Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1959, Blaðsíða 7
T í M I N N, fimmtudaginn 1. október 1959. « Sumarið, þessi bjargræðis- tími sveitanna, er liðið. Það hefur reynzt bændum lands- ins mjög misjafnt. Spretta var alls staðar góð, en heyskapar- tíðin ákaflega misjöfn, og um margra ára skeið ekki mis- jafnari. Þeir fyrstu byrjuðu slátt snemma í júnímánuði, og höfðu alhirt fyrrisláttartöðu, þegar þeir er síðast byrjuðu fóru að bera út. Hvers vegna bíða alltaf margir bændur eftir því að töður spretti úr sér; áður en þeir bera út? Vilja þeir ekki reyna að gera sór grein fyrir því, hvern skaða þeir gera sér með því. Hann er mikill og verður varla með tölum sýnd- ur. Ýmsa vantar vélar í sumum héruðum landsins var heyskapartíðin í sumar mjög góð. Hey náðust þar eftir hendinni og eru bæði mikil og góð. Og þó hefur heyskapur þar orðið mis- j'afn eftir bæjum, því á þeim svæðum vantar enn um % bænd- anna heyvinnutæki þau, er margir bændur hafa aflað sér, og nú í fólksfæðiinni og háa kaupgjald- inu sem kaupafólkinu þarf að greiða, eru bændum ómissandi, vilji þeir afla mikilla heyja og hafa framleiðslu sína ódýra. Það j eru því margir bændur á þessu svæði með lítil hey, og lítil bú, 1—4 nautgripir og 60 til 100 fjár. Fyrri sláftar taða enn úti En á stórum hlutum af landinu, og þeim sem flestir bændur búa á, hefur tíðarfarið um heyskapar- tímann verið með afbrigðum ó- hagstætt, og þar liefur heyskapur- inn gengið illa, og orðið bæridútp mjög dýr, svo sjaldan liefur hann orðið dýrari. Og þess'; eru .(iæmi, að þeir sem þar búa, óg ekkl eru búnir að koma fyrir hjá sér súg- þurrkun og nægum votlieysgo-msl um, eru ekki enn búnir áð riá töðum eftir fyrri slátt. Qg vist er að hey þeirra eru slæm og þarf að gefa með þeim mikinn fóður- bæti, ef fóðrunin á vcl að takast í vetur. Þegar svona er : "áStátt finnst þeim flokkum sein að ríkis stjórninni standa sérstök, ástæða til að svifta bændur þeirri v;erðj hækkun á framleiðsl u vörum þeirra, sem þeim bar í fyrra, og sem lofað var þá að þcir skýldu fá nú í haust, svo og þeirrf hækk- un sem þeim bar vegna aukiris tit- kostnaðar við framleiðsluna miðað við fyrra ár. Jafnaðarmannastjórn______ kúgar bændur Þeir sem meira mega síri í þjúfk félögunum hafa löngum -reynt að græða á þeim minni máttar, óg Mikið grassumar með misjafnri nýtingu er liðið Páll Zóphóníasson, fyrrv. búnaóarmálastjóri ræóir við bændur um horfurnar í sumarlok og áseininginn í haust nú er það j'afnaðarmannastj órn, sem með tilstyrk stuðningsflokks síns, kúgar bændur landsins. Eigi að festa verðlag í landinu, verða allir að standa nokkurn veginn jafnt að vígi hvað tekjur snertir þegar það er gert, en ekki ein stétt áður að vera sett skör lægra en aðrar. Nú er kominn sá árstími þegar vænta má að íkveikjur fari að verða í þeim heyjum, sem illa hafa verið hirt, hiti hefur verið í, og þess ekki gætt, að rífa þau upp, eða grafa í þau geilar, til að ná hitanum úr. Menn þurfa því að vera vel á verði, fylgjast með hver hitinn er, og gera ráð- stafanir til að fá hann úr, sé hætta á fei'ð. Fjallgöngur afstaðnar Fjallgöngur, bæði á afréttum og heimafjöllum, eru víðast afstaðn- ar. Féð hefur verði rekið til rétta, réttað, dregið sundur eftir eyrna- og brennimörkum, og rekið til heimkynna sinna. Ekkert hef ég enn hfeyrt um vænleika dilkanna, en búast má við því að þeir verði mjög misjafnir, og sem heild með léttari föll en í fyrra. Veldur því hve ört spratt í sumar, og hve gras spratt fljótt úr sér, sérstaklcga í byggð. Sauðféð að venju sótt fæðu á afréttir og bit- haga í sumar, breytt henni í af- urðir, og kemur svo nú með verð- mæti á sér sem, ncma tugum milljóna. Menn gera sér aldrei nægjanlega ljóst, hvert verðmæti stendur í afréttunum, og hve mikil þjóðarnauðsyn er á að þær séu rétt nýttar. Það er talað