Tíminn - 17.09.1960, Side 5

Tíminn - 17.09.1960, Side 5
TÍSIINN, laugardaginn 17. september 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN. Framkvæmdast?óri: Tómas Amason Rit- stjórar Þórarinn Þórarmsson (áb i. Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj. Egill Bjarnason Skrifstofur i Edduhúsinu — Simar- 18300—18305. Æuglýsingaslmi: 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda b.f. 111 meðferð á útlendum manni Stjórnarblöðin gera mikið veður út af því þessa dag- ana, að launþegasamtök þau, sem eru undir stjórn fylgis- manna ríkisstjórnarinnar, hafa fengið hingað norskan hagfræðing til þess að gera álitsgerð um efnanagsráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar. Ef stjórnarblöðin kynnu sæmilega mannasiði, myndu þau ekki hafa haft hátt um þessa álitsgerð eða þá með- ferð, sem hinn útlendi maður hefur verið beittur. í stuttu máli er þessi meðferð sú, að hann er fenginn til þess að dvelja hér í þrjár vikur, en vitanlega er það alltof stuttur tími til þess að hann geti fengið nokkra heildarþekkingu á atvinnuvegum og efnahagsiífi þjóðar- innar. Aðalupplýsingar sínar fær hann svo frá aðairáðu- nautum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálunum. Jónasi Haralz og Jóhannesi Nordal, en þeir eru eins og venju- legir menn haldnir þeim eiginleikum að vilja ekki ófrægja verk sín. Til viðbótar calaði hann svo við forustumenn þeirra launþegasamtaka, sem fengu hann hingað. en það eru allt eindregnir stjórnarsinnar. Svo að segja allar upplýsingar, sem maðurinn fékk, eru þannig frá annarri hhðinni. Sjálfur hefur maðurinn réttilega fundið, að verk hans var meira en hroðvirknislegt, því að skýrslu sína byrjar hann á þessa leið: „Ég vil hefja þessa skýrslu með því að minna á, að ég hef aðeins dvalið þrjár vikur á íslandi. Þó að iandið sé ekki stórt, er það augljóst, að á svo skömmum tíma hef ég ekki getað athugað allt það, sem nauðsynlegt væri til að vera fær um að gera nokkra ýtarlega skýrslu um styrkleika og veikleika íslands“. Meðal allra siðaðra manna hefði þessi formáli vissu- lega nægt til þess, að skýrslunni yrði ekki hampað sem neinum sérstökum og óvefengjaniegum dómsúrskurði. Öll meðferð stjórnarliðsins á þessum útlenda manni er vissulega með endemum. Hann er fenginn hingað undir því yfirskyni, að hann sigi að gefa hlutlausa skýrslu Eftir að hann kemur hingað er hann hafður undir stöðugum áróðri efnahagsráðunauta stjórnarinnar og „verkalýðs- leiðtoga stjórnarflokkanna“. í uppliafi skýrslunnar, sem hann semur, tekur hann skýrt fram, að hún sé af van- efnum gerð. Þrátt fyrir þetta allt reynir stjórnarliðið nú að blása hana út sem hreinan Salómonsdóm. Þetta er ill meðferð á útlendingi, sem kemur hingað í þeirri góðu trú, að ekki eigi að misnota hann. Fyrirspurnir ítrekaðar Síðastl. fimmtudag beindi Tíminn eftrtöldum fyrir- spurnum til stjórnarblaðanna: Hvað myndu stjórnarblöðin kalla svik í landhelgis- málinu? Myndu stjórnarblöðin ekkrkalla það svik, ef ríkis- stjórnin féllist á að veita brezkum togurum svipaðar und- anþágur og íslenzku togurunum innan fiskveiðilandhelg- innar? Myndu stjórnarblöðin ekki kalla það svik, ef brezkir togarar fengju að veiða innan tólf mílna markanna á viss- um svæðum við landið’ Þessar spurningar ti1 stjórnarblaðanna eru hér með ítrekaðar og vonast til að þau dragi ekki lengur að svara þeim. ERLENT YFIRLíT... Sambúð Rússa og Kínverja Þeir tímar geta r.