Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 13
T IM1 N N, sunnudaginn 19. marz 1961. 18 Ræða Daníels (Framhald af 7. síðu). urs. íslendingar munu aldrei þola ríkisstjórn sinni undan- hald í málinu. Rík þjóðarþörf og einhuga þjóðarvilji eru slagbrandur fyrr öllum út- göngudyrum til undanhalds í þessu mikla velferðarmáli ís- lendinga. Tillögur ríkisstjórn arnnar liggja ljóst fyrir. Þeim verður ekki breytt. Það fyrir- heit tel ég mig geta gefið ís- lenzkum sjömönnum á þess- um hátíðisdegi þeirra, enda treysti ég því, að sérhverri stjórn, sem reynir að bregð- ast hagsmunum íslendinga í þessu máli, muni tafarlaust vikið frá völdum.“ Fyrir þessi skörulegu orð og ákveðnu fyrirheit ríkis- stjórnarnnar var Ólafur Thors gerður að heiðurssjó- manni íslands og er forsíðu- mynd af þeirri athöfn í Morg unblaðinu 9. júní 1953. Nú er þessi heiðurssjómaður íslands orðinn eftirlæti Breta. Ætli hann gæti ekki orðið Sir? Þessi hæstv. ráðh. virtist hér áðan hafa miklar pólitískar áhyggjur af forystumönnum Framsóknarflokksins. Hann ætti að líta sér nær. Alþjóð er nú fullkunnugt, að Bretar hafa gleypt Ólaf Thors. Áreið anlega munu þeir ekki selja honum upp og lítil von er til, að hann bjargist, ekki einu sinni með keisaraskurði. Þessi sami ráðh., sem svo djarflega mælti 1953, veitir nú forstöðu þeirri ríksstjórn sem tekið hefur. slagbrandinn frá út- göngudyrunum og hafið und- anhald í þessu mesta velferð- ar máli íslendinga. Skyldu sjó mennirnir, sem þetta bitnár harðast á, geta treyst slík- um mönnum, sem svo illa bregðast eftir að raunveruleg ur sigur hafði unnizt og nær alger friður ríkt innan 12 mílna markanna á þrðja ár? Þeir munu öllu fremur fá að kenna á því, hvernig lífsaf- koma þeirra er gerð að verzl- unarvöru. úar siðast liðinn, svo ekki mátti breyta nema prentvill- um. Ekki lengur stjórn íslands Þjóðarviljinn Hvað býr hér á bakvið, spyr maður eftir mann, hvað hef- ur komið ríkisstjórninni til svo ótrúlegra vnnubragða? þjóðin var jafn einhuga að standa fast á rétti sínum, í landhelgismalinu og að end- urreisa lýðveldið á Þingvöll- um 1944. Samþykktr voru gerðar um allt land veturinn 1958 og 1959, alveg einróma, þar sem ofbeldi Breta var mót mælt, landhelgisgæzlunni þökkuð vel unnin störf, og skoraö á stjórnarvöld lands- ins að halda fast við 12 mílna landhelgi, gefa hvergi eftir, enda réttur íslendnga ótví- ræður. Að samþykktum þess- um stóðu öll hugsanleg félög, félagasambönd, bæjar- og sveitarstjórnir, aldrei kom nein hjáróma rödd. Eftir að það spurðist í fyrrasumar, að viðræður hefðu verið teknar upp við brezku stjórnina, þófst mótmælaaldan á ný, með samþykktum, almennum undirskriftum, og voru slík mótmæli enn að birtast er samningurinn, fullmótaður, var lagður fyrir Alþ. 27. febr- Hér hefur því freklega verið gengið gegn þjóðarviljanum. Nú er það íslenzku þjóðar- innar að endurheimta þann rétt, sem undanhaldsmenn- irnir hafa afhent. Þjóðin verður að rísa einhuga upp, gegn því óhæfuverki sem ríkis stjórnin og stuðningslið henn ar hefur framið í einu mesta velferðarmál hennar. Van- trauststillaga