Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 5
T í MIN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 5 Cltgefandl: FRAMSÓKNARFlOKKURINN Ritstión og ábm. Þórarinn Þórartnsson Skritstofur i Edduhúsmu við Lindargötu r Simar 18 300 18 30’. 18 302 18 303 18305 og 18 306 iskrifst ritstjórmn og blaðamenn) Auglýsmgasími 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm Edda hf Þorsteinn matgoggur Hér í blaðinu birtist í gær nefndarálit Karls Krist- jánssonar um söluskattsfrumvarp ríidsstjórnarinnar, þar sem g'ert er ráð fyrir að hækka söluskatt á aðfluttum vörum úr 7,7% í 16,5%, og að leggja á nýjan almennan 3% söluskatt. í álitinu segir Karl m a.: „Eftir að gengisfellingarfrumvarpið varð að lögum og lánavextirnir voru hækkaðir, hafa menn dag eftir dag verið að fá steina dýrtíðarinnar úr ýmsum áttum í höfuðið, og þó eiga nærri því allar afleiðingar þeirrar lagasetningar eftir að sýna sig og bitna á mönnum. Þær eru bara yfirvofandi ennþá, undan þeim er ekki enn íarið að svíða. Verði hækkun söluskatts af innflutningi að lögum, bætast þar vænir hnullungar í grjótflugið. Það munar um minna en 8,8% til viðbótar á hið nýja gengisfellingarverð allrar erlendrar vöru. Ofan á verð erlendu vörunnar á svo að koma á síð- asta sölustigi nýr 3% söluskattur, sem einnig leggst á sölu innlendrar vöru svo og „vinnu og þjónustu á síð- asta sti|i viðskipta.“ Þessi skattur er svo víðtækur, að hann verður bæði almenningi og skattheimtumönnum hvimleiður og dýr. Fólk á að greiða skattinn af nálega öllu, sem það kaupir: raforku, vatni frá hitaveitum, kjöti, fiski, græn- meti o. s. frv. — Engin matvæli undanskilin nema ný- mjólk. Aldrei hefur það áður þekkzt á íslandi, að ríkis- sjóði væri aflað tekna með því að leggja skatt á það, sem þjóðin framleiðir sér til matar, svo sem: kjöt, fisk, mjólkurvörur og grænmeti. Sannarlega er hér ný efna- hagsmálastefna og ófyrirleitin komin til sögunnar. Jafn- vel gjafir eru skattskyldar. Með þessu gerist ríkisstjórnin lík Þorsteini matgoggi, sem skáldið Jón Thoroddsen segir frá að sat við dyrnar og tók toll af hverjum diski, sem inn var borinn, eftir að hafa gleypt í sig óheyrilegan grautarskammt og tæmt feiknastórt trog, hlaðið kynstrum af þorramat.“ Afsleppur söluskattur Karl Kristjánsson ræðir í álitinu nokkuð um inn- heimtu skattsins og segir m.a.: • „Allir seljendur (og auðvitað þiggjendur gjafa líka) eru innheimtumenn ríkisins á hinum nýja söluskatti. Það eru þeir án alls endurgjalds og að sjálfsögðu skyld- ugir til að standa skil á innheimtufénu. Skatturinn eys úr pyngju kaupandans, en jafnframt verður hann sam- vizkusömum seljanda fyrirhafnar- og kostnaðarsamur. Ríkið sjálft verður líka að verja miklu fé til eftirlits og umsjónar með því, að söluskattslögunum verði hlýtt, — og eftirlitið og umsjónin getur þó aldrei komið að fullu haldi. Skatturinn fullheimtist aldrei, af því að svo auðvelt er til undanbragða í sambandi við hann. Þeir heiðarlegu — og þeir, sem ekki eiga annars kost — gera að sjálfsögðu full skil, en hini»- sleppa Samkvæmt áður fenginni reynslu verður langt frá því, að ríkið fái hvern pening, sem almenningur borgar í þennan skatt. Sumir, sem taka á móti stinga í sína vasa hluta af skatt- píningsfénu. Það er hlálegt, að sú stjórn, sem segist vilja afnema tekjuskatt — að meira eða minna leyti — vegna þess, að hann náist ekki réttlátlega sökum skattsvika, vill taka upp þennan almenna, afsleppa söluskatt í staðinn. Skatturinn eykur skriffinnskuna í þjóðfélaginu í stór- um stíl, og hann hefur í framkvæmd — í fáum orðum sagt — viðsjálastar fylgjur skatta.