Alþýðublaðið - 15.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.09.1927, Blaðsíða 2
ALPVl [ A LBiÝ.ÐUBL AÐIB ! kemur út á hverjum virkum'degi. ; Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við * Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. i til kl. 7 siðd. ; SSrifstofa á sama stað opin kl. < 9V2-IOV3 árd. og kl. 8 — 9 síðd. < Simar: 988 (afgreiösi; n) og 1294 ; (skrifstoían). < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ! hver mm. eindálka. | Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan < (i sama húsi, sömu simar). Skoðafflls’ herra €. Jisfisars3,|adass®. —— (Frh.) Svör herra Jinarajadasa virðast hafa smeygt þeirri þægilegu skoð- un inn í meövitund íhaldsmann- anna í guðspekifélaginu, að jaín- aðarstefna Johns Ruskins væri oitthvaö óvenjulega andlegt fyr- jrbrigði. Ög íhaldsmenn hafa und- ursamlegt dálæti á ,,andlegri“ jafnaðarstefrm, af því að þeir trúa því og treysta, að hana sé ókleiit að gera að hagnýtu skípulagi fyrr en allir séu orðnir góðir. Og það er svo óendanlega .langt þangað til allir eru orðnir góðir, að eignamennirnir geta stungið efnum sínuni þúsund sinnurn und- ir stói með hagkvæmúm gjald- þ: otuni, áður en sól gæzkunnar bræðir hatursjökla hinnar frjáisu samkeppni. Ég fyrirlít þetla só- dómiska hræsnisdekur framan í andiega jafnaðarstefnu. Það er mér jafn-ógeðslegt og hin faíska tilbeiðsla heimatrúboðseinfeldn- ingsins á eilífri rétttrúnaðarpara- dís uppi í skýjum himins. Þetta er alt samvizkulaus sjálfs- blekking, bræður minir! Jafnað- arstefna Johns Ruskins er að engu leyti andlegri en sú jafnaðar- stefna, sem ég rægÖur og hataður hefi boðað yður í Bréfi til Láru og Eldvígslunni. Og jafnaðar- stefnur okkar standa engu nær kröfum andlegs lífs en jafnaðar- kenningar allra annara postuia ,,sósíalismans“, hvar sem er á hnettinum. Hvi eruð þér þá svo heimskir og auðtrúa að tigna 'jafnaðarken;,ingar Johns Ruskins, en fyrirlíta jafnaðarker’ningar mínar og annara „sösfalista", sem eru að reyna að troða þessum sömu einföldu sanníndum inn í höfuöið á ykkur, sem John Ruskin var alla æfi að berja inn í stór- eignaþjófa samtíðar sinnar? Vér' jafnaðarmenn tölum að vísu minna um eilíft líf og guðs- ríkið hér fyrir ofain en þið, and- legu ihaldsherrar, af því að vér vitúm, að vér vitum svo ó- endanlega lítið um alla þá leyncl- aTdóma. Vér hoðum guðsríki á jörðinni vegna þess, að það stend- ur verkahring vorum nær en ö- dáinsekrur guðanna. Vér biðjuni um réttlæti og rafnragn, af því að við viturn, að þess ber oss að biðja og hvort tveggja er fáan- legt hér í heimi. En ljósperur Búddhaheimsins geynmm vér oss þar til Aiföður setur oss til að vrkja þann akur sköpunarverki hans tii dýrðar og eflingar. En kenning jafnaðar>t~‘fnnnnrir er háandleg, hvort sem jafnaðar- mennirnir trúa á eiiíft líf, efast um það eða neita því. Jafnaðar- sfefnan heimtar eíiialegt rétílæti, til pess aö mennirnir geti ástund- íið andlegt réttlœti. Jafnaðarstefn- an krefst efnaiegrar vellíðunar, mentunar, friðar og bræðralags, til pess að mennirnir gefi tekid nerulpgum framföntm í c.ndlegum efnum. Þetta er þungamiðja allra jafnaðarkenninga. Þetta er það guöspjallj sem allir jafnaðarmenn haf-a boðað, ekki ab eins John Ruskin og Jinarajadása, heldur einnig Karl Marx, Lenin*) og ég. Jafnaðarstefnan kennir: „Ef vér * eigum tvö brauð, etum við annað og kaupum oss liljur fyrir hitt“, svo að ég’ grípi sönm líkinguna, sem herra Jinarajadasa valdi