Tíminn - 05.11.1960, Síða 8
8
TÍMINN, laugardaginn 5. nóvember 1960.
„S'kjótt hefir sól brugðið
sumri“. Þorkell Jóhannesson var í
lok síðustu helgar heill maður og
kenndi sér ekki meins. Hann var,
sem oftar, í vinnuhug. Mörgu var
að sinna: Kennslustörfum, skóla,
stjórn í æðstu menningarstofnun
þjóðarinnar á nýbyrjuðu starfsári,
menningarmálum öðrum og félags-
málum, sem hann var við riðinn.
Á liðnu sumri hafði hann verið
í langferð, bæði vestan hafs og
austan, og kannað áður ókunnar
slóðir. Hann átti eftir að brjóta
það til mergjar, sem fyrir hann
hafði borið, og miðla öðrum af.
Bók átti hann í smíðum. Hugurinn
bjó yfir mörgu, er koma skyldi í
framkvæmd, ef ævi entist. Síðdeg-
is dvaldi hann í vinnustofu sinni,
lagði á ráð, hversu haga skyldi
störfum og ræddi við menn í síma
um þau efni, naut hinnar ljúfu
gleði heimilisins og hugði gott til
annríkis virkra daga, svo sem títt
er um starfsglaða menn. En á á-
liðinni nóttu, hinn 31. okt., kenndi
hann lasleika og var fluttur í
sjúkrahús um morguninn. Um
stund horfði svo, að takast myndi
að ráða bót á sjúkleika hans. Svo
varð þó eigi. Bar andlát hans brátt
að, um hádegisbik þennan sama
dag.
Hann var fæddur á Syðra-Fjalli
í Aðaldal 6. des. 1895. Foreldrar
hans voru Jóhannes bóndi þar,
Þorkelsson, fróður maður, vel rit-
fær og skáldmæltur, er stundað
hafði nám í Möðruvallaskóla, og
kona hans Svava Jónasdóttir frá
Hraunkoti. Þeir voru bræður, Jó-
hannes á Syðra-Fjalli og Indriði,
fræðimaður og skáld á Ytra-Fjalli.
Þorkell bóndi á Fjalli, faðir þeirra,
var sonur Guðmundar bónda á
Sílalæk (afa Guðmundar á Sandi),
Stefánssonar bónda þar, Indriða-
sonar bónda þar Árnasonar. Jónas
bóndi í Hraunkoti, sem fiuttist til
Vesturheims, faðir Svövu á Fjalli,
var Kristjánsson, er síðast bjó í
Leirhöfn á Sléttu, Þor'grímssonar
bónda í Hraunkoti, Marteinssonar.
Er frændlið Þorkels fjölmennt í
heimahögum, föðurætt einkum í
Suður-Þingeyjarsýslu, móðurætt í
Þingeyjarsýslum báðum.
Þorkell Jóhánnesson fór að heim
an til náms haustið 1912, settist í
2. bekk Gagnfr'æðaskólans á Akur-
eyri og lauk gagnfræðaprófi þaðan
átján ára, vorið 1914. Eftir það
settist hann um kyrrt við búskap
með foreldrum sínum, og mun
honum þá um skeið hafa verið
efst í huga að gerast bóndi á föður
leifð sinni. En hann hafði fleira
fyrir stafni en bústörfin. Löngun
og hæfileikar til að leggja stund á
þjóðleg fræði var honum .í blóð
borið, og frá bernsku hafði hann
vanizt iðkun þeirra fræða. Á heim-
ili hans og í söfnum héraðsins var
gnægð bóka, erlendra sem inn-
lendra. í heimahúsum ætla ég, að
hann hafi lagt grundvöllinn að j
hinni miklu og sjalfstæðu þekk-j
ingu sinni á sögu íslands og bók-;
mentum íslendinga og annarraj
þjóða. Ekki veit ég, hvenær það;
hefur ráðizt eða hvernig, að hann
gengi áfram skólaveginn, enda var
hann aldrei margtalaður um sjálf
an sig eða það, er á daga hans
dreif, og telja má til einkamála.
En vorið 1922, er hann var 26 ára
gamall, gekk hann undir stúdents-
próf í Menntaskólanum í Reykja-
vík, og hafði þó aldrei stundað,
nám í þeim skóla.
