Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 9
3VÍ MIN N, suimudaginn 11». marz 1961. ivrrt ivm Ász/cána Dalaí Lama hinn 14. í Tíb- ct hefur átt skamma en við- burðaríka og stormasama stjórnartíð. Hann var aðeins 14 ára, er hann varð fyrst að flýja land undan innrásar- her Mao Tse-tung hins kín- verska einvalds. í þetta sinn reyndist það harla torvelt. Ríkisstjórinn, sem settur var til ríkis um stuudarsakir, tók sér ferð á hendur til hins heilaga vatns, og er hann hafði stað ið lengi og starað í bláan flöt þess, bar sýn fyrir augu hans. Það var þriggja hæða munkana bar að garði hjá þeim þriðja, rétt við Koko- Nor-vatnið, setti þá hljóða af undrun. Þarna stóð bónda bærinn nákvæmlega, eins og lýst hafðf verið fyrir þeim, og skammt frá var einmitt þriggja hæða lama-klaustrið með gullnu og grænu þaki. Allt var nákvæmlega eins og verið hafði í sýninni. Lamg-munkarnir nálguð- ust með auðmýkt og ótta, og brátt kom lítill drengur hlaupandi á möti þeim og kallaði: „Lama, lama“. Drengurinn hét Lhamo Dhondup og var tveggja ára. Hann var þegar beðinn að nefna stöðuheiti hvers sendi munks og benda síðan á þá, sem væru þj ónar í hópnum. Þetta gerði hann umsvifa- þau ytri likamseinkenni sem hinn lifandi Búdda á aö hafa. Eyruh stór, og það var þýðingarmest. Síðasta próf- raunin var sú, að honum voru sýndir tveir göngustaf- ir, og átti hann að segja, hvorn hann hefði sjálfur átt í fyrra lífi sínu sem 13. Dal- ai. Munkunum til skelfing- ar benti hann á rangan staf og tók hann sér í hönd — en aðeins til þess að fleygja honum burt. Svo greip hann hinn stafinn og neitaði síð- an meí>' öllu að skila honum aftur. Mikil var gleðin, er augljóst var, að hin langa leit, sem staðið hafði fjögur ár, hafði að lokum borið þann árangur, að hinn rétti guðkonungur fannst. En það reyndist ekki auð- Samkvæmt friðarsamn- ingi við Kína 1951 átti Tibet að halda yfrráðum allra inn anríksmála og þar með sjálf stæði, en þegar’ það kom í ljós litlu síðar, að Kínverjar höfðu ekki í hyggju að virða sjálfstæði Tíbets, gerðu Tíb- etanar uppreisn og hófu skæruhernað, sem staðið hefur nær áratug. Það var 17. marz fyrir tveim árum, sem Dalai Lama, móðir hans. systir og tveir bræður neydd ust til að flýja land og sluppu naumlega undan ofsóknar- mönnum sínum til Indlands, öðru sinni eins og menn muna af fréttum. Hér verður saga þess flótta ekki rakin, heldur sagt lítil- lega frá stöðu og trúarvenj- um hins tíbetanska guð- konungs. Nafnið Dalai þýðir ,,vizkuhaf“, en þótt hinn 14. Dalai búi yfir mikilli vizku, hefur hún ekki dugað til að standa gegn Kínverjum og er kannske varla von, og þótt, landar hans telji hann Búdda sjálfan endurholdg- aðan og uppruna hans guð- dómlegan, er hann nú valda laus gestur i öðru landi. Hann er eins konar páfi í babýlonskri útlegð. Varla hefur það verið skráð í stjömum, að slík ör- lög biðu hans. Stjörnuspá- menn Tíbets spáðu honum fyrr á dögum glæsilegum valdaferli með þjóð sinni. Forgengill hans, Dalai Lama hnn 13. er talinn hafa verið einn vitrasti og mesti stjórnarherra, sem nokkru snni hefur ráðið fyrir Tíþet. Þegar stjörnuspámenn hans bentu honum á það árið 1933, að jarðlífstími hans væri senn á enda runninn, sendi hann boð eftir ljós- myndara til þess að taka síð- ustu ljósmynd af sér. Síðan dó hann. Líkami hans var smurður jaksmjöri og roð- inn salti en andlit hans for- gyllt. Síðan var smyrningur- inn reistur í setstöðu með krosslagða fætur og settur. í hof sitt í Potala. Lamakenningin segir, að sál hins dauða Dalai Lama dvelji í 49 daga við vatnið Ghö Kor Gye, áður en hún tekur sér bústað í nýfæddu barni, sem á að verða næsti guðkonungur landsins: En hvernig á að fara að því að finna hinn nýja Dalai? uðkonunsurinn í Tíbet klaustur með gylltu porti og grænum þakhellum. Þaðan lá krókastígur heim að hrör legum bóndabæ. Aðalhús bæjarins var með risgöflum, og var byggingarstíllinn harla ólíkur því, sem algeng ast er í Tíbet. Nú voru munkaflokkar sendir af stað í allar áttir að leita að þessum stað. Sú leit varð lengi vel árangurs laus. Loks réðu stjörnufræð ingar þó til að leita í úthér- ‘ aðinu Tsunghai, sem byggt er Tíbetum að mestu en laut kínverskri stjórn. Þegar til Tsunghai kom, hittu sendimenn þar fyrir Panchen Lama, sem flúið hafði til Kína vegna deilna við Dalai Lama hinn 13. Panchen Lama, sem einnig er æðstiprestur lamatrúar- manna, reyndist nú vinsam- legur og hjálpsamur, og hann benti á þrjá unga