Tíminn - 04.11.1958, Síða 5

Tíminn - 04.11.1958, Síða 5
TÍMINN, þriðjudaginn 4. nóvembcr 1958. 9 Nýstárleg sviðsetning og íeik- stjórn í Þjóðleikhúsinu FóSiirkál og haustbeit i. , Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir, undir leikstjórn Ævars Kvaran, gamanleikinn „Sá hlær bczt", eftir þá Howard Teichmann og George Kaufman. — Kaufman er Viðkunnur gamanleikahöfundur og áður nokkuð þekktur hér á landi. í samvinnu við Moss Hart samdi hann meðal annars leikritið: „Er á meðan er“, sem Lárus Páls- son stjórnaði í Þjóðleikhúsinu, fyr- ir sluttu og í fyrrahaust sýndu Menntaskólanemendur á Akureyri leikinn: „The man who came to dinner“ eftir þá félaga undir leik- stjóm Jónasar Jónassonar. „Sá hlær bezt“ er ósvikinn gam- anleikur, — mjög ýkt skopmynd af viðskiptalífi og viðskiptabrögðum hinna stóru og umfangsmiklu verzl unarfélaga Ameríkumanna, þar sem jafnframt er skyggnst inn í æðstu stjórnarskrifstofur í sjálfu hjarta landsins, Washingt'on. Tveir aðilar eigast við í þessum leik: Hinir skoplegu stjórnendur hlutafélagsins General Products, Ine. og hluthafarnir. En hluthaf- arnir eru sjálfir leikhúsgestirnir. Almenn þátttaka þeirra verður, syo sem vænta má, sú ein, að nægja það eitt, en vill fá að vita Þó ber svo við, að einn hluthafinn, frú Lára Partridge, lætur sér ekki nægja þða eitt, en vill fá að vita eitt og annað um félagið, st'jórn þess ,og rekstur og ber fram á aðal- fundi ýmiskonar óþægilegar spurn- ingar. — Þykir stjórnendunum ráð legast að gera hluthafann ánægð- an og ráða frá Partridge í starf í sambandi við innstu stjórn félags ins. Hlutverk þessa hnýsna og upp- reistargjarna hluthafa leikur frú Emilia Jónasdóttir og er það aðal- hlutverk leiksins. Frú Emilía er landskunn sem traustur og ágætur gamanleikari og reynir mjög á hana í þessum leik. Stjórnendur G. P. Inc. leika nokkir meðal snjöll ustu leikara okkar og fer Haraldur Björnsson með veigamesta hlut- verkið. Aðra stjórnendur félagsins leika þeir Indriði Waage, Róbert Arnfinnsson, Valdimar Helgasoh og Lárus Pálsson og kvcður einna mést að hlutverki Lárusar. Eftir að frú Partridge er tekin Við störfum hjá félaginu, dregur skjótt til mikilla átaka milli henn- ár og stjórnendanna. Má þar vart á miUi sjá gegnum allan leikinn, hvor aðilinn muni „hlægja bezt“ í lokin. — En á þeirri gátu fá leik- húsgestir allóvænta og skemmti- lega ráðningu. — Verður efni leíks ins ekki nánar rakið í þessu máli, enda er gangur sögunnar bæði fjöl breytilegur og forvitnilegur og leik húsgestum til því meiri skemmti- nautnar, sem þeir vita minna um hann fyrir fram. Um meðferð hlutverka verð ég fáorður. Emiiía og Haraldur standa mest í stórræðum og valda bæði hlutverkum sínum með prýði. Er eftirtektarvert hversu létt frú Em- ilíu er um mýkt og aðlöðun skap- brigða og tiltekta, eft'ir þvi sem horfir í hinum tvísýna hráskinns- leik. Af leik Haraldar sannast það hér, sem áður, að hann getur brugð ið sér nálega í allra kvikinda iíki og er leikur hans viðbrigða léttur og fjörugur. — Eins og fyrr ^egir reynir minna á aðra af okkar vonu leikurum í stjóm fclagsins, enda verða þar ekki á misbrigði og er samleikur þeirra frábær. — Auka- hlutverk eru og vel af hendi leyst. í>ví hefir verið haldið fram af einum leikdómara, að þýðing Bjarna frá Hofteigi á þessu leikriti sé meingölluð og hroðvirknis- lega af hendi leyst. Sanngjarnt er, að gera ráð fyrir því, að dómarinn hafi, áður en hann kvað upp svo harðan og hiklausan dóm, gert ná- kvæman samanhurð á frumtexta og þýðingu. Sjálfsagt er og að gera ráð fyrir því, að hann þykist sjálf- ur vera maður vel fær um þetla að dæma og gera betur. Samt sem áð- ur er það hugsanlegt, að hér sé ÆVAR R. KVARAN að mestu um sleggjudóm að ræða. Eg varð ekki í texta og máli