Tíminn - 14.02.1960, Page 5

Tíminn - 14.02.1960, Page 5
TfHINN, sannndagtnn 14. febrúar 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm. Þórarinn Þórannsson. Sknfstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 18305 og 18 306 iskrifst ritstjórnin og blaðamenn). Auglýsingaslmi 19 523. Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf. Stjórnin og reyfarinn Ríkisstjórnin er að verða fræg að endemum Síðasta endemisverk hennar svo vitað sé. er eins konar bókaút- gáfa. Fyrir stuttu var skotið inn á borð þingmanna „hvítri bók“, með skjaldarmerki íslands skanandi á kápu og ber- andi hið myndarlega nafn: „Viðreisn“ Þar var komin „gjöf“ frá ríkisstjórninni Brátt varð hljóðbært að gjaf- mildi stjórnarinnar næði lengra en tii þingmanna. Ekkert heimili í landinu skyldi fara á mis við rausn ríkisstjórnar- innar. Og hvað er það svo, sem þetta sérstæða „fræðslu- rit“ hefur að geyma? Jú, efni þess er hvorki meira né minna en „rökstuðningur" ríkisstjórnarinnar fyrir þeim fáránlegu efnahagsráðstöfunum, sem hún hefur á prjón- unum og leiða af sér gjörbyltingu á íslenzkum þjóðarbú- skap, byltingu, sem, miðar að því að búa til kreppu, að breyta góðæri í hallæri fyrir allan almenning í þessu land. Og „rökstuðningurinn“ fyrir þessu þokkalega á- formi er að mestu leyti byggður á blekkingum og hrein- um fölsunum. Útgáfa bókarinnar er þegar af þeirri ástæðu ósæmilegasti verknaður. En fleira kemur til. Það hefur sem sé komið í ljós, að í stað þess að kosta sjálf bókaútgáfu sína, hefur þessi stiörn sparseminnar og heiðarleikans stungið hendi í ríkiskassann og hirt þaðan heimildarlaust fé til þess að standa straum af þessari þokka iðju sinni. Þannig er almenningur látinn mata sjálf- an sig á ósannindum og blekkingum ríkisstjórnarinnar. Menn spyrja: Hvað gerist næst? Hvað verður þess langt að bíða, að stjórnin finni upp á að láta ríkissjóð kosta út- gáfu málgagna sinna, Mbl. og Alþbl.’ Það tiltæki væri al- gerlega hliðstætt þeirri reyfaraútgáfu. sem hún hefur nú hafið fyrir almanna fé Mönnum þykir stundum fara minna fyrir opinberu siðgæði en æskilegt væri. En á hverju er von, þegar sjálf ríkisstjórnin leyfir sér slíkar gripdeildir? Misheppnuð fullyrðing Stjórnarflokkarnir eru nú farnir að nota það sem ein helztu rökin til stuðnings efnahagsmáiafrumvarpi sínu, að Framsóknarflokkurinn myndi hafa stutt það, ef hann hefði verið í stjórn Til þess að afsanna þetta, nægir að benda á eftirfar- andi: Framsóknarflokkurinn hefur tvivegis áður staðið að gengislækkun. í hvorugt það skipti, voru lagðar á nýjar álögur til viðbótar. vextir stórhækkaðir og dregið úr út- lánum, eða framlög til verklegra framkvæmda stórskert. Það hefði því verið alveg í ósamræmi við þessa fyrri af- stöðu Framsóknarmanna ef þeir hefðu fylgt efnahags- málafrumvarpi ríkisstjórnarinngr. Framsóknarmenn hafa líka jafnan sýnt, að þeir vildu komast út úr ógöngum uppbótakerfisins í áföngum. en ekki með stórfelldri gengislækkun i einum áfanga er hlýtur að hafa hina háskasamlegustu röskun í för með sér. Stjórnarliðinu getur því ekki orðið það til gagns að ætla að vitna í Framsóknarmenn sér til stuðnings Hins vegar sýnir þetta, að það telur þjóðina meta álit Fram- sóknarmanna mikils. Walter Lippman ritar um alþjóðamál: —• Hinn virki hlekkur varnanna Bili'ð milli Bandaríkjaman'na og Rússa getur breikkað þeim fyrri í óhag. f BANDARÍKJUNUM er komin upp mikil deila um varnarmálin. Enginn neitar því, að ástæðan fyrir þessari deilu er sú, að Rússar eru nokkrum árum á undan Bandaríkjunum í framleiðslu