Tíminn - 10.10.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.10.1958, Blaðsíða 8
• TÍMINN, föstudaginn 10. október 1958. Ræða Guðm. í. Guðmundss. (ETramnald af 7. síðuj ingum væri kleift og æskilegt. Þetta ætti að geta gefið auða leið fram á við. Annað atriði er það, að stórveldin hafa orðið sammála um að koma saman í Genf hinn 31.. október til þess að ræða um frest'- un á kjarnorkusprengingum. Þess er að vænta, að enginn pólitískur hráskinnaleikur verði látinn hmdra það, að þessi ráðstefna fari fram, né það, að samningsmenn irnir nái viðunandi árangri. Vonarstjörnur Þriðja vonarglætan er sú, að stórveldin hafa ennfremur ákveð ið a8 senda sérfræðinga til Genf hinn 10. nóvember til þess að ræða um leið til að fyrirbyggja skyndilega hernaðarárás. Allt þetta eru spor í rétta átt og vísa veginn fram á við. Það virðist svo, að heppilegasta leiðin til þess að koma á samvinnu og ryðja úr vegi pólitískum hindrumim sé sú, ag vísindamenn heimsins og sér- fræðingar kryfji málefnið fyrst til mergjar sjálfir og uiidirbúi grund völlinn fyrir stjórnmálamennina til að koma saman og 'halda við ræðunum áfram. Það var leitt að síðasta allsherjarþingi skyldi Ijúka svo, að afvopnunarnefnd þingsins var óstarfhæf. Við ættum að a-eyna á allan hátt að ná samkomu lagi um meðferð hins þyðingar- mikla máls um afvopnun nú á þessu þingi, og gjöra ráðstafanir til þess að afvopnunarnefndin gæti hafið fundi sína að nýju, en slíkir fundir væru gagnslausir og til- gangslausir nema öll stórveldin væru þar viðstödd, og væri þá heppilegt að fleiri ríki sætu slíka fundi til aðstoðar og væntanlega til leiðbeiningar. Allur þessi und irbúningur afvopnunarnefndarinn ar gæti svo einhverntíma síðar leitt til funda hinna æðstu manna heimsins, og jafnvel komið frá slikum fundi einhver trygging um friðsamlega framtíS og vinsam- lega sambúð allra þjóða heims. ís- lenzka sendinefndin fylgist með óskiptri athygli með öllum samn- ingum um afvopnun, og hún hefur aðeins eina ósk fram að bera í þessu máli, og þag er, að stig af stigi og eins fljótt og auðið er megi mannkynið frelsast út úr vígbanaðarkapphlaupinu og búa sér framtíð öryggis og frelsis án ótta og kvíðboga. Hlufverk gæzfuíiðsins Hvað það snertir að koma á friðsamlegu viðhorfi í heiminum, þá álítum við að gæzlulið Samein- uðu þjoðanna gæti haft miklu hlut- verki að gegna. Við álítum það ekki nauðsynlegt, að sérstakt gædulið innan Sameinuðu þjóð- anna sé sett á laggirnar sem föst alþjóðleg stofnun, heldur teljum vig nægilegt, að ákveðnar hersveit ir séu hafðar til taks hjá ýmsum þjóðum, og unnt sé að kalla til þeirra, er vanda ber að höndum, og þörf er k, að áliti Samein'uðu Þjóðanna. Á þennan hátt mundi hið nýja gæzlulið Sameinuðu Þjóð anna vera einskonar alþjóðlegt slökkvilið, sem ætti að koma í veg fyrir, að smákærur og innanlands deilur brjótist út og yrðu að al- þjóðlegri baráttu, eða jafnvel Ieiddu til styrjaldar ófarnaðar. Við verðum alltaf að hafa það í huga, að hvaða skærur sem forjótast út, og hvar sem er á fonettinum, geta í okkar samanþjappaða heimi orð ið að mikilli styrjöld. í viðleitni okkar til að komast hjá bardögum megum við ekki gleyma þvl, að mörgum fyrri styrjöldum í heim- inum hefði verið foægt að komast hjá með þolinmæði, umburðar- lyndi og stöðugri samningavið- leitni, og ennfremur skulum við minnast þess, að allar þjóðir eru foundnar af ákvæðum sáttmála S. Þ.,.en þar segir í 2. grein, málslið um 3 og 4, að öll ríki verði að foeita því „að jafna alþjóðlegar deflur á friðsamlegan hátt" og „að forðast í sambúðinni við aðrar þjóðir að beita valdi eða hóta því, gegn friðhelgi lands eða stjórn- málalega sjálf3tæði nokkurs iands." Bæti lífskjör SÞað