leik- enda var neins, er vakið gæti hneykslan málvandra manna, endá er þýðandinn einn meðal penna- færustu manna um mál og stíl. II. Meginástæðan til þess að ég drep hér niður penna, er sú, að Ævar Kvaran hefir, við leikstjórn og svið setningu þessa sjónleiks, fyrstur og fyrsta sinn stigið nýstáríegt skre'f og einkarskemmtilegt við leiksýn- ingu í íslenzku leikhúsi. Iíann lief- ir hér tekið sjónvarpstæknina í þjónustu leiksýningarinnar og með svo góðum árangri, að furðu má sæta við íslenzkar ástæður. Leikurinn er í tveimur þáttum og hvor þátturinn í mörgum atrið- j um. Þrjú leiksvið eru í gangi á hinu ágæta hrigsviði leikhússins og þótt mörg atriðin séu stutt verða engar tafir og gengur leikurinn með eðlilegum hraða. — Sviðsetn- ingin öll og stjórn leiksins virðist vera einkar vel hnitmiðuð og vand virknislega af hendi leyst. —Munu | leikhúsgestir hvergi reka sig á mis brigði eðlilegs gangs söguatriða né óeðlileg og þvinguð viðbrögð leik- ara. Nú er leikur þessi þann veg upp byggður, að hann gerist að mestu í New York, en að nokkru í Wash- ington. ■—■ Við tilfærslu höfuðper- sóna leiksins milli þessara staða gerast tilvik og atvik, sem hafa þýðingu fyrir gang leiksins. — Frá hendi höfiuidanna er það iálið op- ið, hversu þelta bil er brúað á leiksviðir.u. — Að venjuiagum hætti íslenzkra leikhúsa og við ís- lenzkar ástæður hefði mátt vænta ag fréttafrásögn í útvarp yrði látin nægja — En hér tekur Ævar þann kostinn, sem erfiðari er, nýr í tækibrögðum íslenzkra leikhúsa og stórum áhrifameiri og skemmti- legri í leiksýningu en elia myndi. Tvisvar í leiknum koma fram þrir sjónvarpsþulir, þau Bragi Jónsson, Jónas Jónasson og .Inga Laxness og skýra frá hrakningum höfuð- persónanna á ferðalaginu frá Was- hington. Hafa sjónvarpsþulirnir verið rækilega æfðir og léysa hlut- verk sín vel af hendi. — Auk þess eru sýnd í sjónvarpi ýmis at- vik úr ferðalagi þeirra Emilíu og Haraldar og er vel til upptökunnar vandað. — Óskar Gíslason annað- ist myndatökur ■ með aðstoð Þor- leifs Þorleifssonar. Nokkrar ráðagerðir og umræður hafa verið uppi á undangengnum árum um sjónvarp á íslandi, þótt ekki háfi enn komið til fram- kvæmda Efalaust má telja, að vex’ði áframhald á t'ækniframförum hér á landi, er sjónvarpið ekki langt und an. — Þorri landsmanna hefir, enn sem komið er, engin kynni haft af þessari undursamlegu tækni til firð sendíngar máls og mynda. — Með leiksýningu Ævars Kvarans1 og sjónvarpsþátlum er öllum almenn- íngi, fyrsta sinni, veittur nokkur forsmekkur þess, er koma skal. Jónas Þorbergsson. Ræktun fóðurkáls hefir farið'í vöxt hér á landi á undanförnum tveim árum, en þó er hún ekki nógu almenn ennþá. Þessi þroska- mikla káltegund er enn lítt þekkt í heilum héruðum, enda þótt hér sé um að ræða eina hina beztu beif arjurt að haustinu fyrir kýr og sauðfé, serh völ er á. Með þ'ví að rækta fóðurkái, má fá góða beit handa mjólkuvkúm eftir að há tekur að visna og ef rýrustu lömbunum er beitt á kál að haustinu, eru líkur fyrir, að þau geti náð viðunandi þallþunga og flokkist vel. Haustið 1956 var gerð tilraun á vegum Tilraunaráðs búfjárræktun- ar á fjárræktarbúinu að Hesti, til að fita lömb á fóðurkáli 23 daga fyrir slátrun. Valin voru 60 lömb í tilraunina, þau jafnrýrustu, sem til voru á Hesti og var meirihluti þeirra tvílembingar. Lömbunum var skipt í 3 flokka, A, B og C fiokka. Tilraunin hófst 16. sept. og og lambanna, er gengu með mæð ' um sínum á útjörð allt tilfauna- skeiðið (A-flokki), sýnir, að þav: fyrrnefndu lögðu sig til jafnaða: með 2,47 kg. meiri söluafurðir kjöt, mör og gæru en hin síðai nefndu, en fallþungamunurin. i einn nam 1,88 kg. Lömbin á fóðui ■ | kálinu hafa því bætt við fallþungii sinn að meðaltali á dag 117 gr á tilraunaskeiðinu og 81 gramni' meira en lömbin í A-flokki, senv gengu undir ám á útjörð á sam tíma.