Að loknu stúdentsprófi hóf
hann nám í íslenzkum fræðum við
háskólann. Hann hafði þá náð
rneiri þrozka en aimennt gerist um
stúdenta og kunni góð tök á námi
sínu. Hann varð fljótt einn af
leiðandi mönnum í félagsskap stú-
denta og naut þar vinsælda, var
kjörinn í stúdentaráð og formaður
þess á sínum tíma. Um þessar
mundir stóð félagslíf stúdenta með
meir'i blóma en lengst af áður. Þá
var mötuneyti stúdenta — „Mensa
akademica" — starfandi, og unn-
dð var að því, að komið yrði
upp stúdentagarði. Lét Þorkell
þessi mál og fleiri áhugamál stú-
MINNING:
ÞORKELL JÓHANNESSON
HÁSKÓLAREKTOR
denta til sín taka, enda var hon-
um vel treyst. I náminu gerði
hann sögu að sérgrein sinni, og
lauk meistaraprófi vorið 1927. Sex
árum síðar hlaut hann doktors-
nafnbót við Hafnarháskóla fyrir
bók sagnfræðilegs efnis.
Meistaraprófsritgerð Þorkels
fjallaði um „höfuðþætti í búnaðar-
sögu og búskaparháttum íslend-
inga frá upphafi og fram til siða-
skipta". Með þeirri ritgerð og
fræðimennsku sinni yfirleitt mátti
telja að hann gerðist landnáms-
maður á því sviði sögunnar, sem
íslenzkir sagnfræðingar höfðu
fram til þessa ekki gefið mikinn
gaum. Þar höfðu persónusaga og
ættfræði setið í fyrirrúmi En rann
sóknir Þorkels og rit beindust að
atvinnulífi og hagþróun þjóðarinn-
ar fyrr á tímum. Síðan hefur ís-
lenzk sagnfræði færst meir inn á
þetta svið og mun gera á komandi
tímum. Árið 1928 birti hann í tíma
ritum tvær ritgerðir, sem voru að
meira eða minna leyti byggðar á
þáttum úr meistaraprófsritgerð-
inni: „Um atvinnu- og fjárhagi á
fslandi á 14. og 15. öld“ (Vaka)
og „Plágan mikla 1402—1404“
(Skírnir). Doktorsritgerð hans
fjallaði um „Stöðu frjáls verka-
fólks á_ íslandi fram um miðja 16.
öld“.. í sambandi við atvinnusög-
una hafði hann snemma áhuga á
söfnun örnefna og samdi sjálfur’
ritgerð um örnefni í Vestmanna-
eyjum. Þá ætla ég, að hann hafi
unnið að hinu sögulega yfriliti um
landeign, ábúð og leigukjör á ís-
landi, er birt var með greinargerð
ábúðarlagafrumvarps milliþinga-
nefndar, sem lagt var fyrir Al-
þingi 1929.
Haustið 1927 varð Þorkell Jó-
hannesson skólastjóri Samvinnu-
skólans og gegndi því starfi til
1931. Jafnframt var hann þá, ásamt
Jónasi Jónssyni, ritstjóri Samvinn-
unnar. Árið 1930 var hann meðal
umsækjenda um prófessorembætt-
ið í sögu við háskólann og tók þátt
í ritgerðasamkeppni. Fyrir ritgerð
sína á því prófi hlaut hann síðar
doktorsnafnbótina við Hafnarhá-
skóla. Bókavörður við Landsbóka-
safnið var hann 1932—43 og
landsbókavörður 1943—44. Hann
var ritstjóri Nýja dagblaðsins 1933
—34 og stofnaði tímaritið Dvöl,
sem var gefið út á vegum blaðsins.
Tímaritið var þá safn þýddra úr-
vals-smásagna, og þýddi hann þær
flestar sjálfur. Árið 1944 var hann
skipaður prófessor í sögu við há-
skólann og gegndi því embætti eft-
ir það. Hann var kjörinn rektor
háskólans í fyrsta sinn árið 1954,
í annað sinn árið 1957 og í þriðja
sinn á þessu ár'i. Hann var kjörinn
í stjórn Þjóðvinafélagsins árið
1936 og var jafnan síðan ritstjóri
tímaritsins Andvara og þjóðvina-
félagsalmanaksins, en árið 1958
var hann kjörinn forseti félagsins.
Forseti Sögufélagsins varð hann
árið 1955.
Bók hans „Búnaðarsamtök á ís-
landi 1837—1937“ kom út á aldar-
afmæli samtakanna. Nokkru síðar
hófst ritun og- útgáfa hinnar stóru
íslandssögu á vegum menntamála-
ráðs og Þjóðvinafélagsins. Var
fyrst prentað IV. og V. bindi sög-
unnar, en þrjú fyrstu bindin eru
enn órituð. Þor'kell ritaði síðari
hluta yi. bindis, sem kom út 1943,
og VII. bindi, sem kom út 1950.
