Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 11
T Í MIN N, sunnudagínit 19. man 1961. ★ MNIi verka dunduðu nokkrir úr ritstjórn stórbiaðsins The New York Times við að se*ja upp fyrirsagnir hinna merk- ustu atburða frá upphafi heimsins. Fara nokkrar þeirra hér á eftir. Lesendur eru beðn- ir að hafa það hugfast, að New York Times notar næstum ein göngu eindálka fyrirsagnir. Jehova hvílist eftir 6 daga púl Kona sköpuð úr rifbeini Adams Kain sakaður um morð á Abel Nói byggir sér örk - útlit fyrir rigningu Metúsalem látinn - varð 944 ára Móses á Sínaífjalli, fær 10-liða reglu- gerð ( SEngissprettur herja á Egyptaland Akkilles skotinn í bardaga í Tróju Penelópa kætist eftir langa bið Drengur fellir Golíat með slöngu- skoti » v N. Róm í Ijósum loga, Neró leikur á fiðlu Tækifæri til þess að lesa úr penna Shaws Hin unga bandaríska kona Molly Thompkins kom *il Evrópu ásamt manni sínum og þriggja ára syni á þriðja tug þessarar aldar. Maður hennar var myndhöggvaN, og sjálf vildi hún verða leik kona. Hún nam við The Royal Academy of Dramatic Art í London, og lék í ýmsum leikjum í smábæjum í Eng- landi. Síðar fluttust hjónin til Ítalíu, þar sem unga frúm byrjaði einnig að mála og virtist ná þó nokkrum ár- angri. Efnahagsörðugleikar áranna I kring um 1930 knúðu þau aftur íil Bandankjanna, þar sem hjóna- bandið fór fljótlega út um þúfur Og þegar Molly fluttist aftur til Evrópu rétt fyrir síðari heims- styrjöldina, voru kringumstæð- urnar tæpast eins heppilegar og þær voru. Komst inn undir Bæði voiu Thompkins hjónin miklir aðdáendur Berna^rds Shaw, og þessiri tuttugu og nokkurra ára verðandi leikkonu heppnaðist L raun jg veru að komast rnn undir hjá þessum fræga leikara, sem þá var á sjötugsaldri. Hann hjálpaði henni og gaf henni góð ráð, þegar hún hóf starf sitt á leiksviðmu. þegar hún snerist yfir í máiaralistina og ekki hvað sízt í appeldi sonar hennar, þar tók hún mjög ákveðna afstöðu gegn pví, að drengurinn fylgdi þeim hjónunum eftir á flækingi þeirra. Og þar sem Shaw hafði mörgum hnöppum að hneppa. kaus haan að halda bréflegu sam bandi við.frú Molly Thompkins Þessi bréfaviðskipti hófust árið 1921, og þeim lauk ekki fyrr en 1949, ári fyrir dauða Shaw. VöndkTð útgáfa Þessi bréf hafa nú, svo sem kunnugt er, verið gefin út í bók arformi, og stendur sonur Molly- ar, Peter, fyrir útgáfunni. Þetta er mjög vcnduð útgáfa, þar sem því nær hvert einasta bréf er ljósprentað með, ýmist vélritað eða handskrifað með hinni sér- kennilegu rrthönd Shaws. Oft not- aði hann póstkort með sinni eig- in mynd, og dæmi eru til þess, að eitt einasta bréf sé skrifað á fimm 'jóstkort. Aldrei hefur neinn haft eins gott tækifær; til þess að lesa úr penna hans eins og í þessari bók. Undirstrikuðu fyrri vitneskju Hins \ egar er það nokkuð orð- um aur.ið, sem útgefandi bókar- innar segir í inngangsorðum, að bréf Shaws fil Mollýar stilli hon- um í nýtt Ijós. Það væri sanni nær að segja, að þau undirstrik- uðu það, sem fyrir var vitað um hann. Það mætti helzt líkja þeim við bréf hans til leikkvennanna Ellen Terry og Patrick Campbell, sem áður hafa verið gefin út. Bréf hans til Mollýar eru ekki eins andrík og opinská, en þau sýna hið iétta daður, sem B. S. skemmti sér við alla ævi, íeik hans að eldinum. sem hann gætti að brenna sig ekki