sú, sem hér er rædd í kvöld, er upphafið. Þjóðin verður að láta ríkis- stjórnina finna, svo ekki verði um villzt, aö hún hefur glat- að áliti og tiltrú og ætti því að sjá sóma sinn í því að hverfa sem fyrst frá völdum. Herra forseti. Að lokum vil ég enn minna á ummæli hæstv, forsrh. í sjómannadagsræðu þeirri, sem áður er vitnað til; Hann sagði: „Og loks sagði ég í viðræð- um, er ég átti um síðustu ára- mót við stjórn Bretlands, að hvorki núv. ríkisstjórn ís- lands né nein önnur vildi víkja í þessu mál. Það gæti heldur engin íslenzk stjórn gert, þótt hún vildi. Sú stjórn, sem það reyndi, yrði | ekki lengur stjórn íslands.! Hún ýrði að láta sér nægja að vera fyrrverandi ríkisstjórn.“ Þessi ummæli Ólafs Thors eru enn í fullu gildi. Undir þess réttmætu orð vil ég nú Bréfkorn (Framhald af 6. síðu). Hvar var nú mælskan og hjarta- hitinn? Rýa hvort var hér minna í húfi, en lífsafkoma minksins og r úpunnar ''orðum? Hví gjörðist þér svo svefnvant þessar tvær vökunætur að þú máttir 5-Kki uppljúka þínum munni, eða halda vöku þinni? Var þér stungið svefnþorn, eða byrlaður §ö”óttur drykkur? Er hér að finna skýringu þess fyrirbæris í störfum n.þingi^, að stærstumál- •n eru alloftast_ afgreidd í hálf lómum þiugsal. í skjólj nætur? Örlagataflið stóð, og stendur i sunar svo íengi sem flokksforiogj ar telja sig hafa þörf fyrir AI- þjng og Alþingismenn — um virð- ii:g ykkar og þess. En þó fyrst og fremst um frelsi og framtíð ís- lonzkrar þ.ióðar. Þú áttir úrslitaleikinn, en gafst taflið. Gefr þér góðar vættir styrk t.'l að leika hann næst þegar ís land þarfnust þess. Vinsamlegast. Jón Pálsson Málflutningsskrifstofa Málflutningsstörf innheimta, fasteignasala skipasala Jón Skaptason hrl Jón Grétar Sigurðsson lögfi Laugavegi 105 (2shæð'i Sími 11380 Guðkonungurinn (Framhald af 9. síðu.) urinn og fauk á eftir kaup- mannalest á veginum. Þá misstu allir vitglóruna og' flúðu eins og fætur toguðu. Og hér er önnur saga: Tíbetskur kaupmaður fór oft með kaupmannalest til Indlands. Móðir hans bað hann að færa sér einhverja helgigripi frá hinu helga landi, en sonurinn gleymdi því. Þegar' hann fór næstu ferð, hét hann að bæta fyrir •gleymskuna fyrra sinnið — en gleymdi því enn. Móðir hans varð sárhrygg. f þriðja sinn hét hann hinu sama, en mundi ekki eftir því fyrr en hann var kominn lang leiðina heirh. Þar sem hann gekk og hugleiddi gleymsku sína, kom hann auga á skin ið kjálkabein úr hundi við götuna. Hann tók hunds- kjálkann, braut tönn úr hon um og færði móður sinni. Hann sagði henni, að tönn þessi væri úr frægum læri- sveini hins sanna Búdda. Móðirin varð harla glöð og lét tönnina i skrín fagnrt og lagði það á altari feðr- anna. Á hverjum degi tilbað hún tönnina og brenndi reyk elsi henni til dýrðar. Fleiri bættust brátt í hóp þess- arar tanndýrkunar, oa: brátt þóttust ýmsir sjá ljósgeisl- um stafa frá þessu.m helgi- erip. Tíbetar eru mjög heiðar- ioart fólk og barnalegt. Þeir ljnlda bænakvörnnm sínum <rangandi nótt sem dag. Bænaveifur blakta á húsþök um og triám. Þeir huga sí- fellt að • táknum um hefnd pða heiðurslaun frá euðum