um, að fé bænda hafi fjölgað og er það rétt yfir heildina, en að leggja þá fjölgun til grundvallar því að verðlag sé látið standa í stað á sauðfjáraf- urðum, er rangt, því mikið af fjölgun fjárins er ekki hjá bænd- um heldur hjá kaupstaðarbúum, sem sumir hafa það sér til skemmt unar, aðrir tíl þess að skapa sér nokkrar aukatekjur, og vinnu í frítíma frá aðalvinnu sinni, og loks eru nokkrir sem hafa fé til þess að fá frádráttarlið á skatt- skýrslu sína. Þessi röksemd heyr- ist þá líka hjá mönnum sem vita um fjárfjölgun í Reykjavík og Hafnarfirði og reikna með að hún sé eins annars staðar um landið. í haust þurfa bændur eins og ævinlega á haustin, að taka á- kvörðun um hve mikinn fénað þeir setja á heyin frá í sumar. Enginn veit nú frekar venju um, j hvernig veturinn verður, en vet- urnir hafa verið misjafnir og verða svo líka í framtíðinni. Og alltaf þarf bóndinn að hafa nægt fóður handa öllum sínum fénaði allan veturinn. Nautgripirnir þurfa jafnast fóður frá vetri til vetrar. Gjafatími þeirra er jafn- astur frá vetri til vetrar. Þá mun- ar nokkru bæði eftir byggðarlög- um og vetrum. Venjulegur gjafa- tími er 36 vikur, en getur farið niður í 33 og upp í 40 vikur. Sauðféð þarf mjög misjafnt fóð- ur, bæði eftir sveitum og ein- staka bæjum innan sömu sveitar og vetrum. Þetta kemur af því að sauðfénu er beitt, ætlað að ná í hluta af fóðrinu úti á jörðinni, og beitin er bæði misjöfn á bæjun- um, og líka eftir því hvernig vet- urinn er. í venjulegum meðalvetr- um munar þetta því, að á tveimur jörðum á landinu er fé þá ekki gefið, en á öðrum verður að ætla kindinni sex bagga af heyi. Víða kemst kindin af með bagga í með- alvetri, en almennast þarf hún um 4 bagga. Og þegar hörðu veturnir koma, þarf lcindin 6—7 bagga. Páll Zóphóníasson Við hvað á svo bóndinn að miða? Ilvernig verður veturinn? Þar vantar veðurspá, scm treysta megi. Mörgum bóndanum hættir við að auka hústofninn um leið og hey- in aukast, og er það í alla staði eðlilegt. En er nú víst, að það sé alltaf rétt? Því miður eru það tiltölulega fáir bændur sem heyja svo mikið að sumrinu að þeir ekkí setji fleiri skepnur á að haustinu en heyin frá sumrinu hrökkva handa, ef vetur er verulega harð- ur. Hinir eru aftur nokkuð margir, og fer fjölgandi sem með fyrning- um — heyjum sem hann hefui’ ekki þurft að halda á undanfar- inn vetur sem hefur verið góður — á nóg hey handa fénaði sínum þó að vetur verði harður. Og það þurfa allir baindur að Tiafa. Á þeim hluta landsins sem bænd- ur eiga mikil hey, eiga þeir því vel að athiuga hvort þeir nú ekkl geri rétt í því að fjölga nú ekki skepnunum, ncma lítið, en koma sér í fyrningar, svo þeir næstu árin séu vissir um að liafa nóg hey, þótt ís komd að landi, og vetur verði harðir. Ég held að þeir eigi að leggja það vel niður fyrir sér. Gerið ráS fyrir hörSum vetri Á hinum hlutum landsins, þar sem hey eru lítil og léleg, kemur að sjálfsögðu engin fjölgun til greina. Þar vcrður reynt að halda í bústofninn, láta hann ekki ganga saman, og er þó hæpið hvort það er rétt. Til þess þarf fóðurbætis- kaup, og þau mikil, og verður hver og einn að leggja niður fyrir sér, hvort réttara er. En rétt er að búast við vetri nokkuð hörðum, Suma gömlu bændurna óraði oft fyrir því, hvernig veturnir yrðu, og fóru þar eftir ýmsu. Stundum i dreymdi þá þannig að þeir réðu j drauminn fyrir harðindum. Mér i fór svo haustið 1918, þegar ég jiskyldi í draumnum sitja veizlu í Leikfimishúsinu á Hvanneyri, eu þegar ég kom að borðinu sátu við það 'tómir Grænlendingar og á (Framhald á 9. síðu) ■ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiairT leitir íhaldið atvinnukúgun? | ÞAÐ er næsta kunnugt, að óprúttnir stjórnmála- menn grípa oft til þess, ef þeim finnst aðstaða þeirra vond eða ef þeir kóma ekki fram áformum sínum, að gera andstæðingum