Tíminn - 25.08.1960, Side 1

Tíminn - 25.08.1960, Side 1
Sólarhringsveiðin var 600 silungar Vestfiráir hafa löngum veriS taldir mikið veiðiland, og piltarnir. sem skruppu um daginn í eina vestfirzka vík víS árós og komu heim meS 600 sjóbirtinga eftir sólar- hrings veiðiskap munu varla þurfa að láta segja sér það. Svo bar við fyrr í sumar, að menn fóru til silungsveiða í Fljóta vík nyrzt á Hornströndum, en ikomu því nœr slyppir heim, því Engin síld, bara kolmunni Ve'ður . var aftur orðið skárra fyrir Austurlandi í fyrrinótt og gærdag, en veiði lítil sem engin. í gær var vit- að um fjögur skip sem á und- anfarnum sólarhring höfðu fengið smásíldarafla eystra, samtals 500 mál. Ægir og Panney voru að síldarleit, og leitarflugvél var á lofti fyrir Austurland i gær, en þau munu ekki hafa orðið vör neinnar síldar. Hins vegar lóðast stöðugt kolmunni úti fyrir Austfjörðum. að varla sást branda þá . En þegar þeir [hinir sömu fóru í aðra veiðiferð þangað á dögun- um, var öðruvísi umhorfs. Þá var silungurinn í þéttum torfum í vík- inni og ósi Fljótavatns skamint undan eyðibýiinu Atlastöðum. Veiðimennirnir leigðu sór bát upp á hlut til veiðanna og lögðu net sín í Fljótavíkina. Eftir það gerðu þeir nær ekkert annað en fai'a með netunum næsta sólarhringinn og tína úr þeim silunginn, því að netin fyltust jafnharðan. Þetta var vænn og mjög falleg- ur silungur, og menn geta getið sér til um veiðfhlutinn, þar sem aflahlutur bátsins seldist nokkuð á þriðja þúsund fcr'ónur. Þess skal samt getið til að-fyrir- byggja misskilning, að það vom fulltrúar iandeiganda, sem voru þarna að veiðum og öðrum er það að sjálfsögðu óheimilt. — HB-skýrsIan 34 síður Rannsókn heldur enn áfram á þjófnaðinum á Hótel Borg, en þaðan var stolið 54 þúsundum króna á dögunum svo sem kunn- ugt er. Búið er að taka skýrslur af nálega 30 manns sem vinnur á hótelinu og fyllir heildarskýr'slan 34 vélritaðar síður. Ekkert hefur cnn komið fram í málinu sem leitt gæti til handtöku þjófsins. —h MikiS verður um dýrðlr í Rómaborg í dag, því að eftir hádegið fer fram setningarathöfn 17. Sumarólympíuieikanna. Rómaborg hefur verið hrelns- uð og skrýdd þessa siðustu daga — hérna er verið að hvítþvo úlfynjuna frægu. TfMINN helgar Ólympíuleikunum 3 síður í blaðinu í dag, 11—13 síða. Síldarleit hætt um helgi Siglufirði, 24. ágúst. — Síld arleitin á Siglufirði tekur upp pjönkur sínar og lýkur stöfum um næstu helgi, enda virðist ekki feitan gölt a'ð tflá af síldveiðunum eða síldarleit framvegis í sumar. Þrir menn hafa starfað þar í sumar. Síldarleitin á Raufarhöfn mun sennilega halda áfram störfum enn um skeið. — All- margir síldarbátar á heimleið að austan hafa komið við á Siglufirði undanfarna daga, og eru nokkrir í höfninni í dag. Láta sjómenn misjafn- lega af sínu hlutskipti og margir illa. I.K. " Mikið um ávísanafals 10—20 ávísanamái hjá lögreglunni daglega Mikið af ávísanamálum berst þessa dagana til rann- sóknarlögreglunnar og hefur hún nú milli 10 og 20 slík mál til meðferðar. Langmest er um að gefnar séu út ávísanir sem innstæða er ekki til fyrir. (Framhald á 15. síðu). Nýr togari, Freyr, kom tll landsins í gær. Hann er elgn Ingvars Vilhjálmssonar útgerðarmanns og er 1000 lest- ir að stærð eða stærsti togari íslendinga nú, 7 lestum stærri en Maí frá Hafnarfirði. Togarinn er smíðaður I Bremerhaven og gekk 16.1 mílu í reynsluferð. Skipið er hið fullkomnasta í alia staði. í því er m.a. 50 lesta slorgeymir, sem tryggir það, að allur aflinn verði nýttur. Búið er skipið öllum fullkomnustu slglingar- og leit- artækjum, m.a. djúpmæli, en í honum er unnt að fylgjast með vörpunni í sjónum og fiski fyrir framan hana. Skipið fer á ísfiskveiðar eftir tvo daga. Skipstjóri á Frey er Guðni Sigurðsson, sem áður var með Ask. Maður fannst lát- inn í fyrrakvöld Lá á kassa i porti við bílavogina við Faxa garð — Þekktist af útvarpslýsingu Um níuleytið i fyrrakvöld barst lögreglunni tilkynning um að maður lægi í porti við Faxagarð. Fór lögreglan þeg- sr á staðinn og fann mann- inn, sem þá var látinn. Lá hann á kassa þar í portinu, og mun hafa verið þar frá því fyrr um daginn. Maðurinn íiét Hiöðver Magnússon, Kamp Knox E22. Hann var 46 ára gamail. Nánari atvik voru þau aS mað- u: nokkur hringdi til lögreglunnar um níuleytið um kvöldið og til- kynnti að rr.aður lægi á kassa í porti við Faxagarð þar sem bíl- vogin er. Taldi sá sem hriogdi í lögregluna að eitthvað væri að manninum, og virtist hann með- vitundarlaus. Þekktist af útvarpslýsingu Lögreglan fór þegar á srtaðinn og var Hlöðver látinn þegar komið \ar að. Lá hann í hnipri á kass- anum og var sem hann svæfi. Engin skilríki voru á Hlöðver eða neitt annað sem sýndi hver hann var. í vösum hans var ekki annað en hárgreiða, vasaklútur, eldspýtu stokkur og eitthvað af smámynt. Lögreglan lét síðan lesa.lýsingu á Hlöðver í hádegisútvarpi í gær og gáfu sig þá þegar fram nokkrir menn, sem könnuðust við hann af lýsingunni. (Framhaid á 3. síðu).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.