Tíminn - 05.11.1960, Síða 16
Laugardaginn 5. nóvember 1960.
250. blaS.
listamenn
heimsækja íslendinga
Tónleikar í Þjóðieikhúsinu á sunnudag
SMIRNOFF
Hingað til lands eru komnir
nokkrir sovézkir listamenn, á-
samt fararstjóra. prófessor
Smirnoff frá Moskvuháskóla.
Hér er um að ræða óperu-
söngkonuna Klepatskaja,
fiðluleikarann Sobolevski, ein-
söngvarann Reshetín og píanó
leikarann Kalinkovitskaja.
Listamennirnir halda tónleika
■ Þjóðleikhúsinu á morgun
(sunnudag). í dag fór Smirnoff
fararstjóri, sem er prófessor í
jarðfræði við Moskvuháskóla,
austur undir Eyjafjöll með
Sigurði Þórarinssyni. Smirn-
off sagði á blaðamannafundi
í gær að hann hefði lengi haft
áhuga á því að koma hér, enda
væri ísland paradís jarðfræð-
inga.
Valentína Klepatskaja, f. 1931
í Hvíta-Rússlandi. Hún lærði
söng í Tónlistarháskólanum í
Sverdlovsk í Síberíu, og vöktu
afburðahæfileikar hennar þá
þegar mikla athygli. Árið 1955
tók hún þátt í alþjóðakeppni
söngvara í Varsjá og var þar í
hópi sigurvegaranna. Ári síðar
var hún svo ráðin einsöngvari
viö Bolsjoj-óperuna í Moskvu og
hefur starfað þar síðan, — meðal
hlutverka hennar má nefna
Vanja í óp. ívan Súsanín eftir
Glinka; Olgu í Évagenín Onegín
eftir Tsækovskí; Sibil í Paust
eftir Gounod, og Sonju í óp.
Striö og friður eftir Prokoffief.
— V. Klepatskaja hefur þar að
auki haldið sjálfstæða hljóm-
leika um öll Sovétríkin og er-
lendis, þar á meðal í Englandi,
Noregi, Ungverjalandi, Póllandi
og Þýzkalandi, og hvarvetna
hafa gagnrýnendur lokið hinu
mesta lofsorði á raddfegurð
(Framhald á 15. síðu).
KLEPATSKAJA
Frumsýning LR
er annað kvöid
„Tíminn og við“ eftir Priestley frumsýnt á
morgun, en nýtt islenzkt leikrit eftir jóí
Annað kvöld hefur Leikfé-
iag Reykjavíkur /rumsýningu
á leikritinu „Tíminn og við",
eftir J. B. Priestley. Þýðingu
gerði Ásgeir Hjartarson, Gísli
Halldórsson er leikstjóri leik-
tjöld málaði Steinþór Sigurðs-
son, en búninga saumaði frú
Nanna Magnússon.
Leikrit þetta heitir á frum-
málinu „Time and the Con-
way’s“ og er dramatískt leikrit
eitt þeirra sem fjalla um hug-
takið Tími. Höfundurinn segir
þetta leikrit eitt af sínum uppá
halds verkum.
Ungir leikarar
Leikendur í þessu leikriti eru
allir meðal þeirra yngstu i LR,
og er það skemmtileg tilviljun,
því í haust eru einmitt liðin
10 ár síðan LR hóf starf á ný
eftir opnun Þjóðleikhússins, en
árið áður varð truflun á starfi
félagsins vegna þeirrar stofn-
unar.
Leikendur eru: Helga Valtýs
dóttir. Helga Bachmann, Þóra
Friðriksdóttir, Guðrún Stephen-
sen, Guðrún Ásmundsdóttir, Sig
ríður Hagalín, Helgi Skúlason,
Guðmundur Pálsson, Birgir
Brynjólfsson, Gísli Halldórsson.
Priestley
Pristley er einn þeirra höf-
unda, sem hvetur til umhugs-
unar. Verk hans eru oft um þjóð
félagsmál, blönduð heimspekileg
um umþenkingum og tillögum
um endurbót, en alltaf að-
íi-x-'-x-x'
Ari Brynjólfsson sést hér til hægri á myndinni.
