Tíminn - 12.08.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.08.1960, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudagmn 12. ágfist 1960. MINNBNG: Pét ur Bergsson verzlunarmaður f dag er til moldar borinn Pétur Bergsson verzlunarmaður, sem andaðist að heimili sínu, Hókn- garði 40 jhér í bænum, að kvöldi hins 6. iþ. m. Hann var fæddur í Reyikjavíik 3. septeimber 1904. For- eldrar hans voru Bergur Jónsson, síðar bóndi að Okrum á Mýrum og að Helgafelli í Mosfellssveit, og kona hans Þórey Pétursdóttir fná Smiðjuhóli, bæði önduð fyrir nakkrum árum. Pétur ólst upp hér í Reykjavík og dvaldist síðan með foreldrum sínum að Ökrum og á Helgafelli og stundaði landbúnað- arstörf. Síðar lærði hann loft- skeytafræði, sem -þá var un-g fræði grein hér á landi, en ei-gi lagði -hann samt fyrir sig þess háttar störf, heldur hneigðist hugur hans að bílum og öðru, er rekstri bíla og viðgerðum laut og gekk brátt í þjónustu Páls Slefánssonar frá Þverá, er um áratugi var umsvifa mesti bílakaupmaður hér á landi. Starfaði hann þar í rúman aldar- fjórðung, eða þangað til Páll seldi verzlun sína. Því næst starfaði hann nokkur ár hjá bifreiðaverzl- un Sveins Bgilssonar, en árið 1955 gekk hann í þjónustu verðlags- stjóra og starfaði við verðlags- eftirlitið hér og í nágrenni bæj- arins, unz hann veiktist á síðast- íiðnum vetri af sjúkdómi þeim, er leiddi hann til bana eftir stranga legu, sem fyrr segir, tæpra 56 ára að aldri. Þótt Pétur Bergsson væri að nokkru uppalinn í sveit, dveldist þar fyrstu þroskaár sín og væri efalaust að upplagi hneigður til búskapar og ágætlega til slíks fallinn, urðu það örlög hans að vinna ævistarf sitt á allt öðrum og ólíkum vettvangi. En þar reynd ist hann einnig ágætur starfs- maður. BHamenn hér í borg, sem um fjölda ára áttu mörg og marg- vísleg erindi í bílaverzlun Páis Stefánssonar, minnast efalaust lengi þeirrar reglusemi, sem þar ríkti, hjálpsemi og greiðvikni í öllu, sem þeim mátti að haldi koma og unnt var að láta í té. Sörnu sögu ætla ég að allir þeir, ®em Pétur Bergsson átti sam- skipti við hin síðustu árin, muni bera og m-un samt starfsemi verð- gæzlunnar ekki af sjálfu sér fallin -til þess að auka mönnum vinsæld- ir. En miklu varðar, hversu m-enn haga störfum sínum. Það varð hlutskipti Péturs Bergssonar' len-gst ævinnar að sinna erindum fj-ölda manna da-g hv-ern og hér sem oftar ekki auðgert að leysa vandræði hvers eins, en það er ætlun mín, að fáir menn hafi í slík-u starfi vinsælli orðið en hann eða notið m-eira tr'austs, enda hafði hann aflað sér mi-killar þekk ingar á öllu, er að starfi han-s laut. Á yngri árum var Pétur Bergs- son góður íþróttamaður, hlaupari og knattspyrnumaður, og einn var hann í hópi glimumanna, er send- ur var til Noregs á vegum un-g- mennafélaganna 1925. Hann var áhugasamur og slyngur laxveiði- -maður um fjölda ára og tók þátt í félagsskap stangarveiðimanna. Féla-gsmaður var hann góður og starfaði allmikið í Góðtemplara- r'eglunni og félagsskap Oddfellowa og vann þar ýmis trúnaðarstörf. Hann var hversdag-slega fáskipt- inn og hélt sjálfum sér lítt fram, en