Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, þriðjudaginn 3. janúar 1961. 7 Sunnudaginn fyrir jól hlust aði ég, eins og fjöldinn allur af samlöndum mínum, á „Útvarp Reykjavík". Sigurður Magnússon spurði þá fjóra Reykvíkinga um hvaða at- vinnuvegur í landinu mundi verða helztur eftir 25 ár. Og þeir svöruðu: "Sjávarútvegur, landbúnaður, hótelrekstur og iðnaður, og leituðust við, á þeim stutta tíma, sem þeir höfðu til umráða, að rökstyöja þessa skoðun sína. Ekki ætla ég að fara að ræða um það sem þeir sögðu, en mér fannst hjá þeim öll- um, að þeir gerðu það sama og fjöldinn oft gerir, að því er mér finnst, að dæma út frá því, sem er i dag, og at- huga ekki, hverjar breyting ar er líklegt að muni verða, og hvernig þær þurfí að verða, til þess að það eftir 25 ár verði þessi en ekki hihn at- vinnuvegurinn, sem þá beri mest á til þess að bera þjóð- ina uppi. Það vill vera svo, að fortíðin skapar að miklu leyti atvinnuvegina í nútíð- inni, og nútíðin aftur atvinnu vegina í framtíðinni. Það mun því skipta höfuðmáli um það, hver verði helzti atvinnuveg- ur okkar íslendinga eftir 25 ár að hverju verður stefnt á þessum 25 árum. Fyrir nokkrum áratugum virtist sú skoðun ráðandi, að fiskarnir margir (t.d. þorsk- arnir) frjóguðust svo ört, að það væri útilokað að nokkurn tíman yrði um ofveiði að ræða, alltaf yrði af nógu að taka. Þá var lögð höfuðáherzla á að fá að vita, hvar t. d. þorskurinn hnappaðist saman til þess að hrygna, og þá söfn uðust skipin þangað, til að veiða vel og mikið En smám lllustað saman virtist mönnum mergð in á hrygningastöðunum m’nnka, veiðin fór minnkandi. Þá var farið að tala um hvort tveggja, að þörf væri á að friða hrygningastaðina meðan fiskurinn væri að hrigna, og svo líka þá staði nálægt ströndunum, sem ungviðið æl st upp á. Við íslendingar höfum reynt að styðja að þessu síðara, með annarri hendinni með því að færa út fiskveið'takmörkin, en með hinni aftur leyft dragnótun- um að skafa þar og drepa ung viðið. Það er svo með flest sem framkvæmt er, að það hefur tvær hliðar, aðra sem snýr að nútímanum, sem fram kvæmdin er gerð á og hina, sem snýr að komandi tíma. Margir þeir, sem eru fégráð ugir, hugsa fyrst og fremst um augnablikshagnaðinn af fram kvæmdinni, en ljá hinu varla hugsun, hvaða þýðingu fram- kvæmdin hefur fyrir komandi kynslóðir. Þess vegna fer skip stjóri togarans inn í lanr' gi, að hann sjálfur er að hugsa um það eitt, hvar hann getur haft upp mestan afla, en leið ir alveg hjá sér að hugsa um það, að með því er hann að rýra framtíðarafla þeirra, sem stunda fiskveiðar á kom á útvarp andi áratugum. Það hve mik inn þátt sjávarútvegurinn á í atvinnulifí okkar íslendinga eftir 25 ár, fer því eftir því, hvert áfram verður fyrst og fremst hugsaö um það, að veiða sem mest, án nokhurs tillits til framtíðarinnar, eða hvert tillit verður tekið til framtíðarfiskimannanna, og farið að lofa fiskinum aö hrygna í friði, og ungviðir-Mim að alast upp á svæðum, sem friðuð verða, fyrir aðal dráps tækjunum. Sem stendur virðast menn hér tvíráðir, og varla vita hvað gera skal. Við íslendingar færum út fiskveiðilandhelg- "na til þess að friða ungviðið, og talað er um að friða þurfi hrygningastaðina um hrygn- ingartímann. En þessum fram kvæmdum og ráðagerðum fylg ir ekki meiri alvara en það, að jafnframt er leyft að nota eitthvert versta drápstæki ung viðanna innan ákveðinna svæða landhelginnar, og talað um það af sumum að leyfa togurum erlendra þjóða- að stunda veiðar sínar innan lín unnar. Og jafnframt er af kostgæfni leitað að því hvert ekki muni nú einhvers stað- ar enn leynast hrygningarstað ir, sem hægt væri að skafa. þegar mergðin er söfnuð þar saman til hrygningar. Við stöndum á tímamótum, og vit um ekki hvað verður ofan á. Verði rányrkjustefnan, sem stjórnast af síngirni ofan á, verður það ekki sjávarútveg- ur, sem verður helzta atvinnu vegur þjóðarinnar eftir 25 ár, það er víst. Verði aftur rækt unarstefnan ofaná, hrygn nga staðirnir friðaðir, og uppeldis- svæði ungviðanna, þá er lík- legt að sjávarútvegurinn verði styrkasta stoðin undir útflutn ingsverzlun okkar. En hvor stefnan verður ofan á? Einhvers staðar stendur þetta spakmæli eða heilræði: „Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sann- Ieikans“. Meginhluti ísl-'nzku þjóðarinnar sér hér götu sann leikans sem ganga skal. — En verði vikið af henni vegna j vinskapar við þá, er ekki hugsa um komandi kynslóðir, sem fiska við ísland? — Það sézt á sínum tíma. En lítill er trúnaður þeirra við þjóð sína, sem það gera. Páll Zóphóníasson. 