flugskeyta og könnun himmgeimsins. Rússar eiga fleiri eldflaugar, stærri og burðarmeiri. Sú staðreynd, að þeir hafa sent myndavél með eldflaug til að ljósmynda bak- hlið mánans, nægir til þess að sanna okkur að þeir eru langt á undan í öllu, sem varðar smíði flugskeyta. Deilan í Washrngton stendur raunverulega um, hvað gera skuli gagnvart þeirir stað- reynd, að við erum orðnir á eftir í vígbúnaðarkapphlaup- inu. Við þær umræður ber að hafa margt í huga. í fyrsta lagi hlýtur það að skipta megin- máli, hvort forysta Rússa í smíði flugskeyta þýðir það, að þeir séu í þann veginn að öðl- ast algjöra yfirburði á hern- aðarsviðinu. Með hernaðaryfir- burðum er átt við árásarmátt slíkan, að árásaraðilinn þurfi ekki að óttast alvarlegar afleið- ingar. SÁ MÖGULEIKI er fyrir endi, að Sovétríkin geti innan tveggja ára öðlazt þessa yfir- burði, ef Bandaríkin gera ekki annað en nú er áformað til skjótra framfara í þessu kapp- hlaupi. Ef Rússar hafa 150 langdræg og önnur 150 miðl- ungslangdræg skeyti í stöðvum sínum, vopnuð og tilbúin til að fara á loft á hverri stundu, sem vera skal, gæti slíkur árás- arher borið varnir Bandaríkj- anna ofurliði. Eftir slíka árás yrðu Bandaríkjamenn varnar- lausir og ættu allt sitt undir náð og miskunn Rússa. Þeir, sem bent hafa á þessa hættu í sambandi við umræður um vamarmál í Bandaríkjun- um, hafa jafnframt bent á, hvern mótleik væri hægt að gera gegn þessari yfirvofandi hættu. Þannig hefur Power hershöfðingi lagt það til í til- lögum sínum um aukinn víg- búnað, að hluti af flugflota hersins sé jafnan hafður á lofti, svo að ekki sé hægt að eyðileggja hann með langdræg um eldflaugum í fyrirvara- lausri árás. Slík varúðarráðstöfun flug- hersins gæti meðan ástandið er ^ uggvænlegt, komið í veg fyrir/ að sagan endurtæki sig írá) árásinni frægu á Pearl Harbor. ? Mér skilst, að menn álíti, að ( hvorugur aðilinn vilji hefja/ kjamorkuárásir, nema vera'( nokkurn veginn viss um það,/ að með þeim sé greitt slíkt rot-/ högg, að ekki verði um endur-) gjald í sömu mynt að ræða frá/1 hendi þess aðila, sem ráðizt) er á. ) Frá sjónarmiði landvarna er/ það ekki nauðsýnlegt, þó að/ það sé æskilegt að hafa jafn/ mikið af flugskeytum og árás-/ araðilinn, til þess að koma í/ veg fyrir eyðileggingarárás/ eins og í Pearl Harbor. Sá, sem^ ætlar að ráðast á, getur ekkij, gert það, nema hann sé nokk-^, urn veginn viss um að geta einu eyðilagt um 100 tiltölu- lega smáar hernaðarbækistöðv- ar. Flugskeytin eru ekki enn- búin því öryggi, að þau hæfi; Walter Lippmann alltaf í mark og þess vegna þarf mikinn fjölda skeyta til að gera eina slíka stórárás. Þjóð, sem snerist til varnar slíkri árás, þyrfti ekki á jafn mörgum flugskeytum að halda. Þeim yrði ekki beint gegn vand hittum eldflaugastöðvum óvin- anna, heldur beint gegn stór- borgum og iðjuverum, skot- mörkum, sem auðvelt er að hitta og þar sem hvert skeyti gerði mikinn usla. Þeir, sem vit hafa á, halda því fram, að áður en Rússar geti náð slíkum yfirburðum til árása, geti Bandaríkin aukið svo mátt^sinn með flugskeytum, sprengjuflug vélum og kafbátum, að ekki sé ástæða til að óttast yfirburði Rússa, enda þótt Bandaríkin standi höllum fæti í saman- burði á hernaðarmætti eins og hann er í dag. Vegna gagnrýninnar á varn- armálum í Bandaríkjunum, er ástæða til að ætla, að gerðar verði í tíma þær áætlanir, sem að haldi mega koma. ÞAÐ SEM veldur mér áhyggj um, er sú tilhneiging ráða- manna í Bandaríkjunum, að halda að öllu sé borgið, ef við getum farið fram úr Rússum í smíði flugskeyta árið 