Tíminn - 24.06.1961, Page 3
jg£
MIN N, laugardaginn 24. júní 1961.
Tvö norsk skip leigð
til síldarflutninga
Síldarverksmiíjurnar i Krossanesi og á Hjalteyri
taka skipin á leigu
Málverkasýnlngu Jóns Engilberts í Iðnskólanum í Hafnarfirði lýkur á sunnudagskvöldið. Mikll aðsókn hefur
verlð að sýnlngunni og nokkrar myndir hafa selzt. Myndin hér að ofan er af elnnl af vatnslitamyndum Jóns
j ð þessari sýnlngu. (Ljósmynd: TÍMINN — GE). ^
Dagsbrún ásakar
atvinnurekendur
Ályktun félagsfundar í gær
Á fundi í verkamannafélag-
inu Dagsbrún í gær var ein-
róma hafnað því, sem fundur-
inn taldi kröfu atvinnurekenda
um stfórn styrktarsjóðs fé-
lagsins, en það er nú eina
deiluatriðið, sem tefur lausn
verkfallsins.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt me3 öllum greiddum at-
kvæðum gegn einu:
„Fundur í Verkamannafélag-
inu Dagsbrún, lialdinn í Iðnó 23.
júní 1961, lýsir fylgi sínu við þá
afstöðu stjórnar félagsins, að
neita þeirri kröfu atvinnurek-
snda að aðrir cn Dagsbrúnar-
menn sjálfir skipi meirihluta í
stjórn styrktarsjóðs félagsins.
yfir að atvinnurekendur skuli
enn koma í veg fyrir samninga
með þessari kröfu, þar sem þeir
hafa sjálfir fyrr og nú samið við
ön,nur verkalýðsfélög um eins
styrktarsjóði án allra skilyrða".
Fundurinn var mjög fjölsóttur.
Aðeins einn maður', Jón Hjálmars-
son, andmælti tillögunni. Við at-
kvæðagreiðsluna ætlaði Jón þó
ekki að greiða atkvæði, en gerði
það þó að lokum eftir áskorun frá
fundarmönnum. Var því eitt at-
kvæði á móti tillöguínni.
Þrjár nefndir frá Laos
á ráðstefnunni í Genf
Laosleiðtogarnir þrír, prins-!
arnir Souvanna Phouma, Soup-j
hanouvong og Boun Oum, hafa
fallizt á, að sendinefndir allra
iþeirra skuli vera viðstaddar
Fundurinn Iýsir undrun sinni 14 ríkja Laosráðstefnuna í
Kastað á vaðandi
síld í fyrsta sinn
Veiíi hefur heldur glæíSzt á mitSunum — Rau'ðka
byrjaíi síldarbræíslu í gær
Frá fréttaritara Tímans
Siglufirði og Akureyri.
Heldur glæddist afli í fyrri-
nótt og klukkan átta í gær-
morgun höfðu 54 skip tilkynnt
síldarleitinni afla sinn. Veidd-
ist síldin aðallega vestur í
Reykjafjarðarál, eins og nú
síðustu daga, en nokkur skip
fengu góð köst á Horngrunni
eða Hornbanka, sem svo er
tíðar nefndur.
Síldin er mjög svipuð að fitu-
magni og verið hefur, og var veð-
ur gott á miðunum. Ekki hefur
fengizt nein síld við Kolbeinsey
núna síðustu dagana, en þar er
góð rauðáta, svo líklegt er, að
síldin eigi eftir að koma þangað.
Samanlagður afli hinna 54
skipa, sem tilkynnt höfðu veiði í
gærmorgun, var 14.560 tunnur.
Hæst þessara skipa voru: Gylfi
II. 750 tunnur, Hafþór 750, Vala-
fell 600, Heiðrún 600, Lingver
600, Árni Þorgils 500, Jón Finns-
son 500, Kristbjörg 500, Eldborg
500, Bjarmi 300 og Baldvin Þor-
valdsson með 300 tunnur síldar.
