Tíminn - 12.08.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.08.1960, Blaðsíða 5
I TPTHrnnf, fBataðagösi iS. 5g6st 19«®. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastióri: Tómas Amason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.l, Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason Skrifstofur f Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. Aldrei aftur 1901 Bretar hafa enn bætt við leiðinlegum kafla í nýlendu- sögu sinni. Með hótunum um ný ofbeldisverk innan fisk- veiðilandhelgi íslands hafa þeir beygt ístöðulitla ríkis- stjórn íslands og knúið hana til að taka upp samninga um „aðstöðu brezkra fiskiskipa á íslandsmiðum“ en vitan- lega þýðir þetta „aðstöðu brezkra fiskiskipa“ innan 12 mílnanna, því að meðan íslendingar hafa ekki fært fisk- veiðimörkin lengrá út, þurfa Bretar ekki að ræða neitt sérstaklega við íslendinga um veiðarnar þar fyrir utan. Það er líka ljóst af öllum ummælum viðkomandi ekki við aðrar þjóðir um veiðarnar innan tólf mílna mark- anna, því að það væri hreint innanríkismál Með því að nefja viðræður um þær við erlenda aðila, er verið að gefa undir fótinn um tilslakanir í þeim efnum. Þótt sjálfsagt sé að verða við öllum sanngjörnum tilmælum útlendinga um viðræður, eru tilmæli þeirra stundum slík, að hrein- legast og heiðarlegast er að hafna strax viðræðum um þau. Þetta gildir vitanlega um allar undanþágur á tólf mílna fiskveiðilandhelgmni. Bretar gera sér nú bersýnilega vonir um, að þeir geti fengið sitt fram líkt og 1901, þegar Danir sömdu fyrir ísland við Breta um þriggja mílna landhelgi, þrátt fyrir aldagamlan rétt íslendinga til miklu stærri landhelgi. Bretar virðast gera sér vonir um, að núv. ríkisstjórn ís- lands haldi ekki öllu skeleggara á þessu máli en hin dönsku stjórnarvöld fyrir 60 árum. Að sjálfsögðu dregur það e]íki úr Bretum að stjórn íslands hefur nú bognað í'yrir hótunum þeirra og fallizt á samningaviðræður um þessi mál. En þótt ríkisstjórn íslands hafi reynzt veik og ístöðu- lítil í þessu máli, er ekki fullreynt enn. að Bretar fái vilja sínum framgengt. Þjóðmni er það enn í fersku minni, hvernig samningurinn frá 1901 var nærri búinn að eyði- leggja beztu fiskimið hennar. Þjóðin hefur enn tækifæri til að koma í veg fyrir bað, að nú verði nokkuð svipað gert og 1901. Ef hún rís nógu öfluglega og einhuga upp gegn hvers konar undanlátssamningum við Breta. mun ríkisstjórnin ekki þora að gera slíka samninga, þótt vilja vantaði ekki til þess. Þótt stjórnin sé hrædd við Breta, er þó óttinn við íslenzkan almenning meiri, ef hún sér fram á vaxandi andstöðn hans. íslenzka þjóðin verður nú að rísa upp. Krafa hennar verður að vera: Aldrei aftur 1901. Ekki að gugna fyrir hótunum Breta. Enga sérsamninga við Breta um landhelgina. Aðeins með slíkri einbeitni er hægt að vinna sigur í málinu og tryggja framtíð íslenzkra fiskveiða. Hótanir Breta Ein þekktasta frelsishetja Svisslendinga lét þannig nmmælt: Ef við beygjum okkur fyrir hótun, bjóðum við nýjum hótunum og ófrelsi heim. Reynsla smáþjóðanna hefur vissulega staðfest, að þessi ummæli eru rétt. Núv. ríkisstjórn íslands kannast þó ekki við þessa reynslu. Annars myndi hún ekki hafa látið undan hótun- um Breta. Þótt kröfur Breta ttl íslendinga séu bæði ranglátar og skaðlegar íslenzkum hagsmunum. myndi hlutur þeirra þó skárri, ef þeir hefðu ekki beitt hótunum til að þvinga fram viðræður um þær. Þótt ekki væri nema það eitt, nægir það alveg tii þess að íslendingar hafni kröfunum og sýni þannig að þeir verði ekki knúðir til undanhalds með hótunum. ---------------------- ERLENT YFIRLÍT---------------------- Menolsj: CHiNA HANCI GvÍf.