Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 7
T f MIN N, föstudaginu 23. september 1960. 7 Nðurlag. Hé r er aftur getsökum og dylgj- um af versta tagi kastað á báða fcoga, svo að jafnvel gömlum refa- skyttum, sem mörgu hafa kynnzt, ofbýður alveg. Og undarlegt má það heita, ef öllum, sem þennan óhróður lesa, verður ekki fyrst fyrir að gruna, að þarna birti greinarhöfundur umbúðalaust eig- ið innræti, sem honum virðisf crðið svo tamt að sýna, án þess að fyrirverða sig. Því enn bætir hann við:^ „Ýmsir menn, sem stundað hafa mmkaveiðar á sumrin í tómstund- um, hafa greinilega orðið þess varir, að þeir eru sums staðar ekki neinir aufúsugestir, hvorki hjá „lénsherrunum" né sumum bænd- um, jafnvel þótt kunnugt sé um éunnin minkagren í landi þeirra.“ Síðar segir greinarhöf.: „En á hinn bóginn er það tortryggilegt, að mönnum, sem ekki eru að neinum tfellvirk.ium kunnir (þ. e. þessir .ýmsu menn“) og hafa nokkra reynslu af minkaveiðum, sé bein- iinis meinað að vinna að eyðingu vágestsins." Hér dylst ekki að greinarhöf. er að bera skjöld fyrir einhverja menn, „sem stundað hafa minka- veiðar á sumrin í tómstundum“. Og ekki verður annað séð en hann — alveg eins og þeir — telji ekk- ert athugavert við það, þótt þeir taki sér Bessaleyfi og vinni minka- greni, sem þeir af kunnugleik vita um, án þess að ráðnir minkaveiði- nenn, sem hann kallar „léns- hcrra“, hafi hugmynd um, fyrr en eftir á. Það er ótrúlegt hvað greinarhöf. virðist bera lítið skyn á það, sem hmn er hér að segja, og lögin, frá 5. júní, 1957, um eyðing refa og íninka, virðist fráleitt að hann hafi Iesið. Fyrsta málsgrein, 5. gr. þeirra, hljóðar svo: „Stjórnir sveita, bæja eða upp- rekstrarfélaga skulu ráða veiði- inenn, einn eða fleiri, til þess að leita og vinna greni og minkabæli á þeim svæðum, sem þeim ber skylda til.“ Síðasta málsgrein sömu lagagreinar, er aftur á þessa lund: „Veiðimenn þeir, sem hér um ræðir, skulu reiðubúnir til starfs, þegar þörf krefur og hvenær sem greni eða minkabæli finnst.“ f reglugerð, sem Landbúnaðar- ráðuneytið gaf út, um eyðingu refa c-g minka, og fékk gildi 28. nóv. 1958, er mun skýrar að orði kom- izt í 3. gr., sem hljóðar svo: „Frá miðjum maí og þar til hinni skipulögðu refa- og minka- leit var lokið, er öðrum en hinum raðnu veiðimönnum bannað að virma greni eða raska þeim, nema í samráði við skyttu svæðisins. G;.dir þetta ákvæði jafnt um land- e gendur sem aðra, þar til refa og minkaleit hefur farið fram, en þó eigi lengur en til loka júlímán- aoar.“ Greinarhöfundur fer ekki dult með það, að hann á sitt hvað í pokahorninu En hefði hann farið að flíka því, sem fyrr greinir um , tómstunda-veiðimennina“, eftir að hafa lesið þessar síðustu tilvitn- anir, þykir mér þó heldur ólíklegt. En — „manneðlið er með ýmsum vanköntum, rétt eins og eðli minks- ins“, segir hann sjálfur. Þó efast ég um að hann viti að minkarnir éta stundum afkvæmi sín. Að lokum er greinarhöf. farinn að glíma við eigin draug, og mun enginn harma það. Hann segir: „Svo mikið er víst, að seint mun unninn bugur á minkaplágunni, ef sá hugsunarháttur nær einhvers staðar að þróast, að minkatekja verði til hlunninda talin hér og þar um landið." Og enn eru það heilabrotin um „hlunnindin af minkatekjunum“, sem vaxa hon- um yfir höfuð ^ Margt fleira mætti um þessa rit- smíð segja. En það, sem vitnað er í, nægir til að sanna, að samvizka greinarhöfundar virðist ekki á nvarga fiska og þó mun sjálfsvirð- iagin hálfu rýrari. Orðið er frjálst: Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmaiandi Var það allt af illgirni mælt? Sú ólga, sem veldur því, að menn þurfa að ausa þessu ur sér, þarf enginn að segja mér, að sé vakin af illgirni einni saman. O, nei, nei! Það er öfundin móðir hennar, sem á sökina Þegar svo þær mæðgur bregða sér á bak hin- um ólma fola mannlegs breysk- ieika, til að sverta einstaklinga eða cinhverja stétt manna, í augum fjöldans, eru þær ekki að súta, þ.