Tíminn - 23.04.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1958, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikuáaginn 23. aprfl 1958. Útgefandi: Framsóknarflotckwrtn* Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn T'rti lifluiwil (ák.) Skrifstoí'ur í Edduhúsinu við LindtrfitK. . Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, USM (rifctjórn og blaðameaa). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusíinl 12*88. Prentsmiðjan Edda h.f. ERLENT YFIRLIT: lefst ætt Asquith til v Afkomendur hans eru nú mestir ráftamenn í Frjálslynda flokknum Hvenær talar Olafur? í>A£> er sagt aö manndóm manns megi allvel dærna af því, hvort hann gerir sömu kröfur til sjálfs síns og hann gerír til annarra. Sá maður sem krefst ekki minna af sjálfum sér en öðrum, sé manndómsmaður og hafi fullan rétt til að gera þær kröfur til annarra, er hann ber fram. Hinn, sem gerir kröfur til annarra, en krefst minna af sér sjálfum sé manndómsleysingi, sem ekki sé rétt að treysta, og kröf- ur slíks manns eigi alla jafn- an að falla dauðar og ómerk- ar. EF litið er á starfsemi á- byrgra stjórnarandstæðinga í nágrannalóndunum okkar, virðist framkoma þeirra ein- kennast af þessum skilningi. Þeir krefjast þess af þeim mönnum, sern fara með völd in, að þeir leysi þann vanda, sem við er að fást á hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. En þeir láta sér ekki nægja að gera þessar kröfur. Þeir leggja jafnframt fram á- kveðnar tlllögur um það, hvernig þeir vilja leysa við- komandi vandamál. Olöggt dæmi um þetta, eru tiUögnr þær, sem Truman fyrrv. forseti lagði nýlega fraan um það, hvernig hann vildi láta ráða bug á krepp- unni í Bandarikjunum. Tru- man lét sér ekki nægja að deiia á stjómina fyrir úr- ræðaskort og athafnaleysi. Hann heimtaði ekki aðeins úrræði af henni. Hann bendi einnig á þau úrræði, sem hann áliti bezt. Sama hefir Gaitskell og aðrir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar í Bretlándi gert. Þefcta saraa gera líka stjórn- arandstæðingar á Norður- löndum. HÉR á landi hefir stjórnar andístaðan hins vegar hag- að sér á allt annan veg. Hún hefir krafizt einhliða úrræða af rtkisst.iórninni í efnahaes rrtálnm. s°m nú er mesta vandamál. bióðarinnar. Hún hefir smsnrvnt og fordæmt allt, sem stiórnin hefir gert í þessum efnum. En sjálf hef ir hún forðazt að benda á nokkrar aðrar leiðir. Málflutningur Mbl. um þessar mundir, er næsta öm- urlegt dæmi um þessa starfs- hætti. Þar er nú reynt að ó- frægja allt það, sem líklegt þykir að stjórnin muni leggja til í efnahagsmálunum. Stjórnin er krafin um önn- ur og betri úrræði. En sjálft forðast blaðið á að benda á nokkurt úrræði. ÞEGAR talað er um þetta við Sjálfstæðismenn, er einna venjulegasta svarið: Þetta er bara venjulegt óá- nægjunöldur' í Bjarna. Það má ekki dæma Sjálfstæðis- flokkinn af Morgunblaðinu, sem er séreign fárra gróða- manna, aðallega heildsala. Sálfstæðisflokkurinn á eftir að leggja fram tillögur sín- ar. Ólafur á eftir að tala. Þannig hugsa nú áreið- anlega margir Sjáifstæðis- menn. Þeir eru orðnir þreytt ir á nöldrinu í Bjarna. Þeir vilja, að Ólafur fari að tala. Þeir vilja, að formaður flokksins sýni það i verki, að