t-æki hann að sér eitthvert mál eða starf, lét hann sér annt um að vinna því það lið, sem hann mátti. Hann var maður skapfast- ur og gæddur miklum viljastyrk, en þeir eiginleikar í fari hans munu ekki sízt hafa vakið athy-gli samstarfsmanna og félaga ög afl- að honum trausts og virðin-gar. Pétur var kvæntur Guðrúnu, dóttur Helga Guðmundssonar mál aram-eistara, og lifir hún mann sinn. Þau áttu eina dóttur barna, Guðnýju, sem nú er gift kona, bú- sett í Hafna-rfirði. Kynni mín af Pétri Bergssyni hófust fyrir réttum aldarfjórð- ungi síðan. Allan þann tíma, sem er liðinn, áttum við mikið saman - að sælda sem veiðifélagar og 'sam- feiðamenn víða um landið. En hann átti fáa sína líka sem ferða- maður og bílstjóri, enda hafði hann hlotið góðan skóla í þeim efnum á margra ára ferðalögum með Páli Stefánssyni. Þá var lítið um lagða vegi milli héraða og fl-estar hinar smærri ár óbrúaðai' og reyndi fa-st á áræði og þolgæði ferða-mannsins. Hér var í orðsins fyllsta skilnin-gi unnið brautryðj- andastarf, vega-geiðin kom svo hægt og hægt í slóðina. Nú þegar þessi samferðamaður minn, vinur og mágur hefur lagt upp í ferðina miklu, sem allir verða að lokum að fara einir síns liðs, veit ég, að honum, se-m lengi greiddi götu annarra, bregzt ekki hin hinzta fararheill. Þorkell Jóhannesson. Tækifærisverð ■ p ~ye r Farmal A. er til sölu í góðu ásígkomulagi. ásamt sláttuvel, plógi og dráttar- vagni, ef óskað er Semjið og gerið góð kaup hjá und- irrituðum. Halldór Halldórsson, Hrófbergi, Steingrímsfirði. Sími um Hólmavík. í STAKSTEINUM MORGUNBLAÐS- INS í fyrradag gat að lesa eftirfar- andi klausu efst í dysinni: „Svo bar til á alennum samkomu stað í einum af eidri síldarbæjum iandsins nú fyrir fáum dögum, að allfjölmennur hópur manna ræddi saman um ýmis mál, sem ofarlega eru á baugi. Barst talið m.a. að frásögn Tímans af viðkvæmu at- vikt, er át hafði sér stað í kaup- staðnum, og þótti öilum, að það hefði verið mjög óviðurkvæmilega frá skýrt. Þanntg hittist á, að fréttarltari Tímans á staðnum var í kópnum. Hann hiýddi fyrst hljóð- ur á tal hinna, reyndi síðan að malda ofurlitið í mólnn, en ræskti sig svo og sagði: „Þið vitið það, strákar, að biaðamennskan er ekki nema teskeið af sannleika á móti poka af lygi". í GÆR HEFUR Morgunblaðið svo mikið við að láta teiknara sinn gera stóra táknmynd af þessu. Þar sem blaðamenn við Tímann minnt- ust þess ekki, að sagt hefði verið frá hér í blaðinu neinum „við- kvæmum" atburði frá „einum af el(*.ri síldarbæjum landsins" hina síð tstu daga, nema dauða norska sjómannsins á Seyðisfirði, hringdu þelr tll fréttaritara Tímans á Seyð isfirði f gær og spurðu hann, hvort hann minntist þess að hafa látið orð þau falla, sem Morgun- blaðið tilfærir eftir honum. Kom þá í Ijós, að fréttaritarinn kannaðist við orð eitthvað í þessa áttina, en alls ekki að hann væri höfundur þeirra. Sagði hann frá tilkomu þeirra á þessa leið: DAG ÞANN, SEM MÁL ÞETTA var til meðferðar hjá bæjarfógetanum á Seyðisfirði bar svo við, að hann var staddur þar I bæjarfógetaskrif stofunni ásamt fréttarltara Morg- unblaðsins, sem er