Tíminn - 26.11.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1958, Blaðsíða 6
T í M IN N, miðvikudaginn 26. nóvember 1958. »mmp*tm>^p<#N*» Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 ¦i ERLENT YFIRLIT: Tvær meginf yíkingar • Við Islendingar höfum löngum fengið orð fyrir að þykja deilugjörn þjóð, og mun efalaust nokkuð tii i því. Kemur það ekki sízt fram á vettvangi stjórnmál- anna. Þar eru átök oft hörð ogóvægileg; því miður stund um mörkuð nokkurri þröng- sýni. í blöðum flokkanna gætir/mest umræðna um ein stök dægurmál, sem efst eru á baugi hverju sinni og er út af fyrir sig eðlilegt og ekki að lasta. En hinu megum við ekki gleyma, að hvert eitt mál, sem um er deilt og úr- lausn þess, er aðeins einstakt átak í viðvarandi landsmála starfi, aðeins eitt skref á langri leið að fjarlægu tak- marki. Hvert einstakt mál má með nokkrum hætti líta á sem stein, er felldur er í þá undirstöðu, er hagsæld og hamingja kynslóða framtíð- arinnar hvílir á. Fyrir því er það höfuðnauðsyn til skiln ings á eðli og þýðingu ein- stakra mála, að glöggva sig sem bezt á eðli þeirra megin stefna, sem uppi eru í lands málum, og orsöknm flokka- skipunarinnar í landinu. Um allan hinn frjáisa heim eiga stjórnmáladeilur sér stað. Jafnvel þar, sem einræði og kúgun ríkir, ger- ist sama saga þó að þar geysi gliman fyrst og fremst innra með hverjum einstaki ing en átaka gæti lítt á yfir borðinu. En eins og hvert einstakt mál er aðeins hiekk ur í langri keðju svo er og stjórnmálabarátta okkar ís- lendinga minnkuð mynd af því, sem gerizt á hliðstæðum vettvangi úti i hinum stóra heimi. Allar þjóðir heims eru meira og minna tengdar böndum ýmisskonar viö- skipta og samstarfs og þess vegna er hagur okkar ísleno' inga mjög háður því, hversu fer um þróun mála með öðr um þjóðum. Hver nýr dagur á sér rætur í liðnum tíma og þeir atburðir, sem nú eru að gerast eru afleiðing þess, sem áður hefir gerzt. Til glöggvunar á nútíöinni er því nauösynlegt að líta ufn öxl og virða fyrir sér þá viö burði og meginstefnur, er markað hafa leiðina til þess ástands, er ríkir í dag. Ðarátta fyrir þjóöfrelsi og þegnréttindum einkenndi mjög öldina sem leið. Þræ!a haldi var aflétt. Bændaá- nauð og ýmis konar kúgun var hrundið af alþýða pg margháttuðu valdi aðais og klerka var varpao fyrir bcvð. Fölskva sló á íomar erfða- hugmyndir um tign op; vald keisara og annarra þjóðhófð ingja en í staðinn kovnu kröí ur um almennan þegnrétt, lýðræði og frelsi. Febr.bylt- ingin í Frakklandi ruddi brautina fyrir þessar rnann réttindahugsjnnir. Þótt aft ur lægði þessar ðldur og hlé yrði á frekari sókn um sinn, var þó augöóst, a'5 hið gamla skipulag, sem grund- vallaðist á kenningiinni um yfirmenn og undifgefna, var fúið orðið og úrelt og riðaði mjög til falls. Hin svonefnda „borgara- stétt" hafði forystu í þess- um átökum. En jafnframt því, sem hún hratt af sér oki aðals og klerka, tók hún nátt úruauðlindir og fjármagn í eign þjónustu en ekki a!ls almennings. Hin nýja stétt taldi sig borna til forystu um hagi þjóðanna og háttsemi alla. En mörgmn reynist viliugjarnt á vegi valdanna. Og nú hélt auðkúgunin inn- reið sína. Beint og óbeint þrælahald var afnumið en i staðinn tók við annað böl: verksmiðj uþrælkunin. E'ólk- ið var blátt áfram þióonýtt í þágu fárra auðkýíinga. Stóriðjan sogaði til sín vinnuaflið, tvær