Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.03.1960, Blaðsíða 14
14 T f M IN N, miðvikudaginn 16. marz 1960. gleymdi Douglas Macfadden. ( Mér entist ekki orka ti'l ann- ars en dagiegra starfa, og þegar frá leið, fékk ég ann- að áhugamál. Augljóst var, að styrjöld var í aðsígi og við í klúbbnum, sem vorum of gamlir til að gegna herskyldu, fórum að kynna okkur loft- varnir. í stuttu máli má segja,' að heimavamarliðið tók allan minn frítíma næstu átta ár. Eg varð loftvarnavörður og gegndi því starfi í Westminst arhverfinu öll stríðsárin. Eg varð að annast skrifstofuna svo að segja einn, því starfs- liðfð fór í herinn. Eg tók mér aldrei frí þessi ár og ég efast um að ég hafi sofið meira en fimm tíma nokkra nótt. Og þegar friðurinn kom 1945, þá var ég orðinn hvítur fyrir hær um og tinaði. Að vísu hresst- ist ég dálítið næstu ár þar á eftir, en bó var engum blöð um um það að fletta, að ég var orðinn gamall maður. Dag einn í janúarmánuð1 1948 fékk ég símskeyti frá Ayr, svohljóðandi: „Harma að Douglas Mac- fadden andaðist í gærkvöldi. Vinsamlega símið varðandi útför. Doyle, Balmoral Hotel, Ayr“. Eg varð að grandskoða huga minn áður en ég mundi hver Douglas Macfadden var, en greip svo möppuna með skjölum hans og rifjaði upp málið. Mér fannst einkenni- legt að enginn í Ayr skyldi geta séð um útför hans og hrihgdi til frú Doyle. Sam- bandið var slæmt, en hún virt ist ekki hafa veður af nein- um ættingjum, enginn hafði heimsótt þann látpa langa lengi. Það varð ljóst, að ég varð að fara sjálfur til Ayr eða senda einhvern og ég á- kvað að fara sjálfur. Þegar ég kom til gistihúss- ins voru húsráðendur sorgar búnir og mjög hnuggnir. Þeim hafði þótt vænt um leigjanda sinn og efalaust var það um hyggju þeirra að þakka hve lengi' hann hafði lifað. Lækn irinn hafði verið við dánar- beðið og vottaði að andlátið hefði borið að með eðlilegum hætti'. Allt var mjög einfalt og eðlilegt, en hvergi bólaði á neinum ættingjum. — Eg efast um að hann hafi átt skyldmenni, sagði herra Doyle. — Systir hans var vön að skrifa honum öðru hvoru og einu sinni heimsótti hún hann. Mig minnir það vera 1938. Hún átti heima í Southampton. Siðustu tvö ár- in hefur hann engin bréf fengið nema reikninga. — Heyrðu, sagði hann okk ur ekki einhverntíma, að systir sín væri dáin? sagði frú Doyle. — Var það ekki rétt i stríðslokin? — Eg man það ekki, anzaði maður hennar. — Það gerð- ist svo margt þá. Kannski' hún sé dáin. Hvað sem ættingjunum leið, þá varð að jarða manninn og ég gekk frá öllu þar að lútandi. Síðan athugaði ég skjöl þau, sem voru í skrif- borði hans. honum, að fjölskyldan, sem við erum að leita að, hefði flutt til Wales eftir að fyrstu loftárásirnar. voru gerðar á Southampton. — Veiztu nokkuð hvert þau fóru til Wales? — Hef ekki hugmynd um það, svaraði hann. — Eg sé ekki að um annað sé að ræða en að láta útförina fara fram. — Það held ég líka, anzaði ég, — en láttu Harris þó halda áfram að leita að þeim, við verðum að fi'nna erfingj- Framhaldssaga Nevil Shute: irhafnarlítið. Harris komst á sporið innan viku og skömmu síðar