handa yður í fyrirmynd ab jafn- aðarstefnu. Átrúnaðargoð yðar, auðvaldið, á líka vissulega tvö brauð. En í stað þess að eta ann- aö og kaupa sér liljur fyrir hitt, þá etur það að eins hálft brauð, kastar hinum helmingnum í sorp- þróna (til þess að hækka verðið!) og kaupir síðan herskip og eit- urgas fyrir hitt brauðið. Nei. Það skiftir jafnaðarstefn- una sannarlega engu máli, hvort spáménn hermar hafa trúað á ,,út- valningu eilífs lífs í guði“ eða hafnað henni. Kenning þeirra .er þrátt fyrir það andlegs eðiis. Það kemur þekkingu minni á jafnaðar- ríki „sósíalismans“ ekki minstu vitund við, hvort Karl Marx hefir neitað tilveru guðs og eílífs lífs eða þulið helgar bænir kvölds og morguns frammi fyrir Maríumynd með Jesúbarnið í kaþólsku kreddutrúarmusteri. Kjarninn í kenningum hans er samt sém áður ináttugt guðspjafl, ri;að tii end- urlausnar öllum þeim, sem erfiða og þunga eru hiaðnir. Á sama hátt er það guðspekiskoðunum yðar gersamiega óviðkomandi, að stofnandi guðspekinnar, madama iBlavatsky, hafði óvenjulega litla stjórn á skapsmunum sínum. Guð- speki hennar kennir samt sem áð- ur með fullum rétti, að þolin- mæði og jafnaðargeð séu sér- *) Svo anúlegur var Letiin, að hann gat sagt: „Peningar eru hlægi- legir.“ Þetta sama hafa allir spá- menn jafnaðarstefnunnar kent. En þér, sem' þykist. tigna andlegt líf, miðið alla hluti við íramleiðslu og eign;rrétt, Vei yður, hræsnarar! staklega eftirsóknarverðar dyggð- ir. Trú á guð og eilíft líf er enn frernur ekkert vitni andlegs hugs- uuarháttar. Þótt nxaðurinn trúi, biðji bæna, neyti sakramentis og (gangi í kirkjur eftir ölium reglum lifandi trúar, getur hann verið ram-eigingjarn efnishyggjumaður, ágjarn, nízjkur, smásmugulegur, þjófóttur qg lyginn. Hann getur vxijðað alt iíf sitt við hlutabréf í fyrirtækjum, se-m féfletta varnar- lausa meðbræður hans. Eg hefi þekt nokkra sanna efnishýggju- rnenn á iífsleið rninni. Hverjir voru þeir? Það voru hinir fais- lausu guðsdýrkendur. Andleg sjónarmið hefi ég að eins rekist á útan allra trúarbragða. Niet- zsche sagði: „Trúarbrögðin eru tii þess að halda skrílnum í skefj- um.“ Ég myndi hafa lýst hlutverki þeirra á þessa leið: „Trúarbrögð- in eru til þess að kenna skr-íhuun að hræsna.‘“ Ég birti hér að Íokum kafla úr góðri bók eftir merkan enskan jafnaðarmann. Hann sýnir yður ágæt'ega aðstöðu jafn- aðarmanna yfirleitt til andlegs lífs, ekki að eins aðstöðu lýoræð- isjafnaðarmanna, heidur og við- horf hinna 1 ítilsvirtu sameignar- sinna. Þessi kafli heitir: Erum við efnishyggjumenn? Enginn, sem hefir búið við skort á- nauðsýnlegustu lífs- þörfum, getur hlustað öðruvísi en með fordæmingu á þær á- sakanir um efnishyggju og stéttaríg, sem er beint gegn kröfu verkalýðsins um efna- legt öryggi. Prófessor L. T. Hobhouse. Jafnaðarstefnan hefir dýpk- að og víkkað að miklum mun siðferðisskilning i stjórnmál- um. Hún hefir kent það lát- l'aust, að allur iðnaðurinn og fjárhagskerfið eigi að lúta velferð mannkynsins, og að siðfræðin eigi að sitja í fyrir- rúmi fj'rir öllum iðnaðar- og kaupsýslu.