Tíminn - 10.10.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1958, Blaðsíða 7
T í ftft-K y. föstudaginn 10. október 1958. 7 Sextugur í dag: Guðmundur Gislason Hagalín, rithöfundur GuSmundur Gíslason Hagalfn, rithöfundur, er sex tugur í dag. Hann býr nú að Silfurtúni F 5 í Garðahreppi. Hagalín er löngu á bekk setetur meðai snjöllustu og afleastamestu rithöfunda þjóðarinnar fyrr og sr'ðar, og eftir hann liggur mikill fjöSdi bóka, ijóð, smásögur, skáidsögur, ævisögur og rit- gerSSr. Er þó langt frá, að það sé allt ævistarf Guð- mundar tii þessa dags. Guiniimdur er fæddur 10. októ- ber 1888 á Iro'kinhömrum í Vestur- ísafi'arSarsyslu, sonur Gísla bónda og slcipsíióra Kristjánssonar og konu hans Guðnýjar Guðmunds- dóttur Hagalín, bónda á Mýruir. í DýrafkrSi. Bru að honum merkar kjama«sfctir vestfirzkar. (iuKmwndur stundaði fyrst nám í unglingaskólanum á Núpi í Dýra- firði ©b»n vetur en síðan hjá séra Böðvari Bjarnasyni á Rafnseyri tvo vetor. Tók gagnfræðapróf í Reykjavfk vorið 1917 og hélt á- fram námi í Menntaskólanum en hætti J»ví i 5. bekk og gerðist biaðajnaftur um tíma 1918 og bankastarfsmaður 1919. Eftir það fluttist hann austur til Seyðisfjarð ar og var þar ritstjóri blaðs í þrjú ár, fór síðan til Noregs, ferðaðisi þar um við fyrirlestrahald en kom heim 1927 og hvarf aftur að blaða- mennátu skamma hríð. Hann flutt ist na©3t til ísafjarðar og var þar lengi bðkavörður og athafnamik- ill í íélags- og atvinnulífi. Hann var riístjóri Nýrra kvöldvakna um skeið og síðar Skutuls á ísafirði. Hann var bæjarfulftrúi á ísafirði, átti sæti í bæjarráði, formaður tveggja skólanefnda og hafnar- nefndar. Einnig var hann um tíma íormað'ur stjórnar Kaupfélags ís- firðinga, togarafélagsins Vals og gegndi ýmsum öðrum trúnaðar- störfuni í bæjarfélaginu. Hann átti og sasti í stjórn Alþýðusambands íslands. Fyrsta bók Guðmundar var Blindsker 1921, næsta Strandbúar 1923 og fyrsta skáldsaga hans Vestan af Fjörðum kom út 1924, Veffur öll válynd 1925, Brennu- menn 1927, Guð og lukkan 1939 og Kristrún í Hamravík og himnafað- irinn 1933, en hana telja ýmsir beztu skáldsögu Guðmundar. Einn af postulunum og fleiri sögur kom út 1934. Fyrri hluti virkra daga, ævisögu Sæmundar Sæmun'ds sonar, skipstjóra, kom út 1936 og síðari hlutinn 1938. Með þeirri bók gerðíst Hagalín brautryðjandi á sviði ævxsagnaritunar hér á landi, og þar konia fram ýmsir beztu rit- höfundarhæfiieikar Guðmundar. Skáldsagan Sturla í Vogum kom einnig út í tveim bindum það ár. Vakti hún mikla athygli og olli umtali og deilum, er lengi stóðu. Át'ið 1939 kom svo saga Eldeyjar- H.ialta í tveim bindum, og var hún rituS mj'ög í sama stil og Virkir dagar og er afbrogðsgott verk. Ilér skulu ekki nefnd öll eða tímasett rit Hagalíns, enda er það löng skrá, og hin síðari mönnum í fersku minni. Nefna má þó smá- sagn-asafnið Förunauta, skáldsög- urnar: Biitt. lætur veröldin og Kon- unginn i Kálfsskinni, nokkrar ævi- sögur, ritgerðasafn, fjögur bindi sjálfsævisögu hans og nú síðast skáldsöguna Sól á náttmálum, er kom <út í fyrra og þótti afbragðs- gott sicáLitverk. Er þó margt ótalið, t. d. sægur greina í blöð og tímarit fyrr og síðar og nokkrar bækur. Guðmundur Hagalin er enn í fullu fjöri og mun vonandi því margt ókomið frá hans hendi. Hanm hefir notið mikilla og sívax- andi vinsælda þjóðarinnar. Tím- inn óskar Hagalín til hamingju aneð afmæiið og þakkar mikinn hókmenntaskerf