álgast aí Rússar óttist „gulu hættuna‘‘. ÞEKKT ENSKT blað komst nýlega svo að orði, að aðstaða Mao Tse Tung væri nú ekki að ýmsu leyti ósvipuð aðstöðu Stalins sumarið 1939. Þá hafi Stalin reynt að tefla þannig, að Þýzkalandi annars vegar og Bretlandi og Frakklandi hins vegar lenti saman í styrjöld, svo að Rússar gætu hirt Ieifar þess ara stórvelda á eftir. Nú myndi Mao hins vegar ekki neitt harma það, þótt Rússum annars vegar og Vesturveldunum hins vegar lenti saman, og Kínverjar gætu svo lagt undir sig rústirnar á eftir. Þótt ummæli sem þessi séu ef til vill ekki alveg sannleik- anum samkvæm, felast vafalítið í þeim veruleg sannindi. Nú- verandi furustumenn Kína láta sig vafalaust dreyma þá drauma, að Kína eigi eftir að verða mesta stórveldið eða jafn vel eina stórveldið í heiminum. Styrjöld milli R;ssa og vestur- veldanna, þar sem Kínverjar gætu að mestu staðið utan hjá, myndi færa þá nær því marki meira en nokkuð annað. SEINUSTU vikurnar hefur sá orðrómur farið mjög vax- andi.að sambúð Rússa og Kín- verja færi heldur versnandi eða nánara tiltekið sambúð for- ustumanna þessara þjóða. Marg ir hafa þó verið tr'egir til að trúa þessum orðrómi eða ekki viljað _ gera ofmikið úr hon- um. Ýmsar staðreyndir hafa hins vegar orðið opinberar, sem gefa það hiklaust til kynna, að þetta er meira en orðrómur. Rússneskir sérfræðingar hafa undanfarið haldið heim frá Kína í stórum stíl, kínverskir stúder.tar hafa haldið alfarnir frá Moskvu eftir hálfnað nám, og feHd hefur verið niður út- gáfa tveggja blaða á rússnesku, er sérstafclega voru helguð Kína. Við þetta og fleira af svipuðu tægi, bætist svo hinn augljósi ágreiningur milli Krustjoffs og Mao um túlkun KRUSTJOFF — veldur „gula hættan" honum orðið áhyggjum? á því veigamikla atriði í kenn- ingum Lenins, hvort telja skuli styrjöld óhjákvæmilega eða ekki. Allt þetta er sönnun þess, að sambúð Kínverja og Rússa er ekki eins innileg og áður og að forustumenn þeirra grein ir á um veigamikil atriði. ÞAÐ ER að sjálfsögðu rangt að draga þá ályktun af þessu, að einhver friðslit sé yfirvof- andi í sambúð Rússa og Kín- verja. Ýmsir sameiginlegir hagsmunir valda því, að til slíks mun ekki koma næstu ár- in eða a.m.k. verður að telja það mjög ólíklegt. Hitt er jafn framt líklegt, að heldur haldi áfram að draga sundur en sam- an. Forustumenn Kínverja munu halda áfram að fara sínu fram, án þess að lúta forustu ,.-V.N.‘V.%.*-\..-V»V»V»V«V.-\..V*V.V.- Rússa eins og áður, einkum þó í málum Asíu og Afríku. Þetta sést m. a. glöggt í Afríku um þessar mundir, þar sem Kínverj ar herða nú áróðurssókn sína og skáka jafnvel orðið Rússum á ýmsum sviðum. T.d. munu öllu fleiri sendinefndir frá Afríku koma til Peking en Moskvu á þessu ári, og útvarps- sendingar til Afríkulanda eru nú orðnar fleiri frá Kína en Sovétríkjunum. Margir telja sennilegt, að framkoma Rússa í Kongó stafi ekki sízt af því, að Krustjoff óttist, að Rússar geti annars misst frumkvæðið í Af- ríku í hendur Kínverja. MARGT BENDIR orðið til þess, að forustumenn