Þetta verk hans fjallar um tíma-
bilið 1750—1830. í sögu Alþingis
ritaði hann bindi það, er fjallar
um atvinnumál — og kom það út
árið 1948. Hann sá um útgáfu ævi-
sagnasafnsins „Merkir íslending-
ar“, sem kom út í 5 bindum á ár-
unum 1947—51, valdi ævisögurn-
ar og ritaði formála og skýringar.
Bréf og ritgerðir Stefáns G. Steph
anssonar bjó hanni.undir prentun
í fjórum bindum (1938—48) og
ljóðasafn skáldsins, Andvökur
(1953—58), einnig í fjópum bind-
um. Það útgáfustarf var honum
hugleikið, og til þess varði hann
miklum tíma og mikilli vinnu. Ár-
um saman vann hann, er hann
hafði tíma til, að ævisögu Tryggva
Gunnarssonar, og kom I. bindi út
1955. Ilér er að verulegu leyti um
að ræða þætti úr atvinnusögu 19.
aldar. Þessu v?r’: entist honum
/
ekki aldur til að ljúka. Mun þar
mikið ópr'entað í handriti. Margt
ritaði hann, sem hér verður ekki
talið, tímaritsgreinar, útvarpser-
indi, blaðagreinar o. fl. Nefna má
t. d. þætti um járngerð og ullar-
iðnað í Iðnsögu íslands (1943), um
landbúnað á íslandi 1874—1940, í
Almanaki (sama ár) og „Brot úr
verzlunarsögu", í Andvara 1957
og 58. Hann átti sæti í útgáfustjórn
„Nordisk Kulturleksikon" og tók
þátt í samstarfi norrænna sagn-
fræðinga af íslands hálfu. Verk
hans eru af trúleik unnin, og með
virðingu fyrir hinu fornkveðna, að
hafa það heldur, er sannara reyn-
ist. Eftir að hann varð háskóla-
rektor, gafst honum minni tími til
ritstarfa en hann hefði kosið, en
sinnti þeim þó eftir föngum. Hann
lét sér annt um háskólann, vildi
efla veg hans í hvívetna og var
þess hvetjandi að þjóðin aflaði sér
þekkingar í nútíma vísindum ekki
síður en hinum þjóðlegu fræðum.
Hann for utan þegar á stúdents-
árum sínum og oft síðan, einkum
í seinni tíð, vegna skyldustarfa
sinna á vegum háskólans. Oftast lá
leið hans til Norðurlanda en þó
einnig til fleiri landa í Norðurálfu.
Til Vesturheims fór hann tvisvar
sinnum, dvaldi þar og kom víða
Þessum hlédræga manni, sem í
æsku bjóst við að verða bóndi
heima í dalnum, þar sem búið
höfðu faðir hans og afi, voru þau
örlög sköpuð, að sækja heim há-
borgir nýmenningarinnar í hinni
víðu veröld og að taka sem odd-
viti íslenzkra mennta á móti virð-
ingarmönnum í andans heimi og
þjóðhöfðingjum, sem gist hafa
þetta land. Hann leysti það allt
vel af hendi, sér og þjóð sinni til
sæmdar. Framkoma hans og við-
mót vann honum hylli. Menntun
hans og mannvit þurfti hvergi
griða að biðja. — Hann hefði líka
orðið góður bóndi heima í daln-
um.
í þessu sambandi hæfir að til-
færa þau ummæli, er einn gagn-
merkasti samstarfsmaður Þorkels
Jóhannessonar, Jón heitinn Jó-
hannesson prófessor, lét falla um
hann á sextugsafmæli hans fyrir
fimm árum: „í kringum hann rík-
ir ró hins menntaða manns, sem
hefur komizt í jafnvægi við um-
hverfi sitt og haggast ekki, hvað
sem á dynur“. Þannig kom hann
samverkamönnum sínum fyrir
sjónir, er þeir kjöru hann til for-
sjár.
Hann hefði getað tekið sæti inn-
arlega á bekk íslenzkra ljóðskálda
eins og hann átti kyn til. En hann
var vandlátur við sjálfan sig og
iðkaði ekki hina „vammi firrðu"
íþrótt.
Það er mikið tjón fámennri
þjóð að missa mann eins og hann
fyrir aldur fram.
Þorkeil Jóhannesson kvæntist
árið 1935 Hrefnu Bergsdóttur,
bónda á Ökrum í Mýrasýslu, Jóns
sonar. Hún hefur verið honum
tryggur förunautur og stutt hann
í starfi með ástúðlegri umhyggju.