sveina, sem hann taldi ekki fráleitt að leggja fyrir próf- raun þá, sem sanna átti, hvér væri hnn endurborni Dalai. Þó kom í ljós, að einn þessara sveina var látinn, er sendimenn bar að garði. Annar varð ofurskelfdur, þegar hann sá komumenn og hljóp á fjöll. En þegar Grein eftir Olaf Wiik Dalai Lama a3 samræðu við Nehru hinn indverska, skömmu eftir komuna til Indlands. Panchen Lama hefur hins vegar gerzt handbendi Kínverja. laust. Prófraunin var þó að- ■ allega í því fólgin, að honum voru sýnd tvö eintök af nokkrum munum, tekönnu, bjöllu, talnabandi o. fl. og átti hann að segja til, hvor hinna tveggja samstæðu hluta hefði ti'lneyrt honum sjálfum í fyrri tilveru. Dreng urinn lék sér að þessu. Lama munkarnir tárfelldu af gleði. Drengurinn bar einnig öll Hér er Dalai Lama að samnin^aviðræðum við varaforsætisráðherra Kína, Chen Yi í Lhasa, þar sem samið var um, að Tíbet héldi sjálfstæði og réði innanríkismálum öllum. Sá samningur var svikinn. velt að fá að fara með hinn unga guðkonung út úr Kr.ia veldi. Kínversku stríðsrherr- arnir kröfðust of fjár í leyf- isgjald. Lömum þótti þetta hart aðgöngu en greiddu þó loks fjárhæðina og héldu af stað með drenginn. En þeg- ar þeir komu að landamær- unum, stöðvuðu hermenn enn för þeirra og kröfðust meira fjár. Tíbetarnir urðu að þrátta um þetta í tvö ár og fengu þá loks að fara frjálsir ferða sinna og komu Dalai hinum unga, sem nú var orðinn fjögurra ára, heilum heim í Potala-höll. Árið 1940 var Dalai Lama vígður til gnðkonungs og sæmdur mörgum og stórum nafnbótum. Hann var kall- aður „hinn heilagi“, „hinn elskaði“, „hinn virðúlegi", „hinn málsnjalli“ „hinn ofurvitri", „hinn alvitri" og .verndari trúarinnar“. Foreldrar hans fengu að fara með honum til Lhasa, en lítið var um samneyti þeirra við hann, þar sem munkar tóku hann að sér til uppfræðslu í vísindum lama trúar. Þegar hann var fjórtán ára var farið með hann til klaustranna í Lhasa og Sera til þess að ræða við hina vitru ábóta. Nú reyndi á þolrif hans, því að veldi hans og máttur mundi mjög fara eftir því, hve snjall hann reyndist i þeím orðaskiptum. í forgarði klaustursins 1 Depong talaði hinn ungi Dalai til mörg þúsund munka, sem allir voru klæddir rauðum skikkjum. Þeir hýddu álútir á flutn- ing hans á hinum gömlu, helgu textum. Síðan fóru fram rökræður milli Dalai og ábóta klaustursins. Það kom í ljós, að hinn ungi Dal ■ai stóð ábótanum fyllilega á sporði í fræðunum. Dalai hinn 14. var þó enn of ungur til þess að setjast alvaldur að ríki sínu, en þeir sem með völd fóru í umboði hans, urðu mjög ó- sáttir um stjómarstefnuna og þetta leiddi til stutts borgara,sfcríðs 1947. Þegar Mao hinn kínverski hafði rekið Chiang Kai-Chek til Formósu, sneri hann sér að Tíbet. Dalai var þá 14 ára og varð að flýja yfir landa- mærin til Indlands. Þar fóru fram friðarsamningar við Kínverja. Dalai hélt aft- ur heim, en svo hófst upp- reisn Tíbeta sem fyrr segir, og guðkonungurinn varð að flýja á nýjan leik. Dalai Lama er æðsti trú- arleiðtogi lama-nianna. Kjami þeirrar trúar er end- urholdgunin. Lífið er þján- ing og uppspretta þjáning- arinnar er ágirndin, sem knésetja verður til þess aö öðlast vizkuna. Með hug- leiðslu og bænum opnast leiðir til nirvana, og sálin losnar úr hringekju endur- holdgunarinnar. Góður búddisti má ekki einu sinni drepa flu^u, því að í henni gæti kannske búið sál ömmu hans. Andadýrkun- in er óhugnanleg og Tíbet- ar halda, að í náttúrunni umhverfis þá úi og grúi af öndum — illum öndum, sem búj í fjöllum og dölum, ám og trjám. Þeir elta menn og dýr og reyna að stela sálum þeinra. Trú þeirra er talin af sumum frumstæður spir- itismi. Að áliti þeirra eru illir andar í landinu miklu fleiri en mannlegir íbúar holdi klæddir. Vegna anda- trúarinnar er auðvelt að hræða Tíbeta. Það er t.d. sögð saga af verzlunarmanni einum. Hatt urinn fauk af höfði hans og þetta var flókahattur með eyrnablöðkum úr skinpi. Stormurinn fleygði hattin- um inn á milli þyrnirunna við veginn. Þar sem það er ills viti í Tíbet að missa hutt sinn, lét maðurinn hattinn eiga sig. Hann sat fastur á þymum og flaksaðist til í golunni. Kaupmenn og píla- grímar áttu leið um og undr uðust það, sem bærðist í þyrnirunnanum. Brátt kom- ust á kreik sögur um hræði- legan anda sem héldi þarna til, svo að varlega yrði að fara fram hjá þessum stað. Dag nokkurn lcsnaði hatt- (Framhald á 13. síðu.J V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.