1 D a n s s kó I i Rigmor Hanson Samkvæmisdansar fyrir .Börn — Ungíinga — Full orðna. Byrjendur og framhalds- flokkar. Upplýsingar í síma 13159. Innritun og afhonding skírteina kl. 5—7 n k. laugardag (7. jan.) í G.T. húsinu. Dieselrafstöð til sölu International dísilrafstöð 32 kw 220 volt er til sölu. Hefur verið notuð í félagsheimilinu „Mána- garði“ undanfarin ár Verð ea 60 þús. kr Upp- lýsingar gefur Þrúðmar Sigurðsson, Miðfelli. Sími um Höfn í Hornafirði. Atvinna Starfsmann vantar að sæðingarstöðinni á Hvann- eyri strax, eða frá 1. febr. n.k Upplýsingar gefur héraðsráðunautur, Bjarni Ara- son, Hesti, Borgarfirði. Ungiing vantar til útburðar blaðsins á Kópavögsbraut — Uppl. á afgreiðslu blaðsins i Kópavogi. — Simi 14947. Hafnarfjöíður - Hafnarfjörður Nokkur börn óskast til útburðar blaðsins í Hafn arfirði. Upplýsingar á afgreiðsiu blaðsins að Arn arhrauni 14. Spunavél (Forsætis-rokkur) Til sölu er 3 þráða spuna- rokkur með 1 ha. raf- magnsmótor. Rokkurinn er mjög litið notaður og sem nýr að óllu levti. Tilboð merkt ,Spunavél“ sendist blaðinu fyrir 20. jan. 1961. Æðardúnsængur þrjár stærðir. ÆSardúnn Hálfdúnn Grófa Pattonsullargarnið nýkomið í litaúrvali Vesturgotu 12, sími 13570. V* V* V* V* V* V* V* v»- 16 ára drengur óskar að komast á gott sveitaheimili. Uppl. í síma 19225. Barngóð stúlka eða fudorðin kona óskast strax. Sérherbergi Gott kaup. Uppl. ' síma 50935. Vöru- happdrœtti S.Í.B.S. 12000 vinningar d ari 30 krónur miðinn Á víðavangi Astandið batnar, þegar farið er að afnema „viðreisnina“ Alþýðublaðið slær upp á forsíðu sinni á gamlársdag þessari fyrirsö?n: „Vaxta- lækkun leyfir fiskverðshækk un, segir Emil í áramóta- grein.“ Það var mikið að sá ágæti maður er loks farinn að sjá hvar skórinn kreppir að í efnahags- og atvinnu- Iífi þjóðarinnar. Emil segir að 2% vaxtalækkunin og af nám útflutningsskattsins ger< það kleift að hækka fisk verð, sem nemur 20 aurum á hvert kíló. Það er ekkert smáræði, þegar menn rekur minni til, að oft hefur verið barizt hatrammlega um fáa aura til eða frá í fiskverð- inu. Útflutningsgjald;ð hefur numið sem svarar ca. 6 aur- um á hvert kíló, svo menn sjá auðveldlega hve stóran feng ránshendi vaxtaokurs- ins hefur tekið frá útgerðar mönnum og sjómönnum. Hvorki meira né minna en 25—30 au. hefur verið rænt af hverju fiskkíló5 sjómanna og útvegsmanna, samkvæmt útreikningum Emils. Manni skilst af grein Emils að nú m'ði í rétta átt. Sem sé strax þegar farið er að af- nema „viðreisnina“, þótt í smáum mæli sé ennþá, þá fer að miða í rétta átt, þá birtir framundan. 2% vaxtalækk- un og afnám útflutnings- skattsins gerir kleift að hækka fiskverð um hvorki meira né minna en 20 aura á hvert kíló. Fiskverð hefffi getafi verift 30—40 aurum hærra Með öðrum orðum, hefði vaxtaokrinu aldrei verið kom ið á, hefði fiskverð getað ver ið 30—40 aurum hærra á hvert kíló, því eftir því sem Emil segir, væri unnt að greiða 30—40 aurum meira fyrir hvert fiskkíló, ef vaxta okr'ð væri með öllu afnum- ið. Það hefur einnig komið á daginn að enginn halli hef ur verið á útflutningssjóð' og útflutnin<rsskatturinn því ó- þarfur. En þeir háu herrar hneygja s!g ekki dýpra en þeir telja sig nauðbeygða til. Skyldi ríkisstjórninni aldrei hafa komið til hugar að af- nema vaxtaokr ð að fullu, þegar þeim er svo ljóst sem Emil ber vitni um, hvað vaxtaokrið hefur verkað lam andi á útgerðina: Vaxtaokrið hefur rænt sjómenn og út- gerðarmenn um 30—40 aura af hverju fiskkílói. Og það á enn að halda áfram að ræna þá, þótt aðeins sé dregið úr ágengdinni. Svo er komið að ráðherrar viðurkenna það opinskátt, að útgerðin stæði með blóma ef „viðreisnin“ — sem þó var öll sögð fyrst og fremst mið uð v:Ö hag útgerðarinnar — hefði ekki komið til sögu. (FranitiaJd á 13. síðuj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.