og góðan, svo og allt það, er hann hefir fyrir blaðið ritað fyrr og síðar. Þóroddur Guðmundsson, rithöf- undur frá Sandi, sem hefir verið nákunnur Hagalin langt árabil, ritar um hann afmælisgrein þá, sem hér fer á eftir. Guðmundur Hagalín gæti frá engum stað verið nema Vestfjörð- um. Svo mjög er hann mótaður af náttúrufari þessa héraðs. Útlit hans og fas minnir á múlana, sem ganga fram í Arnarfjörð. Hann er svipmikill og hnarreistur í líkingu \ið þá, höfuðið eins og höggvið sé úr bergi þeirra. En þetta er að- eins brynja, vörn eða skjól við- kvæmum sálargróðri, svo sem fjöllin vestúr frá eru blómum dal- anna þar hlífiskildir gegn lireggi og hríð. Því að Hagalín er enginn stein- gervingur eða nátttröll. Hann er einungis maður, og meira að segja manneskjulegri ílestum, sem cg hef kvnnzt, jafnt í styrk sínum og næmleika, hörku og mildi, samúð cg sjálfsvitund. Andstæðurnar í fari hans eru svo ríkar. Og þær hafa gert hann að einum skemmti legasta manni, sem ég hef kynnzt. Aldrei lief óg þekkt annan eins hrók alls fagnaðar í vinahópi. Með fáum hefir mér þótt svo ánægjú- legt að starfa, engum treyst betur, þegar 1 nauðirnar rak. Og hvenær getur ekki rekið í nauðir fyrir rit- höfundi, sem hefir allan heiminn upp á móti sér og málefnum þeim, scm hann berst fyrir? Nálega ára- tug höfum við Hagalin starfað sarnan í félagsskap rithöfunda, oft háðir í stjórn, stundum ósammála, jaínvel reiðir hvor öðrum. Arekstrarriir hafa þó aðeins skerpt vináttu okkar og aukið gagnkvæmt traust, enda hef ég a drei kynnzt öðru en drengskap af hálfu Guðmundar í þeim né öðrum skiptum. Eiga rithöfundar lionum mikið að þakka fyrir störf bans í þeirra þágu. í stærri þakkarskuld stendur þó öll þjóðin við Hagalin sextugan. ! Ritstörf hans eru bæði mikil og merk og harla fjölþætt. Enginn núlifandi rithöfundúr vor er af- kastameiri en hann. Bækur hans eru sjaldgæf fróðleiksnáma um íslenzkt þjóðlíf á þessari öld. Lista ' tökum nær hann á fleiri sviðum en líklega nokkur annar. Þessi fiskimaður úr Arnarfirði hefir lagt stund á skáldságna- og smásagna- 1 gerð, ævisagnaritun, ritgerðasmíð cg fyrirlestrahald, alit með-ágæt- um árangri, en auk þess samið leikrit og ort ljóð. Hér skulu verk hans eigi talin upp, nó heldur dæmd. Af skáldsögum Hagalíns niuh Kristrún í Hamravík einna frægust, þó að Blítt lætur veröldin. f.c enn þá betur gerð. Mörgum finnst Tófuskinnið listrænust smá sagna Ilagalíns, enda nýtur fyndni hans og innsæi sín óvíða jafnvel. i Þó er Móðir barnanna ríkari af samúð og snertir lesandann því dýpra. Samt hefir Guðmundur unnið sinn stærsta bókmenntasig- ur með Virkum döguin, ævisögu sægarpsins Sæmundar Sæmunds- sonar, sem var brautryðjandaverk og leiddi fjölda manns inn á sama veg. Fyriríerðarmesta verk Haga- lins af þessu tagi er sjálfsævisaga hans, gagnauðug af þjóðlífs- og mannlýsingum. Eru komin út af henni fjögur bindi. Ónefnd er þó cnn sú bók, er mér þykir þörfust rita hans og skrifuð af mestu fjöri, er, hún heitir Gróður og' sandfok, hárhvöss ádeila um þjóðfclagsmál. í stormum síns tíma ætla ég, að Hagalín kunni bezt við sig. Þar er hann svo nátengdur lífinu og berst sem ljón gegn hvers konar ótrelsi og kúgun, hvar sem þau eru á ferð. Hann er eldheitur bind indispostuli, umbótagjarn á hverju sviði og frömuður allrar fræðslu, he.fir líka fórnað miklu starfi sem bókavörður og leiðtogi bókasafna. Sæg ritgerða hefir og Hagalín