Tíminn - 17.09.1960, Side 6

Tíminn - 17.09.1960, Side 6
6 TÍMINN, laugardaginn 17. september 1960. Sextugur 9. sept. 1960: Ragnar Guðmundsson bóndi og oddviti Hrafnabjörgum Ég kom ekki til þess að hœla þér hót, þvi hólið er fcestum til hóta. Svo gengur það skoðunum mlnum i mót, þó mœttirðu sannmœlis njóta. Við landið og moldina tengdirðu trú, þeir töfrar í huganum skína- Hér festirðu rœtur og reistir þitt bú og ræktaðir jörðina þína. Og fangbrögð þú hefur við úthafið átt, þó yrðu á leiðinni tafir. Þig skorti ei kunnáttu manndáð og mátt að meta hans torsóttu gjafir. Sú gliman af kappi var þrásinnis þreytt, en þörfin að velja og hafnau í sjóœna hefirðu byrðingnum beitt, þó boðarnir hryndu um stafna. Hér býrðu nú, Ragnar, við blómstrandi hag og búskapnum réttmœti tryggii. Já, þú ert nú sextugur sagður i dag, en samt á þig framtlðin byggir. Þú leggur nú sjöunda ártuginn á og aldrinum tœplega háður. Það er varla uppgjöf i svipnum að sjá, og söm er þin festa og áður. Hér vinnurðu ennþá að vonunum þeim, er viðganginn helga og sanna, þó bílveginn skorti að húsunum heim og hugrekki þröngsýnna manna. Að þakka og muna oss beinlinis ber, þeim boðskap má tœplega neita. Ég sjálfur hef liðveizlu þegið af þér og þekki hvar trausts er að leita. Af manndómi sönnum h\er mynd okkur skín. Já, margt hefur skaparinn léð þér. Ég gekk ekki hingað með gjafír til þin, en guð veri alla tíð með þér. Já, þakklœti mitt er nú flutt þér og fœrt, en forláts minn andi þig biður og aftansól lífsins þér Ijómi nú skœrt, unz hður í hafdjúpið niður. Elías Þórarinsson, frá Hrauni. Þingi Samb. norðlenzkra barnakennara ný lokið 8. þing Sambands norðlenzkra barnakennara var liaidið á Akur- eyri í Barnr skóla Akureyrar dag- ana 1.—4. sept. Sambandið var stcfnað 8. okt. J942 í sambmdi við námskeið, sem haidið var á vegum Kennarafélags Evjafjarðar og áttu þir.geyskir kennarar írumkvæðið að stofnun sambandsins. Stjórn sambandsins fiyzt milli sýslna og er kjörtíma- biiið 2 ár. Fráfarandi stjórn skipa: Þórar- inn Guðmundsson, form., Svava Skaptad. ritari og Theódór Daní- elsson féhirðir. Varasíjórn: Tryggvi Þcrsteinsson varaform og Sigurð- ur G. Jóhannesson og Indriði Úflsson. Milli 80 og 90 kennarar og gestir sátu þingið, og þau námskeið, sem haldin voru i sambancfi við það. Þingforsetar voru kjörnir Hann- es J. Magnússon, skólastjóri og Jón Kristjánsson, ' Vívivöllum. Fundarritarar voru: Páll Jónsson og Sigurður Flosason. Gestir mótsins voru: Dr. Broddi Jóhann- esson, Þorsteinn Einarsson, íþrótta- folltrúi, Stefán Kristjánsson, íþróttakennari, Gestur Þorgríms- son, kennari og starfsm. við kennslukvikmyndasafn ríkisins, Guðrún P. Helgadóttir skólastjóri, Skúli Þorste;nsson form. S.Í.B. og Snorri Sigfússon, fyrrv. námsstjóri, sem er heiðursfélagi. Dr. Broddi flutti erindi og ræddi um hlutverk kennarans og skólans, mönnun og menntun kennarastétt- arinnar og stöðu mannsins og þarf- ir. Þorsteian Einarsson íþróttafull- tiui talaði um leikni og leikja- kennslu, og að því loknu sýndi hann kvikmynd gerða af búnaðar- samtökum Ncrðmanna um vinnu- í stjórn S.N.B. næsta kjörtíma- b;I eni þessir menn: Páll Jónsson, skólastjóri Höfðakaupstað, Þor- steinn Matthíasson, skólastj., Blönduósi cg Björn Bergmann, kennari Blönduósi. Varastjórn: Lára Inga Lárus- dóttir, kennari, Ólafur Kristjáns- son, skólastj , og Jóhann Björnsson kennari. Eftirfarandi ályktanir og tillög- ur voru samþykktar á þinginu: 1. Þrátt fyrir lagabreytingu S.Í.B., sem felur í sér að Norður- land verði t\ö kjörsvæði með sam- bandi á hvoro svæði fyrir sig, legg- ur þingið til. að Samband norð- lenzkra barnakennara starfi áfram með sama hætti og verið hefur, en kennarafélög hvors kjörsvæðis sjái um kosningu fulltrúa á þing S.Í.B. 2. Aðalfundur S.N.B., haldinn á Akureyri 1—4. sept. 1960, beinir þeirri ósk til stjórnar S.Í.B., að hún hlutist til um, að erindi um sióla og uppeldismál verði flutt í Ríkisútvarpið í byrjun þessa skóla- árs. 3. Aðaifundur Sambands norð- lenzkra barnakennara, haldinn á Akureyri 3. sept. 1960, skorar ein- dregið á hið háa Alþingi að hækka storlega tjárveitingu til náms- skeiða, sem haldin eru á vegum féiagssamtaka kennara. 