Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1961, Blaðsíða 3
T í MIN N, fimmtudaginii 27. aprfl 196L Uppreisn hershöfðingj- anna brotin á bak aftur París 24/4 (NTB). Það er nú fullljóst, að her- foringjauppreisnin í Alsír hef- ur farið út um þúfur. Maurice Challe, einn af aðalleiðtogum uppreisnarmanna og fyrrum yfirhershöfðingi flughersins í Alsír, hefur verið tekinn hönd- um og fluttur til Parísar, þar sem honum verður stefnt fyrir rétt og látinn svara til saka fyrir tiltæki sitt. Á Challe munu verða bornar sakargfit- ir, er þýtt geta dauðadóm yfir honum. Challe er hinn fyrsti af uppreisnarforingjunum, sem fallið hefur í hendur frönsku stjórninni, er jafn- framt hefur gefið út fyrirskip- un um að víðtæk leit skuli gerð að öðrum leiðtogum upp- reisnarinnar, þeim Salan, Zeller og Jouhaud. Yfirvöld- um í öllum hafnarborgum Alsír hefur verið skipað að neita að flytja menn þessa úr landi og gæta þess að þeim takist ekki að komast brott undir fölsku flaggi. Sama skip- un hefur verið send til allra flugvalla í Alsír. Það er skoSað sem öruggt tákn þess, að uppreisnin er farin út um þúfur, að Challe skuli hafa verið tekinn íhöndum og fluttur til París ar. Þessu fjögurra daga uppreisn- arævintýri er því lokið. Franska stjórnin hélt fund síðdegis í dag með de Gaulle forseta. Það, sem rætt var á þessum fundi, var, hvaða refsingu uppreisnarforingj- arnir skulu hljóta og jafnframt var rætt um leiðir til þess að koma í veg fyrir, að aðrir hægri menn yrðu til þess að reyna að leika sama leikinn og herforingjarnir í Alsír. Franska stjórnin segist vera þess fullviss, að hópar manna séu til í Frakklandi, sem stutt hafi þessa uppreisn, en ekki náð að framkvæma áform sín vegna þess, hve skjótan endi uppreisnin fékk. Með tiliiti til þessa mun de Gaulle enn um sinn hafa alræðisvald. Áreksturinn á Selvogsbanka í blaðinu í gær var birt frásögn um árekstur tveggja báta á Sel- vogsgrunni. Þetta voru Hásteinn II frá Stokkseyri og Þorlákur II frá Þorlákshöfn. Þar sem áhöfn Þorlákshafnarbátsins þótti á sig hallað í fréttinni, sem fengin var frá Stokkseyri, vilja þeir taka fram eftirfarandi: Hásteinn II var á bakborða og bar því að víkja samkvæmt sigl- ingarreglum, en það gerði hann ekki. Þegar allt var orðið of seint, beygði Þorlákur II é stjórn til þess að reyna að komast hjá slysi. Hann hefði getað komizt hjá á- rekstri með því að beygja á bak- borða, en það mátti hann ekki gera, því að ef Hásteinn hefði beygt á síðustu stundu, eins og hann átti að gera, hefði orðið al- 'varlegri árekstur, í trausti þess, að Hásteinn beygði rétt samkv. reglum á síðustu stundu, beygði Þorlákur rétt, en tókst ekki að komast hjá árekstri. j Þungar refsingar — (aukið vald forsetans Franska þjóðin hefur yfirleitt I fagnað uppgjöf uppreisnarforingj- I anna og telur miklu fargi af sér ! létt. Flest frönsku blaðanna taka j í sama streng og telja, að de ' Gaulle hafi enn einu sinni unnið frækilegan sigur. Nokkur blaðanna láta þó í ljósi samúð með uppreisn armönnum, draga fjöður yfir of- beldisverk þeirra, en benda í þess stað á það, að hér hafi verið á ferðinni þjóðhollir menn og stefna þeirr'a hafi verið misskilin. Flest blaðanna krefjast þungra refsinga yfir Challe og hinum uppreisnar- foringjunum, ef þeir nást. Það er ljóst eftir þessa síðustu atburði, að de Gaulle faefur í hyggju að styrkja svo stjórnvöld landsins, að þau geti hiklaust hrundið uppreisnartilraunum. Jafnframt mun forsetinn vilja gefa stjórnvöldunum heimild til víð- tækra ráða til þess að fyrirbyggja, að hópar manna hyggist í framtíð inni leggja út í slik ævintýri. Allt að komast í eðlilegt horf Allt hefur verið með kyrrum kjörum bæði í Alsír og Frakklandi í dag. í París vörpuðu menn önd- inni léttar. Hættan á innrás er nú liðin hjá og dregið hefur verið úr ströngum öryggisreglum, sem sett ar voru fyrir fjórum dögum, er uppreisnin brauzt út. í París eru menn þeirrar skoðunar, að atburð irnir síðustu daga hafi orðið til þess að sannfæra serknesku út- lagastjórnina í Alsír, að de Gaulle vilji einlæglega finna lausn á vandamálinu í Alsír 02 muni misk- unnarlaust brjóta alla öfgasinna á bak aftur. Öll viðskipti og samgöngur við Alsír eru nú komin í samt lag aft- ur. Hersveitir þær, sem kallaðar voru heim frá Vestur-Þýzkalandi^ eru nú á leið þangað aftur. Landnemar vonsviknir Hver einasti embættismaður í Alsír var yfirheyrður í morgun, áður en vinna hófst. Tilkynnt hef- ur verið, að fjölmargir hafi verið handteknir fyrir að hafa tekið við skipunum af iippreisnarmönnum. Utvarpið í Alsír skoraði