síhnm. Þeir reyna að þýða alla atburði sem tákn og fyrirboða .Fræði Tamatrúar innar eru saman komin í 108 ' þykkum bókarbindum. En búddisminn á þó engan frelsara eða guð. Á sjötta heimsþingi Búdda trúarmanna, sem haldið var fyrir nokkrum árum í Ran- goon var minnzt 2500 ára dánarafmælis Búdda. Þar var ákveðið að efna til al- heimstrúboðs í búddisma. Svo virðist, sem ýmsir vest- rænir menn hneigist tölu- vert að austrænum trúar- brögðum um þessar mundir. Ameríkukonan dr. Ruth Full er, sem alin er upp í krist- injii trú og á að baki mikla háskólamenntun, hefurj kvatt kristindóminn og geng ið búddisma á hönd. ^Hún er nú æðstiprestur í búddahofi í Japan. Fjöldi Ameriku- og Evrópumanna fer til hennar . i því skyni að fá uppfræðslu í búddisma. Dulúð austur- lenzkra trúarbragða virðist seiða vestræná menn. Eink- um er það sefjunin og dá- leiðslan, sem mest aðdráttar afl hefur. Á vesturlöndum eru stofnaðir söfnuðir þess- ara trúarbragða, og má t.d. nefna Subud-trúflokkinn svonefnda, sem á sér söfn- uði t.d. í Danmörku óg víð ar. Þar leggur fólk stund á „andlegar“ æfingar, fellur í leiðslu, hnígur niður og rek ur upp óp og stunur og eeg- Lögregluþjónninn telur ummæiln ærumeiðandi Athugasemd vegina yfirlýsingar frá hr. Jens Benjamín Þórðarsyni, lögregluvarðstjóra í Keflavík. Herra ritstjóri. Vegna yfirlýsingar er hr. Jens Benjamín Þórðarson, lögregluvarð stjóri í Keflavík, birti í blaði yðar nú fyrir skömmu, bið ég yður að birta eftirfar’andi athugasemd: í yfiriýsingu hr. varðstjórans er að minnsta kasti hvað mig varðar, hallað réttu máli það mikið, sýni- lega í því augnamiði að draga sann leikann í skugga ósannra fullyrð- inga, að ekki er hægt að láta kyrrt liggja. Umrætt kvöld kom ég á vörð kl. 20:00 og frá þeim tíma til kl. 03:00 um nóttina, bað hr. varð- stjórinn mig aðeins einu sinni um að koma með sér í 40 mínútna eft- irlit. Var því lokið kl. 21,20. í því eftirlitl var aðeins' ein bifreið, sem er í eigu varnarliðsmanna skoðuð, og þá þifreið skoðuðum við að sjálfsögðu báðir sameiginlega. í þessu eftirliti það hr. varðstjórijnn mig um að ná fyri-r sig í hr. Syáv- ar G. Tjörfason, eiganda Völvobif- reiðarinnar Ö-385, en seinna varð ljóst að sú bifr'eið hafði valdið um- ræddú dauðaslysi. Fór ég og gerði boð fyrir hann og kom hann eins Smásaga (Framhaíd áf 8 síðu). — Já, sagði hún, og ef þú verður heimskur, þá galdra ég og breyti þér aftur. Blóðið skolaði hugsunum og tilfinnrngum í gegnum hann. Hann fann til löng- unar til að syngja, til að hrópa af gleði og hrósa sigri. Hann uam staðar á æðisgengnu hlaupi sínu á opnu svæði og andaði djúpt og fannst hann eiga himinn, haf og lönd. Hann átti hana fyrst og fremst, þau skyldu lifa saman. Hann flautaði eitt af lög unum á plötum Armstrongs meðan hann slangraði heim á leið ofurölvi af sælu og ást. — Hættu þessum hávaða, ruddinn þinn, var sagt að baki honum. Hann flautaði enn hærra. Hvað kærði hann sig um lífvana fólk. Hvað kærði hann sig um pabba hennar? Fi'ú Berg stóð og hlustaði við dyrnar. Hún leit ljóm- andi vel út, tælandi og ó- breyjufull. Hún heyrði hið villta