Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 3
TÍ^M. I.N N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 3 Draumur jarðarbúa er heimur án styrjaldar NTB—Genf, 15. marz. Benfarráðstefna hinna tíu ríkja austurs og vesturs var sett i dag. Voru þar lesin upp bréf frá Eisenhower forseta, Krustj- off forsætisráðherra og Dag Hammerskjöld aðalritara S.Þ. Stóð fundurinn í dag í tvær klukkustundii, en álitið er að ráð- stefnan standi lengi. Ummæli Hammerskjölds í bréfi fiá Hammerskjöld, sem einnig var les'ið upp á ráðstefn- unni í dag, er tekið mjög í sama streng og hjá þeim Eisenhower og Krústjoff. „Nú sé ég loks fram á að von mín, og allra annarra um algjöran frið í heiminum sé að verða að veruleika. Þetta eru mikil tímamót i veraldarsögunni og aldrei hefur ástandið og tímarnir verið betri í heimsmálunum til að vænta megi mikils áraugurs af ráðstefnunni. Nú þurfum við ekki lengur að vona að hið góða og rétta sigri að íokum heldur sjáum við þegar hilla undir sigur- inn," sagði Hammerskjöld að lokum. Á fundinum las Eton, fulltrúi Bandaríkjanna á ráðs'tefnunni upp bréf frá Eisenhower forseta, þar sem segir að Bandaríkin muni sam- þykkja allt það sem fram kom á ráðstefnunni, sem miði í samkomu- lagsátt og verði til að koma á full- kominni afvopnun og styrki frið- inn í heiminum. Biður forsetinn menn vera ekki svartsýna, því ekki sé skjóts árang- urs að vænta, þótt fundur þessi leiði af sér víðtækt samkomulag. „Lokatakmarkið er frjáls og örugg- ur heimur, þar sem allar þjóðir geta lifað saman í sátt og sam- lyndi,“ sagði forsetinn að lokum. Bréf Krústjoffs í bréfi því er fulltrúi Sovétríkj- anna á Genfarráðslefnunni las frá Krústjoff íorsætisráðherra, segir m. a.: „Sovétríkin munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að tryggja góðan árangur á ráðstefnunni. Fulltrúar okkar hafa. fyrirmæli um, að samþykkja allt það, er mið- ar að endanlegri lausn mála þeirra, er fyrir fundinum liggja, og vinna að alefli gegn erfiðleikum þeim, sem steðja nú að þjóðum heims vegna tilkomu kjarnavopna. Mál allra mála teljum við afvopnunarmálin og lausn þeirra brýnasta, en ekkert er lausn nema algjör og fullkom- in afvopnun alla þjóða". Hann biSur menn að gefa gaum að tiilögum Sovétríkjanna, sem komu fram í september og fjölluðu um allsherjar afvopn- un. „Við höfum sýnt vilja í verki, með því að fækka í her oggar," heldur forsætisráð- herrann áfram, „og það er innsta sannfæring mín að stjórnmálamenn, sem nú eru uppi muni bera gæfu til að láta draum allra jarðarbúa rætast, um heim án styrj- aldar." ViSundrið (Framh. af t. síðu). ur ætti ekki að hækka. Nú þegai hinn ofboðslegi sölu- skattur á að skella yfir, er enn tal- að um tilfærslur og tekjuskatts- lækkunin enn dregin frá og líka söluskatturinn, sem rann til út- flutningssjóðs og gengisfellingin átti að leysa af hólmi. Samt heldur Gunnar Thoroddsen því enn fram, að hér sé aðeins um tilfærslu a8 ræða og það, sem meira er „vísitölufjölskyldan" á að græða á þessum ósköpum. Fjármálaráðherrann er orðinn að algjöru viðundri í íslenzkum stjórnmálurn. Það er óhrekjanleg staðreynd að heildarálögurnar á þjóðina nema nú a. m. k. 1100 milljónum og í raun mun íneira, þvi að innflutn- ingsáætlun ríkisstjórnarinnar er svo lág að ekki fær staöizt. 