á fólk að afhenda vopn, er það kynni að hafa undir höndum fyrir miðnætti komandi. Eftir þann tíma yrði haf in leit í hverjum einasta kima. Ailt var friðsamt í Alsír í dag. Hið einasta, sem rauf þögnina, var sprengja ein, sem sprakk á einu torgi borgar'innar, án þess þó að gera nokkrum mein. Evrópumenn í Alsír tóku upp vinnu sína í morgun. Meðal þeirra ríkir mikill ótti og sár vonbrigði. Þeir undrast það, að mikilsvirtir og margreyndir herforingjar skuli háfa stofnað til þessarar uppreisn- ar, án þess að tryggja sér stuðning fólksins við hana. Franskir land- nemar óttast nú, að franska stjórn in muni grípa til enn hastarlegri ráða en eftir janúaruppr'cisnina í fyrra. DE GAULLE forseti Enn einu sinni hefur hann unnið stóran sigur og skipað þjóðinni að balki sér. Hann hyggst nú enn styrkja völd stjórnenda landsins. Sennilegt er talið, að herforingj- arnir Salan, Zeller og Jouhaud hafi komizt undan frá Alsír. Alsírbúar afhenda nú vopn sín 'hálfu hersins í Alsírborg. unnvörpum, og hefur lögreglan þegar allmikið safn undir* höndum. Mikill viðbúnaður er enn af Leopoldville 26/4 (NTB). Dregur enn til tíÖinda í Kongó: Challe. Challe í fangelsi Siðdegis í dag kom Challe, hershöfðingi, meg herflugvél til Parísar. Mikill fjöldi lög- reglumanna var á flugvellin- um við komu hans til borgar- innar. Challe var klæddur borg arafötum, er hann sté út úr flugvélinni. Hann féll á kné, er hann kom á franska grund en var hjálpað upp í lögreglu- bifreið samstundis. Síðan var Challe ekið til La Sante fang- elsisins í miðhluta Parísarborg ar undir strangri lögreglu- vernd. Challe mun koma fyrir herrétt innan skamms. í dag var Moise Tshombe, sjálfskipaður forsætisráðherra Katangafylkis í Kongó, tekinn höndum af hersveitum Mo- butu ofursta og valdsmanns í Leopoldville. Auk Tshombe voru einnig teknir höndum ut- anríkisráðherra hans Kimba og aðrir meðlimir sendinefnd- ar Katangafylkis á ráðstefnu, sem haldin var í Coquhlatville, höfuðstað Miðbaugsfylkis, um framtið Kongó. Þeir félagar frá Katanga ætluðu að fara að stíga upp í flugvél og halda heimleiðis, er þeir voru teknir an höndum. Móbútó hand- tekur Tshombe Ekkert samkomulag um framtíð Kongó og af- stö($u til SÞ Þessum fregnum hefur ekki verig tekið þegjandi og hljóða- laust í Elísabetville, höfuðborg Katanga. í fréttum þaðan segir, að innanríkismálaráðherra Kongó, Munungó, muni mynda nýja stjórn og segja stjórninni í Leopoldville stríð á hendur, ef hún sleppi ekki Tshombe og félögum hans tafar- laust. Talið er, að nýr forseti muni skipaður í Katanga þegar í kvöld, ný.stjórn sett á laggirnar að reyna að eyðileggja samkomu-1 in né sjá. Hann hefur ekki viijað lagið á Madagaskar. Tshombe1 viðurkenna samkomulag Kasavú- sagðist gjarna vilja hjálpa fátæk-: bús forseta við SÞ, þar sem forset- héruðum í Kongó s.s. Mið- j inii segist ekkert amast við vald- bagshéraði. Katangahérað munaði j beitingu SÞ til þess að hindra ekki' um það, að bera nokkru meiri j borgarastyrjöld í Kongó. skatta en hin fátækari héruð. Tshombe sagði, að stjórnin í Leo- poldville vildi ekkert á sig hlusta, en þjóðin stæði uggláust með sér, þótt höfðingjarnir hunds uðu sig. Vildi enga samvinnu vi3 SÞ Þá hafa stjórnarvöldin í Leo- poldville tilkynnt, að SÞ fái aftur afnot af hafnarbænum Matadi. Þetta þótti Tshombe og einum of langt gengið. Ekki er vitað hvert farið var með Tshombe og félaga hans eftir handtökuna, og ekki er heldur vit að, hvort stjórnin í Leopoldville Annað deiluatriði Kongóleiðtog- anna hefur verið afstaðan til SÞ. Kasavúbú forseti og stjórnin í gaf út skipun um handtöku hans ,. , . ... . , Leopoldville hafa reynt að taka j Hitt er ljóst, að enginn vinskapur og undirbuningur hafinn að aras 1 Upp vinsamleg skipti við SÞ, en er lengur með stjórnunum í Elísa gegn Leopoldvillestjorninni. Jafn-. Xshombe vill ekki heyra samtök- betville og Leopoldville. framt er talið, að stjornm 1 Elisa-1 betville fari þess á leit við SÞ, að, þær sjái um, að Tshombe verði sleppt úr haldi. Allir á móti Tshombe Kongóleiðtogar að undanskild- j um Lúmúmbasinnum héldu ráð- stefnu á Tananrive á Madagaskar, í janúar sl. og ákváðu þá að stofna sambandsríki í Kongó. Síðan hef- ur verið stofnað til annarra funda til þess að ræða þetta nánar. Hins vegar hefur ekkert samkomulag náðst, heldur hver höndin verið upp á móti annarri. Þannig fór, að Tshombe gekk af fundum ráðstefnunnar í Coqu- hlatville og sagði þá ástæðu vera, Tshombe til þess, að þessi ráðstefna væril — sér grefur gröf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.