Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 2
2 T í MI N N, miðvikudaginn 16. marz 1960. Stórvirkur jarðbor keyptur til borana á Norðurlandi Það má nú heita afráðið að keyptur verði hingað til lands 1 sumar annar djúpbor, eða bor sem getur borað allt niður í 1500 metra dýpi. Verður bor £essi sérstaklega ætlaður til borana á Norðurlandi, og er ráðgert, að fyrsta borun hans verði í Húsavík, en síðar í Námaskarði og víðar á Norð- urlandi. Húsvíkingar hafa lcngi um það hugsað afi koma á hitaveitu. Var þá oftas-t hugsað um hverina í1 Reykjahverfi, en þaðan er 18 km. | leið. Árið 1958 fékkst úr því skor | ið með sérfræðirannsókn, að fjár , hagsgrundvöll.ur fyrir slíkri veitu ; var ekki fyrir hendi. Var þá snú-1 izt að athugun á smávegis jarð-1 hita, sem vart verður norðanvert: við kaupstaðinn í Húsavík. Hefur | bæjarstjórn Húsavíkur unnið að | þessum málum undanfarið og sfarfað hefur á vegum hennar sér ] stök hitaveitunefnd, undir for-1 ystu bæjarstjórans, Áskels Einars | sonar. Karl Kristjánsson og fleiri þing-1 menn Norðurlandskjördæmis eystra hafá beitt sér fyrir þess- ] um málum á þingi, og standa nú vonir td, sem fyiT segir, að af, borkaupum verði, og einnig að ríkið styrki að einhverju leyti tilraunaboranir norðanlands. Ýtar'legar athuganir voru gerð- ar á jarðhita við Húsavík sumarið 1959, á vegum jarðhitadeildar ríkisins, og segir svo um þær í skýrslu deildarinnar: „í vestanverðu Húsavíkur'fjalli eru tvær meginbrotlínur, sem stefna NV—SV. Vestri línan ligg ur um Laugardal., og er laugin í fjörunni norður af Húsavíkur- höfða vafalaust tengd við þessa línu. Stutt vestur af Laugardal Verður einnig vart við hita í þurrum holum. Líklegt, aí fyrsta tilraunaborun fari fram í Iandi Húsavíkurkaupsta'ðar Mælingar á jarðviðnámi voru gerðar meðfi’am vestri brotlín- unni, og sýna þær mestan hita í norðurenda Laugardals, þ.e. norð ur og austur af fisktrönunum á Húsavíkurhöfða. Jarðhitadeildin er þeirrar skoð unar, að umrædd merki um jarð hita séu það greinileg, að rann- sóknarborun eftir heitu vatni sé réttlætanleg. Slíka borun ber að gera skammí norður af framan greindum fisktrönum, og verður að gera ráð fyrir 500 til 1000 metra dýpt. Kostnaður við fyrstu holu yrði væntanlega kr. 750,000 til 1.500.000,00. Fyrir skömmu gerði bæjarstjóm Húsavíkur eftirfarandi álykfun um þessi mál: „Bæjarstjórn Húsavíkur lýsir ánægju sinni yfir því, að á þessu ári verði keyptur stórvirkur jar'ð bor tfl jarðhitarannsókna á Norð urlandi. Jar'nframt tel.ur bæjar- stjórnin að með fjárveitingu í fjár lagafrumvarpi 1960 til reksturs borsins séu sköpuð skilyrði tfl þess að hægt sé að gera bor'anir eftir jarðhita í Húavík á þessu ári. — Bæjarstjóra telur, að feng inni álitsgerð jarðhitadeildar raf- oi'kumálastjóra um rannsóknir á jarðhita í Húsavík 1959, að það miklar iíkur séu til þess að fá megi heitt vatn til hitaveitu í landi bæjarins, að fyistu verkefni hins nýja bors eigi að vera á Húsavík. Bæjarstjórnin beinir því til i'íkisstjórnarinnar