Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 9
T f MIN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. 9 Frímann ÞórSarson, grenjaskytta í Hafnarfirði, hefur unnið mörg dýr í hraununum sunnan við kaupstaðinn. Hér er hann að koma úr veiðiferð með langhleyptu haglabyssuna sína og stóran rebba. J — Það er veiðiáhuginn, seml lokkar menn til þessa starfs frek- ar en peningarnir, — og þörfin á því að vinna þetta verk. — Mönnum hefur brugðið við að sjá aðfarir minksins .... — Já, það var orðið mjög al- varlegt. Minkurinn eyddi öllu lífi , svo að segja á stórum svæðum, fiski og fugli. — Hvar hefur hann gert mest- an usla? — Hér á Suður- og Suðvestur-j landi, allt til Breiðafjarðar. Svo j er hann mjög útbreiddur í Húna- vatnssýsluim. Hann hefur sézt allt austur í Leiðvallahrepp í Vestur- Skaftafellssýslu og norðanlands austur að Jökulsá á Fjöllum. í Eyjafjarðarsýslu er mjög lítið um hann og í Þingeyjarsýslunum báð- um, sækir þó mikið að Mývatns- sveitinni. Þar voru drepnir 16 minkar á árinu sem leið. Vest- firðingar eru lausir við hann enn .sem komið er nema í Stranda- sýslu, þar hefur hans orðið vart allt til Reykjafjarðar. Hundarnir — Það hefur verið mikið áfall fyrir eyjabændur á Breiðafirði, að fá þennan vágest. — Já, þeir hafa sagt mér að þeir hafi hreinlegá verið í þann veginn að gefast upp, þangað til hundarnir komu til sögunnar. Þeir hafa gjörbreytt viðhorfinu. Nú er þessi plága eiginlega úr sögunni hjá þeim, og það er eingöngu hund unum að þakka. Þær eyjar, sem hafa farið i eyði vegna minkaplág- unnar, gætu nú farið að byggjast aftur. — Þetta eru hundar af útlendu kyni? — Já, yfirleitt. Margir þeirra eru ættaðir frá Karlsen. Hund- arnir þefa minkana uppi og vísa á þá í holunum. Þeir eru svo vana- lega grafnir út með skóflu og járn- karl eða sprengdir ef stórgrýti er fyrir- Benzín er líka notað, en minkainir hrökklast þá út úr hofl- unum og hundarnir taka þá og drepa. Þannig er búið að vinna þúsundir af minkum. — Eru hundar af íslenzku kyni lélegir við þessar veiðar? , — Það eru til hundar af ís- lenzku kyni, sem hafa reynzt vel til þessa, en yfirleitt vilja þeir ekki skipta sér mikið af veiðiskap. Það er líka alveg misskilningur að nota sömu hunda við fé og veiðiskap. Þeir verða nokkuð grimmir af því að fást við mink- inn. Það fer ekki saman. Hundar til refaveiða — Hundar koma ekki eins vel að gagni við refaveiðar? — Þeir hafa ekki gert það. Það var sú trú, að hundar mættu ekki koma nálægt þeim hlutum. Ef hundarnir eru illa fallnir til veiða, þá spilla þeir auðvitað fyrir. En við erum byrjaðir að þjálfa um hefur fækkað. — Það vilja náttúrlega állir losna við hann? — Já, það er ekkert vafamál. — Er það saima um refinn? — Ekki segi ég það, að allir séu á þeirri skoðun, en að fækka hon- um svo hann sé ekki til vandræða, það vilja allir. Það er líka vel framkvæmanlegt að halda honum í skefjum. — Ferð þú ekki mikið út á landsbyggðina til að leiðbeina mönnum við veiðar? — Jú, ég er mikið í ferðalögum. H Minkurinn er vargur I véum fugla og flska. Dæmt eru til a3 60 teistu- ungar hafi fundizt I einu minkabæli. Hér á myndinni er Svæk (góði dátinn), dugmikill veiðihundur, en framan við hann eru 54 æðarungar, týndir útúr einu bæli, en þar var læða með sjö hvolpum. Svæk og fleiri hundar hafa unnið á sex dýrum hér i nágrenni Reykjavíkur, síðan í haust. Blaðið hefur leitað upplýsinga hjá Sveini Einarssyni, veiðistjóra, um árangur af refa og minkaveiðum árið 1958 Sveini hafa enn ekki borizt skýrslur um unna refi og minka úr 15 sveitaríélögum fyrir það ár, en samkvæmt þeim skýrslum sem borizt hafa, voru 3444 refir og 3534 minkar unnir í hittiðfyrra. Skýrslur sem Sveini hafa borizt fyrir árið 1959 sýna, að mun færri minkar hafa verið unnir á því ári á viðkomandi stöðum. Sýnir þetta að minkum er mjög að fækka, en veiðimönnum hefur fjölgað og veiðitæknin batnað. Slagurinn við þennan vágest er því engan veginn árangurslítill. Það hefur tekizt að halda plágunni niðri