Tíminn - 15.06.1961, Síða 4

Tíminn - 15.06.1961, Síða 4
4 T í MI.N.N, finimíudagimi, 15. júnít1961. ,*v*v*v*v»%* Lárus Jónsson: landb unaðarmál Grænfóöurjurtir Nýlega gat ég þess, að fljót- l'ega yrði í þáttum þessum rætt um ræktun fóðurkáls. Síð- an hefur Jónas Jónsson kenn- ari á Hvanneyri sent mér tvær norskar greinar, sem fjalla um nýja grænfóðurjurt — fóður- raps. Þakka ég Jónasi hugul- semina. Einnig hefur mér bor- izt nýlega í hendur skýrsla um tilraunir með ræktun á næpu í Norður-Svíþjóð, til grænfóð- urs. Gengur næpan undir ýms- um nöfnum í Skandinavíu, s. s. silonepe í Noregi, blastrova í Svíþjóð o. fl. Ég hygg að fóður- næpa sé nokkuð gott orð og mun halda mig við það. Ég hef hoffið að því ráði að freista þess að gera stuttlega grein fyrir þessum þrem græn- fóðurjurtuim í einum þætti. Raps, sem er náskyldur gul- rófu, er venjulega ræktaður til þess að vinna feiti úr fræjum hans. Eru af honum til afbrigði ýmist vorsáð eða haustsáð. Hið haustsáða koma upp að haust- inu, mynda fáein blöð og yfir- vetra þannig, er vorar, tekur rapsinn að vaxa og myndar fræ. Vorsáðu afbrigðin vaxa hraðar og þroska fræ samsumar’s. Póðurrapsinn er haustaf- brigði, sérstaklega kynbætt með það fyrir augum að gefa mikinn blaðvöxt. Fóðurrapsinn vex mjög hratt fyrri hluta vaxtarskeiðsins en hægar, þegar á líður. Þetta ger- ir, að hann nýtir mjög vel stutt yaxtarskeið. Norskar tilraunir sýna að rneð aldrinum minnkar hráeggjahvítuinnihaldið ört og um 100 dögum eftir sáningu er það um 10—12%. Þurrefni og sykurinnihald eykst aftur á móti. Þess vegna verkast betur í vothey, ef rapsinn er ekki mjög ungur'. Norðmenn telja fullnægjandi í Austur-Noregi að sá í júlí eða jafnvel ágúst- byrjun og fá þó góða uppskeru. Hafa sænskar og norskar at- huganir sýnt, að af rapsi með 17% tréni þarf 1,2—1,4 kg. þurrefni í fóðureiningu. Hinar norsku tilraunir sýna, að sé vaxtartíminn skemmri en þrír mánuðir, gefur rapsinn meiri uppskeru en fóðurmergkál, en er ekki samkeppnisfært við fóð urnæpu. Fóðurkálið vex hægar í byrjun en sækir sig síðan. Fóðurnæpan er einnig ná- skyld gulrófum og öðrum kál- jur'tum. Eins og aðrar næpur safnar hún forða í rót sína. Upp haflega var hún valin með til- liti til þess að gefa sem allra mestan blaðvöxt, þar af sænska nafnið blastrova. Nú er fóður- næpan reyndar hvaða afbrigði af næpu, sem vera s-kal; eða öllu heldur það afbrigðið, sem á hverjum stað gefur mesta uppskeru, kál og rót samanjagt. Mismunandi afbrigði erij mismunandi hraðvaxin. Þannig er eitt (Svalöfs fóðurnæpa), seni gefur nær fulla uppskeru á tveim til þrem mánuðum, en önnur þurfa mun lengri vaxtar- tíma. Að sjálfsögðu verður ekki að óreyndu sagt, hvaða stofn henti bezt hér, en næpan virð- ist eftir þessum skandinavisku tilraunum að dæma vera mjög uppskerúmikil. Mismunandi afbrigði hafa og mismunandi lögun og vaxtar- máta. Að sjálfsögðu er minni vinna að taka upp næpu, sem vex flöt ofan jarðar en aðra, sem er djúpt niðri. Fóðurkálið er einnig af sömu ætt og hinar jurtirnar tvær, er það reyndar margs konar': fóð- urmergjarkál og þúsundhöfða- kál, svo að eitthvað sé nefnt. Ég hygg, að fóðurmergjarkálið sé einna þekktast hér á landi. All- margir bændur hafa fengið nokkra reynslu af því, þegar kálið safnar forðanæringu (mer'g) í stofninn, sem verður mjög sver. Norðmenn hafa borið saman fóðurmergjarkál, raps og tún- beit til fitunar sláturlamba að hausti. Rapsinn reyndist bezt- ur, en fóðurmergjarkálið reynd ist engu betri en grasvöllurinn. Einnig töfdu þeir þessa tilr’aun sýna, að rapsinn orsaki minni minnkun í hemoglobin í blóði lambanna og kunni því að vera heilsusamara en fóðurmergjar- kálið. Hvað ræktun viðkemur eru allar þessar jurtir nokkuð svip- aðar. Þær eru áburðar'frekar nokkuð. Óhætt mun að fara upp í 600—700 kg. kjama, 600 kg. þrífosfat og 650 kg. kali, 50% borax er alla jafna nauð synlegt, ca. 15 kg. á ha. (Framhaid á 13. síðu.) Efsta myndin var tekin í kjallara Alþýðuhússins fyrlr skömmu. Verkfalls- verðir ræðast við og skipuleggja gæzluna. I Mgg Myndin til vinstri er tekin í Vínarborg á viðræðufundi þeirra Krustjoffs og Kennedys. Með þeim á myndinni er Gromykó, utanríkisráðherra Sovétríkjanna. Lesendur iaðsins eiga að ráða gátuna um myndina hér fyrir neðan: Af hverju er myndin og hvenær er þpn tekin? . ... .AS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.