Mörg skip voru með 250—300
tunnur, en hin með töluvert minni
afla. Síldarverksmiðjan Rauðka
hóf bræðslu í gær og er búizt við,
að innan tíðar hefjist bræðslaj
í hi-num verksmiðjunum af full-j
um gangi. í
Genf þar til náðst hefur sam-
komulag um eina nefnd, er
verið geti fulltrúi landsins.
Norodom Sihanouk, forsætisráð
herra Combodíu, skýrði frétta- ]
mönnum frá þessu í dag. Kvað
hann prinsana, sem eru foringjar
hægrimanna, Pathet Lao og hlut-
lausra, hafa fallizt á þessa skipan
á fundum, sem hann hefði átt
við þá hvern um sig. Pathet Lao-,
foringinn Souphanouvong sagði í
dag við fréttamenn, að Zurich-i
fundurinn hefði verið hinn gagn
legasti, að vísu hefði ekki feng-
izt lausn allra atriða vandamál-
anna, og yrði að ganga frá þessu'
innan skamms. Þeir prinsamir
myndu hittast eins fljótt og auðið
yrði, er þeir væru komnir aftur
til lands síns. Andrúmsloftið
hefði mjög hreinsazt við fundinn
í Sviss, og því væri nú auðveldara
að fást við deilumálin.
Fundi prinsanna lauk í Zurich
í gærkvöldi, er prinsarnir gáfu
út tilkynningu um viðræður sínar.
Þeir urðu sammála um að stofna
samsteypustjórn, en ekki um það,
hvernig hún yrði skipuð. Tass-
fréttastofan hefur haft það eftir
Souphanouvong, að Souvanna
Phouma komi einn til greina. j
Samsteypustjórnin mun síðanj
skipa nefnd til að sitja ráðstefn-
una í Genf. Konungurinn á að
skipa ráðherra stjórnarinnar eftir
að hafá ráðfært sig við hina póli-
tísku leiðtoga. — Foringjar
sendinefnda vesturveldanna á La-
osráðstefnunni í Genf komu í dag
saman til þess að ráðfæra sig um
yfirlýsingu prinsanna.
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Síldarverksmiöjurnar í
Krossanesi og á Hjalteyri við
Eyjafjörð hafa tekið á leigu
tvö norsk flutningaskip, sem
höfð munu í síldarflutningum
í sumar. Munu skipin taka síld
úr síldarbátum á fjarlægum
miðum og flytja hana til hafn-
ar. Er þetta mjög athyglisverð
ráðstöfun, því að auðsætt er,
hve mikill hægðarauki getur
verið af slíkum flutningum,
sérstaklega ef vel veiðist. Geta
síldarbátarnir þannig losað sig
við aflann á miðunum sjálfum
og hafið strax veiðar á nýjan
leik, en þurfa ekki að eyða
tíma í siglingu til hafnar og
affermingu þar.
Tilraun var gerð með slíka
flutninga í fyrrasumar, og gáfust
þeir vel, þótt gildi þeirra komi
ekki fyllilega í ljós, nema mikil
veiði sé.
Var það norska skipið Aska,
sem stundaði þá flutninga, og er
það annað skipanna, sem nú hafa
verið tekin á leigu. Hitt skipið
heitir Talis, og ber það um 5 þús
und mál síldar. Aska er nokkru
minna skip, tekur um 3 þúsund
og 200 mál. Munu bæði skipin
verða komin til landsins í dag, og
mun Talis þá halda strax á miðin,
svo framarlega sem einhver síld
veiðist og skipsins verður þörf.
Aska mun fyrst um sinn ann-
ast tunnuflutninga, en að sjálf-
sögðu fa-ra í síldarflutninga strax
og þörf krefur. Þessi skip munu
fyrst og fremst flytja bræðslusíld
til Hjalteyrar og Krossaness, en
að sjálfsögðu geta fleiri hafnir
komið til greina. Sömuleiðis
munu þau taka saltsíld til flutn
inga, ef þess er óskað.