Hefur og ekki farið varhluta af
þeim umsvifum, er embætti hans
fylgdu í seinni tíð. Heimili þeirra
í nágrenni háskólans og umhverfi
þess, ber vitni þeirri smekkvísi ög
alúð í starfi, sem einkennt hefur
þau bæði í ríkum mæli. Einnig að
öðru leyti voru þau samhent, og
bar heimilisbragur því vitni. Við
vinir þessa heimilis hugsum til
hennar og dótturinnar ungu, sem
enn er á barnsaldri, með samúð og
þökk fyrir minninngar frá liðnum
tíma. Fyrir mig og mína skal nú
sú þökk frarr, borin.
Þó heillandi séu hinir grænu
hvammar við lífsins veg, getur þar
verið dapurlegt á minningastund,
þegar sá er á brott, sem „áður hér
áði“.
Frá persónulegum kynnum okk-
ar Þor'kels Jóhannessonar á ég
margs að minnast og mikið að
þakka.
Tungan, sem hann unni og kunni
betur en flestir aðrir, á fögur orð
um það, sem bezt er í fari lands-
ins barna. Mörg þeirra orða mundu
hæfa honum við leiðarlok, þótt
þau verði nú flest látin ósögð, er
kveðja skal.
Eg man — og við fleiri munum
— svip hans, heiðan og hlýjan,
snjallyrði hans og hina ómenguðu
leiftrandi fyndni, sem honum var
tiltæk. Alvörumanninn, sem gat
verið glaðastur allra, hina skörpu
sjón og hinn milda skilning, góð-
girni hans og hið trausta hand-
tak----------
Hann var sá maður, sem gott
var að þekkja og Ijúft er að muna.
Gísli Guðmundsson.
Við fráfall Þorkels Jóhannesson-
ar, prófessors, þykir mér við eiga,
að grein^ frá atviki, sem leitt gæti
til fræðilegrar athugunar, en sjálf-
ur hefi ég myndað mér leikmanns-
skoðun um það, sem gerðist.
Fyrsta dagblað Framsóknar-
flokksins, Nýja Dagblaðið, hóf
göngu sína undir ritstjórn Þorkels
Jóhannessonar haustið 1933. Sjálf-
ur hafði ég verið prentari og lengst
af unnið við blöð, en einnig lítils
háttar fengist við blaðamennsku.
Þegar blað Þorkels Jóhannesson-
ar kom til sögunnar, brá svo við,
að mér var ekki auðvelt að skrifa
í þetta blað. Mér varð einna likast
manni, sem ekki veit betur en
að hann kunni lagið, sem verið er
að syngja, en kemst samt ekki uud
ir.
Kom mér þetta spanskt fyrir og
braut um þetta heilann.
Þar kom að ég tald mér trú um
hvað ylli. Það hafði skipt um tón-
tegund í íslenzkri blaðamennsku.
Hún var komin á nýja bylgjulengd.
Staðreyndin, veruleikinn, hafði
verið sett í öndvegi, þar sem orð-
fimi og einhvers konar lyrisk
leikni hafði áður drottnað.
Hefur mér einatt ver'ið hugsað
til þessa. Og vissulega hefði þessi
breyting, mér liggur við að segja
stökkbreyting, stungið meir í stúf,
ef um líkt leyti hefði ekki komið
nýir menn til sögunnar við önnur
blöð, og nefni ég í því sambandi
Pétur Ólafsson, sem kom að Morg-
unblaðinu um þetta leyti og Finn-
boga Rút Valdemarsson, sem tók
við Alþýðublaðinu, en báðir þessir
menn höfðu aðlagast hinni nýju
stefnu í blaðamennsku við nám
erlendis.
Jiafnframt breyttu nú íslenzk
blöð um yfirbragð. Urðu glaðlegri
á svipinn, léttara yfir þeim. Grein-
ar styttust, fyrirsagnir stækkuðu
og þeim fjölgaði, jafnvel smeygðu
þær sér einnig inn í hinar lengri
greinar.
En annað sögulegt atriði varð-
andi bllaðamennsku Þorkels Jó-
'hannessonar, er vert að geta um.
Hann gaf út fylgirit með blaði
sínu, er hann nefndi Dvöl.
En Dvöl, undir hans stjórn,
flutti einvörðungu úrvals smásög-
ur víðfrægra höfunda, gersemar
heimsbókmenntana, enda fór þetta
ekki fr'am hjá menningarmönnum.
Langflestar þýðingarnar gerði Þor-
kell sjálfur, og munu einnig þær
löngum verða honum til lofs, með
slíkum hætti voru þýðingarnar af
hendi leystar.
Hitt er svo önnur saga, að hór
skyldi ekki verða framhald á.
En Þorkell Jóhannesson hefur
þá á sinni skömmu blaðamannsævi
með tvennum hætti markað spor.
Guðbrandur Magnússon.