Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.03.1961, Blaðsíða 14
u TÉMINNrsunnudaginn 19. mar? 1961. Parðu nú og náðu i kápu og húfu og bláa trefilinn þinn. >að er kalt úti. t>ú ættir að f.ara með henni, Charles. — Láttu hana ekki vera eina. Eg þarf að skrifa tvö bréf. Hún settist niður við skrif- borðið og ég fylgdi Josefine út úr herberginu. Ég hafði ekki vikið frá henni þótt Edith hefði ekkert sagt. Ég var sannfærður um að háski vofði yfir barninu hverpa stund. Þegar Josefine var að verða fullbúin, kom Sofia inn i her- bergið. Hún ivirtist undrandi að sjá mig. — Hvað, ertu orðin barna- pía, Charles? Ég vissi ekki að þú værir hér. — Ég ætla til Longbridge með Edith frænku, sagði Jose fine roggin. Við fáum is. —ís, í þessumb kulda? — ís er altaf góður, sagði Josefine. Ef manni er kalt að innan, verður manni heitt að utan. Sofia gretti sig. Hún virtist áhyggjufull, og ég skelfdist hve föl hún vár orðin og með bauga undir augum. Við fórum til baka. Edith var að loka umslögunum. Hún stóð hvatlega á fætur. — Þá förum við, sagöi hún. Ég sagði Evans að koma með Fordinn. Hún þusti út í skólann. Við fórum á eftir. Aftur festi ég augun á far- angrinum með bláu merki- miðunum. Af einhverjum á- stæðum vakti hann mér óró. — Þetta er bara fallegur dagur, sagði Edith de Havi- land. Hún dró hanzkana á hendur sér og leit'til himins. Bíllinn>eið frammi fyrir hús inu. — Kalt en hressandi. Ó- svikinn enskur^ haustdagur. Eru trén ekki falleg þar sem þau ber við himin með eitt og eitt gullið lauf .... Hún þagði stundaricorn, snerist síðan á hæli og kyssti Sofiu. Við sumt verður maður að horfast í augu og standast það. — Komdu Josefine, sagði hún siðan og fór upp í bíl- inn. Josefine fylgdi eftir. Þær veifuðu báðar þegar billinn ók burt. — Það er sjálfsagt rétt hjá henni að fara burt meö Jose- fine um stund. En við verð- um aö fá krakkann til að segja það sem hún veit, Sofia. — Hún veit sjálfsagt ekki neitt. Hún er bara að grobba. Josefine vill búa yfir miklu. — Þaö er meir en svo. Er vitað hvaða eitur var i kakó- inu? — Þeir halda að það sé digi talin. Edith tekur það vegna hjartans. Hún átti fullt töflu glas i svefnherb'ergi sínu. Nú er það tómt. — Hún ætti að læsa svona nokkuð niðri. — Hún gerði það. En ég býst ekki við að það hafi ver- ið erfitt að finna lykilinn. — Erfitt fyrir hvern? Aftur varð mér litið á farangurinn. Ég sagði hátt: Þau geta ekki farið. Það má ekki leyfa það. Sofia varð undrandi. — Roger og Clemency? Þú heldur þó ekki — — Hveð heldur þú? Sofia baðaði hjálparvana út höndum. HDS — Ég veit það ekki, Charl- les, hvíslaði hún. — Ég veit bara — að martröðin er byrj- úð aftur. — Ég veit. Ég hugsaði þetta sjálfur á leiðinni hingað með Taverner. — Af því að þetta er ekk- ert annað en martröð. Maður er meðal fólks, sem maður þekkir, horfir í andlit þeirra »— og allt i einu breytast andlitin, og maður þekkir þau ekki lengur, — þau eru ókunn — grimmdarleg. Hún hrópaði: — Komdu út, Charles, komdu út. Við erum öruggari úti .... Ég er hrædd við'að vera kyrr hér inni .... XXV. Við vorum góða stund úti í garðinum. Það var þögult sam komulag okkar að tala ekki um ógnina,' sem vofði yfir okkur. í staðinn talaði Sofia ástúðlega um gömlu konuna, um leiki, sem hún hafði leikið við þau sem börn og sögurn- ar, sem hún hafði sagt þeim um Roger og föður þeirra og hin systkinin. — Þau voru hennar eigin börn, skilurðu. Hún kom svo aftur til okkar á stríðsárun- um þegar Josefine var smá- barn og Eustace lítill strákur. Sofiu var fróun i að rifja upp þessar minningar, og ég kom henni til að halda áfram að tala. Ég furðaði mig á því hvað Taverner hefði fyrir stafni. Trúlega að yfirheyra heimilis fólkið. Bill ók á brott með ljós myndara lögreglunnar og tvo aðra menn og siðan kom sjúkrabíll á vettvang. Sofia titraði ofurlítið. Sjúkrabíllinn hélt burt, og þá vissum við að lík Fóstru hafði verið flutt til krufningar. Agatha Christie: r 48 Og ennþá sátum við eða gengum um garðinn og töluð- um saman — orð okkar eins og afrennsli þess sem okkur bjó raunverulega í brjósti. Aö lokum sagði Sqfia, og það fór hrollur um hana: — Það hlýtur að vera orðið áliðið, — þaö er næstum al- dimmt. Við verðum að fara inn. Josefine og Edith frænka eru ekki komnar aftur .... Núna ættu þær áreiðanlega að vera komnar? Ég fann óljósan óróleik grípa mig. Hvað hafði gerzt? Hélt Edith barninu burtu frá húsinu af ásettu ráði? Við fórum inn, Sofia dró gluggatjöld fyrir alla glugga. Eldur logaði á arni, og stofan virtist friðsæl og í sami'æmi við sjálfa sig með búnaði sín- um í stil liðinna tíma. Stórir blómvendir stóðu i skálum á borðinu. Sofia' hringdi, og stúlkan — sem áður hafði þjónað uppi á lofti — kom inn með teið. Hún var rauðeygð og