Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.09.1960, Blaðsíða 16
> . •» •, • * *• 'i i ' Stjórn Skógræktarfélags Reykjavtkur bauð frétta- mönnum í fyrradag í heim- Friðrik er hæverskari sókn í skógræktarstöð sína í Fossvogi, en þar er unnið að uppeldi trjáplantna í stórum stíl. Hefur gróðrarstöðin stað- ið í miklum blóma í blíðviðr- inu í sumar, og er ætlun fé- lagsins að gefa almenningi kost á að skoða hana um helmingur við gróðursetn- ingu. Bærinn kaupir tvo þriðju hluta af framleiðslu stöðvarinnar til gróðursetn- ingar j Heiðmörk, en afgang urinn er að mestu garðplönt ur sem bæjarbúar kaupa af stöðinni. 300 A ■ / ari i þús. nýjar plðntur á stöðínni í Fossvogi ' Langur og mjór, stuttklippt ur með gleraugu, hæglátur og skemmtilegur við að ræða. Maðurinn er Svein Johanne- sen gestur Skáksambandsins og Taflfélagsins á minningar- mótinu um Eggert Gilfer, sem háð er í Sjómannaskólanum á þessum haustkvöldum Svein Johannesen er 22ja ára gamall og er núvei'andi skákmeist- ari Norðurlanda-arftaki þeirra Baldurs Möllers og Friðriks Ólafs- sonar stórmeistara. Hann hefur, þegar þetta er ritað, lagt að velli þá Kára Sólmundarson, Guðmund Ágústsson og Guðmund Lárusson en orðið að lúta í lægra haldi fyrir Inga R. á Gilfersmótinu. Frétta- maður frá blaðinu hitti Johanne- sen að máli á dögunum og fer hér á eftir árangurinn af því í stórum dráttum. — Hvenær byrjaðir þú að tefla, Johan-nesen? —Svona 1950, minnir mig, en ég kunni manngangi-nn löngu fyr’ir þann tíma. — Og hvað um árangurinn? — Hann hefur nú verið svona upp og ofan. Ég er ekkert undra- barn en ég hef tekið þátt í mörg- — maður framtíðarinnar. um skemmtilegum mótum og stundum staðið mi-g vel. — Öllu meira vill Johannesen ek-ki um þetta segja en þess má geta, að auk þess sem Johannesen hefur unnið titil skákmeistara Norður- landa hefur hann orðið skákmeist- ari Noregs og Osloborgar og teflt fyrir land sitt á alþjóðlegum mót- um og ekki orðið því til neinnar skammar með frammistöðu sinni. — Hver er nú uppáhaldsskák- maðurinn þinn? — Keres. — Alveg ákveðinn? — Já. — En af hinum yn-gri mönnum? — Spasskij. — Ekki Tal? — Nei, Spasskij, en Tal ^r góð- ur. Ég náði einu sinni jafntefli við hann. En síðan hefur honum farið meira fram en mér, því nú er hann orðinn heimsmeistari. Ég hef líka teflt við Keres og Smy- slov en ekki sótt mikið fang í þeirra greipar. — Það geta víst fleiri sagt. Þeir kunna ýmislegt fyrir sér. — Já. — Er þér minnisstæð sérstak- lega einhver skák, sem þú hefur teflt? _ — Ég veit ekki. Ég fékk einu sinni fegurðarverðlaun. Það var fyrir skák við Schweber frá Arg- entínu í Antwerpen 1955. Ég man vel eftir þeirri skák — en Schweb- er hjálpaði vissulega upp á verð- launin. Skemmtilegasta mót, sem GUÐMUNDUR LÁRUSSON — taugarnar, taugai-nar. ég hef tekið þát-t í var í Riga í fyrra. Ég varð að vísu að láta mér nægja 11. sæti af fjórtán. Spasskij vann og Tal varð fjórði. Þetta var mjög skemmtilegt mót. — Bjóstu við að vinna Noiður- la-ndamótið