1962, eða þar um bil. Þeir, sem treysta slíku gera sér ekki grein fyrir þeirri hættu sem Bandaríkjun- um er búin. Sú hætta er ekki eingöngu fólgin í vígbúnaðarkapphlaup- inu, heldur einnig því, að þjóð- arstyrkur Rússa eykst hraðar en Bandaríkjanna. Mér virðist sá misskilningur almennur meðal annars á hæstu stöðum, að Rússar séu komnir lengra en við vegna þess að þeir hafi byrjað nokkrum árum fyrr, og að nokkrum árum liðnum mun- um við standa þeim fyllilega jafnfætis. Sannleikurinn er sá, og í því liggur hætta okkar fólgin, að Sovétríkin hafa með góðum árangri skipulagt umfangs- mikla þróun á sviði tækni og vísinda. Og vegna þess að þeir hafa allt, sem til þess þarf, breikkar bilið milli þeirra og okkar, en styttist ekki. Þeir hafa ekki aðeins byrjað fyrr, þeir fara líka hraðar. Það má vera að á fjárlögum Banda- ríkjanna fyrir árið 1961 verði reynt að brúa þetta bil. En hugsunin að baki fjárlaganna felur ósigurinn í sér og leiðir til þess, að Bandarikin verði annars flokks stórveldi. ÞETTA ÞÝÐIR ekki, að Sov- étríkin muni bráðlega eða í sýnilegri framtíð öðlast algera hernaðarlega yfirburði. Ég get vel trúað því, að við munum geta gert það, sem Power hers- höfðingi segir að við verðum að gera, að „þegar því marki hefur verið náð, að skyndiárás geti ekki orðið án eftirkasta fyrir árásaraðilann" sé öruggi okkar fólgið í því að geta skák- að með kjarnorku. En öryggi, þó gott sé, er ekki fullnægjandi, og við getum ekki sætt okkur við það hlut- skipti að vera næstbeztir. Ef til vill er þetta þó ekki rétt. Kannske getum við verið ánægðir. Ef til vill er hægt að telja okkur trú um það, að með því skilyrði, að Sovétrfkin kasti ekki að okkur sprengjum getum við snúið okkur beint að þvi að hugsa um okkur sjálf, um hlut einstaklingsins, en látum þjóðina og framtíð hennar lönd og leið. Það er hægt að svæfa mikilhæfa menn. Það getur gerzt ef leið- togar fólksins segja því að sofna á verðinum, en hlusta ekki á hávaða þeirra manna, sem prédika um nauðsyn þess að hætta sparðatíningi meðan stóru verkefnin eru enn óleyst. Tvísöngur stjórnarflokkanna Það hefur löngum þótt mikils vert, þegar tveir herir sækja að sama marki, að þeir samræmi hernaðaraðgerðir sínar. Þessi herstjórnarlist virðist vera nú- verandi stjórnarflokkum alge- lega framandi. Annar segir þetta, hinn segir hitt og allt stangast það á, svo að enginn veit hverju eða hvorum á að trúa, enda mála sannast, að eins og komið er munu flestir trúa háðum illa. Þessi furðulega tvísögn kom glöggt fram í útvarpsumræðun- um um fjárlagafrumvarpið nú fyrir nokkru. Þar hélt Emil Jóns- son því fram, að allar áætlanir Alþýðuflokksins um stöðvun dýrtíðarinnar og hallalausan rík isbúskap hefðu staðizt og jafn- vel meira til. Gegn þessu stend «•- svr sf H i,i1>s jr*jóín arflokksins, að hundruð milljóna vanti í ríkissjóð og útflutnings- sjóð. Hvernig á nú þjóðin að geta áttað sig á þvi hvor stjórn- arflokkanna fer með rétt mál? Sannleikurinn mun vera sá, eins og búast mátti við, að hvor- ugur segir satt. Fullyrðing AI- þýðuflokksins er sprottin af löngun hans til að fegra sinn hlut. Eða hvaða ástæður væru til þess nú, að demba á þjóðina þeim dómadags álögum, sem fyrirhugaðar eru, ef stöðvunin hefði þegar tckizt og allt væri í lagi með ríkisbúskapinn? Á hinn bóginn lítur íhaldið á rnál- ið frá öðrum sjónarhóli. Náunga kærleikur þess til samstarfs- flokksins er ekki mciri en svo, að þvi er ósárt um þó að hann fái að renna niður fullyrðingum (FramhaM á 13 ríðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.