Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 6
6 T f MI N N, fimmtudaghm 1. októbe? 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURIHB Ritstjój-i og ábm.: Þórarinn Þórarinsam. Skrifstofur 1 Edduhúslnu vi5 LlndargMa Símar: 18 300, 18 301,18 302,18 303,18308 «g 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaCameu). Auglýsingasiml 19 623. • Afgrelðslan 11828 Prentsm. Edda hf. Siml eftlr kl 18: 18 M> Einvígisbaráttan heldur áfram í SNJALLRI ræðu, sem Eysteinn Jónsson, fyrrver- andi ráðherra, flutti á fjöl- mennum fundi Framsóknar- manna í Keflavík s.l. mánu- dag, þar sem hann ræddi stjórnmálaviðhorfið og kosn ingahorfur Framsóknarfl., fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Við Framsóknarmenn verð um mjög varir við það um þessar mundir, að fólk, sem ekki hefur fylgt okkur að málum áður, gerir það núna. Það er einfaldlega af þeirri ástæöu, að menn gera sér Ijóst í æ ríkari mæli, að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn, sem treyst- andi er til að halda uppi harðri og alhliða sókn í fram faramálum landsmanna allra. Það verður ljósara frá degi til dags, að það er hin nýja gróðastétt, verðbólguauð- menn landsins, sem ráða lög um og lofum i Sjálfstæðis- flokknum." Og hann sagði ennfremur: „Það kom í ljós í kosning- unum í vor, að þeir verða sí- fellt fleiri, semjgera sér það ljóst, að eina leið umbóta- sinnaðra vinstri manna í land inu til þess að koma í veg fyrir yfirgang Sjálfstæðis- flokksins er að fylkja sér um Framsóknarlokkinn og veita honum þann herzlumun, sem hann vantar nú til þess að verða svo sterkur, að íhalds- öflin í landinu geti ekki boöið honum byrginn. Hann er eini flokkurinn, sem getur haft forystu gegn íhaldinu, er sterkasti andstöðuflokkur í- haldsins, flokkur með heil- steypta og frjálslynda um- bótastefnu.“ HÉR er bent á staðreynd ir, sem ekki verður á móti mælt. Kosningarnar í vor sýndu og sönnuðu, að Fram- sóknarflokkurinn er óumdeil anlega höfuðvígi vinstri sinn aðra umbótamanna í land- inu, og eini flokkurinn, sem er þess megnugur að reisa rönd við yfirgangi auð- mannaklíkunnar í Sjálfstæð- isflokknum, og aðeins með því aö gera þetta vígi nógu sterkt er unnt að koma í veg fyrir þá alræðisaðstöðu, sem Sjálfstæðisflokkurinn stefn- ir nú að, enda telur hann sig vera nær því marki nú eftir kjördæmabyltinguna en nokkru sinni fyrr. Kommúnistar ráða nú Al- þýðubandalaginu algerlega að því er bezt verður séð, og Alþýðuflokksforystan gengur beinna erinda Sjálfstæðis- flokksins. Af þeim sökum er þar ekkert vígi að finna gegn Sjálfstæðisflokknum, enda hafa þeir flokkar ekk- ert bolmagn til sjálfstæðrar baráttu gegn íhaldsöflunum, þótt einhver vilji væri fyrir hendi. Þessir flokkar hafa látið Sjálfstæðisflokkinn tæla sig til kjördæmabreyt- ingar, sem þeir hafa nær eng an ávinning að, svo sem síö- ustu kosningatölur sýna, heldur verður vinningurinn allur íhaldsins, og það færist með henni stórum nær því marki, sem þaö hefur lengi dreymt um, að ná hreinum stjórnaryfirráðum í landinu. HALDI frjálslyndir íhalds andstæðingar því áfram að skipta sér í þrjá eða fjóra flokka, tekst Sjálfstæðis- flokknum þetta fyrr en varir, þótt hann hafi mikinn minni hluta þjóðarinnar á bak við sig. Þessi einföldu