íslendingur stjórnar
rafeindatæki í Risö
Við kjarnorkutilraunastöð-
ina í Risö í Danmörku starf-
ar ungur íslenzkur vísinda-
maður Ari Bryrsjólfsson að
nafni. Hann er aðeins 33 ára
gamall. Ari hóf nám við Kaup-
mannahafr arháskóla árið
1948 og lagði stund á eðlis-
fræði og stærðfræði og lauk
meistaraprófi í báðum þess-
um greinum árið 1954 Hann
vann síðan um eins árs skeið
sínu. „Tíminn og við er skrifað
1937. LR hefur áður sýnt tvö
leikrit eftir þennan sama höf-
und: „Ég hef .komið hér áður
1943 og „Gift eða ógift' 1945.
Þjóðleikhúsið sýndi leikrit hans
„Óvænt heimsókn, ‘ og leikrit
hans hafa verið leikin í útvarpi,
svo sem „Hættulegt horn.“
Byrja kl. 8,30
Frá því að sýningar hjá LR
hófust í haust, hefur verið hald
ið uppi skoðanakönnun meðal
leikhúsgesta um það hvenær sýn
ingar eigi að byrja, og var álit
75% þeirra, að þær ættu að
hefjast kl. 8,30. Það mun því
verða sýningartíminn a.m.k.
fyrst um sinn.
Pókók
Næsta viðfangsefni LR er ís-
lenzkt leikrit eftir Jökul Jakobs
son blaðamann, og enfnist það
„Pókók.“ Það er leikrit úr
Reykjavíkurlifinu ,og felur und
ir það, sem á leikhúsmáli nefn-
ist „farsakómedía." Leikstjóri
verður Helgi Skúlason. Leikendur
gengileg og skemmtileg, því í verða 16 talsins, og er reiknað
hann er góður húmoristi og hef- með að frumsýningar hefjist
ur næma skynjun fyrir umhverfi I strax eftir jólin.
við Atvinnudeild Háskóla ís-
lands, en hóf síðan framhalds
nám í Göttingen í Þýzkalandi
og var þar um eins árs skeið.
Hann hefur frá 1957 helgað
sig kjarnorkurannsóknum.
Foreldrar hans eru Brynjólf-
ur Sigtryggsson bóndi að
Krossanesi við Eyjafjörð og
kona hans Guðrún Rósinkars-
dóttir.
Ástæðan til þess að við ræðum
hér um þennan unga vísindamann
er úrklippa, sem okkur barst úr
dönsku blaði og er hans þar að
góðu getið í sambandi við vísinda-
störf í Risö. Segir frá því, að til-
raunastöðin þar hafi fengið raf-
emdatæki frá Bandaríkjunum og
verði Ari Rrynjólfsson stjórnandi
þess og vænti menn mikils af þess
um dansk-islenzka vísindamanni
eins og það er orðað.
í ágústmánuði s. I. var þessi
bandaríski rafeindaaflgjafi tekinn
í notkun í Risö en tækið hafði
áður verið reynt mánuðum saman
vestan hafs. Þetta er fyrsta tæki
sinnar tegundar í Danmörku og
mörg slík munu yfirleitt ekki vera
til. Talið er, að þetta tæki muni
valda gífurlegum framförum við
ailar rannsóknir, sem stundaðar
eru í Risö. Þá á tæki þetta að
vera mjög mikilvægt í sambandi
við læknastörf og niðursuðu.
Aflgjafi þessi hefur kostað eina
og hálfa milljón danskra króna en
al)ur nauðsynlegur útbúnaður við
bann á þriðju milljón danskra
króna. Tilraunií þær, sem nú
skulu hafnar með þessu nýja tæki
hafa áður verið reyndar en með
nýja tækinu er hægt að fram-
kvæma þær á nær 1000 sinnum
skemmri tíma en áður hefur verið
mögulegt.
Meðal þess, sem tæki þetta ger-
ír, er sótthreinsun á kjöti. Geislar
eru látnir fara um yfirborð kjöts-
ins og eýða skaðlegum efnum. Er
n’jög þýðingarmikið fyrir Dani,
sem hafa svo mikla framleiðslu á
lundbúnaðarvörum m.a. til útflutn
ings, að þetta geti gengið mjög
fljótt fyrir sig. '
Ari Brynjólfsson var um langt
skeið í Bandaríkjunum og kynnti
sér hvernig þetta rafeindatæki
vinnur. Hann hefur sagt, að hann
vænti góðrar samvinnu við stofn-
anir þær, sem þurfa að hafa not
af þessu tæki en það eru einkum
arvinnuvegirnir og sjúkrahúsin.
Kaldi
Sjáifvirki maðurinn á veð-
urstofunni sagði í gær-
kvöldi að í dag yrði norð-
austan stinningskaldi og
léttskýjað.