Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 2
2 T f MIN N, þrigjudaginn 3. janúar J.961. Björgu'ti úr eldsvotSa (F.ramhald af 1; síðu). urhús á kjallara, byggt árið 1937. Eldurinn kom upp út frá olíukynd ingu í kjallaranum, og varð húsið þegar alelda. í Br'imnesi búa hjón in Sólveig Gisladóttir og Sigurður Sigurðsson ásamt tveimur sonum sínum, en hjá þeim var öldruð syst ir Sigurðar, Kristbjörg að nafni, ekkja Einars heitins Halldórsson- ar. Var hún í rúmi sínu uppi á lofti, er eldsins varð vart. Réðst inn í eldinn Þegar þess var gætt, að Krist- björg var ekki komin út, réðst son ur hjónanna, Sigur'ður Hjörtur að nafni, inn í eldinn og sótti gömlu konuna upp á loft. Mátti það vart tæpara standa, að hann kæmist með hana út. Lítil vátrygging Engu varð bjargað af innan- stokksmunum, og voru þeir ýmist óvátryggðir eða lágt. Innbú ekkj- unnar var allt óvátryggt, en húsið og innbú hjónanna mjög lágt tryggt. Þar að auki fórust óbætan leg verðmæti í eldinum, því að Sig urður bóndi átti mikið og gott bókasafn með ýmsum torfengnum og sjaldséðum bókum. Óhægt um vik Heimilisfólkið kom hingað til Seyðisfjarðar í gær, en mun þurfa að sinna skepnum í Brimnesi á málum. Það verður erfitt um vik, því að ekki er hægt að komast alla leið á bíl, því að vegna hinnar miklu umferðar þangað í sambandi við brunann eyðilagðist vegurinn. — Frá Seyðisfirði til Brimness munu vera eitthvað 12—14 km., en um 5 km. frá Brimnesi til næsta bæjar. — IH. f kvöld sýnir Þjóðleikhúsið óperuna Don Pasquale eftir Donizefti. Dómar blaðagagnrýnenda hafa verið mjög góðir um þessa óperusýningu og hefur leikstjórinn, Thyge Thygesen, hlotið mikið lof fyrlr góða leikstjórn á þessari skemmtilegu óperu. Dansar eru samdir og æfðir af Carl Gustaf Kruuse frá Borgarleikhúsinu í Málmey. — Myndln er af Bryndísi Schram og Ásthildi Ingu Haraldsdóttur í einu dansatriðinu. Umræða um belgísku „við- reisnina" hefst í dag Kaupa meira og eta austur þar Moskva 30/12/60 (NTB). Borgarar í Sovétríkionum kaupa nú meira af hvers kyns varningi en fyrir sjö árum, segir Tassfréttastofan í Moskva. Haft er til marks m.a. eð bændur og verkamenn kaupa nú húsbúnað fyrit nær 150% meira en 1953. Þá er þess og getið, að menn kaupi nú æ meira sér tiS matar Rölegt gamlárskvöld (Framhald al 16. síðu). í Hverage‘ði var allt með friði og spekt. Ein bienna var haldin vestan til, þorp- ir;u. Enginn dansleikur var hald- inn um kvoldið að þessu sinni. en vmsir dreyptu dálítið á jólaöli, en eins og fyrr segir urðu engin vand- ræði af. Lítið var um sprengingar, helzt kínverjar, enda mundi Hvera- gtrði ekki vera heppilegur staður fyrir sprengjur, þar sem glerhúsa- fjöld er þar mikil. í Borgarnesi fóru meðlimir Lyonsklúbþsins í L'iysför um bæinn og sungu við raust. Skutu þeir síðan flugeldum á miðnætti. Kveikt var í tveimur brennum. Áramótadansleikur var í samkomuhúsi staðarins og fór hann hið bezta fram. Radar, sem sér til eldflauga Miklar mótmælagöngur og hætta á óspektum Jafna'ðarmenn krefiast nýrra kostninga Brussel, 2. jan. (NTB). — Allt hefur verið með kyrum kjör- um í Brusel síðan 30. f.m. er verkfallsmaður var skotinn til bana í sambandi við hóp- göngu verkfallsmanna. Á gaml árskvöld var íarin mikil sorg arganga um götur Brussel, vegna þessa atburðar. Báru verkfallsmenn svarta borða og gengu þögulir um göturnar, Á morgun hefst í belgíska þinginu umræða um efnahags ráðstafanir stjórnarinnar en verkföllin eru gerð til þess að mótmæla þungum skattaálög fbúar Finnlands nú hálf fimmta milljón Helsingfors 30. 