sínum upp orð eða ætla þeim at- hafnir, sem enginn fótur er fyrir. Með þessu hyggj- ast þessir menn bæta víg- stöðu sína. Eitt frægasta dæmið þessarar tegundar er þing- húsbruni Hitlers. Aðdáend- ur hans og lærisveinar hafa síðan þráfaldlega reynt að nota þessa bar- áttuaðferð foringjans, þótt á annan veg og í öðru formi hafi verið. Oftast nær hefur þó niðurstaðan orðið sú, að lítill árangur eða enginn hefur náðst enda almenningur séð eft- ir hvaða forskrift brögðin eru leikin. Stutt er að minnast þess, hvernig gamall aðdáandi ríkisdagsbrennumanna hér hjá okkur lét undirsáta sína senda til útlanda skeyti með þeim „tíðindum“ sem hann taldi sér bezt henta, án tillits til þess, hvort rétt væru. Bjarni Ben Vitnaði síðan í Rauterskeyti þessi með sama fjálgleika og kaupmaður nokkur gerði er hann sagði, „allar mín- ar vörur frá Trade mark; ágætismaður Trade mark“. Það, sem Reuter sagði var rétt, að minnsta kosti ef það mátti verða til ó- frægingar fyrrverandi rík- isstjórn. BJARNI BEN. hefur full- yrt, að ein ástæðan fyrir góðum kosningaúrslitum Framsóknarmanna í sum- ar hafi verið sú, að ég hafi beitt miskunnarlausri at- vinnukúgun við starfsmenn mína. Þetta hefur hann endurtekið nokkrum sinn- um og vitnað í sjálfan sig í þeirri trú, að ef ósannind- in væru endurtekin hæfi- lega oft mætti hafa af þeim nokkurn pólitískan ávinn- ing. Ekki hefur aðalrit- stjórinn nefnt eitt einasta dæmi máli sínu til stuðn- ings. Slíkt er eðlilegt því til þess þyrfti hann að ljúga því upp, og kannske hikar hann við að beita tvöföld- um ósannindum þótt vilj- inn til að fullnýta gömlu Hitlers-forskriftina sé fyrir hendi. Bjarni Ben. virðist far- inn að telja það sönnun fyrir réttmæti sögu sinnar, að ég skuli engu hafa svar- að skrifum hans og áburði um atvinnukúgun. Ég held rétt sé að segja honum frá því, bæði vegna þess að honum og hans fólki virðist mjög í huga atvinnukúgun þegar kosningar eru ann- ars vegar, svo og vegna þess, að honum er að nokkru málið skylt, að ég fékk við seinustu kosning- ar ein tilmæli um að beita atvinnukúgun, ef annað ekki dygði, til þess að fá mann einn til þess að „kjósa rétt“. NÁNARI atvik eru þessi: Hringt var heim til mín og mér vinsamlega heilsað Slík sjón er oröin fátíð VfES fleyskap á íslenzkum túnum — en þó til. og sagt, að tiltekinn ma'ð-| ur, sem ynni hjá mér my di | vera erfiður og óviss I::j ;3s-1 andi flokksins. Mér kom | upphringing þessi ókunn-! uglega fyrir og sagðist jkk-1 ert þekkja til þessa mi. :s. i Ætlaðist ég til þess, að þar | með væri samtalinu lokið. 1 Þá varð hinn aðiiinn 1 nokkru ákveðnari og agðil að maðurinn ynni hjá mérl í afgreiðslunni á Skúlagotu \ og að margbúið væri VðJ tala við hann og vildi- n 1 ekki kjósa flokkinn. Iú| væri því eina ráðið, aö < g | beitti minum áhrifum g| fengi hann til að kjósa. Ég skildi glöggt þessi ril-1 mæli. Öll sund virtus; rc-1 uð. Eftir var aðeins ac nota | vald atvinnurekandans. >að | var mér ætlað. Samtalið var | nú orðið nógu langt >g I greinilegt til þess, a ’ cg| gæti gert þeim, sem ið i mig talaði frá flokksappar- i ati Sjálfstæðisflokksirs það I ljóst, að þeir væru á í skakkri leið. Þeir myrou | hafa ætlað að tala úo I Hjört Hjartarson hjá J. i Þorláksson & Norðmann. j Lauk samtalinu þá snögg- i lega. Ég vildi því mega ráð-1 leggja Bjarna Ben. það, í að vanda svo til vals þess \ starfsfólks kosningaskríf- \ stofu Sjálfstæðismamia? [ sem sér um þátt atvumu-i kúgunar í kosningum peim j sem nú eru framundan ogí síðar koma, að það kunnj: a. m. k. að fletta upp I! símaskrá. Hjörtur Hjarfar. ii 111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111111111111111111111 r 11111111111111111 ii 111111111111 ■ i ■ 11 ■ 11111111111111111111111111111 ■ 111111111111111111111 ■ 11 ■..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.