Alþýðublaðið - 26.09.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.09.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 ALE'»ÝEPUBL&HIf& \ kemur út á hverjum virkum degi. | Atisifreíðsla i Aipýðuhúsinu við S < Hveriisgötu 8 opin frá k!. 9 árd. í J til kl. 7 síðd. t . | Skrlfstofc á sama stað opin ki. > i 9VS—10Va árd. og kl. 8—9 siðd. f < Slznar: 988 (afgreiðs an) og 1294 | (skrifstofan). * Yerðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á í 5 mánuði. Auglýsingarveiðkr.0,15 | j hver mm. eindálka. ► J Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan | < (í sama húsi, sömu simar). f Fpiðisn Fasgifléa. Vélbátatitvegurinn i Reykjavík og togararnir. Hér í Reykjavík búa nú næst- um 23 þúsundir manna, og mann- fjölgundn stígur hröðum fetum með ári hverju. Ein aðalfæða fólksins er fisk- urinn mestallan ársins 'hring. Notkun nýs fiskjar fer óðuin vöxt jafnt meðal efnaðra sem fá- tækra. Notkun saltfiskjar fer þverrandi, ef ný fiskur er í boði. Þetta er í raun og veru ekki ó- eðlilegt, j>ví flestir kjósa pað bezta, ef - fáánlegt er. Um margra ára skeið hafa Reykjavíkurbúar verið fæddir á nýjum fiski eða jafnvel frá jwi Reykjavík varð til. Liggja til þess þær eðlilegu orsakir, að skamt frá landi er vöi hins bezta fiskjar til átu mestalt árið. Faxaflói, þessi mikla gullkista, hefir um margar aldir verið eftirsóknarverð öllum fiskimönnum, hverrar þjóðar sem þeir eru, þó sérstaklega Englend- ingar og Frakkar auk íslendinga hafi verið þar tíðastir gestir. Það, sem sérstaklega hefir rek- ið útlenda fiskimenn á fiskimið- in í Faxaflóa, er oft og tiðum mikið fiskimagn og góður „mark- aSsfiskur ‘. Islendingar sjálfir hafa um margar aldir sótt þangað mik- inn afla og rnikinn auð, oft og einatt með ófullkomnum tækjum. Héðan úr Reykjavík hefir á síð- ustu á;um allfjölmenn stétt manna stundað veiðar á Faxaflóamiðum, á smáskipum, opnum árabátum. Hafa þeir stundað sjósókn á inn- miðum, hinu svo nefnda „sviði“. Af!a sinn ha-fa þeir mestmegnis selt bæjarbúum í „soðið“. tJtvegur þessi ,er nú að taka verulegum breytingum. f stað árabátanna eru komnir smávélbátar, opnir þó. Með þeim er hægt að sækja lengra, vera fljótari í ferðum. Ot- heimta færri menn o. s. frv. Á síðast liðinni vetrarvertíð gengu héðan um 20 litlir vé'arbátar, auk þess nokkur öpin róðrarskip. Erni fremur munu stunda veiðar nokkrir yfirþiíjaðir stærri '■ælbát- ar. Á minni vélabátunum éru 3 —5 menn, á róðrarbátuhum 4—6 menn. Veiðitæki eru með ýmsu móti, eftir því á hvaða tíma árs- ins fiskað er, þorskanet, lóð, handfæri og dragnót. Vertíð hjá þessum bátum byrjar vanalegast var frægur danskur stjörnufræð- ingur, f. 14. dezember 1546, d. 24. okt. 1601. 22. júlí s. 1. var afhjúpað minnismerki um hann í Helsingjaborg. Það sýnir hnatt- mynd og í henni eru um 40 stjörnuljós. Minnismerki þetta er einstakt í sinni röð um allan heim. Myndin hér að ofan er af því. um miÖjan marz; þó byr.já sum- ir fyrr, jafnvel i tebrúar. Veiðin er almennast stunduð óslitið fram í nóvembermánuð, þegarásjó gef- ur. Vertíðin s. 1. vetur varð í góðu meðallagi, og aflaföng héld- ust .góð fram í miðjan júní. En þá tók algerlega frá með afla. Or- söfeina telja fiskimenn þá, að ensfcir togarar hnöppuýust á mið þau, sem bezt hafði fiskast á „sviðinu". Komu þeir 3—8 í halarófu hver á eftir öðrum og toguðu svo nærri landhelgislínunni, sem unt var. Eitt af þessum skipum hafði íslenzkan leiðsögumann meðferð- is, kunnugan öllum beztu miðum; hinir vissu sér óhætt að sigla í kjölfar hans, því án þessarar leið- sögu myndu þeir ekki hætta sér á þessar slóðir. Það er að eins talið meðfæri hinna kunnugustu manna, að stýra skipi með botn- vörpu á þessum sviðum til þess að fá fisk. Englendingar hafa stöðugt verið á þessum slóðum í alt surnar undir Ieiðsögu þessa sama manns. Fiskimönnuin hefir því sárnað þessar aðfarir, og standa varnarlausir uppi. Fiski- laust hefir því verið að mestu leyti í alt sumar á smábátana. Fjöldi fiskimanna hefir spurt, hvað til bragðs ætti að taka. Þeim. þyk- ir starf þeirra manna, sem ger- ast leiðsögumenn útlendinganna, alt annað en skemtilegt. Um vnargra undan farandi ára skeið hafa gamlir, íslenzkir