12. 1960 (NTB). íbúum Finnlands hefur fjölgað um 40.900 á þessu ári og eru nú íbúar landsins samtals 4.477.300 manns. Þetta er heldur minni fjölgun en s. 1. ár. Þess er getið í fregninni, að 82 þúsund börn hafi fæðzt í Finnlandi á þessu ári en rúmlega 83 þúsund árið 1959. um og skyldusparnaði, sem lög þessi gera ráð fyrir. Hafa verkföllin staðið á þriðju viku og verið ærið róstusamt eins og kunnugt er af fyrri fregnum. Vilja nýjar kosningar. í dag var rólegt í Brussel, en á morgun verður farin mik il kröfuganga í sambandi við upphaf umræðna á þingi um efnahagsráðstafanir stjórnar- innar. Munu starfsmenn margra fyrirtækja þ.e.a.s. þar sem enn er unnið, eiga frí frá störfum á morgun, og er veriö að bæta mönnum það upþ, að jóla- og nýársdag skyldi bera upp á sunnudag. Ritari almenna verkalýðs- sambandsins, jafnaðarmaður- inn Louis Major, sagði í dag, að þátttaka í verkföllunum nú væri sízt minni en í upp- hafi. Hann gagnrýndi harð- lega Eyskens forsætisráðh. og stjórn hans, og sagði, að stjórn inni hefði skjátlazt alvarlega er* hún hélt, að verkföllin myndu hætta af sjálfu sér milli jóla og nýárs. Major sagði, að allar samgöngur í landinu væru áfram lamaðar, enda þótt svo ætti að heita að nokkrar járnbrautarlestir væru í ferðum. Póstmenn hefðu og ekki tekið uþp vinnu aftur fyrir nýár eins og stjórn in hefði búizt við. Major kvað nauðsynlegt að kosningar væru látnar fara fram hið fyrsta í Belgíu. Stjórn Eyskens hefði ekki meirihluta fólksins lengur að baki sér. Hætta á alvarlegum átökum. Til óeirða kom í Namur í Suður-Belgíu í dag milli lög- reglu og verkfallsmanna. Höfðu hinir síðarnefndu boð- að til fundar þar sem lögð var áherzla á nauðsyn þess að endurskoða stj órnarskrá lands ins. Telja verkamenn í Suður Belgíu (Vallónar) heppilegt, að þeir skilji við íbúa riorður hlutans (Flæmingja). í Bruss el óttazt menn að koma kunni til átaka milli hinna frönsku mælandi Suður-Belga og flæmskumælandi N-Belga. — Almenna verkalýðssamband ið hefur sent frá sér tilkynn- ingu, þar sem verkfallsmenn eru kvattir til að hlýða að- eins skipunum frá aðalstöðv- um þess. Þetta mun gert til þess að reyna að koma í veg fyrir, að kommúnistar hafi öll ráð í hinum miklu kröfu- göngum á morgun. Almenna verkalýðssambandið hefur á- kveðið að verkfallsmenn í Brussel taki einir þátt í mót mælagöngunni þar, en ekki London, 30. des. 1960. (NTB). — Brezka blaðið Evening Standard skýrir frá því í dag að brezkir vísindamenn hafi fundið upp ratsjártæki, sem í má sjá eldflaugar á sama augnabliki og þeim er skotið á loft, enda þótt það sé í mörg þúsund km. fjarlægð. Hugmyndina að ratsjárkerfi þessu mun eiga bandarískur vísindamaður dr. William Thaler að nafni. Sagt er að tæki þetta hafi þegar verið reynt og hafi mátt sjá í því í Englandi eldflaugar, sem skotið var á loft