Alþýðublaðið - 12.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.10.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUöLAÐI Ð r"’ ÍALÞÝÐUBLAÐIÐ! < kemur út á hverjum virkum degi. j J A*grelðsla í Alþýðuhúsinu við <j Hverfisgötu 8 opin írá k!. 9 árd. J til ki. 7 síðd. | Stcrifstofa á sama stað opin kl. ; < 9’/a—10V* árd. og ki. 8—9 síðd. ; < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 | (skrifstofan). I Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; | mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 I < hver mm. eindálka. ; 5 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan I J (í sama húsi, sömu simar). Spnrningar fll verkafélks. Verkafólk! Hvers vegna haldið þið,að blöð atvinnurekendastéttarínnar geri sér nú svo títt um að -reyna að sýna ykkur fram á, að fulltrúar ykkar, sem samtök ykkar hafa fal- ið að standa fyrir málum ykkar, geri ykkur lítið gagn, ,,Iifi á“ ykk- ur með því að gera sér málstað ykkar að atvinnu, bregðist jafn- vel vonum ykkar í starfi sínu, svo eð þið ættuð að !osa ykkur við þá og helzt við alla forystu slika sem þeirra?.. Haldið þið, að það sé af um- hyggju fyrir velferð ykkar og hag, að dag eftir dag og blað eftir b!að er ausið á þessa menn, full- tTÚa ykkar, rógi og svívirðingum ? Hefir ykkur fundist, að í til- boðum atvinnurekenda um kaup fyrir vinnu ykkar hafi jafnan gætt' svo mikillar nærgætni um iífsþarfir ykkar, að líklegt sé, að atvinnurekendur, sem bera því meira úr býtum til handa sjálfum sér, sem kaup ykkar er Iægra, éba folaðamfetin atvinnarekend. sem þeir geta abð því beíur, sem þeir græða meira, — hefir ykkur fundist, að þessir menn hafi hingað til látið sér annara um sæmileg lífskjör ykkar en fulltrúar ykkar, sem borið hafa fram kröfur ykkar og háð harða baráttu þeim til framgangs? Finst ykkur, að atvinnurekend- um eða vinnumönnnum þeírra við .,Mgbl.“ hafi jafnan tekist svo vei ailar sínar athafnir, að þeir séu n-.anna xéttkjörnastir til dómara yfir starfseml fulltrúa ykkar og Ijklegastir til að dæma um hana réttsýnilega og af heilum huga? Dettur ekki þeim af ýkkur, sem mesta hafa lífsreynsluna, í hug, að fiskur liggi undir steini, þegar skrifstofumenn togaraeigenda setj- ast við skriltir til að sýna ykkur fram á, að eiginlega sé það full- trúum sjóiranna að kenna, að sjó- menn hafi ekki haít talsvert betra kaup við sildveiðar í sumar en togaraeigendur haíi ætlast til? Finst ykkur ekkí atvinnurekend- um a't af í lófa lagið að hækka kaup við ykkur eftir vild? Virðist ykkur hún ekki eitthvað hol innan, þessi umhyggja, sem felt í einu er farin að ólga yfir til ykkar úr „MorgunbIaðinu“? Skyjdi ekkí vera óhætt að gera ráð fyrir því, að atvinnurekendur séu það hagsýnir, að þeir hafi komið auga á, að ,,vinnukraftur- inn“ — það er bókfærslunafn þeirra á ykkur — gætí orðið tals- vert. ódýrari, ef þið snérust hvert gegn öðru, og enginn vildi beita sér fyrir málefni ykkar? Ætii atvinnurekendur séu alveg frábitnir að hugsa sem svo, að ef jreim tækist að koma upp meðal ykkar tortryggni við fulltrúa ykk- ar, þá myndi auðveldara að kQjna fram vilja þeirra um lágt 'kaup- gjald og langan vinnnutíma? Finst ykkur ósvíííð að gera ykk- ur í hugarlund, að atvinnurekend- ur séu ekki svo illa að sér, að þeir haíi aldrei heyrt getið sig- urbragðsins rómverska: „Tvístr- aðu og drottnaðu!