Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 8
I Tí MIN sunnudagiiut 19. ma-ra^l&Mí í; * - v ///rr? ■■ ■ /?(?Sn 4 /Zv// A'JCÆs&' ivm HÍn fagra kona hr. Bergs kom inn stofuna. Hann sat uppáhaldsstóln- um sínum og las í blaði. Stöku sinnum gjóaði hann augunum út um gluggann án þess að horfa á neitt sér- stakt. Þá kom frú Berg inn í stofuna, sá spegilmynd hans á rúðunni og hann sagði: Nú. Það var siðvenja hans að segja nú, þegar kona hans kom þannig inn í stofuna. — Jæja, sagði hún undir- furðuleg, — hvernig lít ég út í dag — Lítur út? Þú ert ansi snotur. Hr. Berg hafði fyrir löngu staðfest að hann ætti snotra konu og það var orðinn vani hans að eiga snotra konu. — Ég er í nýjum kjól, sagði hún. — Svo, sagði hann annars hugar. Það var siðvenja hans að segja svo þegar hún upp- lýsti hann um eitthvað. — Já, sagði hún sætum í- smeygilegum rómi. Ég hef einnig fengið nýja hár- greiðslu. — Virkilega? sagði hann. Það var nærri orðinn vani hans að svara þannig þegar hún hélt áfram að upplýsa hann um eitthvað. — Já, það er satt, hélt hún áfram, — ég hef reynt að gera mig eins fallega og mér var unnt, ef þú vildir líta á. — Jahá, sagði hr. Berg og fletti blaðinu, — hvers vegna hefurðu gert það? — Nú, af því vorið er komið, sagði hún og sneri dálítið upp á sinn væna kropp, meðan hún speglaði sig í gluggarúðunni. — Á vorin finnst manni maður þarfnast endurnýj- unar, á öllu, sagði hún ein- kennilegum rómi. f raun og veru var frú Berg töfrandi kona. — Ég hef heyrt að á vorin geti maður séð i spegli eða á gluggarúðu, þann hlut sem maður innst inni þráir mest, sagði hún, — ef mað- ur þráir nógu heitt. — Jájá, vorið er góður timi, sagði hr. Berg. Það var orðin siðvenja hans að segja að vorið væri góður árstími og að vetur- inn væri leiðinlegur og drungalegur árstími. Hann hallaði sér makindaléga í stólnum með blaðið í hönd- unum, en varð af tilviljun litið á konuna þar sem hún stóð og horfði á gluggarúð- una, og brosti við sjálfri sér. Hann sá kynlegan glampa í augum hennar. Hann sá .. .. hann sá .... en voru það þá hennar augu? Þau voru svo merkileg þessi tvö augu þrungin stríðni og háði. Nei, nú sá hann það! Þarna stóð ungur maður fyrir utan og glápti á þau í gegnum gluggann. Aldrei hafði hann vitað um aðra eins frekju. — Hefurðu bara séð ....! Hann sneri sér að konu sinni. Frú Berg stóð og brosti út Maðurjnn v \ Smásaga eftir Carló Dræger Teikning efíir Eiíer Krag í myrkrið á tælandi og kyn- legan hátt. — Hvaða náungi er þetta eiginlega Hvur f jandinn .. ? Hann var farinn að stama 'af undrun. Hún andvarpaði brosandi, horfði stríðnislega á hann og hló út í myrkrið. Hr. Berg stökk'á fætur. Það var raunar ekki vani hans að stökkva á fætur, en 'í þetta sinn hljóp hann eld- snöggt út að dyrunum og reif þær upp á gátt. En dólg urinn var hlaupinn. Þegar hann sneri sér viö var frú Berg gengin út úr stofunni. Hann stóð ráðvillt ur andartak, svo hlunkaðist hann ofarí í stólinn sinn. Guð minn góður! Hváð hafði gerzt!? Einhver þrjót- ur, sem hafði hrekkjabrögð í frammi. Hah! Það sem mað ur þráir. Það sér maður \ speglinum. Konu. Konur! Það var siðvenja hr, Bergs að gera slíkar og þvílíkar at- hugasemdir um konur og nú langaði