ótt gleymist að grípa nreð sér, — þó ekki væri nema hálfan vasaklút, — til að hylja nekt sína. Sú mann- tegund, sem þannig lætur Gróu- ef-lið ráða gerðum sínum, er sann- arlega aumkunarverð. HrópaS frá hærri stöSum í „Morgunblaðinu" 11. marz s. 1., fcutist Rogalandsbréf frá Árna G. Eylands, þeim mæta manni, með yfirskriftinni: „Meðgjöfin með rninknum“. Bréfið byrjar svona: „Minkurinn er að verða dýr í rekstri. í fjárlögum ársins —• frum- varpinu — er gert ráð fyrir að kostnaður við eyðingu refa og niinka árið r960 verði 3.207.000 krónur. Þetta er kostnaður ríkis- ins, en kostnaður sýslufélaganna og hreppanna er ótalinn og bætist v'ð. Það var nokkuð að vonum að fjármálaráðherra drap á þennan lið fjárlaga i fjárlagaræðu sinni, sem eitt af því, sem ber að athuga, hvort ekki sé hægt eitthvað að spara.“ Síðar segir: „Miklu fé er varið til að skipu- leggja veiðar refa og minka. Ákvæði um veiðar minka hefur verið bætt við forna og reynda löggjöf um refaveiðar og að veru- legu leyti byggt misskilningi um hvað hentaði í því máli. Útkoman jafnvel sú, að minkurinn er frið- aður að því marki, að þótt röskur n’aður rekist á minkagreni er hon um að viðlagðri sekt bannað að vinna það, sökum þess að það á að vera sérgrein vissara manna. Óþarft er að rekja þetta.“ Mér virðist háttvirtur greinar- höfundur grípa tvær flugur um- svifalaust. Þá fyrri hina sömu og hæsívirtur fjármálaráðherra um það hvort ekki væri hægt að spara „eitthvað þennan kostnað ríkisins. Þá síðari um minka-„friðunina“. Satt að segja furðaði mig á svona ummælum frá þessum manni. Mér flaug því í hug, að mikið yrðu stangaveiðimennirnir okkar brosliýrir ef stórlaxarnir væru svona snöggir upp á lagið. Þá talar gi'einarhöfundur um þrenns konar blindu. í fyrsta lagi að verja stórfé árlega til að vinna villiminkinn „í bezta lagi með nokkra von um að geta haldið við- komunni nokkuð í skefjum, ef nógu mörgum milljónum er varið til þess árlega að stunda minka- veiðar sem sérgrein vissra manna, eins og hann orðar það. í öðru lagi að hafa ákvæði enn í lögum, sem fcanna allt minkaeldi, þó hann við- urkenni rétt á eftir, að: „Mönnum var vorkunn, löggjöfum sem öðr- um, þótt gripið væri til þess ráðs í gremju að banna minkaeldi og að eyða villdýrunum". íþriðjalagi, lafað í þeirri von að takast mætti aö leyfa ekki minkaeldi hér á kndi, þar sem minkaplágan er orð- 'ri staðreynd hvort sem er. Þetta riðasta hafa fleiri mælt og virðist mér rétlmætt að athuga það gaum- gæfilega. Og það traust ber ég til háttvirrs greinarhöfundar, að fáum mundi eins vel trúandi til að verða þar að liði og velja úrvals minka- s.ofna, handa löndum sínum, ef til kæmi, svo aldrei framar henti að fiuttir væru inn moldarlitaðir d.iöflar, eins og þeir, sem nú eru að leggja undir sig landið. Næst er þá að víkja að „flugun- um“. Um sparnaðinn þetta: Ég ef- ast um að háttvirtur greinarhöf- undur og háttvirtur fjármálaráð- herra hafi t. d. gert sér nokkra grein fyrir því hvað mörg þúsund dagsverk fara í það að leita í öll- um refagrenjum á íslandi og hvað þá tvisvar. En að athuga vel í öll þekkt gren seint í júní og fram eftir júlí og i'ylgja því fast eftir að vir.na dýrin, sem þá hittast, hefur nú síðustu ár fækkað þeim mjög. Því