sannindi verða mönnum æ ljósari, og sá skilningur er ein höfuð- orsök hins glæsilega kosn- ingasigurs, sem Framsóknar l'lokkurinn vann í vor. Við það skýrðust línurnar í ís- lenzkum stjórnmálum meira en átt hefur sér stað um langt árabil. Baráttan stóð þá og stendur enn aðeins milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar hafa myndazt tvö gagnstæð höfuðvígi íslenzkra stjórn- mála, annaö er vígi sérgróða- manna, verðbólguauðkýfing- anna og þjóna þeirra, sem berjast nú æðislegri baráttu til þess að ná fullum yfirráð- um í landinu í von um aö geta þá látið kné fylgja kviði gegn öðrum, gróða- hyggju sinni til framdráttar. Hitt er höfuðvígi umbóta- manna, Framsóknarflokkur- inn, þeirra sem vilja byggja frjálslynt og lýðræðislegt stjórnarfar á félagslegri sam hjálp og framtaki einstakl- inga jöfnum höndum, krefj- ast jafnræðis stéttanna og réttlætis í samskiptum ein- staklinga og stjórnarvalda. Það er vígi íhaldsandstæðing anna í landinu. Menn þurfa ekki að efast um, að svona er þessu varið, þegar þeir sjá, að nú beitir Sjálfstæðisflokkur- inn öllu sínu afli, áróðursvél og klækjum gegn þessu vígi einu, gegn Framsóknarflokkn um. Um þessa höfuðskipt- ingu í íslenzkum stjórnmál- um þarf því ekki frekari vitna við. ÞETTA skildu íhaldsand stæðingarnir í vor betur en nokkru sinni fyrr og því efldu þeir Framsóknarflokkinn ein an. Þeir sáu að það var ekki til neins að hasla sér völl i hinum minni vígjum, sem voru óvirk í baráttunni við íhaldið, eða studdu það. Þeir urðu einfaldlega að fara þangað, sem baráttan var háð, ef þeir vildu ekki vera ónýtir áhugamálum sínum, og þeir kusu Framsóknar- flokkinn. En svo augljós, sem þessi þróun var í vor, þá blandast nú engum hugur um í upp- hafi þessarar kosningabar- áttu, að stríðið milli þessara tveggja vígja í stjórnmálun- um hefur enn harðnað. Heift arárásir Sjálfstæðisflokksins á Framsóknarflokkinn núna, ................... | Alþýðuflokkurinn varðar veginn | | fyrir lögbindingu á öliu kaupgjaldi j VÍÐA er .villugjarnt, og var þá vani að varða, svo menn gætu fylgt vörðunum og fundið hinn rétta veg. Vegur þjóðar- innar í efnahagsmálunum hefur reynzt vandrataður. Við höfum íslendingar, ráfað hann í fleiri ár, án þess að vita hvert við fær um eða hvar við færum. Og þeir, sem hafa verið fengnir sem fylgdarmenn, hafa ekki reynzt rata. En nú er fyrsti vegvisirinn ,settur upp. Núverandi ríkis^ stjórn hefur sett vörðuna upp í bráðabirgðalögum um verð- ákvörðun landbúnaðarvara. Þar hefur með lögum verið ákveðið, að fulltrúar bænda og neytenda skyldu koma sér saman um verð grundvöllinn, og skyldi hann miðaður við að bændur bæru sama úr býtum fyrir sína vinnu og verkamenn fyrir sína. í full- an áratug hafa lögin verið í framkvæmd, og verð landbún- aðarverð ákveðið 'haust hvert, eftir því sem tekjur verkamanna árið áður höfðu reynzt. Enn skyldi svo gert í haust. En þá brá svo við, að ekki náðist strax samkomulag um hvert verð land búnaðarvaranna skyldi vera. Framleiðsluráðslögin gera ráð fyrir því, að náist ekki sam- komulag milli fulltrúa bænda og neytenda, skuli yfirnefnd, sem er nokkurs konar gerðardómur, og sem hagstofustjóri er odda- maður í, ákveða verðlagsgrund- völlinn, en framleiðsluráð siðan ákveða verð á hverri