skrifað um bækur og bókmennta- sögu. Hvergi á hann þó betur heima en í ræðustól. Sem prestur eða jafnvel heiðingjatrúboði hefði hann sómt sér vel, helzt í konungs’ þiónustu, og um leið tilvatið hirð- skáld. Víkingseðlið er líka ríkt í Haga- lin. Það sést hvergi betur en þar, sem hann lýsir sjómennsku. Þær lýsingar þykja mér skemmtileg- astar alls, sem hann hefir skrifað. í tilefni af sjólífslýsingum Haga- lins og siglingum hans á Sónarsjó i Boðnarleiði, þegar freyðir um stcfni og söx, setti ég saman vísur um hann fyrir tíu árum. Af því að þær hafa hvergi áður birzt, læt ég þær fljóta hér með: Eg veil þú ert hetja og hugprúður garpur, til harðræða dugandi, þolinn og snarpur. Við slýrið á nökkva norðan við Horn svo djörfum og traustum þér takast mundi, að tefla við Ægi á jökulsundi og glíma við römmustu galdra- norn. Og eins er þér tiltækur gangvai'inn góði, sem glitrar í runni og ómar af Ijóði. Á koslum skal farið um láð og loft. Þá kveður við bergmál í bláum fjöllum, og bjarma stafar af skýjahöllum á færleikinn mjallhvíta fagurt og oft. Já, þannig var för þín á fimmtíu árum um fannkrýndu löndin, á rjúkandi bárum, um blikandi veraldir, draum- héruð dökk. og enn muntu stefna að strangara vegi til starfsins' og lífsins á framtíðar- degi, sem helgar þér æ meiri heiður og þökk. Hefir ekki sumt það, sem hér var að vikið, þegar rætzt? Hagalín er engum manni líkur. Alltaf er hann að koma einhverj- um á óvart: á förnurii vegi, í ræðu og riti, heima hjá sér, þegar hann svarar í símann. Hann er að vísu alltaf samur við sig eins og Vest- fjarðafjöllin, en alörei eins frá degi til dags. Að því leyti minnir hann á brimið, sem ólmast við liina klettóttu norðvesturströnd, storminn, sem þýtur þar um og kembir öldurnar. Röddin ber blæ af hvoru tveggja, eins og hún hafi þjálfazt við að yfirgnæfa brim- ■hljóð og öldugný. Þess vegna ger ir Hagalin vini sína ógjarnan leiða á sér eins og vér, sem meiri hvers dagsmenn erum. Minnugur á allt, sem hann einu sinni hefir heyrt, varpar hann á það ljósi kímnigáfu sínnar og gæðir það fersku, glitr- ar.di lífi. Hann á sér hugmynda- heim svo víðan, að fádæmum sæt- ir. Fjarri fer því, að ég vilji gera úr Hagalín neinn dýrling eða cngil. Varla kynni hann vel við sig meðal þeirra; óskaði sér lík- lega heldur félagsskapar sjósókn- ara vestur á Fjörðum við fiski- róðra eða í hákarlalegum, manna, sem hörkufrostin og hrannalaugar hömruðu í skapið dýran móð, eins og Jakob Thorarensen kvað, þc að' brotlegir kunni að vera við einhver ströng siðaboðorð, en reynast vel, þegar í raunirnar rek ur. Sjálfur er Hagalín þannig gcrður, að hann má ekkert aumt sjá. Hag'alín átti áður Kristínu Jóns dóttur, alþingismanns að Hvanná, mikla glæsikonu. Síðari kona hans er Unnur Aradóttii-, Þórðarsonar, kaupmanns í Reykjavík. Ætla ég eigi ofmælt, að hún sé Ijós á veg- um og iampi fóta hans. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Tónlistarskóli Rang æinga settur Frá frcttal'itara Tímans á Hvolsvelli. Veðrátta hér í Rangárvallasýslu hefir verið einmuna góð undan- farið. 