“, eða að j>eir séu ekki svo óvenjulega göfug- lyndir, að þeir fengju sig ekki tií að neyta slíks bragðs, þótt gróði, svo að tugum þúsunda skifti, væri öruggur ella? Er þab mjög syndsamlegt óg heiðinglegt í ykkar augum að vera á vaðbergi og ekki alt of auðtrúa, þegar „Mgbi.“ gerir sig vinsam- legt við eitthvert ykkar, og ger- ast ekki ált of auðleidd til vin- semdar í móti, heldur minnast og gegna lífsreglunni fornu: „Ovinar sins skyli engí maðr vinar vínr vera“? Breskir og' rússneskir verkamenn. Sameiningartilrannir, sem bera engan árangur. Fyrir fímm vikum kom sú fregn uían úr heimi, að brezkir verkamenn hefðu slitið stjórn- málasambandi við rússneska stéttarbræður. Flestir, sem lásu þessa fregn, áttu bágt með að átta sig á henni, enda var hún loðin mjög og sveip- Uð einhverri dularfullri lyga-til- rauna-þoku. Allir, sem fylgjast með erlend- um verkamannamálum, vita, að ekkert stjórnmálasamband hefir veríð milli’brezkra og rússneskra verkamanna. Það, sem hefir vald- ið því, eru mísmunandi skoðanir ú baráttunni fyrir frelsi verkalýðs- ins og jafnaðarstefnunni. Brezkir verkamenn fylgja skoð- un lýðræðis-jafnaðannanna, en rússneskir öreígar hylla sameign- arstefnuna. Brezkir jafnaðarmenn eru í 2. alþjóðasami>andiiju —• eins og Ál- þýðuflokkurinn —, en Rússarnir í hánu 3;, sem hefir aðseíur sitt í Moskwa, og milli þessara sam- banda hefir engin samvinna átt sér . stað. 2. alþjóðasambandið byggir alla starfsemi sína á lög- festum grundvelli,' þingræðiss'arf- seminni, og það trúir því, að jafn- aðarstefnunni sé hægt að koma á með þeim hætii. í mjög stórum drá’ttum liggur mismunurinn í þessu: Marx sýndi fram á, að skipulag jafnaðarstefn- unnnar væri afleiðing auðvalds- skipulagsius, — að þegar auður- inn væri kominnn á mjög fáar hendur og auðvaldsþróunin væri búin að ná hápunkti, þá myndi aftur fara að sakka og sækja í það horf, að auðhrúgurnar myndu dreifast út, auftváldid hverfa, en fólkið, fjöldinn, myndi rísa upp í vehnegun. Fátæktin myndi hværfa og atvinnuvegirnir beinasf í aðra hagkvæmari átt fyrir heild- ina, svo að óhjákvæmileg afleið- ing auðvaldsþróunarinnar yrði fullkomin þjóðfélagsbyltiing í sarn- ræmi við kröfur jafnaðarsteínunn- ar. Undir þetta geta allir þeir, sem haliast að skoðun jafnaðar- manna, skrifað. En þegar á að fara að skera úr,. hver sé hin rét a starfseini jafnaðarmanna nú, skiftast skoðanirnar. Lýðræðis- jafnaðarmenn trúa á edlilega pró- un. Þeir halda því fram, aÖ mannsandinn sé á leíðinni og ekki sé annað en að halda í horfinu og ■ færa jafnaðarstefnuna fram smátt og smátt. Þeir hyggjast að grípa völdin af auðnum með lög- gjöf og vinna þVí ósleitilega á þingræðisgrundvellinum að jafn- aðarbreytingum. 3. alþjóðasambandið — sam- eignarsinnarnir — telja þá bregð- ast jafnaðarsíefnunni og alþýð- unni, er slíkar skoðanir hafi. Þeir halda því fram, að lýðræðis-jafn- aðarmenn reki að dhs erindi auð- valdsins með slíkri starfsemi. Telja þeir, að skyndibylting geti ab eins borið jafnaðarstefnuna til sigurs, og eftir byltinguna vilja þeir setja á stofn „alræði öreig- anna“, er varið sé með vopnum og harðneskju, ef á þurfi að halda. Þessi greínarmumir hefir alt-af útilokað alt samstarf á