Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 9
TfMINN, fðstudagmn 23. september 1960. 9 færðar á rennibðndum inn í frysti hús. Mör og lungu, lifur og hjörfu koma í annan sal til aðskilnaðar þvotta og snyrtingar, sett í alúm- íníumbakka sem stungið er í þar til gerða rekka og kælt þar. Að því loknu er rekkunum ekið í frysti húsið og bökkunum stungið inn í aðra sams konar rekka til frysting- ar. Það, sem sett er í dósir, er um- búið frammi og flutt þannig til Hausarnir eru fluttir í þessum kláfi, sem hreyfist á rennibraut. Þar velkj- ast þeir hvorki né blóSgast. frystingar. Sikrdkkarnir ganga hins vegar áfram á rennibandinu, eiu þvegnir og snyrtir, en síðan koma þeir inn í kjötsalinn og hanga þar til næsta morguns að þeir eru tekn ir til viktunar. Skrokkamir eru svo klæddir og settir til frystingar seinnihiuta dags. Það var reynt í sambandi við þessa endurbyggingu að taka upp allar þær nýjungar, sem reyndai' höfðu verið annars staðar hér á landinu. Við nutum þar reynslu og kunnugleika þeirra á Teikni- stofu Sambandsins, sem hafa teikn- að og fylgst með byggingu flestra nýju sláturhúsanna hér en þeir hafa ferðast milli sláturhúsanna undanfarin haust, kynnt sér vinnu- brögð og reynt að skipuleggja tæki og vinnubrögð samkvsemt þeirri reynslu og á þann hátt, sem þeim virðist að muni koma að bezt um notum. Sá maður, sem hefur mest að þessu unnið og teiknað og skipulagt allan búnað hér, er Björgvin Ólafsson verkfræðingur. Hann kom nú hér nokkrum dögum áður en við hófum slátrun og var viðstaddur, þegar lögð var síðasta hönd á frágang þessa alls, og það vildi nú svo vel til að það var mjög lítið, sem þuifti breytinga við, þó að þama væri ýmislegt nýtt, sem ekki hafði verið reynt áður. Þá gat maður nú búizt við að sitthvað reyndist öðruvísi en hugsað hafði verið, en hvað það snertir höfum við ekki orðið fyrir neinum óþægindum. Eins og gengui', þá er fólkið vant gamla ’laginu og þarf tíma tii að átta sig á hinum nýju vinnubrögðum, og við höfum ekki núna, tvo fyrstu dagana, náð þeim afköstum, sem við áðui höfðum, en slíkt stendur til bóta. Yfirleitt er fólkið hrifið af þessu. Það sér að öll aðstaða til verkunar hefur stórum batnað og vinnan mun létt- bærari. — Hvað slátrið þið mörgu fé á þessu hausti? — Samkvæmt áætlun slátrum við um 900 á dag og heildarslátrun er áætluð ‘26450 fjár. — Hvað er starfsfólkið margt? — Við húsið frá fyrsta til síð- asta 82. — En vom í gamla húsinu? — Voru áður 74—76, en við höfum aukið dagslátmnina lítils háttar, eða úr 800—850 í 900 á dag eins og ég sagði áðan. — Og gerið kannske ráð fyrir að auka hana enn? — Já, það var nú svo að við þorðum ekki að auka hana meira þó að við teldum að vegna þessa breytta búnaðar hefðu skapazt skil- yrði til að auka hana enn meir með tiltölulega lítilli fólksaukningu vegna þess við þurtftum samtímis að auka vélakost frystihússins og engin reynsla fengin á þvi hvaða afköstum hann skilaði. Kjötið er nú lagt með venjulegu lofthitastigi inn í frystihúsið þar eð forkælir- inn var lagður niður. Þá þurfti að stórauka frostið og við þorðum ekki meðan reynsla var engin að bæta meir við afköstin að þessu sinni. Hins vegar er sláturhúsið byggt fyrir meiri slátrun eða 1100 fjár á dag. — Gerirðu ráð fyrir að þessi nýi búnaður muni hafa vinnusparnað í för með sér, að þið þurfið hlut- fallslega færra fólk m. v. afköst? — Við ætlumst nú til þess þeg- ar frá líður og menn venjast að- stæðunum. En það er strax gTerni- legt að öll meðferð er miklu hrein- legri og auðveldari en fyrr. — Þið ætlið að koma upp mötu- neyti fyrir starfsfólk. — Já, það er ætlunin að hafa það á efri hæð gæmhússins, sem við byggðum í sumar. Þar ver’ða snyrtiherhergi, eldhús og búr, all- stór matsalur og fatahengi. Við gát um nú ekki lokið þessum hluta byggingarinnar eða mötuneytisað- stöðunni fyrir þetta haust vegna manneklu í sumar. Sláturhúsið vaið að sitja fyrir. En það er unn- ið að þessu samhliða slátruninni og ef vel gengur, þá gætum við tekið þetta í notkun síðast á þessari sláturtíð. — Hvað fcosta