'Hingað til hefir ekki komið írostnótt, en í fyrrinótt gránaði i fjöll. Gamlir menn segja þetta dæmalaust. Víðas't hvar er búið oð taka upp garðmat og er spretla ágæt. Næst komandi fimmtudag verð- ur Tónlistarskóli Rangæinga sett- ur í þriðja sinn. Skólastjóri verð- ur sá sami og hin fyrri ár, Guð- mundur Gilsson á Selfossi. Að- sckn hefir verið góð, en í fyrra voru um fjörulíu nemendur í skólanum. P.E. Ræðan sem ekki fékk inni í Mbl. Morgunblaðið birti fyrir j nokkru framsöguræðu þá, sem ; Ólafur Thors flutti á stúdenta- < fundinum um daginn. Hins vegar liefir blaoið ekki birt síðciri ræðu Ólafs, svarræðu hans til dr. tiunu iaugs Þórðarsonar. Er þaff Jiarla furðulegt, þar sem blaðið li'éfi: verift með nöldur út ai því, að mmæðunum skyldi ekki vera út varpað. Virtist því eðlilegt, að Mbl. bætti úr skákinni og' kæmi vísdómsorðum Ólafs ölUmi á framfæri við þjóðina. Það héfií' liins vegar ekki orðið, og veröttr ekki af því dregin önnur álykt- un en sú, að ræ'ð.in hafi ekki i'eng ið inni í Mbl. Þykir rétt að koma til liðs við Ólaf og létta að nokkru ritbanril Mbi. af honum með því að birfri ' örfá gullkorn úr seinni ræðu hans, enda varia sæmandi að lialda slíku hjálpræði fyrir þjcð- inni. „Me8 öllum pískum" Að sjálfsögðu var þessi síðaii ræða Ólafs orðfögur og hvert orð yfirvegað og meitiað. Á einUra stað fórust honum orð á þessa leið: „Þó ég vildi slá með öilurit pískuni í enda Gunnlaugs Þórðar sonar, svo hann mætti hraða föi sinni til frama, þá kemst hanu aldrei með tærnar þar sem Haiis Andersen hefir hælana, hvorki í þekkingu né frama í þessu máli, landhelgismálinu". Það fer varla á vnilli mála, aö meiri hofmennsku er ckki hægi að beita í ræðu en þetta. „Margt lært" Á öðrum stað lét Ólafur þessi- gullkoi'n falla: „Eg hefi margt af Hans Andfcr sen lært, eins cg dr. tiunnlaugur Þórðarson, þó að ég hafi nldrei ætlað mér að taka doktm'sgráðú út á þann fróðleik". Þarna nær snilli Ólafs há- marki, einkum í því að forðast dylgjur og slúðursögur, sem slík ur maður lætur sér að sjálfsögðm ekki sæma. „Tólf mílna pappírs- landhelgi" Sjálfstæðisínenn vilja vera mik ili flokkur allra stétta og heldur því mjög á loft að hann beri b,ag allra fyrir brjóti og vinni öl.lúm þjóðnytjamálum gagn. Srneðju- lcigur fagurgali um þetta er lát- inn breiða yfir merg málsins, að Sjálfstæðisflokkurinn er 'aunar aðeins harðsnúinn sérhagsmuna- klíka, sem Ivugsar aðeirts uin „hagsniuni okkar“, eins og Ólaf- ur glopraði út úr sér fyriv síð- ustu kosningar en nieð nægú fjármagni 'íi! óprúttins áróðuis nær hann fylgi töluvert út fyiir mörk klíkunnar. En við og við liendir þau slys i klíkuheimilinu, að sannir og sak lausir íhaldsmenn fletta glitbreið únni af kjarnanum og sýna liijia raunverulegii stefnu og viðhorf flokksins með því að tala blátí áfram frá hjartanu. Einn þessara manna er sá, sem ritar um út- varpsefni i Morgunbiaðið. S. 1. sumar kailaði hanu raf- væðingu dreifbýlisins fásinnu o | fráleitt að lei'ða rafmagn á hveru „útkjálka" landsins. Þar kora fram liið sanna viðhorf íhaldsii: s til þess höfuðmáls dreifbýlisins, og neyddist Bjarni t»l að afneita pólitík útvarpsgagnvýnandans. S. 1. þriðjudag henti svo aunaó slys lijá liiiium hreinskilna út- varpsgagnrýr.ac.da, og kom þar f'rain rétt vi'öhorf flokksforystun n ar til annars liöfuðmáls þjóðar- innár. Þar segir: „Daglega herast freguir frá Landhelgisgr-huini um fiskveið- ar brezkra togara innan 12 mílna „pappírs“-iaiidhelgi þeirrar, tr í'ékk g'ildi 1. sepí. þ.á.“ Barniö sagði um keisaranu: „Hann er ber“. Hið sama hefir þessi hreinskilni íhaldsmaðm- sagt um flokksíorystu sína í þess um málum. Þannig er þá viðhoi f ið þegar kemur að lijörtum og Framhaid á 8. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.