á, og sem Gitt bréfa Shaws, sýnt t bak og fyrlr. Það er skrifaS á póstkort með mynd af honum sjálfum. BERNHARD SHAW meira að segja kona hans vissi um og fók þátt í. Og þótt frú Thompltins virðist frá upphafi hafa verið reiðubúin til hvers, sem vera vildi, reyndi Shaw ætíð að halda hinum afalega eða frændalega tón. Hann neitar bví ekki, að bréf Mollýar veki í hon- um rómantíkina, „svo sem gott er og þægilegt á mínum aldri,“ seg- ir hann. En hann vitnar hvað eft- ír annað í La Ruchefoueauld: „Hinir háöldnu og bráðungu ættu ekki að ræða um ást, það gerir þá hlægilega. Astleitm eÖa uppeldis- fræÖi? Ástleitnin í þessum bréfum er á því stigi, að við jaðrar að hún sé uppe'disfræði, og sem uppeld- isfræðingur er Shaw óþreytandi, meira að segja gagnrýnir hann vinkonu sína svo harkalega, að iesandinn hlýtur að fá aðdáun á henni tyrir róserpi hennar og að flestum öðrum sviðum myndi að flestu möðrum sviðum myridi hann ekki víla fyrir sér að beita skreytni til þess að þóknast henni. En þegar listin er anuars vegar, er hann algerlega misk- unnarlaus: „Duglegur og þjálfað- ur leikari, eins og ég er nú orð- inn, fer ég að láta grímuna falla og læt skeika að sköpuðu um af- leiðingarr.ar.“ Þess vegna er hon- um einnig auðveldara að taka upp þráðinn frá þeim leikritum sínum, sem ekki eru rómantísk: „Áður en þú leizt dagsins ljós í fyrsta sinn, átti ég viðskipti við sírenur, sem ekki voru síður eggj andi en þú. Og nú! Nú ætlar þú að ganga sömu braut og þær, riema þú getir takmarkað ástar- ævintýri þín við fátíða skemmt- un og eyðir ekki meiri tíma á þær en klukkutíma á hálfs mán- aðar fresti, Hvers konar skepna heldur þá, að ég væri nú, hefði ég ekkart gert annað en nota mín frægu áhrif á kvenfólk alla ævi? — Þessi ástleitna og rómantíska lífsinnstiiling færir þér ekki ham- ingju.“ 0? það er þokkaleg gusa sem hamr sendir Mollý litlu hér: „Þú vilt vita, hvort ég sé hættur við þig. á mínum aldri eru menn hættir við allt og alla og biðja einungis um þolinmæði unga fólksins.“ Gera brotajárnið sjófært að nýju Og hér eru tvær myndir í stíl við fyrirsagnirnar — Þa8 eru margar vikuiv.síðan ég bað þig að — Þú átt alltaf að setja bil á eftir kommu, þegar sjóða í gatið á vettlingnum mínuml þú skrifar bréf til yfirvaldanna! Hafnarbíó sýnir þessa dagana bráð- skemmtilega gamanmynd, Bleiki kafbáturinn (Operation Petticoat) með þeim Cary Grant og Tony Curtis í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um kafbát, sem sökkt er við bryggju á Suðurhafsey nokkurri. Kafbátsstjóranum (Cary Grant) tekst þó að fá leyfi til þess aö reyna að gera bátinn sjófaeran á ný, enda þótt hann sé lítifj annað en brotajárn. Með aðstoð nýs birgðavarðar (Tony Curtis) tekst að gera báti-nn „kláran", enda stel ur birgðavörðurinn öllu steini létt ara á eyjunni til viðgerðanna. Áður en viðgerð er að fullu lokið gera Japanir aðra loftárás á eyjuna, og þykir kafbátsmönnum ekki væn- lega horfa að dvelja þar lengur, og halda frá landi. Eftir nokkra siglingu er staldrað við á annarri eyju og þar bætast í hópinn nokkr ar bráðmyndarlegar stúlkur úr kvennadeildum hersins, og gerist nú hve>rt atvik öðru spaugilegra. —. Leikur þeirra Curtis og Grants er prýðilegur, og myndin öll hin bezta kvöldskemmtun. —h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.