starfsmaður þar. Voru þelr að bíða eftir a?j» fá skýrslu hjá bæjarfógeta um málið. Stakk þá fréttaritari Mbl. upp á því, að þeir skyldu senda sam- hljóða fréttaskeyti til blaða sinna eftir því, sem bæjarfógeti segði þeim um málið. Fréttaritari Tím- ans tók vel í það, en sagði enn fremur, að auk þess mundu þeir auðvitað afla frekari frétta, er þeir vissu réttar, hvor um sig og senda. Daginn eftir lét maður að nafni Einar Magnússon orð falla I hópi manna svipuð þeim, sem Morgun- blaðið tilfærir, en ekki var Ijóst að hann ætti við Tímann fremur en Morgunblaðið — eða önnur blöð almennt. Síðan sendl fréttaritari Tímans frásögn þá, sem birtist hér í blaðinu af atburði þeim, sem um var að ræða. Var sú frásögn ýtar- leg og mjög rétt, enda hafa ekki athugasemdir borizt um hana. Hún var miklu ýtarlegri og gleggri en frásögnin í Morgunblaðinu. NÆSTA DAG FÉKK FRÉTTARIT- ARI Mbl. á Seyðisfirði, upphring- ingu frá blaði sínu, þar sem hann var sneyptur ótæpt fyrir það að hafa ekl látlð i té ýtarlegri frá- sögn. Á mannfundi á Seyðisfirði litlu síðar segist fréttarltari Tím- ans hafa verið í kunningjahóp frá nefndum orðum Einars Magnús- ar, en alveg fráleitt sé að hann sé höfundur þeirra. ÞAÐ LIGGUR ÞVÍ nokkurn veginn Ijóst fyrlr, hvernig sólarsaga Mbl. er til komin. Blaðið setur hana fyrst og fremst á flot af reiði og afbrýðisemi vegna þess að þaðj fékk ekki svo góðar fréttir af nefndum atburði, sem því likaði. í öðru lagi getur hið mikla umvönd- unarblað ekki einu sinni farið rétt með það, hver er höfundur nefndra orða, þegar það er sjálft að saka aðra um ósannindi. Er það í raun og veru minnsta krafa, sem hægt er að gera til þeirra, sem saka aðra um ósannindi, að tilfærð dæmi í þeirri ásökun séu að minnsta kosti ekki ósannindi. Það próf hefyr Morgunblaðið ekki einu sinni staðizt. — Hárbarður. Mótift að Jaðri um næstu helgi. LAUGARDAGUR: Kl. 4.00 Tjaldbúðir reistar. — 5.00 Mótið sett. — 9.00 Skemmtikvöld. SUNNUDAGUR: Kl. 2.30 Guðsþjónusta. 1 — 4.00 Dagskrá með skemmtiatriðum. — 5.00 íþróttakeppni. Þekktir íþróttamenn keppa. — 8.30 Kvöldvaka og dans. FERÐIR frá Góðtemplarahúsinu báða dagana kl. 2, 3 og 8. ÍSLENZKIR UNGTEMPLARAR. Tékkneskir kvenskór Nýkomnir — Mikið og gott órval. Strigaskór Uppreimaðir: Stærðir: 27—30 kr. 55,75, — 31—35 kr. 58,30 36—39 kr. 65,15, — 40—45 kr. 73,75. Lágir: Stærðir: 31—35 kr. 45,45, — 36—39 kr. 52,3b, 40—45 kr. 59,15. Margar gerðir. KarlmannasanÉlár Skéverzl. Péturs A^dréss, Laugavegi 17. SkóverzL Framnesve&i 2 ÞAKKARÁVÖRP Hjónunum i Norðtung og öðrum vinum, sem gerðu mér á allan hátt m'tugasta afmæíisdag inn minn að sannkölluðum sólskinsdegi, flyt ég mínar innilegustu hjartans þakkir og bið þeim allrar blessunar. Helga Kristjánsdóttir. Norðtungu. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afl. Gísli Gíslason, frá Hjaltastaðahvammi f Skagafirði, lézt 10. ágúst að heimili sínu, Seivogsgrunn 26. Jarðarförin ákveðin siðar. Helga Guðmundsdóttir, Ingunn Gísladóttir, Guðrún Gisladóftl Jón Björnsson, Baldur Jónsson, Gísli Rúnar Jónsson, Björn Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.