Þess má að lokum geta, að
fyrsta saltsíldin kom til Hjalt-
eyrar í gær, en þar mun síldar-
söltun verða stunduð í sumar, auk
bræðslunnar. Var það Gylfi II.
frá Akureyri, sem kom með 750
tunnur síldar. Síldarverksmiðjan
á Hjalteyri er nú búin að bræða
um 1800 mál síldar, sem bárust
fyrir nokkru. E.D.
Giftusamleg
Frá fréttaritara Tímans á
AkureyrL
Litlu munaði, að illa færi síð-
astliðinn þriðjudag er stálpaður
drengur gerði sér litið fyrir og
hrinti litlu barni, sem var að
leika sér fyrir utan heimili sitt á
Akureyri, fram af grjóthleðslu,
sem skagaði út í Akureyrarpoll.
Litli drengurinn; sem er tveggja
ára og heitir Hjörtur Guðmunds-
son, var að leika sér f.yrir utan
heimili sitt, Hafnarstræti 49 á
Akureyri, er annan eldri dreng
bar þar að. Hafði sá engin um-
svif, heldur stjakaði Hirti litla
fram af grjóthleðslunni, sem er
fyrir framan húsið og út í sjóinn.
Og hljóp síðan á brott. Lenti
Hjörtur litli með höfuðið á steini
í grjóthleðslunni og hlaut áverka.
Er hætt við, að drengurinn hefði
(Framhald á 2 síðu i
Hættir dulmáls"
fréttasendingum
Algert samstarf milli Ægis og norska eftirlits-
skipsins um síldarleit.
Frá fréttaritara Tímans
í Neskaupstað.
Síldarleitarskipið Ægir kom
i gær til hafnar i Neskaupstað,
eftir að hafa farið í rannsókn-
arleiðangur um miðin úti fyrir
Austfjörðum. Ekki var frétta-
ritara kunnugt um, að Ægis-
menn hefðu séð síld, enda
nokkuð snemmt enn að búast
við henni úti fyrir fjörðunum.
Síldarradíói hefur enn ekki
verið komið upp í Neskaupstað,
svo að þangað eru ekki farnar að
berast nákvæmar fréttir af síld
á austursvæðinu.
Norska hafrannsóknarskipið, sem
yfirleitt er á sveimi úti fyrir
fjörðunum, þar sem mest er um
norsku skipin, mun nú statt norð-
ur af Langanesi, þar sem það leit
ar síldar. Það má til tíðinda telj-
ast, að nú er komið á algert sam-
starf milli Ægismanna og norska
i hafrannsóknarskipsins um síldar-
leit, en til skemmri tíma sendi
norska eftirlitsskipið allar fréttir
á dulmáli, svo að íslendingar
gátu ekki haft not af þeim. Nú
hafa þeir hins vegar byrjað ven.iu
legar fréttasendingar, og er það
árangur af vaxandi samvinnu þess
ara skipa um síldarleit á seinni
árum.
Er óhætt að fullyrða, að við
þetta batnar mjög öll aðstaða til
síldarleitar fyrir Austfjörðum, en
áður varð íslenzki flotinn að ráða
göngu síldarinnar af hreyfingum
rannsóknarskipsins og norska flot
ans. því að fréttir fékk hann eng
ar úr þeirri átt.
Níu bátar munu stunda síld-
veiðar frá Neskaupstað í sumar,
og eru þeir allir farnir norður.
í Neskaupstað er verið að und
irbúa bæði síldarplönin, sem þar
eru starfrækt, en síldarbræðsla er
tilbúin til móttöku. Afkastar verk
smiðjan um 2500 málum af síld
á sólarhring, og er nú þess eins
beðið, að síld fari að berast. V.S.