“ ? Haukur Hauksson skriíar frá Wiscoinsin: Á kjósendafundi hjá Kennedy Madison, Wisconsin, 27.1 febrúar. — í baráttu þeirri, sem framámenn demókrata eiga nú í um framboð til for- setakjörsins hér á hausti kom- anda, ber hæst öldungadeild- arþingmennina John F. „Jack“ Kennedy. Massachusetts, og Hubert H. Humprey, Minne- sota. Þessir tveir elda nú grátt silfur saman, og vígvöllurinn, sem athygli allra beinist að I þessa dagana, er Wisconsin- Jfvlki, þar sem kjör fulltrúa á þing demókrata á sumri kom- : anda mun eiga sér stað 5. | apríl n.k., en þingið mun síðan 1 kjósa forsetaefni flokksins. Það er raunar engin tilviljun, að Wisconsin, — Mjólkurland Ameríku, — skuli vera svo ofar- lega á baugi í umræðum manna. , í fyrsta lagi verður hér kosið snemma til þings demókrata. Þess- ! ar kosningar gefa því allgott yfir- i lit um hvern stuðning Humphrey | og Kennedy eiga von á héðan I forsetakjörinu. í öðru lagi eru landbúnaðarmál ofarlega á baugi í umræðum manna og Wisconsin er fyrsta ríkið af hinum miklu landbúnaðarríkjum mið-vesturs- ins, sem kýs til flokksþingsins. Landbúnaður Bandaríkjanna á við mikla örðugleika að stríða nú. Á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir, keypti ríkisstjórnin allt það, sem bændur gátu framleitt, háu verði. Árangurinn varð sá, að bændum fjölgaði og framleiðsla landbúnaðarvara jókst að miklum mun. Að styrjöldinni lokinni, lækk aði stjó-nin verð á ýmsum land- búnaðarvörum og minkaði kaupin. Árangurinn varð auðvitað sá, að offíamleiðsla átti sér stað og var þá gripið til þess ráðs að greiða niður framleiðsluna á kostnað skattgreiðanda. Sl. tvö ár hafa nið- urgreiðslur til bænda verið lækk- aðar verulega, einkum á allri mjólkurframleiðslu og er þetta mikið hitamál milli demókrata og republikana, og á vafalaust eftir að hafa talsverð áhrif á úrslit forsetakosninganna. Demókratar vilja halda áfram að greiða niður landbúnaðarvörur til þess að halda jafnvægi í verðlagi og gera bænd- um kleift að stunda arðbæran bú- ' skap á þann hátt. Stefna republik ana er sú, að leggja niður niðurgreiðslukerfið. Á þann hátt muni smábændum óideift að stunda búskap og þeim rutt úr vegi. Framleiðslan muni þar af leiðandi dragast saman og fastur verðlagsgrundvöllur þar með tryggður. Eftir þessu að dæma má telja líklegt að smærri bændur muni styðja demókrata í forseta- kosningunum. Orðahnippingar Humphreys og Kennedys Humphrey og Kennedy greinir ekki svo mjög á um lausn landbún- aðarvandamálanna, nema ef vera skyldi, að sá fyrrnefndi vill ganga j enn lengra í niðurgreiðslum. Engu ' að síður hafa margar hnútur flogið ; hér milli þeirra. Humphrey lýsti i því yfir fyrir nokkrum dögum, að kosningabarátta Kennedys byggð- ist á því að fjölskylda hans mok- aði í hann peningum. „Þetta er ójafn leikur“ sagði Humphrey. „Kennedy hefur peninga eins og flugskeyti. en ég verð að berjast 1 með baunabyssu. Ég hyggst krefj- ast þess af Kennedy að hann gefi út skýrslu um hvaðan honum koma peningar ti’l baráttunnar og hve milklu fé hann hefur varið til þessa!