nú þessar fram- kvæmdir? — Það er víst of snemmt að tala um það. Bygigingunni er ekki lokið og reikningar óuppgerðir. Hiiis veg ar kostar þetta mikið fé. Það kost- ar allt mikið í krónum nú á tímum eri þær eru verðlitlar eins og við vitum. Þetta var aðeins nauðsyn. Það, sem verið er að verka, er öll framleiðsluvara hér'aðsins og ann- að er ekki forsvaranlegt en að að- staða sé slík að varan geti orðið fyrsta flokks og boðleg á hvaða markaði sem er og hvenær sem er. — Sigurður, hvað hefur þú stórt svæði til eftirlits? — Frá Húsavík til Hornafjarðar. — Hvað eru mörg sláturhús á svæðinu? — Þau hafa verið 21 og eitt er í byggingu við Lagarfljótsbrú. — Þetta hér á Kópaskeri er lik- ast til það, sem þú ert ánægðastur með? — Já, því er fljótsvarað. Það virðist nú í augnablikinu vera komið langt fram úr hinum húsun- um. Hitt er svo annað mál, að víst hafa sumir í huga að gera um- ur hjá sér og þær standa á sumum stöðum yfir. Það hefur til dæmis verið áformað að byggja alveg nýtt sláturhús á Húsavík, þó að fram- kvæmdir séu ekki hafnar. Þær hef jast þó að líkindum fyrr en var- ir og ekki efast maður um að þeir reyni að gera það svo vel úr garði sem unnt er. — Eru slátrunars’kilyrði léleg á þessu svæði, einhvers staðar eða víða? — Það eru þau að Vísu, en frysti- húsin eru þó yfirleitt orðin góð þar sem um meiriháttar slátrun er að ræða. Það voru þau ekki fyr ir nokkru, sérstaklega var of lítið frost í þeim. Nú eru flestir búnir að sigrast á þessu. Þó vantar fjöldanrargt til að aðstaða sé nægi lega fullkomin. Meðal annars er húsnæði sums staðar of lítið. En á seinni árum hefur orðið veruleg breyting í þessum efnum þannig að áður fyrr tóku framleiðendur verulegan Muta af slátrunum heim tH sín til neyzlu fyrir sig og sitt fólk. Nú hefur þetta breytzt þann- ig að slátrin falla sem innleg-g til sláturhúsanna og þarf mikið til að hirða allt það magn svo vel sé. Á mörgum slátrunarstöðum hefur því vantað húsakynni fyrir t. d. eina grein eða fleiri og stafa af því mik- il vandræði. í því sambandi er ekk ert á móti því að taka það fram, að til þess hefur verið gripið að reyna að kæla sumar tegundirnar úti, en það er mjög gallað og í rauninni ekkert viðunandi fyrr en hægt er að kæla allt undir þaki. Þetta ’hefur náðst hér á Kópaskeri en tæplega annars staðar. Til dæmis hafa menn á flestum stöð- um orðið að kæla gærur utan húss, sumir hausa og jafnvel fleira. Ekk ert af þessum vörum þolir þetta í raun og veru. Þetta mætti að Vrsu I Sigurður Björnsson, yfirkjötmatsmaður, t. v. og Þórhallur Björnsson, kaup- féiagsstjóri, ræðast við. gera í góðu veðri en ekki £ vot- viðri og stormum, sem er hin al- gengasta haustveðrátta. Jafnvel sólskinið getur skemmt margar sláturafurðir. — Þórhallur, þið eruð komnir það vel á leið með höfnina hér að þið getið losnað við allar afurðir fr'á bryggju? — Jú, það ætlumst við tiltmeð þeim hafnarframkvæmdum, sem lauk á s. 1. sumri en Grettir var þá hér í rúman mánuð að vánna að dýpkun hafnarinnar. Þar á und an hafði verið unnið að framieng- ingu bryggjunnar, og það er nú komið svo, að allt að 1000 tonna skip geta lagzt hér að bryggju. Þannig höfum við á s. I. ári fengið allar þungavörur og losnað við meginið af afurðunum í skip, sem hafa lagzt hér að bryggjunni. Þetta er alveg nýtt í okkar sögu, því að fram að síðasta ári höfðu skip ekki komið hér að bryggju. Að vísu höfðu þrjú erlend skip komið hér með slatta á seinna ári bryggju- framlengingarmnar en íslenzk skip ekki fyrr en á árinu ’59. — Eruð þið þá hættir að nota uppskipunarbáta? — Að mestu Ieyti. Að vísu er það nú svo, að strandferðaskipin Esja og Hekla koma hér ekki upp að en við gerum okkur vonir um að þau fari til þess áður en langt um líður. Við bíðum þess að þeir sjái sór ekki fært annað en veita okkur þá þjónustu, sem þeir eiga að ’geta veitt við sæmileg skilyiði og aðrir njóta. B.Ó. Gærurnar hanga um stund á rám til kælingar, sfðan er þeim kastað niður um lúgu á gólfinu og ,þær saltaðar í stafla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.