flokkurinn heimti ekki að- eins úrræði af öðrum, heldur bendi á eigin úrræði. Þeir vilja, að flokkurinn geri sömu kröfur tii sjálfs síns og hann gerir til annarra. ÞESS VEGNA er nú beð- ið eftir því, að Ólafur tali. Plokksmenn hans vænta, að hann hafi eitthvað meira og jákvæðara til mála að leggja en hið neikvæða geðvonsku- nóldur, sem daglega birtist í Mbl. Ólafur Thors hefir nú tæki færi til að sýna, aö hann sé slikur manndómsmaður og hann álítur sig vera. Það er beðið eftir því, að hann sýni í verki, að hann geri ekki minni kröfur til sjálfs sín og flokks síns og til ann- arra. Það verður hlustað, þeg ar Ólafur talar næst. Og eft- ir því munu dómarnir fara um réttmæti þess, hvort S.iálfstæðisflokkurinn eigi nokkurt erindi í ríkisstjórn á nýjan leik. Frændur, sem brugðust ISLENDINGUM urðu það mikil og sár vonbrigði, þeg- ar Bandaríkjamenn báru fram á hafréttarráðstefn- unni í Genf tillögu þá, sem felur það í sér, að erlend rán yrkia meg'i viðgangast á- fram á íslenzkum fiskimið- um u&an 6 mílna landhelgi. íslendi'i^ar höfðu ekki átt von á slíkri hnífsstungu úr þeirri átt. Önnnr tíðindi hafa nú bor izt frá Genf, sem eru ís- lendingum þó að vissu leyti sárari. Fulltrúar tvegg.ia frændbíóða íslendinga stóðu fast við hlið Bandaríkjanna gegn haffsmunum íslands, þegar atkvæði voru greidd í nefnd um tillögu þeirra. Þessar þjóðir voru Danir og Norömenn;;. ísiendingar eiga erfitt með að skilja þessa afstöðu full- trúa Dana og Norðmanna. Hvaða nauður rak þá til að reka hér rýtinginn í bak ís- lendinga? Hvað er að marka allar skáJlaræðurnar, sem æðstu menn þessara þjóða- hafa flutt um vinsemd í garð íslendinga? Hvaða mynd veitir þetta af hinni marg umtöluðu norrænu samvinnu? Það er trú íslendinga, að ríkisstjórnir Noregs og Dan- merkur hafi hér breytt gegn vilia þjóða sinna, sem áreið- anlega vilja ekki Iáta níðast á íslendingum. Hitt er svo annað miái, hver þau annar- legu sjónarmið eru sem hafa hér ráðið gerðum umræddra rikisstjórna. Á TVEIMUR fyrstu áratugum i þessarar aldar, var Frjálslyndi flokkurinn láhrifame-sti stjórnmála flokkur Bretlands og hafði stjórn-; arforustuna samfleytt um langt skeið eða frá 1904—22. Á þessu tímabili bar ihæst tvo leiðtoga lians, há Asquith og Lloyd George, en sá fyrrnefndi var forsætisráðherra frá 1908—16, en sá síðari frá 191fJ—1922. Framan af var sam- vinna þeirra góð og eru árin 1908 —14 ein hin glæsilegustu í sögu Frjálslynda flokksins, en Lloyd George var þá fjáran'álaráðherra og beitti sér f>"rir margvíslegum félagslegum og fjármálalegum umbótum í samvinnu við Asquith. Eftir að styrjöldin hófst 1914,! byrjuðu leiðir þeirra að liggja j sundur og lauk samskiptu.m þekTa. með því, að Lloyd George tók! h'öndum saman við íhaldsmenn í: árslok 1916 og hrakti Asquith og \ félaga hans iúr stjórninni. Eftir • stríðslokin 1918 gekk Lloyd George | til kosninga í samvinnu við íhalds menn, en Asquith og félagar hans buðu sig fram sem Óháða fylgis- menn Frjálslynda flokksins. Árið 1922 sögðu íhaldsmenn upp sam- starfinu við Lloyd George og tóku stjórnartauimana í sínar hendnr. í kosningunum, sem fram fóru þá rétt á eftir, gekk Frjálslyndi flokkurinn raunverulega tvílílofinn til kosninganna