49 daga á rekí NTB—SAN FRANSISCO 15. maiz — Hinir fjórir sovézku sjómenn, sem bjargað var um borð í banda rískt herskip á dögunum eftir að hafa verið á reki um Kyrr'ahafið í 49 sólarhringa, komu í dag til San Fransisco með skipinu Kearsage. Á móti sjómönnunum tóku fjöldi fulltrúa úr sendiráði Sovét- ríkjanna og sáu þeir um nætur- stað fyrir hr'akningsmennina, því þeir munu dveljast nokkra daga í San Fransisco áður en þeir halda til New York. Sjómennirnir fjórir Ientu í fárviðri, sem bar hinn litla Iandgöngubát þeirra til hafs, en allir eru mennirnir í landgöngu liði Rússa. Var þetta 17. janúar, en með lítilsháttar regnvatni og mat tókst þeim að draga fram lifið í þessa 49 daga, sem liðu áður en þeim var bjargað. — Þá hafði bátinn rekið 1600 km. um Kyrrahafið. Tvö leikrit í gömlum bragga Höfn í Hornafirði, 10. marz. — Tíð er stirð hér þessa seinustu daga, austlæg átt og litið róið. Bátarnir eru nú byrjaðir með net en hafa ekki getað vitjað um tvo síðustu daga. Á Öskudaginn gerði hér töluverða hríð. Setti jafnvel niður svo mikla fönn, að ýta varð af vegum og er það næsta óvenjulegt hér um slóðir. — Verið er að byggja félagsheimili og er það komið undir þak. Félagssam tök hér í Höfn standa að bygg- ingunni. Binda menn miklar von ir við að félagsheimilið muni rnjög létta undir með öllu félags lífi, því húsnæðisleysið háir því mikið. Eina samkomuhúsið hér er gamall braggi. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hafa verið sýnd tvö leik rit hér í vetur. Stóð ungmennafél. fyrir sýningu á öðru þeirra en kvenfélagið á hinu. A.A. Er olía á Svalbarða? London, 15. marz (NTB) Olíufélagið Shell upplýsti í London í kvöld, að það myndi senda sérfræðinga til Sval- barða til að rannsaka mögu- leika á olíuvinnslu þar. Vitað er, að þar eru steinmyndanir, sem innihalda olíu, en eins og því er varið með alla olíuleit, þá er rannsókn á sjálfum staðnum það eina, sem hægt er að byggja á. Samkvæmt rannsóknum sérfræðinga frá Shell-olíufé- laginu, er olía sú, sem fundizt hefur á Svalbarða sérstaklega rík af súrefni. í fréttinni er þess og getið, að heimskauts- rannsóknarstöð í Noregi hafi viðað að sér upplýsingum varðandi jarðlög á Svalbarða í mörg ár og þessar upplýsing- ar muni verða látnar Shell- olíufélaginu í té, er rannsóknir verða hafnar af hálfu félags- ins. Fimmtugasta sýning Hinn bráðsnjalli og vinsæli söngieikur, Rjúkandi ráð eftlr Pír Ó. Man, hefur nú verið sýndur við mikla aðsókn í Framsóknarhúsinu 48 sinnum. Ein sýning var haldin í Keflavík, en fimmtugasta sýn- ing verður í Austurbæjarbíói á fimmtudagskvöldið klukkan 23,30. (Miðnætursýning). Meðal ieikenda er hinn vinsæli óperusöngvari Kristinn Hallsson, en iög Jóns Múla, sem Kristinn og aðrir leikend- ur syngja, eru nú þegar á allra vörum. Lelkstjóri er Flosi Ólafsson, og fer hann einnig með hlutverk hins bandaríska fegurðaragents. Einnig koma fram Erlingur Gíslason, Reynir H. Oddsson, Sigurður Ólafsson, Jón Kjatr^nsson, Steinunn Bjarnadóttir, Carmen Bonitch og fleiri lóttklaeddar þokkadísir. Myndin er úr leiknum og sýriir Guðrúnu Högnadóttur og Erling Gíslason í hlutverkum sínum. Verða koldanaut flutt til íslands? Frá umræðum Búnaðarþings í gær Á fundi Búnaðarþings í gær voru þrjú mál til fyrri um- ræðu. Fyrst var ályktun bú- fjárræktarnefndar um erindi frá Búnaðarsambandi Austur- lands og Búnaðarsambandi Eyjafjarðar um innflutning holdanauta og innflutning sæðis úr holdanautum og svínum. Annað ályktun sömu nefndar um erindi Rannsókn- arstofu Háskólans varðandi bráðapest í sauðfé og loks ályktun jarðræktarnefndar um erindi