“ — Kennedy svaraði því Jakie Kennedy til í ræðu, sem var sjónvarpað hér nú í vikunni, að hann hefði ekki i hyggju að reyna að níða andstæð- inga sína og ætlaðist til þess að stuðningsmenn hans hér tækju sömu stefnu. ,,Hér er ekki um að ræða baráttu gegn einstaklingum, heldur baráttu fyrir forsetastóln- um,“ sagði hann. Á kjósendafundi með Kennedv Miðpunktur kosningabráttunnar er að sjálfsögðu Madison, höfuð- borg Wisconsin og þingsetur. Hing að hafa komið Nixon, Kennedy, Humphrey, og Nelson Rockefeller lagði hingað leið sína skömmu áð- ur en hann dró sig í hlé um jólin. Mér gafst kostur á að vera við- staddur fund Kennedys með kjós- endum í Madison sl. miðvikudags- kvöld, og er það fyrst að segja, að pólitískir fundir hér eru harla ólíkir því, sem þeir eru heima. Fundurinn var haldinn í klúbb nokkrum í útjaðri Madisonborgar að viðstöddum ca. 600 manns. í einu horni salarins lék hljómsveit kosningaslagara af miklum móð, og við fyrstu sýn hefði mátt halda að hér væri um að ræða hlöðu- dansleik fremur en alvarlegan kosningafund. Eftir nokkra hríð steig Nesting- en, borgarstjóri Madison, í ræðu- ■stólinn og kynnti Kennedy og konu hans, Jacqueline ,Jackie“ Kennedy með nokkrum orðum. Síðan flutti Kennedy stutt ávarp, þar sem hann talaði um flest ann- að en pólitík, sagði brandara og skaut inn á milli nokkrum vel völd um orðum um kosningabaráttuna. „Ég legg mikið upp úr því að vinna kosningarnar í Wisconsin,“ sagði hann. ,,Ég held mér sé óhætt að segja, að það hafi aldrei setið sá forseti í Hvita húsinu, sem ekki hafi unnið kosningar til flokks- þings í að minnstakosti einu fylki. Þessar kosningar hér verða senni- lega til þess að annar frambjóð- andanna er úr sögunni, og þær geta einnig ráðið úrslitum varð- andi forsetaefnið. Þetta eru því mjög mikilsverðar kosningar", sagði Kennedy að lokum. Að ávarpinu loknu, hófst mikils- verðasti þáttur fundarins! Við- staddir stilltu sér upp í röð, og gengu framhjá Kennedy og frú, tóku í hönd þeirra og skiptust á nokkrum orðum. Stóð þessi athöfn yfir í nálega 2 tíma, og var ekki laust við að frú Kennedy væri orð- m þreytuleg ásýndum. Svalaði hún sér á þjóðardrykknum Kóka Kóla millum þess, sem hún tók í hönd manna. — Gekk svo langt að far- lama menn á hækjum voru studd- ir upp að ræðustólnum, þar sem þeir tóku í hönd Kennedys og Ijómuðu síðan eins og þeir hefðu frelsazt. * Kennedy þefur unnið ,dyggilega að sigri sínum hér, ferðast úr einni borg í aðra, stöðvað menn á götum úti tO þess að taka í hönd þeirra og segja nokkur orð. Telja menn hann lfklegri til sigurs en Hubert Humphrey, en samkeppnin getur orðið nokkuð hörð og tvísýn, þar sem Humphrey er frá næsta fylki, Minnesota. Kennedy Jack Kennedy er 42 ára gamall, meðalmaður á hæð með skolleitt hár og lítur raunar út fyrir að vera 15 árum yngri en hann er. Hann er séfstaklega geðugur mað- ur, og talar með írskum hreim, sem er raunar ekki að undra, þar sem hann er af írskum uppruna. Hann er sonur fyrrv. sendiherra Bandaríkjanna í Englandi, Joseph P. Knenedy. Hann útskrifaðist frá Harvardháskóla cum laude og gaf sig nokkuð að ritsörfum fyrst i stað. Fyrsta bók hans kom út 1940 og 1957 hlaut hann Pulitzerverð- laun fyrir bók sína „Profiles in Courage". Hann tók þátt í heims- styrjöldinni síðari og stóð sig með ágætum. Hann var fyrst kosinn á þing 1947, og var kjörinn öldunga- deildarmaður 1952. Bróðir hans, Robert Kennedy, er einnig þjóð- kunnur stjórnmálamaður, einkum og sér í lagi eftir viðureign hans við Jimmy Iloffa, en Robert var einn aðalmaður Mc Clellan þing- nefndarinnar, sem rannsakaði spill ingu í verkalýðssamtökum Banda- ríkjanna. Kennedy er kaþólskur og mun það vafalaust verða honum til mik- ils trafala ef hann skyldi hreppa frambjóðandasætið. Til þessa hef- ur aldrei verið kosinn kaþólskur forseti í Bandaríkjunum. Margir mótmælendur hé~ hafa hina megn- ustu ótrú á kaþólskum, einkum gildir þetta þó um Suðurríkin, þar sem mótmælendatrú er útbreidd. í síðasta sinn, sem kaþólskur mað- (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.