virðist því, að þegar þessi háííðlegu loforð eru athug- uð verði talsvert ósamræmi í því, að stóru þjóðirnar og svo margar aðrar skuli eyða mestum hluta fjármagns síns árlega til þess að byggja upp bervald og leggja á herðar sér hin stórfelldustu hern aðarútgjöld, sem nú á t'ímum miða aðallega að því að finna hin geig vænlegustu tæki til eyðileggingar og útrýmingar. Það er vissulega svo augljóst hversu stórkostlegar kjarabætur mætti veita öllu mann kyninu ef byrðum vígbúnaðarins væri létf af að einhverju leyti, þótt ekki nema litlum hluta af hernaðarúígjöldunum væri ibeint' til friðsamlegra og mannúðlegra framkyæmda víðsvegar um heim- inn. Á þann veg væri unnt að bæta lífskjörin, sérstaklega í hin um fátækari löndum, þar sem fólk ið hefur orðið að fara á mis við svo mikið af lífsins gæðum. At- vinnu mætti stórauka, mennlun og menningu mundi fleyta fraín,. og velfarnaður fólksins mundi tryggður. Sendinefnd fslands héf ur œtíð hér á þinginu, látið í ljós tryggð við slíka hugsjón, enda þótt við kunnum að haf a lítið. öðrum að miðla. En sérhver þjóð, hvort ^em hún er stór eða lítil, hefur fyrst og fremst þá skyldu á herðum sér að skapa traust þjóðfélag heima fyrir og að tryggja hverjum þegni sínum viðunandi lífskjör, 'ðg á þann veg geta einnig smáþjóðirn ar, hver í sínu lagi, stuðlað að vel ferðarmálum beimsins í heild. Við skiljum það einnig, að smáþjóðirn ar ihafa sínar skyldur, og geta ekki komið sér undan ábyrgð á vett- vangi alheimsmála, enda er það svo, að framferði þeirra getur leitt til hinna stæi-stu viðburða, bæði til góðs eða til ills. Hvað snerir hin einstöku mál- efni á dagskrá þessa þings, vil ég leyfa mér að víkja að nokkrum þeirra. Aukaþingið Sérstakf auKaþing var kallað saman í síðasta mániiðí vegna hins hættulega útlits í nálægum Austurlöndum. Gó.ðu heilli, lánað ist því þingi að fá samþykkta sam hljóða, ályktun, er má að miklu leyti þakka skilningi og skynsam legri framkomu allra Ai-abaríkj- anna. Við bíðum nú skýrslu for- j stjóra Sameinuðu Þjóðanna, sem 'þetta aukaþing fól að reyna að ' gera ráðstafanir til skjótrar lausn ar á vandamálinu. í hinum ná- lægari Austurlöndum hafa undan farið skapazt mörg og margvísleg vandamál, og flest þeirra eru enn þá óleyst. Sum þeirra eru mjög pólitísk. Önnur eru fjárhagsleg eða mannúðleg, og það er víst, að þangað til að málefni nálægra Austurlanda eru tekin til meðferg ar sem ein heild, og á víðtækum grundvellí, þá munu nýir og nýir erfiðleikar verða á vegi okkar, og ógnarský svífa áfram yfh' höfðum okkar. Aisírmálið Hvað snertir Alsírmálið, þá mun sendinefnd íslands halda franT sjálfsákvörðunarrétti, og höfum við alltaf staðið á þeim grundvelli hér um meðferð málsins hjá Sam- einuðu þjóðúnum. Þessvegna vor- um við ákveðnir stuðningsmenn sjálfstæðiskrafna Tunis og Mar- oeco, en hvort tveggja var mikið deilumál um táma meðan þau mál voru til meðferðar hér á þinginu. Ef mikill meiri ihluti fólksins í Alsír þráir og krefst sjálfstæðis, þá er vist að ekkert vopnavald getur til lengdar haldið þeim kröf um niðri. Fyrsta nauðsynlega spor ið er.það að koma á vopnahléi og taka upp samninga að nýju. í þessu máli eins og svo mörgum öðrum, þar sem viðsjár og barátta hafa átt sér stað, þá er það vitur legt að láta nokkurn tíma líða hjá áður en þess er unnt að vænta, að samningaviðræður beri árang ur. Það er einnig gott að minnast þess, að það er ekki endilega nauð synlegt, að fullkomið sjálfstæði komi allf í einu, og jafnvel þó fólkið óski þess, þá verður að Minningarorð: Samúel Guðmundsson Hrafnabjörgum I dag verður Samúel Guðmunds son á Hrafnabjörgum í Ögurhreþpi fluttur til hinztu hvíldar í Ögur- kirkjugarði. Ögurhreppur á þar á bak að