fengum við bréf frá Ag- öthu Paget, skólastýru í Col wyn Bay. Hún var systir Arth urs Paget, sem farizt hafði í bílslysi í Malaya. Hún stað- festi að kona hans, Jean Paget hefði andast í Southamton ár ið 1942 og bætti við þeim upp lýsingum að Donald, sonurinn væri líka dáinn. Hann hafði verið striðsfangi í Malaya og dáið þar. Systir hans Jean lifði og bjó í London. Hún vann hjá fyrirtæki, sem hét Pack and Levy, h. f. Eg fékk þetta bréf með morgunpóstinum. Eg gekk VÍDA LIGGJA Eg varð dálítið stóreygur þegar ég sá tölurnar í bók- haldsbókinni hans og I ávís- anaheftinu. Eg fann bréf frá systur hans dagsett 1941, varðandi leigu á húsi hennar. Það upplýsti auðvitað ekki hvort hún var látin, en í því voru athyglisverðar fréttir af börnum hennar. Þau voru bæði í Malaya um það leyti. Donald, sem þá hlaut að hafa verið tuttugu og þriggja ára gamall, vann á gúmmíekru rétt hjá Kuala Selangor. Jean systir hans hafði flutt til hans veturinn 1939 og vann á skrifstofu í Kuala Lumpur. Um fimmleytið hringdi ég á skrifstofu mína og talaði við felaga minn. — Heyrðu, Lester, sagði ég, — ég er alveg í vandræðum með ættingj- ana. Systir hans bjó í Sout- hampton og heitir frú Paget og á tvö börn. Hamiingjam má vita hvað af þeim er orð- ið. Viltu láta Harris reyna að hafa upp á þeim og gera þeim aðvart um útförina. Hann verður að hringja í alla í Southampton sem heita Paget, þeir eru varla svo margir. Lester hringdi aftur næsta morgun, er ég var nýkominn frá þvi að ræða við banka- stjórann. — Eg hef fátt að segja, Noel, sagði hann, — nema að frú Paget dó 1942. Harris fékk þær upplýsingar á sjúkrahúsinu. Ei'nhver af þeim, sem heita Paget, sagði Sigríður Thorlacius þýddi 2. ana. Eg er nýkominn úr bank anum og þetta er mjög veru- leg fjárhæð. Viö erum fjár- haldsmennirnir, eins og þú manst. Það sem eftir var dagsins var ég að taka saman skjöl hans og eignir. Eg kom hús- gögnunum í geymslu, en af- henti' frú Doyle allan fatnað handa fátæklingum í Ayr. Næsta morgun ræddi ég aft- ur við bankastjórann, pant- aði mér svefnklefa í lestinni til London og seinni hluta dagsins var svo Douglas Mac- fadden jarðsettur. Doylehjónin urðu mjög snortin, er ég sagði þeim frá upphæðinni, sem Macfadden hafði ánafnað þeim og voru í fyrstu treg til að taka við henni. Þau sögðu að hann hefði borgað vel fyrir sig og þá smágreiða, sem þau hefðu gert honum, hefðu þau gert af vin arhúg. Það var einhvernveg- inn viðkunnanlegra að finna að hann skyldi þó hafa átt vini, þegar við stóðum yfir moldum hans á þessum napra janúardegi. Og þar með var því lokið. Eg drakk te hjá Doylefólkinu og fór svo heim á leið. Við fundum erfingjann fyr fyrst frá öllu öðru og tók svo þetta bréf og las það aftur. Svo sendi ég ritara minn eftir skjölum Macfadden arfsins, las þau og tók saman lista yfir eignirnar. Að lokum tók ég símaskrána og gáði að því hverskonar fyrirtæki þetta Pack og Levy væri. Svo stóð ég upp, gekk að glugganum og horfði um stund út í grátt og kulda- legt vetrarveðrið. Eg hugsa mig venjulega um, áður en ég framkvæmi hlutina. Þá fór ég inn i skrifstofuna