og jarðhitadeild ar raforkumálastjóra, að borun eft ir jarðhita í Húsavík verði í fyrir- rúmi, þegar gerð verður starfs- áætlun fyiir hinn nýja bor. — Enn fremur telur bæjarstjórnin eðlilegt að sami háttur sé hafður á um greiðslu bor'kostnaðar og á sér stað um greiðslur fyrir nýt- ingu jarðhita úr borholum, sem gufubor rfkis og Reykjavikur'bæj ar borar“. Klúbbfundur Klúbbfundur Framsóknar- manna verður í Framsóknar- húsinu uppi, í kvöld kl. 8.30 síðdegis. Fjölmennið og mætið stundvíslega. Nánari upplýs- ingar á flokksskrifstofunum, símar 1-55-64 og 1-60-66. Fossarnir hafa nóg að gera Eimskipafélaginu hafa bor- izt beiðnir frá ýmsum aðilum um regluhundnar áætlunar- ferðir frá ýmsum erlendum höfnum. Það /hefur ekki treyst sér til að verða við slík- um beiðnum, þar sem það mundi útiloka þá góðu hag- nýtingu rkipsrúms sem næst með því að beina skipunum með tiltölulega litlum fyrir- vara þangað sem flutninga- þörfin er á hverjum tíma. Fé- lagið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að hafa sem örastar siglingar til og frá við- skiptastöðum. Eftirfarandi eru upplýsing- ar um verkefni skipa Eim- skipafélagsins um þessar mundir: Lítil atvinna og erfiðar samgöngur Póstur hefur ekki borizt dögum saman til Reyðarf jarðar Gullfoss M.s. Gullfoss er í föstum þriggja vikna áætlunarferðum, Reykjavík | — Hamborg — Kaupmannahöfn— Leith—Reykjavík. Hann fór frá Reykjavík 26. febrúar með full- fermi, eða um 1250 smálestir af frystum fiski og öðrum vörum til Vestur- og Austur-Þýzkalands og Danmerkur. Hann kom til Reykja víkur 14. marz með um 700 smá- lestir af stykkjavöru frá Dan- mörku og Bretlandi, og fer frá Reykjavík 18. marz með 4—800 smálestir af skreið, fiskimjöli o. fl., þar á meðal 36 hesta til Ham bor'gar. M.s. Selfoss fór frá landinu 10. marz með fullfermi af frystum fiski til Sovétríkjanna og síðan til Austur-Þýzkalands. Samtals um 2.500 smálestir. Gert er ráð fyrir að skipið fermi í Ventspils um 23. marz um 2.000 smálestir og komi við í annari höfn samkvæmt síðari ákvörðun, til þess að fylla það skiprúm sem ónotað er við brottför frá Ventspils. M.s. Fjallfoss kom til Reykjavík ur 13. marz, með um 2.000 smá- lestir af varningi frá Sivétríkjun- um og Vestur-Þýzkalandi. Skipið fer í þessari viku í strandferð vest ur og norður og mun síðan ferma fullfermi af skreið, saltfiski og lýsi o.fl. til Bretlands, Hollands og Vestur-Þýzkalands. M.s. Reykjafoss er væntanlegur til Reykjavíkur um 20. marz, með fullfermi af stykkjavöru frá Holl andi, Belgíu og Bretlandi. Áætlað er að skipið fermi hrogn og aðrar útflutningsafurðir til Svíþjóðar. M.s. Tungufóss kom til landsins 7. marz með fullfermi af varningi frá Finnlandi', Austur-Þýzkalandi og Svíþjóð. Ilann fór 15. marz, fullfermdur af síld til Austur- Þýzkalands. Skipið mun síðán ferma stykkjavöru í Rostock og Gautaborg og ef til vill víðar 20. —25. marz. M.s. Tröllafoss kom til Reykja- víkur 29. febrúar, með vörur frá Hamborg, Antwerpen og Rotter- dam. Tröllafoss