Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 3
Vlwilfr w, fimmtnðaginn Aðalfundi S. í. S. lokið: Samkomulaginu við verka- lýðshreyfinguna fagnað Götudeirðir Algeirsborg i HÆSTI RETTU R Sigurðssonar úr gulli Aðalfundi Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var fram haldið að Bifrösf í gær og hófst fundur klukkan 9 ár- degis. Til umræðu voru skýrsl ur þær, sem fluttar voru í gær af formanni, forstjóra og framkvæmdastjórum. í skýrslu framkvæmdastjóra sjávarafurðadeildar, Valgarðs J. Ólafssonar, kom fram, að þátttaka samvinnufélaganna í framleiðslu og sölu sjávaraf- urða hefur verið vaxandi und anfarin ár. Á síðasta ári jókst sala freð- fisks á vegum Sambandsins úr 11 þúsund smálestum í 12,178 smá lestir. Fyrstu fimm mánuði þessa árs\hefur framleiðsla freðfisks á vegum frystihúsa SambandsLnS enn aukizt nokkuð, samanborið við sama tímabil á fyrra ári, enda þótt heildarframleiijslan í land- inu yrði miklu minni á vetrar- vertíðinni en verið hefur í mörg ár. Kjöfsölumiðstöðjn Á aðalfundinum voru gerðar eftirfarandi samþykktir: Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, haldinn að Bif- röst í Borgarfirði dagana 13.—14. júní 1961, skorar á bæjaryfirvöld Reykjavíkur ag hraða svo ákvörð- un um endanlegt skipulag fyrir- hugaðrar kjötsölumiðstöðvar borg- arinnar, að ekki þurfi að dragast lengur en orðið er, að hefjast handa um byggingu kjötiðnaðar- stöðvar, er Sambandið hefur um mörg ár leitað eftix að fá að byggja, og hvorki neytendur Reykjavíkur né bændur landsins mega lengur án vera. Lán til greiðslu á lausa- skuldum Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, haldinn að Bif- röst í Borgarfirði dagana 13.—14. júní 1961, beinir þeirri áskorun til ríkisstjómarinnar, að hún hlutist til um ,að bændur fái föst lán til greiðslu á lausaskuldum mes sömu kjörum og útvegsmenn njóta samkvæmt lögum frá síðasta þingi, og enn fremur, að fyrirtæki, sem éiga vinnslustöðvar fyrir landbúnaðarafurðir, fái sl£k lán á sama hátt og eigendur vinnslu- stöðva fyrir sjávarafurðir. Vinnudeilan og kjara- samningarnir Aðalfundur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, haldinn að Bif- röst í Borgarfirði dagana 13.—14. júní 1961, vill ag gefnu tilefni vara við því stórfellda tjóni, sem ætið er samfara almennum verk- föllum eins og þeim, sem hófust á s.l. vori og víða eru enn yfir- standandi. Fundurinn telur mjög mikils- verða þá samninga, sem samvinnu félögin hafa gert við verkalýðs- félögin til lausnar á vinnudeilun- um. Telur fundurinn, að með þess um samningum hafi verið afstýrt miklu tjóni og komið á sann- gjarnan hátt til móts við kröfur verkamanna um kjarabætur, enda eðlilegt og skylt að gagnkvæmur skilningur og samstarf sé milli samvinnuhreyfingarinnar og verka lýðssamtakanna. Er þag álit fund- arins, að með samningunum hafi verið fundin leið til að viðhalda vinnufriði í landinu til frambúð- ar, ef rétt verður á haldið. Fundurinn lýsir yfir vilja sam- vinnuhreyfingarinnar til sam- starfs um aukna framleiðslu og bæta lífskjör þjóðarinnar og minnir á, að reynslan sýnir, að með því að efla samvinnurekst- ur í landinu vex og þróast eðli- I leg og heilbrigð uppbygging og framfarir. Stjórnarkjör Úr stjórn áttu að ganga þeir Þorsteinn Jónsson og Finnur Kristjánsson, og voru þeir báðir endurkj> nir. í stað Egils heitins Thorarensen var Guðmundur Guð- mundsson, Efri-Brú, kosinn til eins árs. Varamenn í stjóm voru endur- kjörnir þeir Guðröður Jónsson, Bjarni Bjarnason og Kjartan Sæmundsson. Endurskoðandi var endurkjör- inn Páll Hallgrímsson, sýslumað- ur, og varaendurskoðandi var end urkjörinn Sveinbjöjp Högnason, prófastur. Aðalfundi lauk með sameigin- legum kvöldverði að Bifröst. NTB—Algeirsborg, 14. júní. í dag kom til mikilla götuó- eirða í Belcourt-bæjarhlutan- um í Algeirsborg, er rúmlega eitt þúsund Serkir létu í Ijós andúð sína á evrópskum íbú- um borgarinnar meS mann- söfnuði á götum úti og alls kon ar skemmdarverkum. Margir evrópskir borgarar urðu fyrri aðkasti, og sumir þeirra voru grýttir. Þá var bílum Evrópu- manna velt um koll, og sumir þeirra brenndir. Neisti verður að báli Undanfari þessara miklu mót- mælaaðgerða var heldur lítilfjör- legur, en lítið má út af bera í sam- ! skiptum þessara tveggja aðila, svo I að allt fari í bál og brand. Serki nokkur' og lögregluþjónn höfðu átt í stælum, sem enduðu með því að i lögregluimaðurinn dró upp skamm- byssu sína. Dreif brátt að múg og