Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.06.1961, Blaðsíða 16
Fimmtudaginn 15. júni 1961. 133. bla». „Auðvitað voru rómantíkin með í Inga Jónsdóttir með verðlaun sín. Því miður vitum við ekki, hvað pakkinn hefur að geyma, en það er að minnsta kosti víst, að hún hefur unnið til þessa. (Ljós- mynd: Tíminn — G.E.) ástin og förinni“ íslendingarnir, sem til Nor- egs fóru í skógræktarferS 31. maí s. I. eru nú komnir heim. Fréttamenn hittu nokkra þeirra að máli í gær, Hældu þeir Noregi og Norðmönnum á hvert reipi og sögðu, að ferðin hefði verið „alveg dá- samleg". Allir höfðu Noregsfarar mikið að segja, og talaði hver sem betur gat, svo við fréttamennirnir heyi’ð um varla orðaskil. Að lokum varð það að samkomulagi, að einn skyldi tala í einu, og fékk Jón Helgason, fararstjóri hópsins, fyrstur orðið. Sagði hann stuttlega frá ferðalaginu, sem hann kvað hafa verið afar vel undirbúið og skipulagt af hálfu Norðmanna. Síðan sögðu ýmsir þátttakenda frá því, sem þeim hafði orðið minn isstæðast. Þátttakendur voru 60, frá skóg- ræktarfélögum víðs vegar á land- inu. Þeir voru á öllum aldri, sá yngsti 15 ára, en hinn elzti 67 ára. Var þeim skipt í 4 nokkurn veg- inn jafnstóra hópa. Dvaldi einh hópurinn í Örsta, skammt frá Ála- sundí, en hinir 3 í Geirmundar- nesi, Skodje og Stordalen. Allir eru þessir staðir vestanfjalls, á Sunnmæri og í Raumudal. Þrjá síðustu dagana voru allir hóparnir í Geirmundarnesi. Þar er landbúnaðarskóli, og stóð þar yfir starfsiþróttamót. Mikið kapp var lagt á að s'ýna íslendingunum sem flest og kynna þeim land og þjóð. Skoðuðu þeir mjólkúrbú, sögunarverksmiðjur og margs konar aðrar iðnaðarstofn- anir. Einn hópurinn dvaldi 3 daga í gömlu seli og gróðursetti trjá- plöntur í nágrenni þess. Fannst ís- lendingum það að vonum ævintýri líkast og jafnvel Norðmönnum líka, því það er nú óðum að leggj- ast niður í Noregi, að haft sé í ’ selí. | Hin sterku tengsl Norðmanna við fornöldina vöktu athygli ís- ’ lendinganna. Margir landnáms- menn íslands voru einmitt af þess 1 um slóðum, qg virtust flestir kunna1 igóð skil á þeim og ýmsu úr fs- ; lendingasögum. Heimskringla er I einnig kennd í norskum skólum. j Gestrisni Norðmanna við frænd ur sína virtust lítil takmörk sett. 'f Geirangri var íslendingum t. d. boðið að dvelja endurgjaldslaust ;á einu íburðarmesta ferðamanna- gistihúsi Noregs, en eigandi þess, Sverre Mjelva, er mikill íslands- vinur. Ferðafólkið vildi sérstaklega geta nokkurra Noirðmanna, sem | mestan veg og vanda hefðu haft af ferð þessari og verið því til að- stoðar í öllu. En þegar til átti'að taka, reyndust þeir nálega ótelj- andi, sem hrós áttu skilið, og allir jafnógleymanlegir,1 svo að engin leið var að skrifa öll þau nöfn. Má þó nefna Hans Berg, héraðs- skógarstjóra í Örsta, formann nefndarinnar, sem tók á móti ís- lendingunum og sá um ferðina. Einnig Ivar Grövik, sem var fram- Ikvæmdastjóri nefndarinnar og eins konar umsjónarmaður ferð- arinnar. Niels Ringset í HÍíðarbyggð í Stóradal var líka allt í öllu fyrir Islendinga. Er hann ekki með öllu ókunnur á íslandi, og hefur fengið jFálkaorðuna fyrir störf sín í þágu j íslenzkrar skógræklar. íslendingum þótti undirlendi jvíða heldur lítið í Noregi og fjöll- !in brött. Sýndist þeim, að víða rnundi þar vera óbyggilegt, ef skógana vantaði. Norðmenn leggja líka mikla áherzlu á að rækta þá og hyggjast auka útflutningstekj- 1 ur sínar stórlega með vaxandi skógi. Munu þéir gróðursetja um 100 milljónir trjáplantna á ári hverju. Ríkið og sveitarfélögin ‘ styrkja skógræktina ríflega, svo landeigendur þurfa aðeins að greiða 25% af kostnaði við hana. Sem dæmi um skógrækt Norð- manna má nefna gamlan bónda, sem byrjaði búskap á skóglausri jörð, en hefur nú byggt hús handa dóttur sinni úr eigin skógi. „Það var annars merkilegt", sagði ferðafólkið að lokum, „að í þessum hópi var enginn, sem talað hafði norsku áður, að undanskil- inni einni norskri konu, en þegar heim var farið, gat hver eiiiasti maður bjargað sér í málinu. Og auðvitað voru ástin og rómantíkin með í förinni, og má mikið vera, ef einhverjir úr hópnum eiga ekki eftir að fara aftur til Noregs.“ '»k Húsmæðraskólauppsögn tuttugu ára Húsmæðraskóla Reykjavík- ur var slitið í gær, en hann á tuttugu ára starfsafmæli um þessar mundir. Var hann sett- ur í fyrsta sinn 7. febrúar 1941, og á þessum tuttugu ár- um hafa 3385 nemendur sfundað nám í skólanum. Einn kennari skólans, frú Ól- öf Blöndal handavinnukenn- ari, hefur starfað við skólann frá byrjun allt til þessa dags, lætur nú af störfum. en Frú Katrín Helgadóttir hélt skólaslitaræðu að viðstöddum gömlum og nýútskrifuðum nem- endum skólans, ásamt gestum. Minntist hún látinna kennara skólans og annarra, sem hættir eru störfum við hann. Vottuðu viðstaddir þeim virðingu sína með því að risa úr sætum. i Skólinn var settur 22. septem- ber s.l. og stunduðu 176 nemend- ',ur nám við hann í vetur, þar af 140 í dagskóla, 96 á kvöldnám- skeiðum og 40 í heimavist. Nokkr ir nemendur hlutu verðlaun fyrir góða frammistöðu: Elísabet Magn úsdóttir, Rvík., er stundaði nám við hússtjórnardeild, og ínga Jónsdóttir, Herríðarstöðum í Holt um, fjrrir beztu handavinnuna. Fyrir sérstaka vandvirkni í saumaskap hlutu verðlaun þær Ragnh. Björgvinsdóttir, Vest- mannaeyjum; Guðný Sigurjó.is- / (Framhaid a 15 síðui Til vinstri er Katrín Helgadóttir, fo. stwcui.cna H'j;mæ3raskó!ans #að flytja skólaslitaræóu sína, en stærri myndin er af fundarsalnum, þéttskipuðum húsmæðrum. (Ljósm.: Tíminn — G.E.V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.