vöru, þann ig að bændur fái sem næst sama úr býtum fyrir sína vinnu og verkamaður. Þá neituðu full trúar neytenda að tilnefna mann í yfirnefndina, og þá setti ríkisstjórnin með stuðn- ingi sinna manna, bráðabirgða lögin, og ákváðu að verðlag allra landbúnaðarvara skyldi vera óbreytt, til 15. desember. Bændur eru með þessu sviptir þeirri hækkun, er þeim bar, og beittir rangsleitni og lítilsvirð- ingu, sem einstæð er. BURT séð frá þessu, þá er hér reist fyrsta varðan, er sýnir hvert þeir, er ráða gerðum ríkis stjórnarinnar, vilja stefna. Allan ágreining um kaup og kjör milli atvinnurekenda og verkamanna, á í framtíðinni að fara eins með, ákveða með lögum, hvað greiða beri í kaup. Ekki þarf annað til en annar aðilinn, vinnuveit- andinn eða verkamaðurinn eða fulltrúar þeirra neiti að semja, eða sækja fundi til að ræða um samninga, þá skal það ákveðið með lögum. Hvernig lízt verka- mönnum á þann veg, sem bráða- birgðalögin benda á, að fara skuli í framtíðinni? Vilja þau láta taka af sér verkfallsrétt- inn á þennan hátt? Á því þurfa menn vel að átta sig, og láta ekki villa sér sýn með því að líta einungis á líSjpndi stund, heldur hugleiða stefnuna, sem hér er tekin og áhrif hennar í framtíðinni. ER ÞAÐ vilji verkamanna, að láta rikisvaldið á hverjum tíma ráða hvaða kaup skuli greiða þessari eða hinni vinnustétt- inni? Er það þeirra vilji, að ekki sé rannsakað hvað rétt sé að greiða í kaup, þegar bæði er litið á einstaklingana, sem við kaupinu eiga að taka, kjör þeirra borin saman við aðrar stéttir og þjóðarhaginn í heild, heldur sé strax slitið samning- um, vilji annar aðilinn ekki semja, og kaupið ákveðið með lögum. Ég hefði haldið að fleira þyrfti að koma til. Og þá fyrst og fremst það, að allir væru gerðir jafnir fyrir lögumim, en ekki byrjað á slíkri löggjöf, þegar fyrirlægi að ein stéttin væri sett skör lægra með af- komu sína en allar aðrar. ALÞÝÐUFLOKKSMENN hafa lengi talið verkfallsréttinn mik- ils virði í baráttu sinni fyrir „bættum kjörum alþýðu". Nú virðist þeim líklega boginn full spenntur, og vilja hér ■ef.tir láta ákveða með lögum, hvert kaup ið skuli vera. Nema hitt sé, að þeir séu hér leiksoppur í hönd- um þeirra, er stólana styðja, og alltaf hafa sjónarmið atvinnu- rekendanna fyrir augum, og vilja láta ákveða kaupgjald þann veg, að fjármagnið geti safnazt sem mest á einstaka hendur, svo þeir einstakling- arnir geti ráðizt í miklar fram- kvæmdir, og fengið auð sinn af vinnu annarra. Þá þarf ekki bæjarútgerð með gulum seðlum, né önnur afskipti af því opin- ■bera með framleiðslu og vinnu en með kaupinu, sem halda þarf nógu langt niðri. Og Al- þýðuflokksstjórnin ríður á vað- ið, og varðar leiðina, eða er lát- in gera það. Hvað segja verkamenn við því? Þetta er fyrsta varðan á þeirri leið, að lögbinda verðlag á innlendri framleiðslu bæði á vörum og vinnu, og vilja rnenn það? Það sýna einstaklingarnir við kjörborðið um veturnæturnar, komizt þeir þá þangað vegna illveðra og ófærðar, sem langt þurfa að sækja um misjafna vegi. P. þar sem annað' kemst blátt áfram ekki að, sanna þetta Þetta skilja umbótasinn- aðir íhaldsandstæðingar í landinu og þess vegna verða Framsóknarmenn nú fyrir þessar kosningar enn svo greinilega varir við fólk, sem ekki hefur skipað