handan At- lantshafsins í Bandaríkjunum. PARÍS 30/12 (NTB). Alphonse Juin marskálkur hefur verið lát- inn víkja úr landvarnaráði Fr’akka. Frá þessu er skýrt í opinberri til- kynningu stjórnarinnar í dag. Juin marskálkur er mikill andstæðing- ur stefnu de Gaulie forseta í Alsír málinu og hefur gagnrýnt hana opinberlega að undanförnu. Þess er getið að hann sé hinn eini nú- lifandi Frakki, sem ber marskálks- tign. er annars vænzt en að verk- fallsmenn víðs vegar að úr landinu komi til borgarinnar. Almenna verkalýðssambandið hefur og aflýst mótmælagöng um í ýmsum öðrum borgum, en búizt er við að göngur verði þar farnar engu að síður. Kröfur Dagsbrúnar (Framhald af 1. síðu). við föstu vikukaupi, verði kaup 4% hærra. 20% kauphækkun Kaup í almennri vinnu hækki úr kr. 992.16 á viku í kr. 1190.00, eða um 20%. — Tímakaup í lausavinnu hækki úr kr. 20.67 í kr. 28.13 eða um 36%. Stytting vinnutímans nemur um 9% af hækkuninni og 4% eru greidd umfram fast vikukaup. Kauphækkun verði frá 16—20% í öðrum launaflokkum. 5.150.00 á mánuði Mánaðarkaup verði kr. 5.150 þannig að mánaðarkaups- menn beri nær hið sama og vikukaupsmenn í árslaun. — Mánaðarkaup bifreiðastjóra verði frá kr. 5.350—5.850. Orlof verði 6% af öllu kaupi’ — einnig yfirvinnu. Nú eru greidd 6% af allri vinnu mið að við dagvinnukaup. Öll yfirvinna verði greidd með 100% álagi. — Atvinnurek- endur greiði 1% af útborguðu kaupi verkamanna til að standa straum af veikinda og sjúkrakostnaði. Renni það fé í Styrktarsjóð Dagsbrúnar- manna. Þá er ennfremur farið fram á það, að verkamenn, sem vinna utanbæjar og ekki kom ast heim á matmálstímum, fái frítt fæði. Þetta hefur ver ið í gildi um lausavinnu, en nú er ætlast til að þetta taki einnig til verkamanna, sem hafa viðlegu á vinnustað utan bæjar t.d. við virkjunarfram kvæmdirnar. Ef verðlag hækkar um 3% Samningsuppkastið slær varnagla við hækkunum á verðlagi á þennan veg: „Ef verðlag hækkar um 3% eða meira skulu öll ákvæði um kaupgjald í samningum falla úr gildi og hækka eftir regl um, sem aðilar koma sér sam an um.“ Þesar tillögur stjórnarinnar voru samþykktar í einu hljóði eins og fyrr er sagt. Þó lýsti Jón Hjálmarsson, krati, sig andvigan tillögunum í megin- atriðum. Akurnesingar mótmæla (Framh af 1 síðu) jónsson, Einar Kristjánsson, Garð- ar Finnsson, Hr’ingur Hjörleifsson, Björn ó. Ágústsson, Jóhannes Guð- jónsson, Ingimundur K. Ingimund- arson, Guðmundur Pálmason, Ein- ar Kr. Gíslason, Einar Árnason, Einar Kjartansson, Runólfur Hall- freðsson, Þór'arinn Guðmundsson, Helgi í. Ibsen, Björn H. Björnsson, Þórður Óskarsson, Páil Guðmunds- son, Halldór Árnason, Kristján Sigurðsson, Halldór Karlsson, Sigurður Einvarðsson, Högni Ingi- mundarson, Alfreð Kristjánsson, Þórður Sigurðsson, Jóhannes Sig* urðsson, Jón Guðmundsson, Ragn- ar Friðriksson, Elías Guðmunds- son, Hallfreður Guðmundsson, Símon Símonarsom Sigurjón Krist- jánsson, Hannes Ólafsson, Jón B. Sigurðsson, Kjartan Guðjónsson, Svanur Geirdal, Samúel Ólafsson, Marinó Árnason,, Gunnar Gests- son, Birgir Jónsson, Theódór Magn ússon, Ólafur Kr. Gíslason, Viðar 1 Karlsson, Davíð Guðlaugsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.