“ í þessari tilraun náðu öll þa:. (lömb, sem gengu á fóðurkálinu I gæðaflokki, en 15% af A-flokki o. 25% af C-flokkslömbunum lentu i: II. gæðaflokki. Af þessu er ijóst að með því að beita sláturiömbun á fóðurkál, má bæta mjög flokku. . kjötsins og auka fallþungann. * Ýmsir telja varhugavert að beitj líflömbum um of á fóðurkál, vegn þess, að þá sé þeim hætt við garn: bólgu. Kýrnar á Varmalæk í Borgarfirði una sér vel á fóöurkálinu. Myndin va tekin í októberbyrjun. Alfred Metcalfe (Róbert Arnfinnsson), Clifford Snell (Lárus Páls- son), Lára Partridge (Emilía Jónasson), Jolm Blessington (Indriði Waage), Warren Gillie (Valdimar Ilelgason). henni lauk 10. okt. C-flokkur var samanburðarflokkur og var lömb- unum í þeim flokki slátrað 17. sept., til þess a'ð fá vitneskju um hvernig lömbin lögðu sig er tilraun in hófst. Lömbin í A-flokki gengu undir mæðrum sínum á úthaga allt tilraunaskeiðið, þar til þeim var lógað. B-flokkslömbin voru tekin undan mæðrum sínum í upphafi tilrauna- tímans, 16. sepf., og gengu þau móð urlaus á fóðurkáli til 9. okt., en jafnframt höfðu þau aðgang að ó- ræktuðu landi. Tilraunin sýndi, að kálið er fram úrskarandi beitarjurt að háustinu, þegar venjuleg beitargrös eru tek- in að söina og tréna. í skýrslu um tilraunina, segir dr. Halldór Páls- son m. a. svo: „Samanburður á vænleika kál-iambanna (B-flokki) Kál cr hagfellt handa kúm mei' haustbeit, enda þolir það að stand langt fram eftir hausti. Ræktun. Bezf er að sá eins snemma 0- tíð leyfir. Nola má áburðardreit arann til að sá fræinu. Sáðmagi i við breiðsáningu 6—8 kg, en 2—- kg ef raðsáð er. Móajarðvegur og fi'amræst mýrajörð hentar kálini bezt. Fóðurkál er áburðarfrekt og þarf a. m. k. eins mikinn áburð og ■rófur, en uppskeran er iíka mjö;. mikil þegar vel tekst til. Okkur er nauðsynlegt að auk ræktun fóðurjurta til beitar og gjafa fram eftir hausti og lengj með iþví grænfóðursgjafatímanr. Það ætti því að vera okkur hvatr ing til þess að gefa fóðurkálin- meiri gaurn. UMFERÐAMÁL Skyldur ökumanna Amelía Shotgraven (Bryndís Pétursdóttir), Mark Jenkins (Flosi Ólafsson), Edwai'd McKeever (Haraldur Björnsson) og Lára Partridgc (Emilía Jónasdóttir). Slysahætta er sem kunnugt er mjög mikil við framúrakstur, og eru því sett í'ækileg ákvæði um hann í nýju umferðarlögin. Er nú bannað að aka fram úr ökutæki, ef það getur orðið til hættu eða óþæginda fyrir umferð annarra vegfarenda, hvaðan sem þá ber að. Er því t. d. óheimilt að aka fram fyrir ökutæki, sem á undan fer, ef sýnilegt er, að öku- maður, sem á eftir kemui', er í þann veginn að aka fram hjá. Sömuleiðis er bannað að aka fram úr á vegamótum, í hættulegum beygjum og við afmarkaðar gang brautir. Hins vegar er nú boðið, að öku menn skuli hleypa fram fyrir sig á hægri hönd þeim, sem fram fyr ir vilja, enda skal aka fram úr ökutæki hægra megin nema í sér stökum tilvikum, sem nánar verð ur vikið að síðar. Sá, sem fram hjá ætlar, skai. gefa þeim, sem á undan fei merki, svo að hann megi vit* un: þá ætlan. Skal þá sá, sem á undar. fer, víkja til vinstri og draga úi ferð eða nema staðar, þannig a'O áhættulaust sé að aka fram hjá, Sá, sem fram úr fer, má ekkí. aka að vinstri brún akbrauta. fyrr en Ihann er kominn svo langf: frá hinu ökutækinu, að Því get . ekki stafað hætta eða veruleg c- þægindi af. Sérstaklega skal á það bent, a. ökumanni er nú skylt atf víkja til hliðar og draga úr hrað: eða jafnvel stanza, ef annar ökr: maður vill lcomast fram ihjá hoii um. Er því bannað að auka hratí ann við þessar kringumstæðui eins-og nú tíðkast mjög, og stofn þannig sér og öðrum vegfaren . um í stórkostlega hættu. I Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.