allir, sem til þekkja vita, að refir, sem gjóta í óþekktum grenj- um í óbyggðum, eru oft fluttir í þekkt gren á þessum tíma, þ. e. komnir á ról með alla krakkana. Og hvað mundu þeir gizka á að tæki langan tíma að leita að mink- um og minkabælum um mikinn hluta landsins? Og — ekki einu sinni heldur tvisvar, eins og lög- t-oðið er. Mér finnst því þessi sparnaðartillaga hefði betur átt heima annars staðar meðan farið ei eftir landslögum og verið er að sýna mjög virðingarverða tilraun t.i að fækka þessum ófögnuði, og óneitanlega með talsverðum ár- angri, sem þeir munu sjálfir verða að játa síðar. Þá er „friðunin". Það er ekki að undra þó fjöidinn grípi slíka flugu, þegar eins gáfaður og lifsreyndur maður eins og Árni G. Eylands glæpist á henni Og heldur hann virkilega að það þurfi ekki nema „röskan mann“ til að vinna minka- gren? Stundum reynist það þó full- erfitt fyrir þeim, sem hafa hunda og allan útbúnað. En út frá þess- urn ummælum hans um „sparnað" og minka-„friðun“, finnsi mér ekki hægt að komast hjá að furða sig á þessari sióndepru. Minkar og refir eru rétt- dræpir hvar og hvenær, sem þeir verða á vegi manns Tökum dæmi: Snemma morguns, í maí, skýtur bóndi mórauða tófu, sem er að gæða sér á eggjum í æð- arvarpinu hans. Það er mórauð læða og inn í henni fimm mikið vaxin fóstur. Um svipað leyti rekst tingur bóndi á nýdrepinn gemling, þann fimmta, á stuttum tíma, langt inn í afdal. Það er föl á jörð, svo að hann fylgir slóðinni eftir bít- rnn, sem búið var að reyna mikið við, án árangurs. Og viti menn. Bóndinn hefur farið stutta leið, þegar tæfa hefur stungið sér inn í gamalt gren. Hann tekur sprettinn heim, hringir í ráðnar refaskyttur, sem eru ekki viðlátnar, svo hann biður fyrir strengileg orð til þeirra, að koma eins fljótt og þeir geti. Sjálfur segist hann fara strax með byssu og leggjast við grenið þar til þeir komi, því bessu tæki- færi megi ekki sleppa. Skömmu eftir hádegi kemur út stór, mdrauður refirr. Það voru hans síðustu spor. Á heimleiðinni mætir hann refaskyttunum á þan- spretti. Og allir glöddust yfir þessu happi. Bílstjóri skýtur tófu (læðu) sem verður á vegi hans uppi á heiði í júlí. Hún á sýnilega gamla yrð- linga. Hann lætur strax ráðnar rofaskyttur vita hvar betta var. Annar bílstjóri gaggar til sín gaml- an yrðling, sem verður á vegi hans, og getur skotið hann. Svona mætti lengi telja. Á sama hátt er nrink- vm banað með ýmsu móti, úti á víðavangi, alla tíma ársins, án þess nokkrum komi til hugár að fetta fingur út í það. Ég hef heldur aldrei heyrt því fleygt að refir væru friðaðir. En sömu ákvæði gjlda auðvitað fyrir báða. Þessi minka-„friðun“ er því bara hugar- burður eða draumórar vissra manna, sem þeir heldur ekki hafa reynt að rökstyðja. Hvað segja svo lögin? Um þau verð ég fáorður hér. Þar er margt réttilega tekið fram, en þar vantar líka furðu margt. l)m minkafriðunina læt ég nægja að vísa til 1. og síðustu málsgr. 5. gr laganna og 3 gr. í reglugerð- inni, er ég áður nefndi. En það er annað í lögunum, sem veldur deil- um og það ekki að ástæðulausu. Eg_ nefni hér aðeins þrennt. í 9. gr. laganna eru ákveðin 350 króna verðlaun fyrir hverja unna hlaupatófu og kr. 200 fyrir hvern unninn mink. Og auðvitað ætlast löggjafinn til að hann sé orðinn „fleygur og fær“, eis og hlaupa- tótan. En 8. gr. er svona: „Skotmenn og vökumenn, sem hggja á grenjum, sbr. 5. gr„ skulu taka laun fyrir störf sín samkvæmt samningi við aðila þá, er sjá um vinnslu grenja. Heimilt er að semja um verðlaun fyrir unnin dýr og yrðlinga, þegar ráðningar kjör veiðimanna þessara eru ákveðin. Á sama hátt skal semja um kaup þeirra manna, er taka að sér að vinna mink og minkabæli, sbr. 5. gr.