stjórn- málasviðinu. En það er annar liður í starf- semi jafnaðar- og verka-manna, og hann er verklýðsmálabarátt^n. Þar hafa þeir einnig verið sundraðir. Tií eru tvö verklýðssambönd. Annað er kent við Amsterdam og hitt við Moskwa.. Brezkir verkamenn og yfirgnæf- andi meiri hluti verkamanna í E^- j rópu eru í Amsterdam-samband- inu, en Rússarnir og.mikill hiuti austrænná verkamannna eru í Moskwa-sambandinu. Amsterdam- ^ambandið er fjölmennara. Brezkir verkamenn, sem hafa reynst mjög duglegir í baráttu sinni, sáu, hvílik fásinnna það var, að verkamenn í öllum löndum heims skyldu ekki geta starfað saman í baráttunni í verklýðs-’ málunum, þó þeir gætu ek-ki haft samstarf á stjórnmálasviðinu. Reyndu þeir því fyrir sér trni sameiningu, og afleiðing þeirra tilrauna varð svo sú, að árið 1925 \,ar sett á stofn nefnd frá brezk- um og rússneskum verklýðsfélög- um. Verklýðssamböndin í flestum löndum Evrópu trúðu eigi á, að pessi sameiningarti I raun myndi takast- Þau álitu, að stjórnmál Rússlands sem ríkis myndu vega meira en sameiningin, þegar til hennar kænii af hálfu Rússanna. Nefnd þessi hefir svo starfað í tvö undan farin ár, enn árang- urinn vafð enginn. Skoðanamis- munurinn var alt af að koma skýrar og skýrar fram. Grund- völlurinn, sem brezkir verkamenn. byggja starfsemi sína á, var svo gerólíkur hinum rússnesku, að ait samstarf reyndist ókleift. Og af leiðingin varð svo sú, að á þingi, er brezkir verkamenn héldu í Ed- inborg fyrir nokkru, var samþykt með yfirgnæfandi meiri hluta að láta nefndina hætta störfum. Brezku nefndarmennirnlr, sem t allir voru ^fulltrúar á þinginu, lýstu skoðun sinni á málinu, og voru sumir þeirra all-harðorðir í garð Russanna. Citrine, sem hafði verið ritari nefndarinnar, fórust orð á þessa leið: „Það er ekki með glöðu geði, að ég greiði hér atkvæði með því, að þessum sameiningartil- raunum verði hætt. Ég sé allar þær vonir, sem ég og fjöldi verka- inanna báru um samstarf allra vinnandii þræla, verða að engu. En ég get sagt, að ég og landar mínir göngum með góðri sam- yizku frá þessu starfi. Við höfum reynt allar hugsanlegar leiðir, en alt hefir strandað á uppgerðri velvild, sem heíir að eins verið skreytt með hrópyrðum um sam- hjálp, en reynst, þegar til átti að taka, undirferli. Ég veit, að rússneskur vinnulýður er búinn að vinna þrekvirki, og við dáum þá fyrir það. En skoðanir þeirra eru gerólíkar okkar, hinum vest- rænu, ösamrýinanlegar að öllu. leyti. Þeir byltu á einni svip- stundu. Ástandið bjó í haginn fyrir þá, en víð byltum smátt og smátt, og við erum að bylta, Við réttum hinum rússnesku stéttar- bræðrum höndina og kveðjum þá.; og hryggjuinst yfir því, að alt skyldi ekki verða eins og vio vildum.“ Þannig endaði sameiningartil- raunin, og er það áreiðanlega á- hyggjuefni alls verkalýðs, hvar sem er, og verður ekki komist hjá að áfellast það, að skortur á 'samningalipurð og kenningastirfni hefir verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum alþýðustéttar allra Janda, þeim hagsmunum, er Karl Marx lagði svo ríka áherzlú & í hinuni frægu kjörorðuni jafn- aðarmanna: ’ ' „öreigar i ölluni löndum! Sam- einist!“ Póstar. Austanpóstur fer héðan á morg- un, en kemur hingað á föstudag- inn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.