undir merkjum þessara tveggja leiðtoga sinna. Flokksrot Asquith fékk þá 60 þingsæti, en flokksbrot Lloyd George 57. ÞESSI klofningur .milli þeirra Asquith og Lloyd George varð raunverulega banabiti Frjálslynda flokksins. Vegna hans náði Verka- mannaflokkurinn tniklu skjótar fótfestu ea ella. Það tókst að vísu að sameina Frjálslynda flokk inn aftur og í kosningunum 1923 fékk hann 158 þingsæti, en í kosn- ingum ári síðar fór þingmannatala hans niður í 40. Eftir það hefir, hann ekki borið sitt barr. Eftir að þeir Asquith og Lloyd George hurfu af sjónarsviðinu, var merki Frjalslynda flokksins borið mest uppi af afkomendur þeirra. Tvö börn Lloyd George voru kjörin til þings í Wales, þau Geoffrey og Megan. Megan þótti þeirra fre:nri og er taiinn einn mesti kvenskörungur, sem átt hefir sæti á þingi Breta. Dóttir | Asquith, Violet, giftist einkarit- | ara hans, Bonham Carter, og hefir I jafnan haft mikil afskipti af stjórn málum, þótt aldrei hafi hún setið á þingi. Um nokkurt 'áraskeið settu þær Megan Lloyd George og frú Bonham Carter einna mest an svip á starfsemi Frjálslynda flokksins. Báðar flu'ggáfaðar og vel máli farnar, en frú Bonham Cart er enn glæsilegri í sjón og áhrifa meiri í kynningu. Svo er nú komið, að frú Bon- ham Carter ber ein þessara þriggja upp merki Frj'álslynda flokksins. Geöffrey Lloyd George gerðist í- haldsmaður og hlaut ráðherratign ag launum. Megan Lloyd George gekk fyrir nokkru i Verkamanna flokkinn og er nú þingmaður hans og fær sennilega sæti í næstu .stjórn hans. ÞAD hefir verið sagt um frú Bonham Carter, að hún ætiaði sér að vera seinasti leiðtogi Frj'áls lynda flokksins í Bretlandi. Hún hefir mótmælt því og aldrei vik- ið frá þeirri trú sinni, að Frjáls- lyndi flokkurinn ætti viðreisn fyr- ir höndum. Ýmislegt bendir nú til þess, að þessi Irú hennar kunni að geta ræzt. Ef svo fer, þá vcrð ur það ótvírætt undir merki Asq uith. Dóttir frú Bonham Carter, Laura, sem einnig hefir mikinn á- ..... .... ^....... -...i^^^; Hin svokallaða „Ættartafla" Frjálslynda flokksins. huga fyrir stjórnmálum, er gift Jo Grimond, þingmanni Orkneyja og aðalleiðtoga Frjálslynda flokks ins á þingi. Sonur frú Bonham Carter, Mark, vann nýlega hinn giæsilega kosningasigur í Torring tonkjördæminu. Bróðir frú Bon- ham Carter, Anthony, er nú einn aðalleiðtog'jrm í iandssamtö.kum Frjálslynda flokksins en annars er hann meira þekktur fyrir kvik- myndagerð, en á vegum hans hafa m. a. verið gerðar hinar þekktu kvikmyndir Pygmalion og Win- slow Boy. ÞAÐ mun faila í hlut þeirra Jo Grimond og Mark Bonham Cart er að marka þá stefnu, sem sé væn leg til sigurs, fyrir Frjálslynda flokkinn í næstu þingkosningum. í því sambandi er bent á, að þeir hafi að ýmsu leyti ekki ólíka eigin leika og Asquith gamli. Hann var fágaður og virðulegur ræðumað- ur,. sem gat þó vel talað til tilfinn- inganna, sérlega mikill starfsmað ur og gat brugðið því fyrir sig að : vera skjótráður tækifærissinni, t þótt hann væri fremur íhaldssam- I ur að upplagi. Þótt hann virtist jafnan rólyndur og hæglátur, gat hann verið vel fastur fyrir og þraut seigur, er á reyndi. Fyrir þá Jo Grimond og Mark Bonham Carterer það mikill styrk ur, að margir hinna yngri og