flaut hans. Hún líktist fallegri galdrakonu þar sem hún stóð og horfði út í myrkrið. —Eg veiddi hann, hvísl- •aði hún glöð í bragði. Hún hafði heyrt að það verði á vorin að maður sjái það sem maður þráir í spegl um og gluggarúðum, sem maður speelar sig í. Nú stóð hún og speglaði sig að vorlagi og sá hann koma. ist þá vera í sambandi við alveldi himingeimsins. Þessi hreyfing hefur á sér ýmis einkenni búddatrúar og endurholdgunarkenningin er þar í öndvegi. og frá er greint með mér út í þif- reið hr. varðstjónans, þar sem hann lagði nokkrar spurningar fyr ir hann varðandi ferðir hans þá •um kvöldið, og lét þar við sitja. Eftir að hr. Svavar G. Tjörfason fór úr bifreið hr. varðstjórans, ók hann af stað án frekari aðger’ða. Sannleikurinn er í yfirlýsingu ’hr. varðstjórans, meðhöndlaður af meiriháttar gáleysi, þar sem að segir1 orðrétt: „Ég hafði enga ástæðu til að æt-la annað en lögreglumaðurinn hefði skoðað þennan bíl eins og aðra, sem hann skoðaði einn þetta kvöld.“ Hr. varðstjórinn hefði átt að vita það mæta vel, að ég fór beint inn í húsið að gera boð fyrir bíl- eigandann, eins og hann bauð mér að gera, og hafi hann ekki séð þar sem han sat undir stýri bifreiðar sinnar að ég fór aldrei að bifreið- inni Ö-385, þá er athyglsgáfu hans meira en lítið ábótavant. Þá skal ennfremur fram tekið að ég var viðstaddur þegar hr. yfirlögregluþjónnin spurði hr. varðstjórann, Jens Benjamín Þórðar'son hvort hann hefði skoð- að bifreiðina Ö-835. Hr. varðstjór- inn svaraði því til að hann hefði athugað bæði mann og bíl, og þyrfti ekki að athuga það frekar. Engum spuwiingum var beint til mín um þetta atriði og taidi ég a-f svör'um hr. varðstjórans fulivíst að hann hefði farið seiniia og skoðað bílinn, Gerði ég að sjálf- sögðu enga athugasemd við svör 'hr. varðstjórans, af framaingreind- um orsökum, enda óviðeigandi að ég stjórni verkum minna yfir- manna eða skipti mér af þeim. Varðandi yfirlýsingu hr. Svavars G. Tjörfasonar, skal það frám tek- ið að það er með öllu rangt að ég hafi rætt við hann einslega um bifreið hans, né annað og minntis’t •hann aldrei á fr'amrúðu bifreiðar sinnar í minni áheyrn. Maður þessi, sem er uppvís að yfirhylm- ingu á glæpsamlegu athæfi, forð- ast að sjálfsögðu að nefna sakar- gagn ótilkvaddur. Ég tel ummæli þau, sem hr. Jens Benjamín Þórðar'son, lög- regluvarðs'tjóri viðhefur um mig verulega ærumeiðandi. Ég gef honum því kost á að taka þessi ummæli til baka og biðjast afsök- unar á því sem hann hefur um mig skrifað og birti hann það í sömu blöðum eigi síðar en 23. þ.m. á ekki minna áberandi hátt en nefnd óhróðursskrif um mig. Að öðrum kosti mun ég krefjast dómsrann- sóknar á því hvernig rannsóknin á slysi þessu var fr'amkvæmd. Verði rannsóknin ekki fram- kvæmd, mun ég stefna hr. Jens Benjamín Þórðarsyni, lögreglu- varðstjóra, og gefst honum þá kostur á að sanna það sem hann 'hefur' um mig skrifað. Keflavík, 17. marz 1961. Björn Jóhannesson, lögregluþjónn nr. 4. Heimilishjálp: Tek qardínur og dúka í strekkingu — Upplýsingar í síma 17045,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.