Tíminn - 16.10.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1958, Blaðsíða 5
T í M; I N N, fimmtudaginn 16. október 1958. 5 OfgefandR Samband ungt;a Framsóknari Ritstjórar; Hjörtur Hjartar^in, Sibyl Urbancie ' „Píanóið á hug minn allan” Spjallað við Þórunni Jóhannsdóttur, píanóleikkonu Ung og grannvaxin, snotur ljós- hærð stúlka, sem býður af sér sér- lega góðan þokka, heilsar mér blátt afram og glaðlega, þegar ég kem inn í Útvarpssalinn, þar sem hún er að aefingu. 19 ára gömul yngismær, — hver skyldi trúa því, að hún hefði 14 ára frægðarferil á hljómleikapallinum að baki sér? — Jú, ég var víst 5 eða 6 ára, þegar cg hélt fyrstu hljómleikana, með pabba mínum að vísu. Það var hér heima. Síðan hef ég oft komið fram, bæði hér og erlendis. Nervös? Jú, nú orðið. Og það áger- ist alltaf meir og meir. Mér var alveg sama, þegar ég var lítii, — nema í fyrsta skipti, sem ég átti að koma fxam. Þá var ég þriggja ára, Og þegar mér var sýnt allt fólkið í salnum, þá harðneitaði ég að fara fram. Annars fann ég ekki til taugaóstyrks, þar til ég var orðin svona 15 ára. Síðan hefir það farið versnandi. Samt er þetta misjafnt. Stundum fer það af mér, um leið og ég byrja, en það hefur líka eyðilagt fyrir mér, þá flýti ég mér allt of mikið, hef ekki vald yfir höndunum. Eg hef mikla ánægju af að ieika með hljómsveit, hef leikið með Halle hljómsveitinni og Royal Phil- harmonika, og tveim skozkum, sem lítið eru þekktar, önnur þeirra fannst mér skínandi góð. Hljóm- Ssveitarstjórar? T. d. Ðarbirolli, og Rayboit, hann er hljómsveitar- stjóri við B.B.C.-sjónvarpið. — Ilvenær heldurðu tónleika liæst? — — Þegar ég kem til London núna, á ég að leika í B.B.C. Til þess að komast að við það, þarf að . ganga í gegnum reynslupróf. Ég var tæplega 17 ára, þegar ég spil- aði fyrst til reynslu fyrir B.B.C. Þeir tóku mig strax. Síðast spilaði ég þar í ágúst í sumar. Námið — Og hvað tekur svo við? — Ja, það er nú ekki endanlegá ákveðið enn. Mig langar mikið til að fara til Rússlands til framhalds- náms, ef því verður við komið, annars til Parísar. — Er þá námi þínu í London lokið? — — Já, ég lauk burtafarprófi frá Rayol Aacademy of Music í vor, &n þar hef ég slundað nám siðan ég kom til London, 7 ára gömúl, sé .íunior-deildin talin með. — F.r ekki. óvenjulega snemmt, að byrja nám svo ung? — — Ég var 5 árúm yngri cn venjulegt er, þegar ég var tákin lipp í hana, og við loKapróf í vor var ég líka lang-yngst. Hvernig gekk? Eg fékk gullmedalíu fyrir Bcéthovén-sónötun-a, sem ég spil- aði emmg á hjómleikunum hér núna í haust. Það eru veittar þrjár gull-medaliur á ári, ein fyrir beztu stúlkuna og ein fyrir bezta karl- niannmn, og ein fyrir hezta píanó- íeikinn yfirleitt. Ég fékk þá síðast- nefndu. i sónatan op. 109 var einmitt meðal þess, sem þeir völdu af mínu pi’ó- gramrni. Ég hef lengst af lítinn á- huga haft fyrir Beethoven, það er ekki fyrr en núna nýlega, að hann hefur náð einhverjum tökum á mér, þess vegna kom það mér eig- inlega á óvart, að mér skyldi tak- ast svona með hann á prófinu. Mér gekk líka vel með a-moll són- ötuna eftir Prokofíeff á prófinu, ars staðar. f utvarpi skipar klass- ísk tónlist fyrsta sæti, svo koma þjóðlög og dansar, en jazz heyrist sjaldan. Þetta gerir það að verkum, að fólk hefur mikið meiri áhuga á góðri tónlist en annars staðar, þar sem lét tónlist og jazz eru látin dómínera á öllum dagskrám, Hkt og í Keflavíkurstöðinni hér. Það verður örvandi að vinna í um- hverfi, þar sem ekki er litið á að- — Hvað taka niargir próf í einu? — — Það voru um 60, sem gengust undir prófið í vor, næstum 40 stúlk ur, má eg segja, hitt piltar. Prófið er tekið í áföngum, prófdómararnir velja úr heilu prógrammi. Á því þarf meðal annars að vera ein af seinni sónötum Beethovens, oig Þórunn Johunnscaottir hins yegar fannst mér 2 Chopin- etýður mistakast, Kennari minn við Royal Academy, Craxton, hef- ur verið mér