sísnökt- andi. Ég sá lika að hún hafði þann kæk að líta stöðugt flóttalega um öxl. Magda kom til okkar, en Philipp fékk sitt te á bóka- safnið. Nú lék Magda þögult sorgarhlutverk. Hún sagði varla orð. Hún sagði eitt sinn: — Hvar eru Edith og Josef- ine Þær eru seint á ferli. En hún sagði það áhuga laust. Ég varð á hinn bóginn stöð ugt órórri. Eg spurði hvort Taverner væri en i húsinu, og Magda hélt að svo væri. Ég sagöi honum að ég óttað- ist um fröken de Haviland og barniö. Hann fór þegar í símann og gaf fyrirmæli. — Ég skal láta þig vita strax þegar ég frétti eitthvaö. Ég þakkaði honum fyrir og fór aftur inn í- setustofuna. Þar voru þau Eustace og Sofiaj en Magda var farin. — Hann lætur okkur vita ef hann fréttir eitthvað, sagði ég. Sofia sagði lágmælt: — Eitthvað hefur komið fyrir, Charles. Eitthvað hlýt- ur að hafa komið fyrir. Góða Sofia, það er nú ekki mjög áliðið ennþá. — Verið ekki að gera ykkur grillur, sagði Eustace. — Þær hafa trúlega farið í bíó. Hann fór út. Ég sagði' við Sofiu: — Hún hlýtur að hafa farið með Josefine á hótel eða þá til London. Ég held húri hafi gert sér fulla grein fyrir því, að barnið var í hættu, — kannski skildi hún það betur en viö hin. Sofia svaraöi þungbúin á svip: — Hún kvaddi mig með kossi .... Ég skildi ekki hvað hún var að fara með þessum orðum eða hvaö þau ættu að tákna. Ég spurði hvort Magda væri áhyggjufull. — Mamma Nei, það er allt í lagi með^ hana. Hún hefur ekkert tímaskyn. Hún er að lesa nýtt leikrit eftir Vavas- eur Jenes. — Konan ræður, heitir það. Það er gamanleik- ur um morð, um kvenkyns Bláskegg og stælt eftir Blúnd um og blásýru finnst mér. En það er ágætt hlutverk í þvi, — hlutverk konu með það æði að vera ekkja. UTVARPIÐ Sunnudagur 19. marz: 8,30 Fjörleg músik að morgni dags. 9,00 Fréttir. 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Vikan framundan. 9,35 Morguntónleikar. 11,00 Messa í Dómkirkjunm (Prest- ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Dr. Páll ísólfs- son). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Erindi: Sjónar- og heyrnarvott ar (Dr. Simon Jóh. .Ágústsson prófessor). 14,00 Miðdegistónleikar: Útdráttur úr óperunni „Töfraskyttan" eftir Weber. — Þorsteinn Hannesson flytur skýringar. 15.30 Kaffitíminn. 16,20 Endurtekið efni. 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir) 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Halldór Pétursson velur hljómplötur. 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþröttaspjall. 20,00 íslenzk tónlist, flutt af Sinfón- íuhljómsveit íslands. Stjórn- andi: Olav Kielland. 20.30 Erindi: Mesti falskristur til vo-rra daga; síðasti hiuti fÁs- mundur Eiríksson). 20,55 „Sígaunabaróninn": Óperettu- lög eftir Johann Strauss. 21.15 Gettu betur! spurninga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svavars Gests. 22,00 Fréj.tir og veðurfregni.r. 22,05 Dahslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. marz: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Bændavikan hefst: a) Ávarp Steingrímur Steinþórsson bún aðarmálastjóri. b) Menntun sveitafólks; — erindi og sam- talsþættir (Kristján Karlsson, Jónas Jónsson o. fl. tala). 14.15 „Við vinnuná": Tónleikar. 15,00 Miðdegisútvarp. 18,00 Fyrir unga hlustendur: Æsku minningar Alberts Schweitzers (Baldur Pálmason). 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19,00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20.20 Einsöngur: Árni Jónsson syng ur. Við píanóið: Fritz Weiss- happel. 20,40 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfr.). 21,00 Frá tóniistarhátíðinni í Búda- pest 1960. 21.30 Útvarpssagan: „Blitt lætur veröldin" • eftir Guðmund G. Hagalín (Höfundur leS). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (40). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.10 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI Hvíti Hrafninn „Fanga? Þinn fanga“? endurtók Kagnar, og tárin -stóðu í augum hans „Aldrei! Komið, allir mínir menn“, hrópaði hann örvænl:n?ar fullur til herma.nna sinna. „líéldur bíða hetjulegan dauða en þoia frels isskerðirigu"! En mennirnir brostu vandræðalega og tvístigu. „Það er skipun“! þrumaði hann og stapp- aði niður fælinum: „Fram til or- ustu“! Tvteir manna hans gengu til hans, og annar sagði: „Ragnar rauði, við erum búnir að fá nóg af sparðatíningi og orrustum við þessa Skotaskratta. Við neitum að brjóta í bága við skipanir Eirik.s". Eitt andartak mlssti sjórænir-ginn andlitið, svo rak hann upp hre'; legt öskur og ruddist af stað út. „Ragnar, láttu ekki svona eins og flón“, hr-ópaði Eíríkur, en Ragn'ar hljóp sem fætur loguðu niður í daiinn. „Stöðvið hann“, kallaði Eitikur, _____ I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.