Tíminn - 16.10.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.10.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, i aimtudaginn 16. október 1958. Viftt tíj tk lK. Clamp: 13. dagur En það r ’ samt kannske ekki eins m'kil nýlunda fyrir liana og að s;tja hér og spjalla við karlmann. Nú var feirrm- in farin veg a'lrar veraldar og hún ræddi við hann eins og þau hefðu þekkzfc lengi. Hún sagði við sjálfa sig: Þetta get- ur aðeins varað stutta stund. Það er eitrið í þessu litla glasi, sem verkar svona á mig. Þessi hugsun varð enn áleitnari er hún bauð góða nótt, mannin- um, sem hún þekkfi aðeins sem Philip. Nú sat hún aftur alein í 1 itla herberginn með hvíta rúminu. Hugsanirnar sóttu að. Hann vill llklega ekki segja mér hið rétta nafn sitt, og þvi ætti hann að gera það? Hvaöa þýöingu hefir nafn — mitt eða hans" Ee má ekki spyrja hann nærgöngulla spurninga, það mundi kannske verka frá hrindandi. Eg verð aðeins að reyna að njóta návistar hans meðan fært er. Eg vona, að hann fari ekki s^rax. Skyldi hann vera kvæntur? Hvar skyldi hann eiga heima? Hvað starfar hann? Eg fæ kannske aldrei að vita það„ en samt mun ég eiga góðar minningar um þessa fundi. Það var kalt í lxúsinu, er hún vaknaði morguninn eft- ir, og hún fagnaöi heitum kaffibollanum, sem henm var færður. Hún brá yfir sig herða skjóli og gekk gegnum borð- stofuna, sem var nöturleg í grárri morgunskímunni. Þar var enginn. Varð hún fyrir vonbrigðum. Kannske mundi hann ekki nenna svona snemma á fætur. Svalirnar voru líka kulda- legar og gráar, lofti-j hráslaga legt. Kannske hafði dýrðin kvöldið áður aðeins verið' draumur. Kannske var hún alein hér í þessum fjalla- skála. Hún staðnæmdist við hand rið svalanna og studdi hönd- um á það, starði út í grámygl- una, sem byrgði sýn. Þaö fór lirollur um hana. Þetta var ekki notalegt. Allt í einu brá hvitleitum bjarma á þokumistrið, þaö birti og svo brá roða á hana. Hún virtist vera að leysast upp. Katharine hélt niðri i sér andanum. Nú sá hún fjalla- tindana birtast í roðaglóð og það var sem snærinn flæddi um þá. — Góðan daginn, Katha- rine. Hún sneri sér hvatiega við og stóð andspænis Pliilip. Hún sagði ekkert, geðshrær ing hennar svipfci hana máli um stund. Andlit lians var svo nærri henni, karlmannlegt og frítt. Það var sem það sprytti fram úr morgunroðanum. Þessi maður var ókunnur, en hann hafði þó orðið fyrst- ur til þess að brjóta henni leiö út úr fangelsinu, og þess vegna var hann henni þýðing armeiri en allir aðrir, sem hún mundi síðar-hitta. Katha rine fannst sem þetta hlyti að vera leikur forlaganna. Loks fékk. hún málið. — Góðan daginn, Philip. Mér varð svo þverft við. Eg heyrði ekki 'jþegar þér komuð. Sáuð þér ekki sólaruppkom- una? — Jú, ég sá hana. En þér voruö svo hugfangin af henni, að ég vildi ekki trufla yður. Hvernig þótti yður? — Eg gét ekki lýst hrifn- ingu og tilfinníngum mínum með orðúm. En mér þykir vænt umy að- þér skylduð kippa mér niður á jöröina aft ur. Það ér ekki alls kostar þægilegt að koma svona nærri himninum 1 yrirvaralaust. Philip brosti. Hún var greind. Hún var einlæg og hé- gómalaus og hrifning hennar var sönn. Honum varð hugsað til Valerié og minntist orða hennar, er hún hafði séð hið sama fyrir nokkrum árum: „Hvernig í ósþöpimum get- uröu feng’ÍS af þér að norpa hér úti og stara á fjall?