til Robin- sons og ornaði. mér við arin hans á meðan hann lauk við að lesa ritara sínum fyrir bréf. — Eg er búinn að finna Macfadden erfingjann, sagði ég. — Viltu segja Harris frá því. — Ágætt, svaraði hann. — er það sonurinn? — Nei, sagði ég, — dóttir- in. Sonurinn er dáinn. Hann hló. — Það var lakara, sagði hann. — Þá verðum við fjárhaldsmenn hennar þang- að til hún er orðin þrjátíu og fimm ára, er ekki svo? Eg kinkaði kolli. — Hve gömul er hún nú? Eg reiknaði í huganum. — Tuttugu og sex eða sjö. — Nógu gömul til þess að geta velgt okkur undir uggum. — Ójá. — Hvar er hún? Hvað starf ar hún? — Hún vinnur á skriístofu hjá fyrirtæki sem býr til kven handtöskur, sagði ég. — Eg ætla að fara. að setja saman bréf til hennar. Hann brosti. — Þú verður hollvættur hennar. — Rétt er það, anzaði ég, og fór aftur inn til mín. Eg var nokkra stund að semja bréfið, mér fannst nauðsyn- iegt að hafa það dálítið hátíð legt. Að lokum skrifaði ég: — Kæra frú. Við hörmum að verða að til- kynna yður andlát herra Douglas Macfadden í Ayr. Við höfum sem skiptaráðendur búsins, átt dálítið erfitt með að finna þá, sem arfs eiga að njóta, en ef að þér eruð dótt- ir Jean, sem fædd var Mac- fadden og Arthur Paget, sem búsettur var í Southampton og Malaya, virðist svo sem þér komið til greirta sem erfingi. Við leyfum okkur að biðja yður að síma og ákveða tíma til að ræða við okkur, þegar yður hentar. Óskað er að þér leggið fram skilríki til sönn- unar hver þér eruð þ. e. fæð- ingarvottorð, skrásetningar- vottorð eða hver önnur skjöl, sem yður eru tiltæk. Virðingarfyllst, Owen, Dalhousie og Peters, N. H. Strachan. Hún hringdi næsta dag. Röddin var viðfeldin. Hún sagði: — Herra. Strachan, þetta er Jean Paget, sem tal- ar. Eg fékk bréf frá yður, dag sett 29. þessa mánaðar. Er op- ið hjá yður á laugardags- morgna? Eg er bundin í vinnu, svo að laugardagur- inn væri mér þægilegastur. — Já, við vinnum á laugar dagsmorgna, svaraði ég. — Hvaða tími hentar yður bezt? — Hvernig væri klukkan hálf ellefu? Eg skrifaði það hjá mér. — Ágætt. Hafið þér fæðing- arvottorð yðar? — Já, og ég hef líka gifting arvottorð foreldra minna, ef það hefur eitthvað að segja. — Þér skuluð taka það með. Jæja, ungfrú Paget, ég hlakka til að hitta yður á laugardag .....öparió yöw Waup á .ralUi margra verzlanaí UÓWöL ÁMIUH HOT! Austuisttaeci EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 87 oílfw 'OONDU tluoto* — Þú ráðlagðir okkur að leggja til orrustu, Eirikur. Ég veiti þér fullan stuðning, segir Yark, sem hefur gleymt sinni særðu öxl. Þeir læðast í gegnum skóginn með Eirik og Erwin í fararbroddi og Þorkel á eftir. Aðeins hann og Eiríkur hafa boga, hinir eru óvopn aðir. Eiríkur er alvarlegur. Þótt hann láti, sem ekkert sé, hefur hann tek- ið eftir því að Rorik hinn ungi er að falla saman og allir eru þeir þjáðir af hungri og kulda- Langt úti á steppunni sjá þeir Mongólana ríða af stað. Það eru helmingi fle'iri hestar en menn. — Við náum þeim ekki, tautar Eiríkur. Þeir hafa tekið upp búðir sínar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.