áf. SOUTH visr NÁm Bylting fallhlífarhersins í Laos Verulegt áfall fyrir Bandaríkin, ef Laos gerist hlutlaust FYRIR NOKKRUM dögum síðan gerði faEMifadeEd hers- ins í Laos stjórnarbyltingu og hefur ungur iiðsforingi, sem var yfirmaður hennar, tekið völdin í 'bendur sínar. Eitt fyrsta verk hans var að lýsa yfir hlutteysi landsins og brott vísun allra útlendra hermanna úr Laos, en þar mun einkum átt við bandaríska herfrœðinga, er unnu að því að skipuleggja her Laos. Ef hin nýja byltingarstjóm reynist traust í sessi og fram- fylgir stefnu sinni, er það vei’u 'legur ósigur fyrir Bandaríkin, ísem hafa lagt fram mikia fjár- muni tíl að vígbúa herinn í Laos. Það mun verða Banda- ríkjamönnum ný áminning um að treysta í minnkandi mæli á erlendar herstöðvar og hern- aðarlegt samstarf við þjóðir, sem ekki eru því traustari bandamenn. Jafnframt því, sem hin nýja stjórn hefur lýst yfir hlutleysi, hefur ’hún tilkynnt, að hún muni taka upp fuUt stjórnmála samband við Kína og Sovétrík- in, sem hefur legið niðri að mestu um skeið, og þiggja fjár- hagsaðstoð hvaðan, sem hún væri boðin. LAOS er gamalt konung- dæmi, sem kornst undir ný- lendustjórn Frakka ré‘t fyrir aldamótin og þeir innlimuðu í hina stóru nýlendu sína, er bar nafnið Indó-Kína. Eftir seinustu lieimsstyrjöld veittu Frakkar Laos allvíðtæka heima stjórn. Þegar styrjöldinni í Indó-Kína lauk, með fulium ósigri Frakka, varð Laos eitt þeirra ríkja, er hlaut sjálfstæði þar. Samkvæmt friðarsamning- unum, er þá voru gerðir, skyldi Laos vera hlutlaust um aldur og ævi, en þetta heit rauf ríkis- stjórnin þar 1958 og tók upp nána samvinnu við vesturveld- in. Rökstuddi hún það einkum með því, að kommúnistar væru með undirróðursstarfsemi, sem beindist gegn sjálfstæði r'íkis- ins. Bandarí'kjamenn veittu Laos eftir þetta mikla hernað- arlega aðstoð og sendi margt 200 .... .. '-ý /V 1 STATUtC MllEý , Som Neuc* ^fíAOS. 'i'/ScfJVí«n3::. . .. ......._ * 1 NOR Phön/'yi*’ THAILAND Mvang, Ubon ' : Ayvdbayo BongKck \-J . *' sm&B Mrn Uppdráttur, sem sýnir legu Laos. sérfræðinga þangað til að þjáifa her landsins. Kommún- istar svöruðu með því að efna til uppreisnar í norðurhéruðum landsins og kom mikið af skæruliðum þeirra frá Norður- Vietnam. Að ósk Laosstjórnar skárust Sameinuðu þjóðirnar í málið í fyrrasumar og tókst að koma málum þannig, að lítið hefur verið barizt þar síðan. Bandaríkjamenn hafa haldið áfram af miklu kappi að styrkja her’inn og nemur fjárhagsaðstoð sú, sem þeir hafa veitt Laos, orðið mörgum tugum milljóna dollara. í vetur fóru fram þingkosn- ingar í Laos, og unnu stjórnar- sinnar mikinn sigur. Frétta- mönnum kom saman um, að þær hefðu verið svindl eitt. T. d.,A fengu stjói'narandstæðingar ekki