ómetanlega mikils virði. Hann er tvímælalaust bezti píanókennari Bretlands, og ég hef notið góðs af átta ára leiðsögn hans. Þó segja surnir, að ég beri ekki sama svip og nemendur hans yfirleitt, • — en óneitanlega setu’r kennari svip á þá nemendur sína, sem lengi læra hjá honurn. Sé það rétt, að leikur minn beri annan svip, þá er það eflaust pabba min- um að kenna — eða þakka, en hann hefur frá því fyrstá leiðbeint mér við píanónámið og reynt að fá mig til að ná ákveðnum tónblæ. — Þó ég hafi haldið mikið upþ á Craxton, þá hlakka ég samt til að skipta um kennara xxúna. — Já, það lilýtur nð hafa þrosk- andi áhrif. Hver verður næsti kennari þinn? — — Kennari-minn í Moskvu verð- ur Oborin, hann er mikils- metinn þar austurfrá. Ég hitti hafin á pían- istamótinu í Moskvu í vor, og hann hefur líka heyrt mig spila í Lond- on. — Tónlistaráhugi almennings — Hv'tð veldur því, að þú vitt stunda framhaldsnám í Moskvu, frekar en annars staðar? — — Andrúmsloftið. Ég kunni á- kaflega vel við mig þar í vor. Þar er klassísk músík á hvers manns vörum ,og unga fóikið þar er henni jafn kunnugt og léttri músík ann- dáendur klassiískrar tónlistar eins og þeir séu eitthvað skrítnir og öðruvísi en annön fóík.— — Ekki er það svo slæmt í London, er það? — — Jú, það liggur við. Mér finnst tónlistaráhugi almennings hafa far- ið hraðminnkandi undanfarin ár. í útvarpi og sjónvarpi er létt tón- list óðum að í'ýðja klassískri úr vegi, og í „Third Program“ í ITA- sjónvarpinu, sem áður var bezta prógrammið þeirra, hefur tími klassískrar tónlistar verið slytlur að mun og fluttur yfir á þann tíma, er sem fæstir hlusta. Þannig ýta þeir undir þessa öfugþróun, vegna þess eins, að það er auðvelt að fá fólk til að hafa ánægju af þeirri tegund tónlistar, sem ekki þarf að beita athygli sinni að til að njóta hennar. Og nú er svo koniið, að þeir, sem helga sig klassískri tónlist, eru und- ai’legir í augum .almennings. TilboS frá sjónvarpi — Ég hef heyrí, að þú Iiafir fengið eitthvert tilboð frá ITA-sjón varpinu, hvað geturðu sagt mér um það? — — Jú, þeir vildu fastráða mig til að fá að gera úr mér „stjörnu“ á sína vísu, — fá mig lil að leika aðgengilega tónlist, (þ. e. a. s. verk, sem eru orðin svo útjöskuð, að enginn almennilegur listamaður fæst til að setja þau á efnisskrá sína). Svo vildu þeir lita á mér hárið og auglýsa rnig í blöðunum, o. s. frv. A þennan liátt væri hægt að verða x-íkur og frægur á nokki'- um vikum, og ég viðurkenni, að tilboðið freistaði mín í fyrstu. En þegar ég fór að hugsa málið, sá ég strax, að þetta mundi á skömmum tíma drepa niður allt, sem kemur frá manni sjálfum, gera „show-fígúru“ úr hverjum listamanni. Ég afþakkaði því til- | boðið. Jazz og klassísk tónlist j — Einn þekktur, evrópskur pí- : anóleikari, sem sérstaklega er við- urkenndur Beethoven-leikari, tók nýlega að leika jazz á næturklúbb- um í heimaborg sinni. Hvað finnst þér um það? — Ég álít, að það tvennt geti ekki fai'ið saman. Það er hægt að hafa - gaman af hvoru tveggja, en ekki að stunda það. Á- sláttur allur og tækni er allt öðru- vísi i jazz en í klassískri tónlist, það sannast á þvi einu, að ekki er hægt að nota sama hljóðfæri til jafnaðar fyrir hvort tveggja. Hitt er svo annað mál, að ég t. d. hefi mikla ánægju af léttri tónlist, þeg- ar hún á við, t. d. þegar ég er að skemmta mér. — En það eiga þeir, sem álíta mig og mína líka „skrítna", erfitt með að skilja. — En þú hefur sennilega ekki mikinn tíma aflögu til þess að skemmta þér. Hvað æfirðu þig lengi á dag að jafnaði? — — Það er mjög misjafnt, eftir því hvernig ég er upplögð. Yfir- léitt svona 3—4 tíma, en stundum meira. Þannig hef ég t. d. æft mig 6 tíma á dag jafnvel í heila viku. — Hefurðu nokkur sérstök á- hugamál, sem þú sinnir þess á milli? — — Nei, píanóið á hug minn all- an. Þegar ég ekki er að æfa mig, hjalpa ég til á heimilinu. Við er- um 6 systkinin, svo að þar er alltaf