Tíminn - 15.06.1961, Page 9

Tíminn - 15.06.1961, Page 9
HEIMILISHÆTT IR Á SPÁNI Erindi írú Maríu Teresu Romero á húsmæðraviku SÍS aS Bifröst í Borgarfirði 12. maí s.l. Gótíar húsmæður. Áður en ég byrja á erindi mínu, vil ég láta i ljósi ánægju yfir að hitta ykkur, og vil færa SÍS þakk- læti fyrir, að fá að segja hér frá landi mínu og þjóð. Ég hef verið beðin að segja ykk- ur frá stöðu húsmóðurinnar og heimilislífi á Spáni, og vegna þess að það er ógemingur að lýsa því öllu í stuttu máli, þá mun ég ein- ungis segja hér frá nokkrum þátt- um í lífi spönsku konunnar, upp- eldi hennar, lífsviðhorfum og heimilí. Því miður hitta Spánverjar, sem dveljast erlendis einkum tvær teg- undir af fólki, þá, sem hafa fengið rangar hugmyndir um Spán, og hina, sem hafa alls engar, og er það meiri hlutinn. Það á ef til vill rætur sínar að rekja til eftirtalinna ástæðna. Stærð lands okkar, sem er fimm sinnum stærra en ísland og hinn mikli munur á íbúafjölda, sem er 30 milljónir. Land okkar liggur langt í suðri og er aðskilið frá Afríku af aðeins nokkrum míl- um sjávar. Saga þjóðar okkar hef- ur aukið ímyndunarafl rómantískra rithöfunda, og eru sögur þeirra um Spán allt annað en sannar. Fjar- lægðin gerir fjöllin blá ... (En það hef ég heyrt, að sé eitt af orð- tökum ykkar). Ég ætla ekki að hafa þann hátt- inn á, að segja ykkur frá því, hverju Spánn líkist, heldur hverju hann líkist ekki. Á Spáni eru karlmennirnir ekki stöðugt í nautaati spilandi á gít- ara, syngjandi ástarsöngva eða dansandi flamenkó, sem er þjóð- dans Andalúsíumanna. Konumar ganga ekki alltaf með höfuðdúk né j er þeim haldið innanhúss á bakj við jámgrindur. Ungu stúlkunumj er leyft að vera úti um hábjartanj daginn, án þess að vera í fylgd með j rosknum konum. Svo þið sjáið áj þessu, að á Spáni eru ekki allirj karlmenn nautabanar eða allar ■ konur sígaunastelpur. Spánn er á leið með að verða nú-1 timans land, að vísu svolítið íhalds-1 samt, en samt sem áður opið fyrirj öllum nýjungum bæði frá Evrópu! og Ameríku. I Vinnudagurinn einkennist t. d. af gamalli venju, sem hefur oft valdið miklum deilum meðal Spán- verja, sem aldrei hafa getað fellt sig við hinn venjulega vinnudag í Evrópu. Spánverjar vinna frá kl. 9 til kl. \ 1, þá taka þeir sér 2 tíma hvíld, j en taka síðan til starfa aftur frá kl. 3 til kl. 7, eða frá kl. 2 e. h. án nokkurrar hvíldar, og eiga síðan frí það, sem eftir er dagsins. Ólíkt því, sem er í öðrum lönd-l um, gegna konur á Spáni skyldu- þjónustu sem er mótsvarandi her- þjónustu karla. Þessari skyldu- vinnu gegna konur á aldrinum 16 —35 ára, ef þær eru ógiftar. Skylduþjónustan stendur yfir í 6 mánuði, af þeim fara 3 þeirra til náms í hjúkrun og heimilisstörf- um, eins og það er stundað í hús- mæðraskólum annarra landa, en seinni 3 mánuðina vinna þær sem gangastúlkur á sjúkrahúsum, á barnaheimilum, á opinberum skrif- stofum o. s. frv. Ef konur hafa ekki innt þessa skyldu af hendi, fá þær ekki háskólapróf, kosningar- rétt, bílpróf, opinbera stöðu eða neitt þess háttar. Spánverjar ganga ekki snemma í hjónaband, konur giftast yfirleitt á aldrinum 20—25 ára, og kari- menn kvongast á aldrinum 25—30 ára. Nú á dögum eignast hjón ekki eins mörg börn og áður fyrr, eða að meðaltali 2—3. Ungar stúlkur dveljast í föðurhúsum, þangað til þær gifta sig. Spánskar konur vinna mjög sjaldan utan heimilis, þess vegna geta þær gefið sig óskiptar að heimilisstörfum, þær búa til góðan mat, hugsa vel um börnin sín og eru góðar húsmæður. Á síðustu ár- um hefur sú venja að njóta heim- ilishjálpar farið mjög minnkandi, en notkun heimilistækja aukizt stöðugt að sama skapi. Spönsk heimili eru yfirleitt fal- leg. Nýrri hús eru yfirleitt lítil og hagkvæm, en þau krefjast meiri umhirðu en þau íslenzku. Gólfin eru úr timbri eða steinflísum og j verður að skrúbba þau oft, lakka j og bóna. Það