Rússa geri sér Ijóst, að Kínverjar verða ekki aðeins bandalags- þjóð þoirra á komandi árum, heldur einnig keppinautar og það sennilega í sívaxandi mæli, þegar frá líður. Svo getur far- ið, og það jafnvel fyrr en varir að til be.nna hagsmunaárekstra komi milli Rússa og Kín- ver'ja í Ajsíu. Rússar eru nú orðnir eir.a Evrópuþjóðin, sem ræður yfu miklum löndum í Asíu. 3ú alda, sem þeir áttu þátt í að efla gegn öðrum Evr- ópuþjóðum í Asíu, getur beinst gegn þelm sjálfum fyrr en varir. Framkoma forustumanna Rússa næstu misserin mun í vaxand: mæli markast af þessu viðhorfi í komandi framtíð. Fyrir vestrænu þjóðirnar er nauðsynlegt að gera sér þetta ljóst. Tillögur Rússa í alþjóða- málum eru oft óraunhæfar og hafa þv< á sér áróðursbrag fyrst og fremst. En breyti þeir eitthvað um afstöðu. — m. a. vegna þess, sem hér er greint — þurfa vesturveldin að mæta því á jákvæðan hátt. Ef til vill, getur slíkt enn átt eftir að taka nokkurn »íma, en það ætti hins vegar ekki að koma á óvart, pótt slíkt gæti gerzt fyrr en almennt þykir líklegt. Þ.Þ. “\»\»-\»X»V»V»V* é > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > < > > > > > > > > > > > > > > > > > é > > > > > > > Albjóðamálið Esperanto Ritstjórn Tímans hefur góðfúslega léð esperanto- hreyfingunni dálítið rúm í blaðinu einu sinni j viku til að kynna lesendum þess þetta nauðsynja- og menn- ingarmál. Esperantistar eru þakklátir fyrir þennan góða skilning á málefni því, sem þeir berjast fyrir. Verður í þáttum þessunm leitazt við að veita lesendum nokkra fræðslu um tungu- málið sjálft, bókmenntir þess og sögu þau 73 ár, sem liðin eru siðan það kom fram á sjónarsviðið og þá ekki sízt, hvernig hagur þess er í dag. Á sðast liðnu ári voru liðin 100 ár frá fæðingu Zamen- hofs, sem er höfundur máls- ins. Síðar mun verða vikið að því, ag hve miklu leyti málið er „tilbúið“. En ég vil geta þess hér, hvernig nafnið er orðið til. Fyrstu kennslu- bókina á esperanto gaf Zam- enhof út undir dulnefninu: Dr. Esperanto. Þa® var árið 1887. En „esperanto“ þýðir vonandi, þ. e. sá, sem vonar. Brátt var farið að nota það sem nafn á málinu sjálfu. Lúðvík Lazarus Zamenhof fæddist í Bjalistok við landa mæri Póllands og Líthauga- lands 15. des. 1859. En Varsjá, höfuðborg Póllands er vagga esperantos, því að þar átti Zamenhof heima, þegar hann sem ungur nemandi lagði undirstöðuna að þessu mikla verki og þar starfaði hann sem augnlæknir manndóms- árin. Varsjá var þvj valin sem aðsetursstaður alþjóðaþings esperantista á síðast liðnu sumri. í sumar var alþjóða- þingið háð í Brussel 30. júní til 8. ágúst. Var það 45. al-; þjóðaþingið. Stefán Sigurðsson Síldveidi út af Langanesi Raufarhöfn, 14. sept. — Finnskt slldarskip kom inn til Raufarhafnar i nótt, og er um kyrrt i dag til viðgerð ar. Skipið er allstórt, búið bæði snurpunót og reknetum, og er síldin hausskorin og söltuð um borð. Skipið hefur undanfarið verig að veiðum 50—100 mílur út af Langa- nesi, og oft fengið sæmilega veiði af ágætri síld. Hefur það fengið um 4500 tunnur síldar. Þykir Finnunum und arlegt að íslendingar skuli ekki hirða um þessa veiði, en á þessum slóðum virðist vera árviss reknetaveiði hvert haust. JÁ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.