andstæðar öfgar sköpuðust: annars veg ar hópur harðsvíraðra og til- litslausra auðhyggjumanna og hins vegar menningar- snauður, örbjarga úthverfa- lýður. Ekki verður því andmælt með rökum, að hið skefja- lausa vald fjárhyggjunnar, með alla tækni rnanmegs hyggjuvits í þjónustu sinni, hefir leitt yfir mannkyn allt meira og sárara böi en áður hefir þekkzt. En sréhvert orð, sérhvler athöfn, sér- hvert stjórnskipulag, sem snýst til rangsleitni og yfjr- drottnunar ber i sér eigið dauðamein. Gegn alræði hinnar borgaralegu yfir- drottnunar reis ný fylking, sem hafði að kjörorði sinu: alræði öreigarma. U:iöir þessu kjörorði haf.i útigöngu þegnar þjóðanna náð sfcörn- arfarslegum tökum á álitleg um hluta heims. Margir ólu með sér þá von, aö nú væri loks hið þráða þúsund ára ríki að rísa úr oskustó. En þær vonir hafa bliknað æ meir með ári hverju. í stað alræðis öreiganna hefir myndast alrátt ríkisvald. Og því er spurning alls þorra mannkynsins í dag þessi: Hvernig er unnt að skipa svo málum, að svarað verði á fullnægjandi hátt, menning arkröfum um réttindi og far sæld ahra manna? Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, að með 20. ölöinni hafa stjórnmálaátökin tek ið með nokkrum hætti á sig nýtt snið. Auk þess sem bar- izt er um frelsi og almenn borgaraleg réttindi er tekizt á um rétt almennings lil þess að lifa mannsæmnndi lífi. Annars vegar standa fylgismenn auðvaldsskipu- lags og ofstjórnar, hins veg ar þeir, sem krefjast oðiUegr ar og réttlátrar skiptingar þeirra verðmæta, sem auð- Tekst Frondizi að halda vellí? Þróunin í Suour-Ameríku veltur mjög á því, sem gerist í Argentínu New York 16. nóv. UNDANFARNA daga hafa bor- izt fréttir frá Argentínu, sem benda til þess, að uppi hafi veriS ráðagerðir um það að steypa for setannm Arturo Frondizi úr stóli. Forsetinn virðist hins vegar hafa orðið fyrri til. Hann hefur látið herlög ganga í gildi og handtaka ýmsa þá, sem líklegastir þóttu til óeirða. Þó er það síður en svo talið öruggt, að hann sé fastur í sessi. Ef Frondizi verður stcypt úr stóli, misheppnast eina alvarlega tilraunin, sem hefur verið gerð í Argentínu seinustu luttugu árin til að koma á raunverulegri lýð- ræðisstjórn. Þar sem Argentína er annað stærsta og fólksflesta ríki | Suður-Ameríku mun það hafa j veruleg áhrif á alla stjórnmálaþró ! unina þar. j J Til þess að gera sér næga grein fyrir þeim atburðum, er hafa verið að gerast í Argentínu, seinustu dagana, er nauðsynlegt að rifja upp forsögu þeirra, sem er í stór- um dráttum þessi: í LOK síðari heimsstyrjaldannn ar brauzt Juan Peron, sem hafði verið tiltölulega lítið þekktur her foringi, til valda í Argentínu, sn mikið los á stjórnarháttum var þá búið að ríkja þar um nolckurt árabil. Peron stiórnaði síðan Argenfínu sem einræðisherra um 10 ára skeið, þótt hann væri kos inn forseti að nafni til. Aðalfylgi sitt hafði hann meðal verkamanna og var stjórn verkalýtSasamtak anna skipuð eindregnum fylgis- mönnum hans. Til þess að halcfa fylgi verkamanna, kom Peron fram mörgum hagsmunamálum þeirra og hann var óspar á að veita þeim kauphækkanir. AHeið ingin var sívaxandi verðbólfia, svo að allt fjárhagslíf landsins kcmsl í fullkominn glundroða. Innan hersins átti Pernn aldrei verulegu fylgi að fagna og kat- ólska kirkjan, sem er ötlu;; í Argentinu, var jafnan andstæð honum. Árið 1955 