nema fjögur atkvæði í því kjördæmi, þar sem þeir voru áiitnir eiga mest fylgi. LAOS er það ríki Indó-Kína, sem er á mestu frumstigi. Það er allstórt, um 95 þús. fermílur að flatarmáli, en hef-ur ekki nema 1,5 millj. íbúa. Stór hluti landsins er hulinn frumskógi. Landbúnaður er aðalatvinnu- vegurinn. Að nafninu til er Laos konungdæmi, en konung- urinn er mjög valdalítill. Eins og áður segir, er það verulegur hnekkir fyrir vestur- veldin og þó einkum Bandarík- in, ef Laos tekur nú upp hlut- leysisstefnu og slítur hin sér- stöku tengsli við vestrið. Við slíku mátti þó alltaf búast, eins og framvindan öll er í Asíu. Hætt er við, að bylting í Laos geti eitthvað dregizt inn í kosn ingabaráttuna í Bandarikjun- um og sjórnarandstæðingar telji hana eitt dæmi þess, hve illa stjórnin hafi fylgzt með málum og hve seinheppileg sú stefna sé að ætla að treysta fyrst og fremst á herstöðvar og hernaðarbandalög í Asíu. Má í þeim efnum ekki sízt vitna til greinar um það efni eftir Walter Lippmann, sem birtist fyr'ir nokkru hér í blaðinu. Þ. Þ. / / ‘/ / / / / / / / / ‘/ ‘/ / / / / / ‘/ / / ‘/ / / ‘/ / / ‘/ ‘/ / ‘/ / ‘/ ‘/ ‘/ ‘/ ‘/ / / ‘/ ‘/ / / / / / / / / / ‘/ / / ‘/ / / / ’/ ‘/ / ‘/ ‘/ ‘/ ‘/ ‘/ / / ‘/ / ) Efnahagsþróunin í löndum Mið- og Suður-Ameríku var enn einu sinni mjög hægfara árið 1959, seg- ir í nýútkominni ársskýrslu Efna- hagsnefndar S.Þ. fyrir Mið og Suður-Ameríku (ECLA). Þróunin, sem hófst árið 1955, hefur þannig haldið áfram, með stuttu hléi árið 1957, með þeim árangri að spenn- an á efnahags- og félagsmálasvið- inu hefur aukizt, en ekki minnkað. Efnahagsþróunin í Mið og Suð- ur-Ameríku á árunum 1955—59 var aðeins örlitlu broti örari en fól'ksfjölgunin, og með tilliti til framleiðslu , á hvern íbúa hefur aukningin minnkað úr 3,6 og 1,8 af hundraði árin 1955 og 1956 nið- ur í 1,3 og 0,3 af hundraði árin 1958 og 1959. Við þetta bætist að verð á útflutningsvörum þessara landa hefur lækkað. Árið 1959 einkenndist efnahags- þróunin á svæðinu í heild — og einnig í flestum hinna einstöku ríkja — af síversnandi kjörum í vöruskiptaverzluninni við útlönd og minnkandi landbúnaðarfram- leiðslu á hvern íbúa. f báðum til- fellum kom tli greina staðreyndir, Hæg efnahagsþróun í Suður-Afríku 1959 Aðalorsökin er síversnandi kjör í vöruskipta- verzlun vfö útlönd sem gera baráttuna við dýrtíðina I ur allt frá stríðslokum verið sú mjög erfiða. Landbúnaðarfram- atvinnugrein, sem örast hefur þró- leiðslan árið 1959 var á öllu svæð- j atz í Mið- og Suður-Ameríku. inu aðeins 1,9 af hundraði meiri Sama máli gegndi um síðasta ár. en árið 1958 Framleiðslan fyrir Argentína ein var undantekning, heimamarkað jókst um 1,7 af j og var þar um að kenna langvinn- hundraði og útflutningsframleiðsl- j um vinnudeilum. Þær iðnaðar- an um 2,6 af hundraði, þannig að greinar, sem örast hafa þróazt, framleiðslan á hvern íbúa var eru framleiðsla olíu, stáls, trjá- næstum 1 af hundraði minni en kvoðu, pappírs, málmiðnaðurinn árið áður. og loks bílaiðnaður í Argentínu í iðnaðinum er hins vegar ann- og Brazilíu. (Frá Upplýsingaþjón- að uppi á teningnum, en hann hef- ustu S.Þ. í Khöfn).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.