mun koma ykkur einkenni- lega fyrir sjónir, að fjölskyldan! situr ekki mest í dagstofunni, heldur í borðstofunni. Þetta er mjög þýðingarmikið atriði hjá okk- ur. Það er ekki þar með sagt, að við sitjum og eyðum öllum kvöld- um við að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp í borðstofunni. í hverju húsi er lítil dagstofa, íj nýtízku húsum er jafnvel stór dag-' stofa. Það, sem átt er við með mik- ilvægi borðstofunnar í lífi venju- legrar fastheldinnar miðstéttar- fjölskyldu, er það, að þar koma all ir fjölskyldumeðlimir saman til máltíða, en aðalmáltíðin er kl. 2 e. h., og sitja umhverfis matborðið,1 tala um það, sem gerzt hefur 1 vinnunni eða í skólanum. Börnin j segja frá, hvað hafi komið fyrir í skólanum, konurnar tala um! » „ ,, vandamál sín (dýrtíðina og nýjustu Iverðbr að hlaupa undir bagga og' Spanyerja. Eins og þið hklega vit- slúðursögurnar) og mennirnir um1 rtta, er astæ®an fyJ.íf hmnikguið>. Þa er spanskur matur soðmn í viðskiptin, framtíðaráætlanir sín-! husalelf og odyru íotum a Spam. olm, en ekkx í dyrafeiti. V.ð setj- ar o. s. frv. Spánverjar neyta ekki Þ?ð getur yerlð gamanað athuga um ekki nem oskop af sterku matar síns í flýti, þeir njóta hansjnana5 manaðarleg utgjold meðalikryddi i fæðuna, við erum ekki og hvíla sig á milli rétta, og á eftir:f]olskyldu átSpani' , , , ' inemir .flnverjar. eða Indverjar, þjóta þeir ekki upp frá borðum, Samkvæmt skyrslum fra hag- enda þott við viljum hafa matmn heldur sitja kyrrir og tala saman síofu °fkar’10Þa %ddl f J ' hæfllegax kryddaðan, og ,eldum yfir kaffibollanum skylda ánð 1958 að meðaltali fimm hann með þvi að lata kryddið sam- Þetta gefur ' fjölskyldulífinu Þ“S“nð 1?“etj;“ á mánuði (um Það “ við. hann; \ oðru la.gi er ekki meiri einingu, sem okkur þykir, hl1 ?/.00° ísL kronum) sem skiptast td nemn serstakur Þjóðarréttur - - -- ! - ----- -- a eftirfarandi hatt: okkar, þo að fjórir eða fimm her- Matur ................... 2.765.00 aðsréttir séu þekktir um allan Fatnaður ................ 680.00 Spán, og jafnvel eriendis. Við Húsaleiga ............... 248.00 sjávarsíðuna eru allar tegundir af um)“, þá“ eru*°diskarair°fj'arlægðk! HyimiUshaíd ........... 412.50 sjávarafurðum borðaðar. Humar, og fjölskyldan ræðir saman í 5- Almenn utgJold .............. 894.50. krabbi, all, kolkrabbi og skelfisk- FRU MARIA TERESA ROMERO því miður, vanta hjá fjölskyldum nú á tímum í öðrum löndum. Hádegisverðurinn byrjar með súpu eða hors d’oeuvre (smárétt- 10 mín. milli þess, sem hún dreyp- ir á víni, síðan er annar réttur bor-' inn inn, yfirleitt fiskréttur, síðari eftir aðrar 5—10 mín., er aðalrétt- urinn borinn á borð, og er það venjulega kjöt og grænmeti. Á eftir er svo borinn fram eftirrétt- ur, sem er í flestum tilfellum - ur. Allir vita, að við borðum mikið Alls 5.000.00 j af saltfiski. Það má segja, að hvert Þetta sýnir að við kaupum mat1 hérað á Spáni hafi sína sérstöku fyrir meir en helming heimilis- aðferð við að matreiða saltfiskinn. tekna. Samt sem áður hefur húsa- j Kindakjöt og nautakjöt er al- Ieigan hækkað á síðustu árum. gengasta kjötið, en við borðum Margar fjölskyldur sem búa í ný- einnig svínakjöt, kiðlingakjöt og tízku íbúðum (í sambýlishúsum) kanínur, en mjög lítið af hrossa- eyða yfrileitt minna til matar- jkjöti, aftur á móti borðum við avextir, en maltiðmm lykur með;kaupa Húsa]eiga f kúsum er al-jmikið af fuglakjöti, eins og kalkún, ’ mennt jafndýr og á íslandi. akurhænsn og kjúklinga. Svo Þ10 sjam’ a° með ollum þess- Eins og þið sjáið á þessu, þá eru Við viljum bragðmikinn, litauð- um hvildmn tekur það okkur meir Spánverjar miklir matmenn. Þeir ugan og bragðgóðan mat. Við not- en klukkustund að Ijuka málsverð- borða mikið og eru gefnir fyrir um því alls konar efni til að bragð- lnum- góðan mat. Það hefur verið rann-; bæta matinn, sem ekki