fiskiformehn gerst þjónar útiendinga á þessu sviði. En fiskimenn segja nú, að einn sé eftir, sem haldi áfram þessari atvinnu þrátt fyrir beiðni ýmsra gama'la stéttarbræðra hans. Maður þessi er Jón Ámasbn f. skipstjóri. Sennilega eru engiii lög til, sem banna Islending?un bú- settum hér að stunda þessa at- vinnu. En vissulega væri það manndómslegt af hverjum inn- lendum manni að gerast ekki þjónn útlendinga á þessu sviði Tjónið, sem fiskimenn hafa beð- ið af þessu, er mjög tilfinnan- legt. Flestir bátanna urðu að haetta veiðum, því ekkert fiskað- ist. Reykjavikurbær sat uppi með dýran og lítínn fisk. Nokkrir bát- ar héldu uppi sjóferðum þrátt fyrir alt, en urðu nú að sækja 17 til 21 sjómílu á mið í staðinn fyrir um- 5 sjómílur áður. Afla fengur varð rýr og atvinna upp úr róðrum sama og engin. Á sama tíma skófu togarar grunnmiðin og hirtu það, sem þar var að fá. Afleiðing er tvenns konar: 1. Fjölmenn fiskimannastétt, sem er að reyna að mynda sér sjálfstæða atvinnu, stendur uppi blíðasta tíma ársins án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Bátar, sem kostuðu 3—4 þús. krónur, verða að liggja aðgerðalausir. 2. Ibúa Reykjavík- ur vantar fisk til neyzlu eða verða að öðrum kosti að kaupa hann dýrara verði en ella. Hvort tveggja nemur stórum upphæðum. Með þessu framferði er sú hætta á ferðum, að menn hætti við að stunda þessa atvinnu, og þessi, vjsir til sjálfstæðrar fiskimanna- stéttar leggist niður að meira eða minna leyti. Knafan um friðun Faxaflóa verður æ háværari sem fullkomin björgun í þessu efni. Hitt er öllum Ijóst, að þungur röður muni það verða að fá slíku framgengt. Friðun Faxaflóa hefir legið fyr- ’ir alþingi, og málið mun hafa ver- ið í stjómarinnar hendi. Á hvaða rekspöl það er komið nú, er ekki kunnugt. Vissuiega mun það taka langan tjma að sannfæra aðrar þjóðir um þá nauðsyn. Hins vegar ar er það hávær krafa smábáta- fiskimannanna, að engum íslenzk- um þegni leyfist óátalið að JAiða útlenda fiskimenn á beztu mið landsmanna og eyðileggja þar með atvinnu heillar stéttar að meira eða minna leyti. Sú krafa hefir grafið um sig síðustu árin og hefir aldrei orðið háyærari en nú eftir aðfarir togaranna í sum- ar. Hagur bæjarfélagsins er hér í veði á þessu sviði. Allir bæjarini- ar hljóta því að styöja smábáta- fiskimennina í hjnum sanngjörnu kröfum þeirra, ■ S. Á. ó. Htxgsjómr æsktilýðsiíis. Sundrast ský; hverfur þoka. Rofar til; röðull gægist.: ljós í austri skín nú skært. Hvað er að vera hugsjónalaus? Svarið verður: Gleðisnauður maður, sjálfum sér og öðrum til ills. Sá niaður, sem enga hugsjón hefir til að berjast fyrir, hlýtur að lifa gleðisnauðu lífi. Endurkast hugsjónaleysisins má sjá, er farið er að athuga ein- hvern daginn, þegar maður get- ur ekk|rt gert, eirir hvergi og er að drepast úr leiðindum. Þannig hlýtur líf hugsjónaleys- ingjans að vera, þess manns, er ekki hefir neina hugsjón til að láta eitthvað í sölurnar fyrir. Hann getur ekki einu sinni hugs- að. En svo er fyrir þakkandi, að flestir hafa einhverja hugsjón. Allflestir hafa sérstaka hugsjón út af fyrir sig. En þá vantar sam- eiginlega hugsjón, hugsjón, sem allir geta eignað sér bróðurpart- inn í, þá hugsjón, er allir gætu látið líf og þrek fyrir. Og sú hugsjön ætti að vena hverjum einasta manni kær. Sér- staklega þyrfti æskulýðurinn að eiga sameiginlega hugsjón vegna þe-ss, að hann er og á að taka við eftir gömtu kynslóðina. Ef dæma ætti eftir fjölda hinna ungu manna, þá má svo heita, að fæst- ir hafi einhverja verulega löngun eða hugsjón. Því er að visu þannig varið, að ungir menn vilja sérstaklega verða frægir, en það ætti ekki eð verða efst á blaði, vegna þess, að frægðarlöngun er frekasta eigingirni. Vilji maður vera dygð- um gæddur, verður að sleppa því alveg. Götulífið er orðið eíst a ten- ingnum. Það verður að fara að taka í taumana. Það verður að finna æskulýðnum hugsjónir, ef hann á ekki að sökkva dýpra. Æskulýður! Piltar og stúlkur! Hugsjónir bíða okfear. Við þurf- um að eins að taka á móti þeim. Sameiginleg hugsjón bíður eftir xví, að við tökum hana og breyt- um henni í veruleika, hugsjón,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.