fram- gjarnari menntamanna og ýmsra annara gáfumanna, virðast nú helzt halla "sér að Fríálsiynda flokknum. Þeim finnst ofþröngt um sig í stóru flokkunum. Um Frjálslynda flokkinn er sagt, að hann byggist nú aðallega á trygg- um fylgjendum úr gömlu kynslóð inni og ungum mönnum, sem gera vonir til hans (Old Faithfuls og Young Hopefuls). Ef flcfcknum tekst að sameina vei hið bezta úr því gamla og nýja, getur ætt Asquith átt eftir að verða mikils ráðandi að ni^ju í brezkum stjórn málum. Þ.Þ. VAÐsromN íslendingar munu hins vegar ekki þola margar fleiri stungur úr þessari átt, án þess að endurskoða mat sitt á Mnni svonefndu nor- rænu saimvinnu. PÉTUR SKRIFAR þennan pistil: ,Jiú .þykir það merki um ógurleg- an fjandskap við höfuðstaðinn, að benda a, að Reykjavík sé ó- snyrtiieg borg. Þetta um fjand- skapinn Jas maður í Mogganum, og auðvitað eru það þið hjá Tím- anum, sem eruð úthrópaðir sem ,/jandmenn Reykjavíkur". Mbl. þekkir vist ekki sannleikann sem felst i þvi, að „sá er vinur, er til vamms segir". En fullyrðingar Mbl. um snyrtimennskuna á ytra borði höfuðstaðarins sýna ein-' mitt það, sem þið voruð að benda á hér á dögunum, að augun venj ast svo umhverfinu á löngum tíma, að þau hætta að taka eftir því, sem aflaga fer. En við hverja er Mbl'. að tala? Við íbú- - ana í húsunum við Miklubraut? Við það fólk, sem hefir búið við ófullgerðar götur í áratug eða lengur? Við þá sem þurfa að klöngrast yfir moldarhauga við tröppurnar hjá sér sumar eftir sumar? Við fólk, sem meðtekur iiminn og bréfaruslið frá ösku- haugunum? Við þá sem hafa ekki við að tína óhroðann úr haugun- um af girðingum sínum eða trjá- runnum? Við þá, sem horfa á lóðir bæjarins við höfnina þakt- í ar rusli og drasli meðan bilarn- ir nýju og fínu standa upp við ] stöðumæli fyrir krónu kortérið í nokkur hundruð metra fjarlægð? í Þetta heitir allt snyrtimennska \ á máli Moggans. Manninum, sem heyrði. kunningja sinn tala upp úr svefninum, þótti það lika dá- samleg sönnun um annað líf." Trúin og sálárróin. „Höfuðstaðnum er enginn greiði gerður með því að reyna að breiða yfir það, sem áfátt er. Eitt af því er seinagangur að ganga frá götum og lóðum, svo að árum skiptir. Umhverfi sumra meiri háttar bygginga, sem stað ið hafa. í áratugi, er ömurleg . mynd af trassamennsku . og skorti á skyni fyrir ^fögru um- hverfi, Form og göturykið er iiér miklu meira en góðu hófi gcgn- ir. Brak og óhro'ði fær að liggja hreyfingarlaust mánuðum og jafnvel árum saman. Jafnvei brotnir og ryðgaðir hússkrokkar fá að standa við alfaraleið í bsen um mánuðum saman sbr. húsið' við Kópavogslækinn, án þess að yfirvöldin hreyfi hönd né fót til varnar borginni. Þetta er orðið hluti'landslagsins áður en va'rir. En — uss — uss ekki að tala xim þetta. Það er Ijótt. Það er fpnd- skapur við Reykjavik. . Horfðu bara í aðra átt. Kyrjum svo í kór með MW. Hér er allt ákaf- lega fint og fágað og pússað cins og borgarstjóri að morgni d Liklega er sálarstyrkur að hinni blindu trú. Hún veitir írið og ró og ahyggjuíeysi." Þar lýkur þessum pistli Péturs sem ekki er myrkur í máli frek- ar en fyrxi daginn. Baðstofu- spjalli er. lökið'- í dág. —Fhinur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.