Alþýðublaðið - 09.04.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1920, Blaðsíða 3
ALtÞÐUBLAÐIÐ 8 fú Safflverjannm. Uha leið og Samverjinn hættir í þetta sinn að úthluca máltíðum, er skylt að þakka stuðningsmönn- um hans trúfesti þeirra við starf- ið, og minnast þess með nokkrum orðum. Aðsóknin að máltíðum var í febrúar minni en undanfarin ár, flestir gestir 162 (24. febr.), en oft nálægt 100, og máltíðir sendar út 4 bæ aldrei fleiri en 35 á dag þann mánuð. Þegar inflúenzan kom fækkuðu gestirnir nokkuð, en heim sendar máltíðir fjölguðu stórum, hafa verið nálægt 80 ,að meðaltali síðan 10. marz, urðu flestar 95 á dag, og borðuðu þó 100 gestir þann dag í matsal Samverjans. Meðan hræðslan var mest við in- flúenzuna vorn sumir einhleypir menn veikir illa staddir, því eng- inn þorði að bera þeim mat þar sem þeir voru vanir að kaupa fæði, og hljóp þá Samverjinn und- ir bagga að ósk hjálparskrifstof- unnar í Barnaskólanum, og hafa sumir þeirra borgað Samverjanum það rausnarlega aftur, og borgun væntanleg frá hinum. Fáein fátæk fjölskylduheimili fæddi Samverjinn og að mestu leyti nokkra daga meðan allir voru þar veikir. Annars hata gestirnir eins og að undanförnu verið langflest börn, fullorðnir ekki nema 6 af hundr- aði hverju, og aðains einn karl- maður (á áttræðisaldri). Margar blessunaróskir frá fátæku fólki eig- um vér að flytja styrktarmönnum Samverjans. Þeir einir, sem aldrei hafa kært sig um að kynnast hög- um fátækra barnaheimila og ein- stæðinga þessa bæjar, geta látið sér um munn fara þá fjarstæðu, að Samverjinn sé óþarfur. — Og lesi einhver, sem slíkt hugsar, þessar línur, leyfi eg mér að skora á hann að heimsækja með mér nokkrar kjallarafjölskyldur og háa- loftsíbúðir þessa bæjar, og nota hlutdrægnisiaust augu sfn og eyru til að kynnast högum þeim sem stór hópur ef æskulýðnum, fram- tfðarfólkinu, á við að búa, að ógleymdu veslings gamla fólkinu, sem margoft býr f alveg óhæfum Eitt eintali af Morgun- blaðinu frá í gær, fyrri preutun, óskast keypt háu verði. Afgr. v. á. hýbýlum, þótt gott fólk láti það ekki svelta. Það er alveg hörmu- legt hvað lengi má bíða eftir við- unanlegu gamalmennahæii. Mjólk hefir Samverjinn gefið nálægt 305 sjúklingum, eftir meðmælum lækn anna, sumum 14 daga og sumum lengur, og komu þær gjafir sér afarvel, ekki sízt þar sem veik börn eiga hlut að máli, eins og vfðast hefir verið. Verður mjólk- urgjöfunam haldið áfram meðan góðir menn vilja leggja féð til; en hætti gjafir til Samverjans um leið og matgjafir hætta, eins og stundum hefir verið, þá verður hann og bráðlega að hætta að gefa mjólk, þótt sárt sé vegna sjúklinganna. Helgi Helgason, verzlunarstjóri við Zimsens verzlun, tekur við gjöfum áfram til þessara mjólkur- gjafa og borgár alla reikninga til Samverjans nema fyrir mjólk, þá borga eg undirritaður. Frekari skýrslu um starfið er ékki unt að gefa að sinni, af því ýmsir reikn- ingar eru enn ókomnir. Gn hjartans þakkir segir stjórn- arnefnd Samverjans yður öllurn sem stutt hafið að því að hann gæti glatt og satt fjölda barna og sjúklinga í vetur. Sigurkjörn Á. Gíslason. Svo skal leiðan forsmá, t að anza honum ekki“, segir gam- ait máitæki. Eg skal leiða hjá mér að svara hinum illgirnislegu dylgjum hr. Ól. Ólafssonar í minn garð, og vísa þeim öllum heim til höfundar. Eg vil aðeins athuga svolítið þetta vottorð, sem hr. Ól. Ólafs- son þykist hafa fengið undirskrift þessara tveggja manna á: Ásgeirs Torfasonar og Benedikts Bene- diktssonar. Ekki á eg gott með að trúa því, að þessi nöfn séu vel fengin undir þetta vottorð í Mgbl. 24. marz. Þar sem eg hefl yfirlýsingu frá öðrum þessara manna um að hann hafi ekki heyrt samtal okk- ar viðvíkjandi m.b. Sæbjörgu, þar getur maður séð hvað hr. Ól. ÓI.- afsson er vandur að virðingu sinni með að fara með rangt mál. Og hvað viðvíkur veðrinu þennan um- getna dag, þá voru margir bátar, Eg færi hér með mitt innileg- asta þakklæti þeim hinum mörgú, sem sýnt. hafa mér ógleymanlega kærleiksríka hluttekningu í orði og verki, fyrst við fráfall kon- unnar minnar í fyrra haust og nú við' fráfall dætra minna. Eg tilgreini ekki nöfn þeirra hér. Eg veit að þau eru skrifuð' hjá honum, sem sagði: „Gleðjist með glöðum og hryggist með hryggum* og „berið hvers annars byrðar". Reykjavík, 8. apiíl 1920. Jón Helgason. sem áttu eftir að taka meira og minna af línu sinni, þegar við lögðum af stað í land, og sumir þeirra komu ekki að landi fyr en seint um kvöldið, og höfðu þá náð allri líuu siuni. Sést bezt af því, að verðið var ekkert aftaka- veður. Þess vil eg einnig geta, að það sem Ólafur Ólafsson skipstjóri segir að okkur, hafi farið á milli, við- vikjandi olíu til bjálpar m.b. Sæ- björgu, eru tilhæfulaus ósannindi, eins og fleira í grein hans. Læt eg svo úttalað um þetta mál. Rvík, 27. marz 1920. Ingim. N. Jónsson. V 0 110 r ð : Eg undirskrifaður votta hér með, að eg hefi ekki skrifað undir grein Ól. Ólafssonar skipstjóra á m.b. Þórði Kakala, sem birtist í Mgbl., dags. 18. marz 1920, eins og hún stendur þar. Eg mótmælti aðeins í grein Ingim. N. Jónssonar, að m.b. Freyr frá Eyrarbakka hefði vérið með flaggi í fullu tré. Énn tók eg fram við ÓI. Ólafsson skip- stjóra, að eg hefði ekkert samtal heyrt milli hans og Ingimundar N. Jónssonar viðvíkjandi m.b. Sæ- björgu frá Yatnsleysu. Rvík, 23. marz 1920. Benedikt Benediktsson, háseti á Þórði Kakala. V 0 11 0 r ð : Eg undirritaður háseti á Þórði Kakala votta hér með, að eg heyrði Ingim. N. Jónsson segja við Ólaf Ólafsson skipstjóra á m.b. Þórði Kakala, að ekki væri rétt að hafa ekki tal af m.b. Sæbjörgu frá Vatnsleysu. Rvík, 28. marz 1920. Porsteinn Finnsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.