“ I stað þess að semja um kaup þeirra, er vinna við minkaeyðingu á sama hátt og við refaskyttur, brgeður svo undarlega við að þess- ar tvö hundruð krónur eru borg- aðar á hvern minkahvolp, sé hann laus við móðurina, en annað kaup hafa veiðimenn ekki við að vinna minkabæli. Og svo eiga þeir að sjá sér hag í því að „ganga ekki of nærri stofninum“. Sé það líka svo, i stöku stað á landinu, að refa- skyttur taki 350 kr„ — eða jafnt, — fyrir hvern yrðling og fullorðin dýr á greni, og sæmilegt tímakaup líka, er nú samræmið orðið heldur bágborið. Svo herðir þetta á hnút- unum, sem lcggjafinn á sinn þátt í að skapa, þegar refaskyttur ann- ars staðar á landinu hafa ekki helming af þessu kaupi fyrir sinn snúð, jafnvel þó hann kosti þá miklu meira erfiði. Hvað veldur því að ekki er ákveðið í lögum sema kaup um allt land fyrir þessa vrnnu, þar sem líka að ríkið borg- ar tv þriðju hluta af allri upphæð- inni og hefur sjálft ákveðið verð- iaun fyrir unna minka og refi? f stað þess er ætlast til að sveita og fcæjarstjórnir, sem skipta hundruð- vm yfir landið, fái aðstöðu til að prútta við veiðimenn, hver í sínu umdæmi og á hverju vori, um kauið. Mætti segja margt spreng- nlægilegt frá þeim orðasennum cllum, fyrir utan allt misræmið, sem með þvi skapazt, til angurs þeim, er við búa og fyrir utan öll olnbogaskotin, sem því fylgja, eins og þegar hefur verið lýst. Það var F.Ilt annað meðan hreparnir sjálfir báru allan kostnað við refaeyð- inguna. Það er heldur ekki ða undra, þótt ýmsum finnist eitthvað bogið við það, að í sumum lands- fclutum, þar sem mest hefur verið e.'trað fyrir refi, skuli það kosta helmingi meira, og ríflega það, að sálga hverjum ref, miðað við þá staði, sem mrnnst hafa átt vif^ slík- an verknað. í öðru lagi vantar al- veg í lögin og reglugerðina glögg íyrirmæli um það hvernig fylgjast skuli með þeim refastofninum, sem er hættulegastur, en furðu ni’sjafn eftir landshlutum, en það eru bitdýrin. Fleira mætti telja. Lög og reglugerð um eyðing refa og minka þarf að endurskoða ræki- lega og byggja hana upp á þann hátt, að þar sé forðast, eftir mætti, að láta skína i lostæta bita il sund- urlyndis, því þá er einnig víst, að öíund og illgirni streyma á lykt- ina af þeim. En meðan svo er þarf enginn að undrast þó allra handa ófögnuður komi, í hendingskasti, á rekann til að háma í sig „góð- gætið“. Er ekki bezt að stokka upp aftur? Það eru engin nýmæli að sá gamli geri sér það til dundurs að stinga spaðaás inn í spil til að koma af stað illindum Því ekki vantar klókindin þar. Hér hefur nú ■■'erið sagt frá hliðstæðum verkn- aði Og til þess að losna við pey- ann sé ég ekki nema eitt ráð. Það er að fá spilin í hendur þeim ír.önnum, sem mest og bezt hafa kynnt sér lifnaðarhætíi refa og minka og unnið að eyðingu þeirra her heima, og biðja þá að stokka UPF aftur. Því hver vill bera á móti því, að reynslan sé sá grunn- ur, sem reynist öruggastur? Maí 1960. Theodór Gunnlaugsson, frá Bjarmalandi. Sendisveinn Oss vantar duglegan sendisvein 1. okt. n.k. Upp- lýsingar á skrifstofunni, Hverfisgötu 6. Áfengisverzlun ríkisins, Lyf javerzlun ríkisins. Leiklistarskóli Leikfélags Reykjavíkur tekur til starfa 1. okt. Væntanlegir nemendur'hafi samband við skrif- stofu L.k. í Iðnó í dag eða n.k. mánudag kl. 1—3 eftir hádegi. Sími 13191. Sendisveinn TÍMANN vantar sendisvein fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. Afgreiðsla TÍMANS-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.