sjá eínum.dugmesta bónda sveitarinnar, er féll langt um aldur fram, cn ástvinir hans eiga um sárt að binda, eins og jafnan er, þegar dauðinn er á ferð, ekki sizt þegar hann nemur á brott föður margra barna og elskulegan eigin- mann. En hér verður cngu um þokað, hvort sem okkur líkar betur eða verr, eftir lifir þó minningin um dugnaðarmann og góðan dreng. Samtiel er fæddur í Efradal í Ögurhreppi fyrir rúmlega 52 ár- um, þann 9. júlí 1906. Foreldrar hans voru Sigríður Þorsteinsdóttir og Guðmundur Samúelsson, er þá bjuggu þar, en síðar að Laugabóli og loks að Hrafnabjörgum í sömu sveit. Ólst 'Samúel upp með forcldr- um sínum og í hópi mannvæn- legra systkina. Árið 1930 hóf Samúcl búskap að Hrafnabjörgum, fyrst mcð móðui sinni er þá var orðin ckkja, er. árið 1935 kvæntist hann Hild Hjaltadótíur Einarssonar, hinn^ mestu ágætis og myndarkonu. Þegar Samúel hóf búskap að Hrafnabjörgum var það lítil jön og húslaus að kalla en hins vegai miklir möguleikar fyrir hendi. Samúel hófst þegar handa um margvíslegar framkvæmdir á jörð sinni, Árið 1938 byggði hann á- gætt íbúðarhús úr steini og í kjöl far þess fylgdu miklar ræktunar- framkvæmdir, því að Samúel ¦ vár bæði dugmikill ræktunarmaður og stórhuga. Hefði þó meira áunnizt „Djúp nú heggur dauðinn skörð, rtimmir yfir landi." S.J. Mér koma svo margar myndir í hug minning, um liðinn tíma. Þú áttir svc sterka hugsjón og dug, sem verkin þín heima sína. ViS áttum svo sterka móður. Örð hennar voru okkur lög. Hún sagði við þig bróðir: „Hér starfar þín höndin hög". Sjómennskan var þitt æskustarf. Þú lékst þér við sjávarins öldur. Frá föður, þú tókst þetta hugrekki í eg leiðst engum háseta nöldur. ,,Sérðu þetta sonur minn", sagði hún mamma við þig. „Þúfnakraginn þessi er þinn, því nú er búið með mig." arf Já; orð hennar voru lög.. Þúfum og tóftum þú breyttir fljótt, allt gat þín höndin hög. Nú er brostin þín vörn. Eftir þig skilur þú arfinn, átta mannvænleg börn. Á ströndinni björtu hún bíður, móðirin okkar kær. Til hennav nú andinn þinn líður, hún biður þig koma sér nær. Þinn bróðir, Benedikt Guðmundsson. athuga að það tekur tíma að byggja upp nýtt ríki og allar þess grundvallastofnanir, og koma ör- ugglega á öllum nauðsynlegum breytlngum. Kýpur Ennþá einu sinni höfum við hið mikla vandamál um Kýpur, sem reynzt hefur óleysanlegt. Einnig í þessu rnáli hefur sendinefnd ís lands alltaf haldið fram sjálfsá- kvörðunarréttinum, en við erum einnig þeírrar skoðunar, aö það séu um 400 þúsund manns af grískri ætt á Kýpur, þá er þar einnig hinn mikli minni hluíi fólks jns af tyrknesku bergi brotinn, sem samtals er allt að því 100 þús und. . Þýzkaland Leyfið mér, herra forseti, að minnast á mál,. sem er mikið á- hyggl'uefni fyrir rlkisstjórn mína eins og allar aðrar rikisstjórnir Vestur-Evrópu, og_ það er samein ing Þýzkalands. Á meðan Þýzka- land er klofið, þá verður það allt af hættulegt ásíand fyrir öryggi Evrópu og fyrir alheimsfriðinn í heíld. Við álítum, að hér eigi einn ig að beita reglunni um -sjálfsá- kvörðunarrétt, og að þýzku þjóð inni beri að öðla'st tækifæri til að lýsa bug sínum við frjálsar kosningar í báðum hlut'um lands ins. Þýzkaland verður að fá rétt til sjálfsákvörðunar, og til að á- kveða í frjálsum kosningum fram tið og örlög þessarar þroskuðu og gáfuðu þjóðar. Eg segi þetta án andúðar gegn nokkrum aðila, en aðeins í vitund og sannfæringu þess, að þýzka þjóðin er ein þjóð, sem er sterklega sameinuð í bræðralagi og blóðtengslum. Það væri ánægjulegt að bjóða hina þýzku þjóð velkomna í samtök hinna Sameinuðu Þjóða. Eins og ég gat um áðan, þá get um við aldrei vænzt þess að byggja upp friðsamlegan og ör- uggan heim nema við höldum a- fram og mögnum