samemuðust þessir aðilar' um að steypa Pefda úr stóli .Verkalýðsfélögin reyndu að afstýra því með allsherjarverk falli, en herinn reýndist stevk'.iri Peron tókst að flýja land og hefur dvalið erlendis siðan, enda er hon um bönnuð landvist, nema hann fallist á að dóvnsíólar fjalli um ákærur, sem eru bornar frani á hendur honum. Peron á samt enn sterk ítök meðal verka.nar.ua og flestir forustumenn verkalýðssam takanna eru enn sagðir meira og minna á bandi hans. EFTIR fall Perons tók herinn völdin í Argentínu, en hann lýsti því strax yfir, að það yrði aðeins til bráðabirgða og unnið yrði að því að koma upp lýðræðijstjóm í landinu. Þetta loforð var efnt. Kosið var sérstakt stjórnlagaþing, sem sM.íi lar.W'inu attöðSyiégá stjórnarskrá. Forsetakosningar fóru fram samkvæmt henni í jan úarmánuði s. 1. og kepptu þar fram bjóðendur þeirra flokka, sem höfðu verið aðalflokkar iándsais fyrir daga Perons, íhaldsflokkur inn og Radikali flokkurinn. Peron istum og kommúnistum var bann að að bjóða fram. Það var von hersins og k-áfóisku kirkjunnar, að frambjóðandi íhaldsflokksins ynni kosnir.ijarn- ar, en sú von brást. Arturo Frond izi, frambjóðandi Radikala ilokks ins, tókst að ná stuðningi bæði lindir jarðar gefa af sér og skapast við vinnu manna og samstarf. Hvernig og bv?rjir miðla hér málum? Hvec bölÖir á leið út úr því öngþveiti, sem nú ógnar öllu mannkyni? Þetta er hin brennandi spurn ing dagsins í dag. Arturo Frondizi Peronista og kommúnist,! með því að lýsa yfir því, að hann myndi leyfa starfsemi allra floklta., ef hann yrði kjörinn forseti. j Frondizi, sem er íimmtugur að . aldri, hefur lengi tekið þátt í' stjórnmálum, og unnið sér viður: kenningu sem mikill gáí'umaður j og mælskumaður. Hann var ákveð inn andstæðingur þeirra einræðis stjórna, sem fóru með völd á und an Peron og hann var einnig ein dreginn mótstöðumaður Perons og hélt gegn honum þrumandi ræður j í þinginu. Jafnframt því að vera mikill áróðursmaður í ræðu og riti, hefur Frondizi unnið sér orð sem sérlega snjall samningamað ur. í Bandaríkjunum vakti kosninga sigur Frondizi nokkurn ugg, því að hann hefur jafnan ver'ð tals- maður þeirrar stefnu, að SuBur- Ameríka tæki upp' sjálfsíæðari stefnu gagnvart Bandaríkji'nuni. SÍÐAN Frondizi kom til vald.i, hefur hann unnið að því að fram kvæma ýmis kosningaloforð sín. Þannig hefur hann aukið mjög frjálsræði kommúnista og Peron ista og því efnt loforð sín við þá. Von Frondizi hefur sennilega ver ið sú, að hann gæti náð víðtækari samvinnu við þá, einkum þó við hina hófsamari Peronista, Þetta hefur hins vegar brugðizt, því að bæði kommúnistar og Peronistar virðast nú einkum snúa vopnum sínum gegn Frondizi. Eitt af þeim málum, sem Frond izi hefur sérstaklega láiið til sin taka eftir valdatökuna, er aukn- ing olíuvinnslunnar. í Argentínu hafa fundizt auðugar oiíulindir, en þær eru enn svo lítið nýttar, að Argentína flytur árlega inn olíu fyrir 300 milljónir dollara. Ástæð an til þess, hve illa olíunámurnar eru hagnýttar, felst m. a. í því, að þær eru þjóðnýttar og hefur því gengið illa að fá erlent fjármagn til framkvæmda, er ykju fram- leiðsluna. Á s. 1. sumri tókst þó stjórn Frondizi að ná samvinnu við bandarísk olíufélög um að ann ast þessar framkvæmdir og 'ána fjármagn til þeirra. Kommúnistar og Peronistar hafa mjög raynfc að óí'rægja og tortryggja