endilega í borgunum er kvöldverður að sakað, að fyrir hverja þúsund íbúa geta talizt krydd, heldur efni eins jafnaði borðaður milli kl. 10 og er einn matsölustaður þar eðajog hvítlauk, lauk, spánskan pipar, 11 að kvöldi og líkist hann mjög hótel, þar sem hægt er að fá olívur og þess háttar, og við borð- hádegisverðinum, en er þó léttari. keypta tilbúna rétti. um allar tegundir af grænmeti. Á milli þessara aðalmáltíða fáum í suðurhéruðunum borða íbú-j Víni, ediki og sherryi er stundum við okkur snarl á milli kl. 6 og 7. arnir ekki jafnþunga fæðu og bætt út í matinn. Það er engin Spánn er ekki ríkt land. Vinnan þeir, sem búa norðar í landinu og ástæða til að ætla, að Spánverjar er ekki mjög vel borguð, og ég hef á hásléttunni. Því verður að endur- drekki mikið, en þeir fá sér þó þegar sagt ykkur, að konur vinna skoða sumar þær hugmyndir, sem alltaf vín með góðum mat, en ekki ekki utan heimilis, svo að ríkið útlendingar hafa um mataræði til þess eins að drekka það. Brauð er dagleg fæða hjá okkur (hver fjölskylda eyðir 300 krónum á mánuði í brauð), en við erum ekki mikið fyrir kökur. Aðeins tvö eða þrjú héruð eru fræg fyrir kök- ur sínar. Bezt geðjast okkur að ávöxtum og osti í eftirrétt. í minni máltíðir höfum við pylsur og bjúgu eða reykt svínslæri (ham) með brauðí. Þar sem tími minn er senn á þrotum, þá vildi ég aðeins mega gefa ykkur eina af uppskriftum mínum um matreiðslu á saltfiski, sem þarf ekki svo mikið krydd í. Ef þið getið útvegað ykkur það, sem til þarf, ættuð þið að reyna uppskriftina heima. Hún heitir baskneskur saltfiskur, og er á þessa leið: Leggið þorskinn í bleyti í 24 tíma. Skolið hann vel, hreinsið og sjóðið síðan. Eftir suðuna er honum velt upp úr hveiti og hann steiktur í olíu. Leggið fiskstykkin í tóman pott, en rétturinn er síðan ! allur látinn í sama pottinn. Steikið síðan hvítlauksbita, nokkrar þunnr ar lauksneiðar og fínsaxaða per- 'silju við hægan hita og upp úr sömu olíunni, þangað til þetta er brúnað. Bætið í einum negulnagla, auk salts og pipars eftir smekk. Dýfið síðan svolitlum bita af skorpulausu franskbraúði ofan í edik, malið hann siðan í mortéli , ásamt örlitlu af hveiti.Bætið þessu ut á steikarpönnuna, setjið svolítið af vatninu, sem fiskurinn var soð- inn í, út í, og hrærið vel í. Síðan er þessari sósu hellt yfir fiskinn og allt látið krauma við lágan hita í 10 mínútur. Þetta er allt og sumt. Ég vona, að ykkur geðjist að því. Kæru húsmæður, ég vona að þessi frásögn mín hafi gefið ykkur nokkra^ hugmynd umi land mitt og þjóð. Ég er viss um, að þið hafið fjölda af spurningum fram að bera, og ég er fús til að svara þeim eftir beztu getu. Ég þakka ykkur fyrir góða áheyrn. Bílarnir ekki affermdir í fyrradag fengu verkfalls- verðir veður af því, að verið væri að flytja efni til Kassa- gerðarinnar við Skúlagötu. Lið var þegar sent á vettvang, og þegar verkfallsverðir komu inn eftir, voru bílar komnir inn í Kassagerðina og átti að fara að afferma þá. Kassagerðin hafði verið að sækja nokkxar papparúllur sem hún átti í geymslu inni á Klepps- vegi, og átti að nota þær í verk- smiðjunni á Skúlagötu. Verkfalls- verðir stöðvuðu þegar affermingu vegna meints verkfallsbrots, og eftir nokkurt þref var bílunum ek- ið með hlassinu út fyrir verksmiðj- una. Síðan var bráðabirgðasam- komulag gert þess efnis, að lög- regluvörður skyldi vera við bílana í nótt, en deiluaðilar síðan ræðast við í dag. Áður hefur komið til deilu milli Kassagerðarinnar og verkfalls- varða vegna efnisflutninga, og lauk því á þann veg, að Kassa- gerðin varð að hætta við flutn- ingana. Dr. Kristinn í Rúmeníu Hinn 29. maí s.l. afhenti dr. Kristinn Guðmundsson forseta forsætisráðs Rúmeníu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra fslands í Rúmeníu. (Frá utanríkisráðuneytinu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.