Tíminn - 17.09.1960, Síða 8

Tíminn - 17.09.1960, Síða 8
8 TÍMINN, laugardaghm 17. septenÆer 1960. : \' SiSiS®? ‘ . wmm BÚSKAPUR Á GRÆNLANDI Ljosmyndir r Oskar Sigvaldason íslendingarnir, sem fóru til Grænlands í sumar. sáu að búskapur er allmikill á Grænalandi (sem svo var stundum áður nefnt) og landkostir eru allgóðir í Einarsfirði og Eiríksfirði. Einkum eru grænlenzkir bændur fjár- margir, eiga margt á fjalli en heyja lítið og eiga ekki hús yfir fénað sinn, sem gengur sjálfala og kemst allvel af í góðum vetrum en fellur í harðæri. Ekki tókst íslenzkum spyrjendum að sögn að fá um bað skýr svör, hve margt fé bændur ættu hver og einn, og virtust þeir um það nokkuð loð- mæltir, eins og sagt er um bændur í Húnaþingi og Skagafirði, er þeir tala um stóðhross sín og mergð þeirra. Grænlendingar hafa hesta af íslenzku kyni. sæmilega gripi að sjá, og bregða sér gjarna á bak, en reiðver eru engin til og þeysa þeir berbakt. Var sagt, að varla mundi til hnakkur í byggðinni. Ekki járna þeir heldur hseta, þótt veglaust sé og grýtt land. Hérna til hægri sést grænienzkur knapi á dönskum skóm ríða berbakt. Amboð eður heyskapartæki þótti ís- lendingum heldur stirðleg. Sést hér að ofan t. v. hrífa allsterkleg, viða- mikil og ekki tindanett — eða hversu mundi íslenzkum kaupakonum líka verkfærið, Þá er hér að neðan til hægri grænlenzkt orf. Ljárinn virðist keimlíkur Ijáum, sem íslendingar nota og orfið raunar líka, nema hælar eru tveir en kerling svipuð. — Eins og sjá má af myndinni hér að neðan fyrir miðju sprettur korn allvel á Grænalandi, og mátti þar sjá hina sæmi- legustu byggakra. Loks er svo hér að neðan til vinstri áhaid, sem ýmsir eídri íslendingar kannast við, en það er vatnsberi með alíslenzku lagi, gróp fyrir háls og herðar, en í endum bönd og krókar fyrir fötur. — Og lýkur svo þessum fræðsluþætti um grænlenzkan búskap.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.