margmenni, sem lét ófriðlega, en mest bar þar á unglingum. Örygg- islögregla var kvödd á vettvang, en áður hafði unglingunum tekizt að velta nokkrum bifreiðum og brenna eina þeirra til ösku. Þá voru xúður brotnar beggja vegna götunnar, og steinum kastað að bílum, sem óku fram hjá. Margir verzlunarmenn urðu fljótir til að loka búðum sínum og draga gluggahlerana fyrir, þegar þeir sáu að hverju stefndi, en hóp- ur unglinga hafði gert sig líkleg- an til að nota tækifærið til rána. Hér blrtist mynd af báðum hliðum peningsins. Á framhlið er vangamynd Jóns Sigurðssonar, en á bakhlið skjald- armerki íslands. Stærð peningsins er 23 mm. í þvermál og þyngd hans er 8,96 gr. hreint gull að 9/TO hlutum. Er þetta hlnn fyrsti gullpeningur, sem sleginn er fyririslenzka ríklð. Myntgildi hans er 500 krónur, en sam- kvæmt heimild i lögum verður hann seldur á 750 krónur. Mmnispeningar Jóns r HRINDIR Hæstiréttur hefur hrundið dómi undirréttar í nfáli þeirra Bjarna Sigurðar Guðjónsson- ar, vélaeftirlitsmanns, og Magnúsar Jónssonar vélstjóra, sem voru dæmdir fyrir van- rækslu í meðferð þjöppu í frystihúsi Fiskiðjunnar h.f. í Vestmannaeyjum. 10 ár fyrir misþyrmingu Fyrir stuttu staðfesti hæstirétt- ur dóm undirréttar í máli Guð- mundar Þórðarsonar, sem réðist á 12 ára telpu á Ásvallagötu stuttu eftir áramót og misþyrmdi henni. Guðmundur er dæmdur í óskil- orðsbundið 10 ára fangelsi. DOMI Hinir ákærðu voru 15. júní 1958 að vinna við þjöppu þessa, er fljót- andi ammoníak komst inn í þjöpp- una, svo að hún sprakk. Ammoní- akvatn og gufa streymdi út í sal- inn, og maður, sem þar var nær- staddiir, Hallgrímur Pétursson, Faxastíg 15, skaðbrenndist svo, að hann andaðist hokkrum dögum síðar. Undirréttur hafði dæmt þessa menn í 5000 króna sekt hvorn eða 25 daga fangelsi, auk sakarkostn- aðar. Hæstiréttur hefur látið gera framhaldsrannsókn í málinu og komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé sannað, að vanrækslu fyrr- greindra manna sé um að kenna, að sprengingin varð, sem Hallgrím ur beið bana af. Voru ákærðir því sýknaðir. Loks átaldi Hæstiréttur mistök, sem urðu við rannsókn undirréttar í Vestmannaeyjum, en fyrir hafði farizt að rannsaka til hlítar hlut- linn, sem sprakk í frystikerfinu. Á Eyri við Arnarfjörð bjó á sínum tíma Hrafn Svein- bjarnarson, einn ágætasti mað ur Sturlungaaldar. Bærinn hlaut nafn hans og var síðan nefndur Rafnseyri. Á 16. öld var staðurinn gefinn sem beneficium, og var þar síðan kirkjustaður og prestssetur. Þar fæddist Jón Sigurðsson 17. júní 1811. Á laugardaginn kemur, þjóðhá- tíðardaginn, eru 150 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, og hefur ríkisstjórnin i því tilefni látið gera minnispening úr gulli, sem verður til sölu fr’á og með föstudeginum 16. júní hjá ríkisfé- hirði, í pósthúsinu í Reykjavík og í öHum bönkum landsins og úti- búum þeirra. Ágóðanum af sölu minnispen- inganna á að verja til fram- kvæmda á Rafnseyri og heiðra með því minningu Jóns Sigurðs- sonar. Á undanförnum árum hef- ur verið unnið að byggingu prest- seturshúss þar, sem jafnfr’amt er skólahús að nokkru. Um þetta leyti er prestsíbúðinni að verða lokið, en mörgu er enn ólokið, sem gera þarf á Rafnseyri til þess að staðnum sé fullur sómi sýndur. Ljúka þarf við skólahúsrýmið, kirkjan er hrörleg orðin og þarfn- ast endurbyggingar, lóð og um- hverfi þarf að lagfæra, og rækta þarf.trjágróður á staðnum. Minnispeningur Jóns Sigurðs- sonar verður eflaust eftirsóknar- verður. Til tækifærisgjafa er hann mjög vel fallinn, og verðgildi hans eykst eflaust eftir því sem stundir líða fram, svo sem annarra slíkra peninga. Má því búast við, að eftir spurn verði þegar í fyr'stu mikil, bæði innanlands og utanlands. Viðræðufundur — án samkomulags í gærkvöldi í gær boðaði sáttasemjari ríkisins fulltrúa Dagsbrúnar og Hlífar annars vegar og fulltrúa atvinnurekenda hins vegar til viðræðufundar. Um klukkan sjö var fundi slitið að sinni, en tekið til, þar sem frá var horfið, um níuleytið í gærkvöldi. Sátu þessir aðilar enn á fundi, er blaðið fór í prcntun. Hafði þá enn ekkert borið til tíðinda, er benti til þess, að til skjótra samninga myndi draga. Þó var búizt við, að viðræðum yrði haldið áfram fram eftir nóttu. f gærdag, áður en þessir sainningar hófust, hafði Mjólkur- samsalan undirritað samninga við Dagsbrún, svipaða þeim, sem samvinnufélögin og fleiri aðilar höfðu áður gert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.