Rannsóknarráðs rík- isins viðkomandi heyverkun. Kristján Karlsson hafði fram- sögu fyrir fyrsta málinu. Hann kvað andstöðuna við innflutnmg holdanauta aðallega af tveimur ástæðum: Ótta við sýkingarhættu og blöndun holdanauta við ísl. mjólkurkúastofninn. Skoðanir hefðu verið skiptar um málið á undanförnum Búnaðarþingum en álit nefndarinnar væri að mestu máli skipti hagnaðarvonin, sem við þennan innflutning væri bund- in. Því væri nú lagt til að skipuð yrði 3ja manna milliþinganefnd, er tæki málið til athugunar og skil aði áliti sínu fyrir næsta Búnaðar- þing. Nú stæðu yfir samanburðar- til-raunir á ísl. nautum og holda- nautablendingum í Laugardælum. Þeim væri enn ekki lokið, en þó þætti ,sýnt, að blendingarnir bæru af. Bent hefði verið á, að hag- kvæmt væri að nota þá mjólk, sem kynni að vera umfram innlenda neyzluþörf til holdanautauppeldis. Tala sauðfjár hefði sums staðar náð hámarki nema beitt yrði á ræktað land, en til þess væru naut in hentugri en féð. Benedikt Líndal: Það er ekki aðalatriðið hvort innflutningur holdanauta kann að vera arðgæf- ur eða ekki, heldur skiptir smit- hættan höfuðmáli. Hef ég ekki á móti því að fram fari sú athugun á málinu, sem ráðgerð er í tilll. nefndarinnar, en ýmsir segja, sem vit hafa á, að holdanaut geti ekki keppt við sauðfé um kjötfram- leiðslu. Innflutningurinn verður ófrávíkjanlega að vera háður því skilyrði, að öruggt sé að búfjár- sjúkdómar berist ekki hingað með nautunum. Sýkingarhættan Sveinn Jónsson: Sýkingarhætt- an hefur alltaf þótt aðal agnúi þessa máls. Svo er að sjá sem menn óttist hana ekki nú sem áð- ur og er mikið unnið við það. Þótt ég sé ekki fyllilega samþykk ur afgreiðslu nefndarinnar, tel ég hana þó spor í rétta átt. Menn vilja fara að rannsaka hagnaðar- hliðin. Hún er augljós, en þó er ekki að lasta, þótt menn vilji glöggva sig betur á henni. Alltaf má um það deila hvaða búgrein borgar sig bezt. En búin eru yfir- leitt of smá. Hvernig eigum við að stækka þau? Getum við fjölgað sauðfé eða mjólkurkúm svo, að verulegu nemi? Ég sé það ekki. Til þess að stækka búin þurfum við mýjar búgreinar. Þar koma holdanautin í fremstu röð. Því er haldið að þjóðinni, að lan^búnaðurinn sé ósamkeppnis- fær við aðra atvinnuvegi og raun- ar bara byrði á þjóðinni. Land- búnaðarframleiðslan gefur þó af sér um 800 millj. á meðan sjávar- útvegurinn er með 1000 millj. og þá er búið að telja með þátt iðn- aðarins í hagnýtingu sjávarafurða. Ef bústærð yrði 10 kýr, 150 ær, 20 holdanaut til slátrunar eða 40 á fóðrum og 7 gyltur, þá er dæm- inu snúið við. Þá höfum við tryggt ágæta afkomu bóndans, möguleika á stórfelldri fjölgun fólks í sveit- um og skapað aukna velmegun og öryggi fyrir þjóðina alla. Hvað svínin snertir, þá er engin tekjugrein öruggari ef við fram- leiðum sjálfir kornið, sem er auð- velt. Tel rétt að leita -samstarfs við landbúnaðarráðuneytið um málið, því að það væri sigurstranglegra, ef ríkisvaldið vildi veita því líð- Kjötgæði viðurkennd Ketill Guðjónsson: Kjötgæði holdanauta eru viðurkennd. Rann sóknir sýna einnig, að þau nota sér beitina betur en íslenzkir naut gripir. Eðlilegt að menn séu var- kárir gagnvart sýkingarhættunni. En ef við ætlum að stækka búin og fjölga þeim að miklum mun eins og þarf að gera, þá þurfum við nýjar búgreinar. Sóttvarnar- stöðvar eigum við Eyfirðingar að hafa öruggar, þar sem eru Hrísey og Grímsey. (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.