þessa savnn inga og talið þá undanfiira þsss, að Frondizi ætlaði að fálla frá þjóðnýtingu olíunámanna og veita Bandarík.iamönnum einkaleyfi til að annast vinnsluna. Frondizi hef ur harðlega mótmælt þessu, en það hefur ekki dregið neiU úr þessum áróðri andstæðinga hans. Umræddar framkvæmdir við' olíunámurnar hófust fyrir fáum dögum síðan, og fengu korEmúmst ar og Peronistar því þá til leiðar komið, að verkamenn háru verk íall við olíunámurnar i mótmæla skyni. Þetta verkfall var upphaf þeirra atburða, að Frondizi lét her- lög taka gildi og gerði frekari ráð- stafanir til að hindra það, að hægt- væri að beita verkfallsvopránu til- að fella stjórn hans eða kný.ia hana tii undanlátssemi. Þessar að gerðir Frondizi benda til þess, að hann geti verið einbeittur og harð- ur í horn að taka, ef á þarf að halda. Þessar aðgerðir eru taldar. hafa styrkt álit hans meðaf Iiers- ins, sem hefur úrslitavaldi3 í sín um höndum, ef til harðra átaka- kemur. ÞÓTT Frondizi takisí að vinna sigur í þessari déilu, fer enn fjarri því, að hann geti talizt fastur í sessi. Verðbólgan er talin enn hættulegri andstæðingur hans en kommúnistar og Peronistar til samans. Hún hefur aukizt mjög á þessu ári. Verðlag hefur yfir- leitt hækkað um 20% seiqustu mánuðina. Kaupgjald hefur einn ig hækkað, en ekki eins jnikið. Ef ekki tekst að stöðva þessa öfug þróun, virðist algert fjárhagshrun framundan. Meðan þannig .er á- statt í fjármálunum, er líka næsta örðugt aS fá erlent fjármagn, en mikil þörf er fyrir það, þar sem TOiargar aurilindir landsinb eru enn lítt hagnýttar. Stjórn Frondizi hefur fyrir nokkru síðan, fengið sérfræðinga frá Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum til þess að semja rækilega skýrslu um fjárhagsmál Argentínu og gera tillögur um þær endurbætur, er þeir telja nauðsynlegar. Þessu starfi sérfræðinganna er ekki lok ið, en talið er, að skýrslu þeirra megi vænta bráðlega. Kunnugir telja, að það sé ætlun Frondizi að reyna að framfylgja þessum til lögum sérfræðinganna. Hann telur það nú stærsta verkefni stjórnar sinnar að koma fjármálum landsins á traustan grundvöll og skapa með 'því möguleika fyrir því a'ð fá 'er- lent fjármagn . til landsins. Eif það takist, megi fastlega væntá þess, að Argentína eigi glæsilega framtíð ,þar sem landið er stórt og býr yfir miklum auðæfum frá hendi náttúrunnar. Frondizi telur, að það sé ekki aðeins tilvera stjórnar hans, er byggist á því að þetta takist. Fram (Framh. á 8. síðu.) MÐSrofWAt Kristján Helgason hefur sent Bað- stofunni eftirfarandi vísur>Fyrir nokkru ætlaði hann að fá sér kola í soðið, en fékk ekki. Varð hon- um þá að orði: Alltaf fjandans ágirndin er í Jóni Bola. Stutti brezki strákurinn stelur frá mér kola. Lömbin hafa mikið misst og mega í kalsa híma, á sinu hafa litla lyst, líknið þeim í tima. Gaman er á Góu aö sjá gemsana með kragan sinn. Þeir iða, hoppa, augum gljá, yndi færa i Miskapinn. Og til bændanna kvað hann um Þetta segir Kristiám um gemsana, og ásetningarlömbin: Veturinn fer vel á stað, við þig blítt er látið. — Samt er nauðsyn, þú veizt það, þðrf er að kenna átið. víst er, að hann hefur lög at! mæla. Það þarf að kenna þeim átið, mörgum hverjum, stinga upp í þá lystugri heyvisk og halda við kjammann á þeim meðan þeir eru að byrja að tyggja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.