“ Valerie mundi ekki hafa þótt ómaksins vert að fara svona snemma á fætur til þess að sjá svo ómérkilegt fyrirbrigði sem sólaruppkomu á fjöllum. Hún mundi hafa kosið að vera í þægilegú ðg'^stóru. gistihúsi niðri í dalnum. Þetta um- hverfi var ekki aö hennar skapi. ' — Þetta ér rétt, sagði hann við Katharine. Himninum verður maöur að kynnast í á- föngum. Annfrs finnst mér ilmandi kaffilykt leggja hing- að út. Ilressir ekki morgun- loftið matarlystina? Kathafiiíe hló glaðlega. Já, hún vildhMf^sfágna dásemd- um þeim, sem Jífið vildi unna henni, tvéim höndum. — Já, nú væri gott að fá morgunverö', sagði hún. Philip tók eftir blómlegum roða í vöngúm hennar við borðið, og' hann sá einnig grá- ar ýrur i hárinu, sem morgun- golan hafði ||,t. Forvitnx hans um henná^5pagi vaknaöi á ný. Hún hafði engan hving. Gat þáð veriö, að hún heföi lifað til þessa.dagBj^n 'þess að kynn ast nokkr.um þeirra hluta, sem lífið veitir flestum kon- um í ríkum inæli og eðli þeirra er samkvæmt. Valerie hafði þegar kannað lífið svo, að’eins þrítug að aldii, að líf hennar var nú aðeins hörð barátta við lífsleiðan»v -• — En samt hafði þessi kona, mikla lífsreynslu að baki, um það var ekki að villast. En hver var þessi lífsreynsla? Það lá mikil örlagasaga bak viö framkomu hennar. Nú var hún glöð. og hrifin eins og lítil stúlka, sem var að rita fyrsta blað í lífsbók sína. Já, abba- dísin hefir flýið klaustriö, hugsaði hann enn. — Þér brosið, sagði Katha- rine. — Já, ég er búin að finna nýtt nafn handa yður, sagði hann. — Eg vona að þér reið- izt mér ekki. — Eg skal reyna það, svar- aði hún. — Nafnið er Abbadísin. Hún var þegar alvarleg. — Hvers vegna kallið þér mig það? — Af því að það virðist hæfa yður alveg. Það er sem þér hafið verið lokaðar inni og ekki fengið að njóta þeirr- ar gleði, sem fólk á yðar aldri hefir notið. Hann þagnaði hálf vandræðalegur. — Já, ég er komin á miðjan aldur, ég veit það. Eg er þrjá- tíu og níu ára. Þér munuð kalla það miðaldra, er það ekki? — Flest fólk lítur svo á, sagöi Philip og hugsaði til Val erie og ótta hennac við efri árin. En þessi kona gerði enga tilraun til að leyna aklri sín- um. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. — En ég hefi samt ekki strokið úr neinu klaustri. sagði hún hlæjandi og svipur I hennar glaðnaði á ný. — Mér þykir leitt að valda yður von brigðum með því, að segja það. Philip hló líka. — Loftkast- alinn minn er hruninn. Eg var farinn að gera mér í hugar- lund áhrifaríka sögu. Jæja, i við skulum ekki tala meira um það. Eg verð víst að fara niður í gistihúsið rneð lest- inni árdegis. Farið þér lika? — Ja. I — Ágætt, þá verðum við samferða. I Hann fór að tala um aðra hluti, reyndi aö vera glaöur og nærgætinn, unz hún var farin að brosa glaðlega á ný. Klukkan átta óku þau með strenglestinni saman niður í dalinn. En hvað þefcta er ó- líkt ferðinni uppeftir, hugs- aði Katharine. Þá