sér undir merki þeirra áður, en tekur sér nú stöðu í höfuðvíginu gegn íhaldinu. Það er ekki sízt þessu glöggskyggna fólki aö þakka, að Framsóknar- flokkurinn gengur nú til bar áttu sókndjarfari en nokkru sinni fyrr. EN þó er baráttuliðið i vígi íhaldsandstæðinga ekki nógu þéttskipað enn. Þar vantar herzlumuninn til þess' að tryggja það, að íhaldið nái ekki því marki, sem það þykist nú eygja, í krafti kjör dæmabyltingarinnar — ó- skoruðum og langvinnum stjórnarráðum í landinu. Sá herzlumunur verður að nást í þessum kosningum, annars geta frjálslyndir umbóta- menn í landinu og stefna þeirra beðið mikinn hnekki. Og þessi herzlumunur næst ekki nema í vígi Framsóknar flokksins. Hann næst ekki, ef frjálslyndir íhaldsandstæð ingar halda áfram að skipta sér í sundurleita hópa og kljúfa meiö sinn út af hverju ágreiningsmáli. Einvígisbar- áttan milli íhaldsafla og um bótamanna, sem hófst meö átökunum um kjördæmamál ið í vor, heldur áfram og hún skýrist og harðnar. Það skipt ir sköpum, hvort menn skilja eða ekki, að þessar tvær höf uðlínur, hafa nú myndast í íslenzkri pólitik. 35 hryssur seldar til Kanada í haust Fyrsta hrossasalan til Nor^ur-Amerika, von meiri viískipta Hvolsvelli 25. sept. — Und- anfarna daga hafa þeir Gunn- ar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur og Páll Sigurðs- son gestgjafi i Varmahlíð verið á ferð hér um nærsve;t- ir ásamt Magnúsi Kristiáns- syni kaupfélagsstjóra á Hvols velli til að velja og festa Sýnir landið um kring Kjartan Ó. Bjarnason, kvik- myndatökumaður, er nú að hefja sýningarferðir um land- ið. Hefur Kjartan margar myndir meðferðis þar á með- al hina rómuðu Noregsmynd sína. Fyrstu sýningar Kjartans verða á Vestfjörðum og sýnir hann á Pat reksfirði annað kvöld. kaup á 35 hryssum sem áform að er að selja til Kanada. Hryssurnar sem keyptar verða eru allar á aldrinum 1—10 vetra, og er einungis óskað eftir þremur litum, leirljósum, hvítum og rauð glófextum, en kaupendur eru bræður tveir í Toronto í Kanada. Hryssurnar verða sendar utan um miðjan næsta mánuð, en ef þessi sending líkar vel er trúlegt að um áframhaldandi sölu geti orðið að ræða. í sumar kom hingag Vestur-ís- lendingurinn Þórður Laxdal til að athuga um þessi viðskipti, og var annar kaupandinn í fylgd hans. Nú hefur orðið af kaupum, og mun þetta vera fyrsta íslenzka hrossasalan til Norður-Ameríku. Mun ætlunin vera að nota hryss- urnar sem reiðhesta. Það er Kaup félag Rangæinga á HvolsveHi sem flytur hryssumar út, og er kaup- verð þeirra allt að 3200 krónum. P.E. Hljóp á glerhurð Auk Noregsmyndarinnar sýnirj Það slys varð í gær, að drengur, Kjartan „Þætti úr Breiðafjarðar-'sendisveinn frá Alþýðublaðinu, I eyjum“', sem hann tók í vor, nýjar hljóp á glerhurð í setjarasal Morg- I knattspyrnumyndir, meðal annars unblaðshússins, braut rúðuna og j úrslitin í heimsmeistarakeppninni skarst við það sundur afltaugin á jí fyrra, skíðamyndir frá Noregi, hægri hendi drengsins. Hann var ' m. a. frá Holmenkolien-mótinu. fluttur á slysavarðstofuna. Dreng- ' 1959 og „Á vatnaskíðum1", er sýnir urinn mun hafa verið að flýta sér heimsfrægt vatnaskíðafólk leika^ og uggði ekki að sér, er hann hljóp »listir sínar. á hurðina. . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.