átti að fylla upp , Frá miðjum janúar hefur m/s Gunnar stundað línuveið- ar og lagt upp hér, alls um 180 lestir, af slægðum fiski. Mest- ur hluti aflans hefur farið til vinnslu í hraðfrystihús KHB, en hitt hefur verið unnið á vegum Gunnars h.f í fisk- þurrkunarstöð hreppsins. Gunnar fór út með fyrstu netalögnina um 10. marz. Skipstjóri er Hjalti Gunnars- son. M.s. Snæfugl er á vertíð í Vest mannaeyjum og er með aflahæstu bátum þar. Skipstjóri er Bóas Jónsson. Lítil atvinna hefur verið hér í vetur, örlítil skipavinna og svo vinna vifí afla m.s. Gunnars. Hef ur útgerð hans héðan svo og starf semi hraðfrystihúss KHB skapað hér allveralega atvinnubót. Frá 13. febrúar hefur verið hér vetr'arveðrátta, andstætt því sem var í nóv. des. og janúar. Ófært er öllum farartækjum öðr- um en snjóbílum um Fagradal og Sléttuströnd. Dag og dag hefur verið lokað við Eskifjörð, þrátt fyrir^árvekni og dugnað vegagerð arinnar við að halda leiðum fær um. Flugferðir til Egilsstaða hafa verig strjálar og jafnvel legið niðri í viku samfleitt er slíkt orðið mjög óvenjulegt. Svo rysjótt hef- ur veðráttan veríð þennan tíma. Skipaferðir eru fremur strjálar síðan Esja fór í viðgerð. Allt þetta hefur orsakað það að póstur hefur ekki borizt dögum saman, og svo hafa menn loks fengið margi'a daga póst í einu. Nýlega var fundur um efna- hagsmál haldinn í verkamannafél. Reyðarfjar'ðar. Fundurínn var fjölsóttur. Var samþ. með miklun? meirihluta að lýsa megnri andúð á Efnahagsmálfrv. ríkisstjórnar- innar. M.S. Alltaf uppselt GleSilelkurinn „Hjónaspil", er sýnd ur við geysilega hrifningu I Þjóð- leikhúsinu um þessar mundir. Þetta er skopleikur, sem kemur öllum í gott skap, fullur af fjöri og gáska. Næsta sýning er í kvöld I Þjóðleik- húsinu. Þessi teiknimynd Halldórs Péturssonar er af Róbert Arnflnns- synl í hlutverki sínu, en hann hefur hlotið mjög lofsamlega dóma fyrir I bráðsnjallan leik i hlutverki sínu. ónotað skipsrúm í Hull, en varð að sigla þaðan án þess að ferma sökum verkfalls hafnaiverka- manna. Skipið fór frá Reykjavík 9. marz áleiðis til New Yor'k. Þar mun hann ferma fullverki af ýms um varningi um 20. marz til ís- lands. M.s. Goðafoss kom til íslands 28. febrúar fiá New York, full- fermdur af sekkjavöru og stykkja vöru. Hann fer frá íslandi um 16. marz, fullfermdur af lýsi til Bergen og frystan fisk til Sví- þjóðar og Sovétríkjanna. Hann mun ferma í lok marz í Sovétríkj unum, Finnlandi og ef til vill í fleiri löndum, eftir flutningsþör'f- inni. M.s. Dettifoss fór frá íslandi 27. febrúar með fullfermi af ?yst um fiski, hrognum, saltfiski o.fl. til Bretlands, Hollands, Svíþjóð- ar og Austur-Þýzkalands. Skipið mun ferma fullfermi af stykkja- vöru í Rostock og Hamborg um 22.—26. marz. M.s. Lagarfoss fór frá fslandi U1 New York 20. febrúar, með 1600 smálestir af frystum fiski og öðrum vöram. Skipið er vænt anlegt til Reykjavíkur um 18. marz fullhlaðið af ýmsum vara- ingi frá Ameríku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.