hafði eina samfylgd hennar verið þýzku mælandi starfsstúlka. Nú var viðhorfið annað, og kvöldverð urinn í gistihúsinu Krónan nuindi ekki verða henni mar- tröð sem fyrr. Hún hafði kynnzt aölaðandi manni, sem kallaði sig Philip. Hann var nú raunar eina manneskjan í heimi hennar. | Én Philip hafði enga hug- mynd um, hve mikið rúm hann skipaði þegar í vitund hennar, í vitund þessarar konu, sem hann kallaði Katha rine. En hann vissi, að hún hafði valcið áhuga hans og forvitni. Hann skemmti sér við þá tilhugsun, að hann hefði í fyrsta sinn fengið áhuga íyrir konu af öðrum ástæðum en ytri fegurö hennar. Það var blátt áfram kátbroslegt. En maður, sem ekki hafði annað að gera hér en að bíöa og finna sér eitthvað til dund urs á meðan, gat auðvitað lent i ýmsu. 10. kafli. Litli, hvíti báturinn skreið frá bryggjunni. Katharine sat í stafni, og Philip hallaði sér út yfir borðstokkinn rétt hjá. Þaö' var aöeins einn farþegi enn á þiljum bátsins, aidvaö- ur maður með hugann ailan við blaðalestur. Aðrir farþeg- ar, sem fáir voru, héldu sig á ööi’u farrými. Þetta var mildur morgunn, og vöriö virtist í nánd. Ásarn- ir umhverfis vatnið láu í mistri, og þorpin voru sem perlur á festi á bökkum vatns ins. I Mikil breyting hafði orðið á Katharine síöustu þrjá dag- 9 ‘aiiiiiiniiimiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiimiihmmnnnninmniiiiiiiiiiiiiiiiimmiimnnnmnmmniiimitiiiniin^ | Stefán IslancU | óperusöngvari 5 3 syngur í Gamla bíó í kvöld og annað kvöld kl. 19,15. s§ Við hljóðfærið Fritz Weisshappel. 1 Breytt söngskrá. | Síðustu söngskemmtanir að þessu Sinni. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiuiimiiiiuiimiiiiiiiiiiiiiiiriiiiTmiinnnmnimiiiiiHimiimá Höfum fyrirliggjandi » Vængjadælur fíestar stærðir frá STROJEXPORT ( Tékkóslóvakíu Útvegum einnig g SE: flestar tegundir s af vélknúnum dælum = s og sjálfvirk vatnskerfi. § 1 5= | Kristján G. Gíslason h.f. I Bifreið óskast = Jarðboranir ríkisins óska eftir, til kaups, bifreið með §| = == | 4ra hjóla drifi, t.d. Willys Station eða Dodge Cariol. | s s | Upplýsingar í síma 17400. 5 S 9 = ■■■■■aiimiimímmummiuimmmmmmiiimiimimmnmiimmiimmimimnBinaimnuiimMe luiiiuiiiiuuiuiuiiiuiiiiiiiuiiiuiuiiiuuiiiuiiiuiiiuiiiuiiiuimmiiiimiimiiuiiiiiimwiinmnimmiimmmmu! Atvinna | Viljum ráða nokkra menn til starfa við jarðboranir. | | Um framtíðaratvinnu getur verið að ræða. Upplýsingar = I í síma 17400. I == | Gufuborun ríkis og Reykjavíkurbæjar •s? = >iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiniiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiii(iuriiHnummnuiiii]iiinniiiu iiuuuiuiuumiuiuuuuuuiuuiuiuiumuimiumimiiuiuiuuiuiuuiuiuuiuumnmmminimmmmuuimmij { Félagið ALIFUGLINN 1 heldur fund í Breiðfirðingabúð föstudag 17. þ.m. | kl. 8 e.h. FUNDAREFNI: 1. Eggjadreifingin 2. Önnur mál. Stjómin MiinniniiiniiiuHiiiiiiiiiiiHiiiimiimmmmimmmniiimmimimimmimiimmimmmmnnnmmmmmnTi Blaðburður Unglinga vanfar til blaðburðar á eftirtöldum stöðum: Vogar Afgreiðsla TÍMANS. nmmiimimiiiiimmimmmimmmimmimiuiiumiimiummiiimimimmimmimmimmmini!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.