-framkvæmdum. Sú ásökun, sem stundum er á lofti haldið gegn jafnaðar- stefnunni, að hún skírskoti að eins til hins óæðra eðlis mannsins, er á engum rökum reist. Sanni nær væri að segja, að hún fæli í sér ósér- piægni, senv ókleift væri að framkvæma, hversu sein mannkynið þroskaðist. Thomas Kirkup. Erum vér efnishyggjumenn? Oss er iðuiega sagt, að vér séum mjög óandlegir og veraldlega sinnaðir, úr því að vér séum jafnaðarmenn. Það er sagt, að vér sjáum aldrei sýn- ír og sverjum aldrei við himininn. Vér hugsúm ekki um annað en mat og' drykk. Vér tölum ekki um ann- að cn vinnu og kaupgjald, vinnu- tíma og húsnæði: Oss dreyini enga draumá. Vér séum hvorki skáld né hugsjóna/nenn o. s. frv. í það ó- endanlega. Þeir, sem dænxa oss, halda aug- sýnilega, að jafnaðarstefnan sí reist á því, að efnalegar og líkamlegar þarfir séu eiít og alt, — fæði, klæði og húsaskjól. Þeir halda sennilega, að vér leggjum einkunx eða ein- göngu áherzlu á fjárhaginn og tím- anleg gæði. Hvílík fásinna! . Ekkert raunveru- legt siðferðt eða andlegt líf getur blómgast án efnalegrar velnxegunar. Vér getum ekki haft heilbrigðan huga eða hrausta sál í hungruðum líkama, örbirgð eða atvinnuleysi. Ekkert „líf“ getur þrifist án lifs- skilyrða, þótt það hugtak sé að eins skilið Iíffræðilega. Og aðallífsskil- yrðin — fæði, klæði og húsnæði — eru tímanleg gæði, kæru vand- lætarar! framleidd með vinnu manna í samstarfi við auðsupp- sprettur náttúrunnar. ÞaB er sannarlega ruddalegt og heimskulegt að boða bungruðum nxanni trú eða siðfræði. Og að sama skapi er það sannarlega rangt að bjóða bungruluin heinxi háspeki, sið- ferði eða trú. „Manninum er fyrst og fremst nauösynlegt að hafa lífsviðurværi og" síðan að iðka dygðir,“ segir hinn ganxli, en vitri Aristoteles. Vér þverneitum að blekkja fjöldann með óljósum loforðum um sælu eftir dauðamr. Vér heimtum réttlæti hér^ í heimi — þegar í stað. Vér heimt- um skynsamlega skiftingu áuðæf- anna, líkanxlega og efnalega undir- stöðu - fyrst og fremst. Vér viljum ráða frarn úr vandkvæðunum 111» mat og drykk, áður en vér reyn- um að leysa „æðri“ viðfangsefni. Engin sönn nienning getur þriíist fyrr en þetta er gert, Líf mannsins i fullkomnasta skiln- ingi geíur ekki byrjac) fyrr ert framleiðsla og skifting auðæhmna hefir verið bætt og beint i rétt. horf. Walter Crane segir: „Að tala um listir og trúarbrögð á nieðan nú- verandi þjððfélagsskipulag ríkir, — það er eins og þegar Neró lék á fiðlu, meðán Róiiiaborg vár að brenna.“ En érum vér i raun og veru efnis- hyggjumenn? Sú efnishyggja að ótt- Mst og berjast er ekki að eins liug- læg heimsskoðun. Hún er nauðsyn, ásíand og Iíf. Ef þú vilt kynnast trú einhvers, þá skaltu ekki spyrja hann, heldur veittu honunx athygli! Sá einn er spiltur efnishyggjumað- ur, seni hefir veraldleg gæði fyrir mark, en ekki meðal. Hann getur verið djákni, kirkjuvörður eða prestur á sunnudögum. En hann hef- ir alt af hugsunarhátt búðarlokunn- ar og sál kaupmangarans. Hann er bæði í heiminunx og af heiminum. „Auður“ er honum „ríkidæmi" eða eign. Hann metur lífið í péningum eins og hinn nafnkunni Júdas, og hann sér að eins peningatap í ör- læti ástarinnar. Hinn sanni efnis- hyggjumaður er sá, sem „grípur igjald í hönd og hafnar öllu öðru“, eins og Omar gamli Khayyam segir. Vér lýsum einhuga yfir þvi, að engin slík efnishyggja er í alþjóða- hreyfingu vorri. Vér „höfnurii ekki ölLu öðru“. Fýrir oss er saðning brýnustu líkamsþarfa að eins meðal að marki. Hugsjón alþýðustefnunn- ar er að skapa frjálst lýðríki hraustra, hamingjusamra og ment- aðra manna og kvenna og fagurra, þróttmikilla barna. Vér trúum því eins og Ruskin, að „lífið er hinn eini auður“, að „það land er auðugast, sem á mestan fjölda hraustra og hanxingjusamra Enn er tækifæri að fá ódýra ské á útsölunni hjá SÍBÍáQÍ GHililBI'SS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.