í Örebro? — Nei. Það var óværit. Ég Kefði sennilega átt að tapa fyrir Inga R. þar, en hann lenti í tímaþröng og missti niður góða stöðu og tapaði. — Nú er hann búinn að hefna. — Hann vann um daginn. Hann telfdi mjög vel. Ég fékk slæm-t út úr byrjuninni og sá aldrei da-gsins Ijós. Þetta var bara tímaspur'smál. — Þekkirðu Larsen? — Ætli það ekki. Hann og Frið- rik eru stóru stjörnurnar á Norð- urlöndum. — Larsen er góður skákmaður. — Já, en hann er misjafn. Frið- rik er traus-tari segjum við í Nor- egi. Við berum þá oft saman. Hann er líka hævei’skari, Friðrik. Já, Fiiðrik er traustari en Larsen á góða spretti. — Þú hafðir heyrt um Gilfdr? — Ég hef séð skákir eftir hann í bók, sem ég á. Það er heiður að vera þátttakandi í minningarmóti um hann. Þetta var sómamaður og skák- jöfur. — Og svo hin gamla spurn ' GUNNAR — Rússunum þótti hann góður. ing. Hvernig iíkar þér að vera kominn til íslands? — Það amar ekkert að mér. Mér finnst mótið þó vera svolítið langdregið en við því er víst ekk- eri að gera. Annars er skipulagið ágætt. Ég fei heim strax að mót inu loknu, því ég á að tefla á Ól- ympíumótinu í Leipzig. — Á fyrsta borði? •— Já. iFramh. á bls. 15.) næstu helgi — ef veður leyfir. Verður gróðrarstöðin opin almenningi frá klukkan hálf tvö til sex á laugardag og sunnudag, en strætisvagnar ganga á hálftíma fresti í Fossvog á þeim tíma dags. Saga og ræktun Þeir Guðmundur Marteins son, formaður Skógræktarfé- lags Reykavíkur, og Einar Sæmundsen, framkvæmda- stjóri þess, skýrðu frétta- mönnum frá sögu skógrækt- arstöðvarinnar og starfi henn ar. — Þar var fyrst hafizt handa um undirbúning skóg ræktar árið 1932 og þá á veg um Skógræktarfélags íslands. Réðist Hákon Bjarnason til forstöðu stöðvarinnar, og var hafizt handa þar um trjárækt 1934. Skógræktarfé lag Reykjavíkur var stofnað 1946 og tók þá við rekstri stöðvarinnar, og hefur Einar Sæmundsen veitt henni for- stöðu síðan 1948. Upphaflega hafði stöðin 9 hektara lands til umráða, en það hefur nú verið aukið j 13 ha. Meginverkefni stöðvarinn- ar hefur um mörg undanfar- in ár verið uppeldi trjá- plantna, og nemur fram- leiðsla hennar nú 300 þúsund plöntum á ári, en mætti hæg lega auka í hálfa milljón með óverulegri stækkun landrým- is. Fjöldi starfsfólks er að sjálfsögðu breytilegur eftir árstíðum, en veröur mest um 80 manns, og vinnur helrry ingur í stöðinni sjálfri en Mest ræktaS sitkaqreni Einar Sæmundsen sagði svo frá að í skógræktarstöð- inni væru ræktaðar 10—12 aðaltrjátegundir, en alls hefði fjöldi tegunda og stað brigða komizt upp í 50—60. Langmestur hluti af fram- leiðslunni er þó sitka-greni, sem gefið hefur sérlega góða raun hérlendis og þá einkum sunnanlands. Sitkagrenið er að vísu viðkvæmt í uppvexti en þvi harðgerðara þegar frá líður og virðist vera sú trjá- tegund sem langbezt hentar til ræktunar timburskóga hér á landi. Á Norður- og Austur landi hefur hins vegar meiri (Framhald á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.