og meira að segja ganga á stofninn. Sveinn Einarsson hefur nú ver- ið veiðistjóri í rúm tvö ár og má segja að undir hans forystu hafi mikið og gott starf verið unnið. Minkadráp er nú verðlaunað með 200 kr. á hvert dýr og greiðir rikið tvo þriðju en einn þriðja greiða hreppsfélög og sýslusjóður. Refadráp greiðist nú á sama hátt, miðað við allan kostnað, refaleitiir, grenjalegu og verðlaun. Refa- og minkaleit hefur nú verið gerð að lögboðinni skyldu allra hreppsfé- laga, og ber að vinna að þessu árlega í afréttarlöndum og heima- högum. Veiðiáhugi Við spurðum Svein hvort hon- um fyndust þessi störf nógu vel borguð, en hann taldi, að veiði- menn gerðu sig ánægða með þessi kjör þótt þeir bæru ekki sérlega mikið úr býtum. Fallinn í snjónum. hunda til refaveiða og reynslan sýnir, að framtíðin á því sviði er 'dinmitt fólgin í því að beita hund- j um. Það eitt getur lækkað kostn- j aðinn við refaveiðarnar, en hann! er nokkuð mikill. Við þurfum að hafa þjálfaða hunda til að finna j grenin og leita að einstökum dýr-! um ,einkum smávaxna hunda til að sækja yrðlinga í grenin í stað þess að bíða eftir að þeir gangi í boga eða bíti á öngul. — Hvar er mest um refi núna? — Á Norðausturlandi og Vest- fjörðum. Húnavatnssýslur og Arn- arvatnsheiði eru líka undirlagðar af báðum þessum dýrum. — Gengur refurinn mikið í byggð á þessum svæðum? — Já, hann gerir það. Alveg heim á tún; til dæmis á Vestfjörð- um. Þeir skjóta hann stundum við fjárhúsin á veturna. — Hefur refum fækkað? — Ég ætla það. Þeir voru orðnir mjög útbreiddir, þegar ég tók við þessu starfi og komnír, þar sem þeir höfðu ekki sézt síðan skömmu eftir síðustu aldamót eins og í Skaftafellssýslum. — Hefur mæðiveikin ekki haft áhrif á refastofninn? — Jú, nokkuð. Hann hafði mun meira æti meðan veikin geisaði og nóg var af reitum til að ganga í, og þá lögðu menn sig ekki eins fram um að vinna dýrin. Meðan fjárskiptin fóru fram og fjárlaust var á sumum svæðum, var sums staðar ekkert hirt um refadráp. Þess ýegna fjölgaði þeim nokkuð mikið. Mikið ágengt — Getum við útrýmt minkin- um? — Ég skal ekki fullyrða það. En það er hægt að komast langt. Margir staðirnir eru erfiðir og af- skekktir, en með því að leggja í nógu mikinn kostnað, væri hægt að ganga mjög langt í því. Það hefur líka mikið áunnizt, og fugla- lífið sýnir það bezt, hvað minkn-l Legg mikla áherzlu á að taka bein an þátt í þessum störfum með veiðimöínnum og byrjendum. Eitrið — Er eitur mikið notað? — Það var nú meiningin að eitra á haustin, en skoðanir manna um eitrið eru nokkuð skiptar, enda hefur eitrið ekki verið notað eins og þyrfti. Það væri hægt að fækka refnum mun meira, ef allir tækju þátt í því að eitra fyrir hann eins og ætlazt er til. — í hvað er eitrað? — Fugla og kindakjöt og innýfli úr hrossum. — Nokkur brögð að því, að eitr- ið hafi orðið skepnum að tjóni? — Lítið um það. Eingöngu þar sem menn hafa eitrað of nálægt bæjum eða farið óvarlega með það. AUs ekki ef farið er eftir settum reglum. En það firnnst lítið af þeim dýrum, sem drepast af eitri, og margir halda þetta gagnslítið því þeir sjá ekki hræin, jafnvel þó allt sé étið upp, en þau drepast bara í holunum. Hundar drepast ef þeir éta af eiturhræj- um, og refir þola ekki meira en hundar. Það fer eftir kroppþunga dýranna, hvað þau þola mikið. Hitt er svo aftur jafn nauðsynlegt að nota skotvopnin, því það ganga ekki allir refir í eitur. Það eru einkum hvolparnir, gömlu refirnir vara sig betur. — Hvenær er bezti veiðitíminn? — Hann er núna um þetta leyti. Fengitíminn er að hefjast og það er bezti tíminn til að veiða dýr utan grenja. Nú eru það skot- vopnin sem gilda enda þykir það mesta sport meðal veiðimaiína að að ná dýrum einmitt á þessum tíma. Ég vU því hvetja menn til að reyna sig við þetta núna. Að- staðan hefur stórbatnað síðán kíkisrifflarnir komu til sögunnar, en með þeim er hægt að drepa á eitt til tvö hundruð metra færi, vandalítið. B.Ó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.