hann í gott og sterkt kaffi. — Þig langar auðvitaö í kaffi núna? / Hún var komin aftur inn ) Vaninn var y- etit henti þaS, sei í stofuna. Hún stóð í nýja kjólnum sínum með nýju hárgreiðsluna sína og horfði alls ekki á hann, heldur út um gluggann brosandi, Hann sneri sér að glugg- anum reiður. Nú var honum nóg boðið. Þarna stóð bóf- inn með frekjulega augna- . ráðið og blikkaði konuna hans. Berg þeyttist að dyrun- um. Hann sá hreyfingu á kjarrinu en ungi maðurinn var horfinn aftur. — Heyrðu. Segðu mér eitt, þekkir þú þennan náunga, sagði hann þegar hann kom aftur inn. —, Þekkir þú hann? spurði hún blíðlega, og á svo yndis- legan hátt að honum rann reiðin á augabragði. Hann lyppaðist niður í stólinn. — Það er einhver pörupilt urinn héðan úr hverfinu, sagði hann, það var eitt- hvað við þetta augnaráð sem ég þekki. Nú, en það vær; afbragðsgott .... .... að fá kaffisop^ pú sagði hún og; fór Hann saf m ' höndunum og hugsaði með sér: Þrjóturinn lætur ekki sjá sig nema þegar konan mín er í stofunni. Næst þeg- ar ég heyri hana ganga inn, þá sprett ég á fætur og rýk út. Hann skal'ekki komast upp með þetta, bófinn sá arna. Þegar hann heyrði hana koma reis hann á fætur og gægðist til hliðar. Og ýiti menn. Jafnskjótt birtist ungi maðurinn úi á garðin um og það var engu líkara en þau gengju hvort á móti öðru, hann og konan. — Eg skal — ég skal — hvæsti herra Berg. \ — Já, griptu hann, gríptu þenman ósa'fna unga pöru- pilt, sagði hún. Hann heyrði ekki hlátur hennar að baki sér en hljóp rakleitt út. í þetta slnn stansaði hann ekki í garð- inum en hljóp fyrir húshorn ið. Þangað hlaut vngi mað- urinn að hafa hlaupið. Hann sá hann ekki en þóttist heyra fótatak þar sem hann hljóp á undan honum, þeir hlnpu í takt. Hr. Berg herti úg á sprettinum, hann fann 'riágreinar slá^st í andlitið -úldnr aftansvalinn lék um Mhn nqr’hann fann frjóang °n úr görðunum. Hann jók I ♦ } } } } enn hraðann, hús og garðar þutu hjá og hann heyrði óm inn af mannsröddum: Hvaö ætli aumingja maðurinn hafi gert’ af sér. Hann fann til vorkunnar og dálítiliar fyrir'litningar. Og hann bara hljóp og hljóp án þess að finna til þreytu. Hann hugsaði um ekkert framar. Fann ekki til neins nema sjálfs sín, vöðvanna, lungnanna, lofts • ins, sem streymdi um andlit ið á honum svo honum datt állt í einu lcoss í hug. Og svo hugs'aði hann allt í einu: Hvers vegna er ég að hlaupa? Hvað hef ég gert? Jú, það Var pabbi hans sem hljóp á eftir honum eins og grimmur hundur. Og hún hló bara. Hvað hún hlær ynd islega. Líf okkar verður öðru vísi. Við verðum ekki eins og pabbi hennar. Úrillur sér vizkupúki. Hún hefur sagt mér hvernig það var. Allt varð að ganga eftir snúru. Allt varð að vera á réttum stað, allt að ske á réttum tíma. Sömu gömlu skoðan- irnar upp aftur og aftur. Og ef eitthvað bregður út af, þá ærðist hann. Eins og nú í kvöld. En við — hún og ég — við höfðum heitið hvort öðru að pað verði allt öðru- vísi hjá okkur. Við ætlum að lifa meðan við lifum, og vera dauð eftir dauðannren alls ekki blanda þessum hlut um saman. En hvað hún er yndisleg. — Þú ert lítil galdrakona, sagði hann og kyssti hana! (Framhald á 13. síðu.j I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.