nóg að gera. — Segðu mér, hvort finnst þér þú frekar eiga heima hér eða í London? — — Hér, held ég. Þó finnst mér ég eiga heima í London Hka, en það er allt annað. Ég held, að það stafi bara af því, að fjölskyldan býr þar, og að mér finnist ég því vera að fara heim, þegar ég fer þangað. En ef ég ætti að kjósa mér samastað, þar sem ég vildi setjast að, mundi ég frekar velja ísland. Ifér er svo fallegt, — það hefur utikið að segja, hvernig mamii finnst umhverfið. Að vísu er fallegt í Englandi líka, en ekki eins ósnortið og náttúrulegt og lxér. Svo er fóíkið hér svo dásamlegt, ek'ki nærri því eins þröngsýnt og mér faiinst það vera síðast, þegar ég kom hingað heim. Já, hér á ég heima, — en þó ekki til að sitja hér um kyrrt um aldur og æfi, því að ég hef yndi af því að ferðast. Magnaravörðurinn er kominn inn fyrir nokkru og hefir verið að fikta við hljóðnemana, og nú er hann tekinn að ræskja sig held- ur hressilega, svo að ég sé, að bezt er að tefja ekki Iengur fyrir upp- tökunni, og hef mig því á burt, eftir að Þórunn hefur áminnt mig um að fara nú rétt með. „Ég þol: ekki blaðamenn“, segir hún mér i trúnaði, „þeir svífast einskis, þegar þeir þykjast sjá sér leik á borði, og hafa farið illa með mig eins og aðra.’En ég treysti þér til að segja rétt frá, — og ,þú skrifar ekki þetta um blaðamennina, er það?“ Hver á eitihvað aflögy? Vettvangur Æskunnar hefur reynt að flytja sem fjölbreyttast efni, þannig, að sem flestir geti notið hans. Til þess að aúka á fjölbreyttnina væri hægt að birta greinar, sem sendar væru utan af landi. Oftlega hafa lesenduv Vett- vangsins út um byggðir landsins veiúð hvattir til að senda greinar. Greinar um heimahagana, atvinnu- lífið eða hugmyndir og skoðanir á málum, sem ofarlega eru á baugi eða einhverja þýðingu liafa fyrir land og þjóð. Um tómstundai($ju í fyrradag lauk svonefndri „Ev býla- og tómstundasýningu“, seai haldin var á vegum Æskulýðsráðr Reykjavikui'. Sýningin vár í alla staði hin merkilegasta og átti er« indi bæði til ungra og gamalla, þó að hún hefði einkurn verið hug.'S uð til þess að hvelja ungt fólk tT. holli-ar tómstundaiðju. Margt var þarna nýstárlegro hluta, sem ungt fólk hafði sjálfí: gert. Er sannariega gaman til þesgi að vita, að til er ungt fólk, sem. ver frístundum sínum í annað e.a ómerkilegar skemmtanir eða reik- ar um göturnar í leit að nýjustu, framförum skinnjakkatízkunna'. Það er orðið blöskrunarlegt, a'ð Reykjavík og allar kúvíkur, semi telja fleiri en tvö hundruð íbúa, eigi sínar sjoppur og sína æsk'. sem elst upp við aðstæður, seiru þekkjast aðallega í stórborgum;e'. lendis. En vera má' að ekki sé á- stæða að ræða þessa hluti á þes- um vettvangi, en þó á þetta erindk til allra og alls staðar. Tómstundaiðja, er ákaflega þrosd: andi fyrir unglinga og væri sann- arlega til þess vinandi að hefja á= róður meðal ungs fólks fyrir tóm- stundaiðju. En nútímaþjóðfélag.?- þegninn er brynjaður gegn áróðrií sem stuðlar að endurbótum á ein- hverju því, sem aflaga hefir far- ið ,en nauðsyn er á að lagist. — Þessi sýning hefir vonandi orkað einhverj unglinga og örfað þá ti.L framkvæmda og ef hægt væri affi koma tómstundaiðju í tizku værá öllu borgið. Því tízkan myndi hrífa marga og þeir, sem færu síðan ad leggja stund á baslvefnað, útslcurd' smíðar eða þess háttar myndu koir- ast að raun um gildi þessara nyt» sömu skemmtunar. En gleðilegt er að enn er lil v.ng.: fólk, sem föndrar. Ritstjórar kvaddir Um síðast liðin mána'ðams'' ui'ðu ritstjóraskipti hjá Vett vangi Æskunnar. Létu þá aC störfum þeir ritstjórarnir Sverr ir Bergmann, stud. med., og' Eysteinn Sigurðsson, verzlunaii skólanemi, en þeir höfðu veri’. ritstjórar Vettvangsins frá 1, júli s. 1. Vettvangurinn vill hér með færa þeim þakkir sínar fyr- ir vel unnin störf, og óskar þeia allra lieilla. I Eysteinn Sigurðsson Svernr bergmann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.