Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaði i Greflð lit af ,Alþýöwílol£lc».iMiau , 1920 Mánudaginn 12. apríl 80. tölubl. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Rftsslan) - finttlanð vopnahlé. K.hö'fn 7. aprí), Vopnahlé er komið á milli Rússa (bolsivíka) og Finna 8. þ. m. Ausíurríki og Italía semja. Khöfn 7. apríl. Renner, ríkiskanslari Austurríkis, «r í Rómaborg að semja fyrir land sitt við ítali um ýms mál stjórn- arfarsleg og verzlunareðlis. &Fra PyzRaíanéi ®g ÆanéamBnnum. K.höfn. 7. apríl.i Frá Berlín er símað að rikis- varðliðið haldi áfram að nálgast Essen. Þýzka stjórnin hefir mót- rnælt því að Frakkar hafa sent iherlið inn í Ruhr-hérað. Götuóeyrðir í Berlín eru hættar. Khöfn 8. apríi. Enska blaðið „Daily Chronicle" segir að samkomulag muni verða í Ruhr-héraðsmálinu og að bæði franska og þýzka herliðið verði ícallað aftur. K.höfn 9 apríl. Frá Berlfn er símað að Frakkar bæti stöðugt við herlið það er þeir hafa sent inn í Ruhrhérað, og ter herliðið fram með mikilli hörku [gegn íbúunum]. Fréttastofa Reuters segir að Frakkar hafi framið verknað þenn- an gegn samþykki Bandamanna. Búist er við að Þjóðverjar skjóti málinu til þjóðasambandsins. Stórblaðið „Times" lastar mjög þá stefnu stjórnarinnar að vera á móti Frökkum í þessu, og segir að þetta verði örðugasti hjallinn í vináttu þessara tveggja þjóða. Belgir eru samþykkir gerðum Frakka. Khöfn 10. apríl. Parísarblöðin styðja stjórnina að málum [f hinni nýju sókn gegn Þjóðverjum]. Khöfn 11. sprfl. „Times" segir að Bandamenn ætli að neyða Frakká til þess að láta uudan í Ruhrmálinu með því að neita að öðrum kosti að semja við þá um fullnægingu friðarsamn- inganna. Þrælauppreistin, [Eftirfylgjandi bréf frá Gorki hefir íslenzkur stúdent í Khöfn þýtt úr rússnesku blaði. Bréflð heflr^ einnig verið birt í L'Hu- manité, aðalblaði franskra jafnað- armanna. Það er hæfilegt svar til allra þeirra lygara og hræsnara, sem tala um þjóðræði (demókratí), frið og sættir milli lægri og hærri stéttarinnar, milli þrælanna og þrælarekstrarmannanna]. „Eg hefi fengið allmikið af bréf- um frá ýmsum mönnum. Þau bera öll blæ örvæntingar og votta hina mestu skelflngu. Það er auð- fundið að þeir, sem hafa skrifað þait, hafa séð marga dapra daga og þjást af kveljandi hugsunum, er svifta þá svefni. „Hvernig er orðín hin góðlynda rússneska þjóð? Hvers vegna heflr hún skyndilega brayzt í vilt, blóð- þyrst rándýr?" Þannig skrifaði kona ein til mín á ilmstokkinn Það tilkynrjist hér með, að elsku litla dóttir okkar, Guðný Salóme Hulda, andaðis að heimili okkar Laugaveg 44, þann 10. apríl 1920. Jarðarförin ákveðin síðar. Ragnhildur Þórðardóttir. Kristján Guðmundsson. pappír. — „Kristur er gleymdur, kenning hans að engu höfð", skrif- aði mér P. greifl. — „Eruð þér ánægðir? Hvað er nú orðið af hinni miklu kenningu um kær- leika til náungans? Áhrifum skól- anna og kirkjunnar?" spyr Gr. Brenteim de Tambor mig. Sumir láta óánægjulega og ógna. Aðrir láta sér nægja að nöldra. Allir eru æstir og daprir. Allir eru full- ir skelflngar við þá tilhugsun, að lifa þenna sorglega og göfuga tíma. Þar sem eg get ekki svarað hverjum fyrir sig, svará eg ykkur öllum hér, öllum í senn. Þér konur og karlar! Þeir dagar eru komnir, að þér skuluð gjalda kæruleysis yðar um líf þjóðarinnar. Alt, sem þér haflð reynt, alt, sem þór þolið — það hafið'þér verðskuldað. Og eg get aðeins sagt yður eitt. Óskið yður eins: að þér enn þá átakanlegar komist að raun um það líf, sem þór hafið fyrirbúið sjálfum yður. Að þér yrðuð enn þá kvíðafyllri í huga, að tárin stælu svefni yðar á nóttunni, að sá stormur grimdar og æðis, sem nú fer yfir land vort, mætti brenna yður sem eldur! Þór hafið verð- skuldað það. Þér skuluð að engu verða; en það er einnig mögulegt að alt það, sem enn þá er eftir heilbrigt og heiðarlegt í sálu yðar, verði hreinsað af öllu hinu óheið- arlega og lága, sem hún var sýkt af — sál yðar, sem þér hirtuð svo Htið um, sál yðar, sem var fyld ágirni, lygi og valdafýsnar, í einu orði sagt öllum hinum lægstu hvötum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.