baráttu okkar gegn fatækt, hungri og sjúkdóm um á stórum svæðum hnattarins. Sérhvert spor í þá átt er okkur þvl fagnaðarefni, og við erum sann færðir um það, ag stofnun hins Sérstaka sjóðs Sameinuðu Þjóð- anna markar áfanga í þá átt, og að sjóðurinn getur haft mjög heillavænleg álu-if í ýmsum lönd um heimsins. Tæknihjálpin hefuv breitt út blessun sína og ' náð miklum árangri í mörgum löndum, og það ber að auka hana og styrkja. • . . Á dagskrá okkar er nú í fyrsta sinn hvernig mönnurn beri að not- færa sér himingeiminn, enda er nú innrás mannanna inn á það svið að verða að verulcika. Vcgnj hinna síöustu afreka vísindaana, þá cr það nú orðið geysilega þýðmgar mikið að tryggja alþjóðlega sam- vinnu uni friðsamlega notkun him ingeimsins, og það ber a'ö vinna að ráðstöfunttm í því skyni sem fyrst til þess að tryggja það, að notkun geimsins sé aðeins ieyfi leg til hagsbóta fyrir mannkynið. og fyrr, ef hann hef.ði ekki skort nauðsynleg jarðræktartæki í mörg ár, en þá sögu þekkja margir bænd ur við Djúp, þó að hún verði ekki rakin hér. En nú eru Hrafnabjörg óþekki- anleg j.örð frá þvi, sem. húit var í þann mund er Samúel reisti þar bú. Þar sem áður var kargaþýfi eru nú eggslcttar flatir er prýða tiinn fagra Langadal, en í þessum dal íæddist Samúel og dvaldist alla stund, fór. sjaldan í stór ferðalög þaðan, þar til hann nú lagði upp í síðustu förina. Hildur og Samúel eignuðust: 8 mannvænleg börn og eru þau elztu þeirra nú uppkomin og munu taka upp merkið svo ekki falii það í gras þótt faðirinn falli frá og ekki er vafi á þvi að Hrafnabjörg munu í framtiðinni halda áfram að rísa og verða eftirsótt höfuðból, ef að líkum lætur, og synir Samúels fá notið sín. ; Margar minningar á ég uiii Hrafnabjargaheimilið eins og það var þegar ég var að alast upp; á Strandseljum, sem er næsti. bær, cn niður við sjóinn. Mér þótti áv- allt gaman að hitta. þá Hrafnar- bjargabræður og hina skörulegu móður þeirra, en yfir heimilinu öllu hvíldi skemmtilegur blær og gestrisni var mikil þó oft væri ekki úr miklu að spila. — Minnisstæð- ast er mér eitt kvöld á mi'ðju sumri cr ég 9 ára gamall, lí.till kútur, var að fara me'ð heybandslest nið'- ur Laugardal. Þegar ég kom nið- ur að Hrafnabjörgum, seint um kvöld var Guðmundur bóndi og synir hans enn ag slá neðst í tún- inu uiður við vatnið. Þeir feðgar kvöddu mig vínsamlega en spurðu jafnframt hvort þeir gætu ekkert fyrir mig gert, Eg hélt nú það. — Eg væri sársvangur, og aldrei gleymi ég mjólkinni og brauð- inu, sem Sigriður heimasæta sótti mér þá, en Samúel heitinn og Sig- urjón bróðir hans, sem líka er lát- inn tóku niður baggana af he§t- unum, svo að þeir gætu hvílt sig á meðan cg snæddi. — Þetta kvöld var stillilogn og yfirborð vatnsins cins og spcgill en út við Hrossa- tangann vældi lómurinn og bóð- aði regn. Eg hefi síðan séð marga fallega staði, annálaða vegna náttúrufeg- urðar cn.engan'man ég betur en túnfótinn á Hrafnabjörgum þet'ta fagra kvöld. En hér skal staðar numið að sinni og ékki raktar flciri gamiar minningar. Eg kveð nú Samúel viu minn ög sveitunga í hinzta sinn, herna meg- in grafar, og bið honum allr'ar blessunar á siglingunni miklu. Hildi frændkonu minni flyt ég innilega samúðarkveðju, 'svo og börnunum öllum átta, — Eg veit þau eiga þrek og dug til .þess að horfa ókvíðin fram á veg og tak- ast á við erfiðleikana þótt þau nú hafi mikils misst. : . Friðfinnur Ólafsson. i víðavangí (Framhald af 7. síðu). nýrum íhahlsforystunnar, þrátt fyrir fagurgala mikinn. í augum hennar er þetta aðeins omerkl* leg „pappírs-landhelgi". Það vitð ist full ástæða fyrir Bjarna aíl þvo sér ekki síður en í fyna skiptið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.