvægis- lægð fyrir suðvestan land og önn- ur við Færeyjar á norðurleið. Ut- lit: Suðlæg átt og regnskúrir á Suðvesturlandi og í nótt senni- lega allhvass á suðaustan. Ann- ars staðar suðaustlæg átt og rign- ing allvíðast. Skipafréttir. „j'sland" fór vestur og norður um land í gær kl. 6. „Botnía" fer til útlanda í kvöjd kl. 8. Togarar. „Otur“ kom af veiðum í morg- un með 7C0 kassa af ísfiski og fulia afturlest af sáStfiski. ísfiskssala. I gær seldi „Júpíter" afla sinn i Englandi fyrir 1610 stpd. En „Apríi“ sefdi í fyrra dag fyrir 839 s'tpd. Knattspyrnumót 2. aldursflokks (drengja 15—18 ára). I gærkvöldi keptu „Valur‘“ og „Fram“. „Valur'* sigraði með 10:0. Annað kvöld fer úrslita- kappleikur mótsins fram milli „K. R,“ og „Vals“. Suðurlandsskölinn. Guðmundur Þorbjarnarson bóndi á Stóra-Hofi, sem fengið hefir Arnór Sigurjónsson skóla- stjóra á Laugum hingað suður til viðtals, er formaður sköla- nefndar ungmennafélaganna þar íyrir austan. „Mgbl.“ lítur ekki út fyrir að vita þetta. Qengi erlendra mynta ITdag:! Sterlingspund..... kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,97 100 kr. sænskar .... — 122,40 100 kr. norskar .... — 119,65 Dollar ... ... — AJ5&U 100 frankar franskir. . . — 18,05 100 gyllini holienzk . . — 182,96 100 guilmftrk Dýzk . . . — 108,49 „Tímarit iðnaðarmanna." 3. hefti 1. árgan-s þess er ný- komið út. 1 því er m. a. grein um samskólamálið eftir Helga Her- mann Eiríksson iðnskólastjóra, skýrsla Iðnskólans, grein um nótk- un véla, knúinria með rafmagni, bér í Rvík eftir Steingrím Jónsson, „Frá lsafirði“ rneð mynd af sjýkrahúsinu nýja' þar, um ráð- stefnu norrænna byggingameislara eftir Guðm. H. Þoriáksson o. fl. - „Tímarit iðnaðarmanna“ er mjög laglegt að ytra frágangi og að efni fróðlegt, einnig fyrir aðra en iðnaðarmenn, og- verðskuldar því útbreiðslu. Því hefir líka verið vel tekið. Það hefir jiegar fengið miklu fleiri kaupendur en útgéf- RE6NHLÍFAR ódýrastar VÖRUHUSINU. 9|arta»ás smprlíkið er beæto Ásgarður, Herra Oddur Sigurgeírsson, Sel- búðum, leyfir sér hér með í krafti laganna að tilkynna, að „Rauð- kembingur" verði prentaður hér í bæ núna vegna lélegs sambands við Vestmannaeyjar. Kemur hann út í næstu viku, stífur og alvar- legur eins og fyrri daginn. Kemur þar margt tii greina, siðferðis- ástand bæjarins, landafræði, stjórnmál og guðfræði. Hreyfingin magnast, Oddur magnast. — Kaupið „Rauðkembing“, allir mín- ir menn! Halleluja. — Herra Odd- ur Sigurgeirsson Harðjaxl, Sel- búðum. Sokkai' — Sokkai* — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru is- ienzkir, endirigarheztir. blýjastir. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Smtðud kjöt- og slátur-ílát og gert vjð gömul. Freyjugötu 25 B- Amutörnlbúm nýkomin, afar- vönduö og falleg. Stórt úrval. Mikil verölækkun. Amatörverzlun Þorl. Þorleifssonar við Austurvöll. éndur gerðu sér vonir um svo fljótt. _________________________ Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.