4. Aðalfundur S.N.B. haídinn á Akureyri, 3 —4. sept. 1960, lýsir m.egnustu óánægju á þeim launa- kiörum, sem kennarar eiga við að búa og skorar á stjórn S.Í.B. að vmna ötuiiega að bættum kjörum stéttarinnar á þeim grundvelli, sem lagður var á fulltrúaþingi S.Í.B., sem haldið var í Reykja- vík á síðastliðnu vori. Bifrei5asalan Ingólfsstræti 9 Sala er örugg hjá okkur Símar 19092 og 18966 — SkiDti og hagkvæmir greiðsloskilmálar alltaf fyr- ir hendL 10 bækur —tæpar 2000 bls. á aðeins 137 krónur! 10 úrvals skemmtibækur, samtals tæpar 2000 blaðsíður verða seldar meðan upplag endist á aðeins 137 krónur. Notið þetta einstæða tækifæri til að gera góð bókakaup! Bækurnar sendast gegn eftirkröfu hvert á land sem er. tækni mannsiíkamans við hin dag- legu störf. Gestur Þorgrímsson flutti erindi um kennslukvikmynd- :r, gildi þeirra og notkun í kennslu. Hann var einnig til viðtals í skól anum föstudag og iaugardag fyrir þá, sem óskuðu eftir upplýsingum um kvikmyndir og skuggamyndir. Frú Guðrún P Helgadóttir skóla- stjóri flutti erindi um móðurmáls- kennslu í skólum. Ræddi hún eink- um um ritgerðarkennslu og gildi n.óðurmáisins fyrir þjóðina. Skúli Þcrsteinsson, form. S.Í.B. flutti fréttir frá fulltrúaþingi S.Í.B. og ræddi auk þess við norðlenzka full- trúa um laur.amál kennara. Snorri Sigfússon ávarpaði þingið og ræddi um framtíðarhorfur í skóla- rcálum þjóðarinnar og sparifjár- söfnun skólabarna. Þórarinn Guð- mundsosn ræddi um byrjunar- kennslu í reikningi og studdist þar við ný útkomna bók: Leikið og reiknað. ★ I ÖRLAGAFJÖTRUM kostaðl áður 30 kr.. nú 20 kr. ★ DENVER OG HELGA kostaði áður 40 kr., nú 20 kr ★ DÆTUR FRUMSKÓGARINS kostaði áður 30 kr., nú 20 kr. ★ RAUÐA AKURLILJAN kostaði áður 36 kr„ nú 20 kr. ★ SVARTA LEÐURBLAKAN kostaði áður 12 kr„ nú 7 kr ★ KLEFI 2455 1 DAUÐADEILD kostaði áður 60 kr„ nú 30 kr ★ I tómstundum. 1.—4. hefti Skemmtilegar og hörku- spennandi úrvals smásögur alls 256 bls„ á aðeins 5 fcr hvert hefti, eða 20 kr öl) heftin. t Reykjavík fást bækurnar S Bókhlöðunni, Laugaveg 47. Bóksalar og aðrir sem panta minnst 5 eintök af hverri bok fá 20% afslátt frá þessu lága verði. Spilakvöld Spilað verður félagsvist í félagsheimilí Kópavogs í kvöld kl. 9. Kópavogsbúar fjölmennið. Nefndin. V.V‘V»V*V.V.V.V»V.V.V*V*V*V*V*V.V*V*V*VtV*V*V*'' Faðir okkar Ketill Jónsson, fyrrum bóndi að Minni-Ólafsvöllum á SkeiSum, andaSist i Landsspítalanum aðfaranótt 16. þ.m. Jón Ketilsson, Stefán Ketilsson, Margrét Ketilsdóttir. Stefán Jónsson námsstjóri, sem tók virkan þátt í störfum og undir- búningi þingsins, flutti erindi um athygli og gleymsku, og áhrif þeirra á skólastarf og menntun. Iíannes J. Magnússon skólastjóri flutti framsóguerindi um framtíð sambandsins, vegna lagabreytinga, sem gerðar voru á síðasta S.Í.B. um skiptingu á kjörsvæðum. Leikjanámskeið og námskeið í teiknun og rcðeferð lita voru alla mótdagana. Stefán Kristjánsson, íþróttakennari leðibeindi á leikja- námskeiðinu og Einar Helgason íþrótta- og teiknikennari kenndi teiknun og meðferð lita. SkólavöruDúðin sýndi þann vel- vilja að senda sýnishorn af bókum og áhöldum. Var sýning þessi sölu- sýning og var opin þinggestum alla daga mótsins. Valgarður Haralds- son kennari sá um sýninguna. Þinggestú' sátu hádegisverðar- boð bæjarsíjórnar Akureyrar á laugardag og um kvöldið var kvöld vaka og kafíiboð S.N.H. að Frey- vangi. SÖGUSAFNIÐ Pósthólf 1221 — Reykjavík — Simi 10080 'V.V.V.V.V»V»V.V.V.V»V»V.V.V.V»V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 71. og 72. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1960 á húseigninni nr. 75 við Bústaðaveg, hér í bænum, talin eign Henry Eylands o fl„ fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 21. september 1960, kl. 3V2 síðdegis, og verður bé seld aðeins neðri hæð húseignarinnar m.m. Borgarfógetinn í Reykjavík. ^V»V»V»V*V»V»V»V»V«V*V»V»V»V»V«VtV»V»V*V»V»V»V*V»V»V»V*V»^

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.