Alþýðublaðið - 13.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.10.1927, Blaðsíða 2
2 A L ÍÞ V ±) u B L A íji Ð alþýðublaösð: kemur út á hverjum virkum degi. | Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við { Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 árd. ► til kl. 7 síðd. f S&rifstofa á sama stað opin kl. ö1/^— 10^/j árd. og kl. 8—9 siðd. Simar: 988 (aígreiðsian) og 1294 (skrifstofan). Verðiag: Áskriitarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. } Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan jj (í sama húsi, sömu simar). »1 „Morgunb]aðið“ fef á stúfana 11. þ. m. með tilraun til að reyna að hrekja svar mitt í Alþbl. 5. þ. m. við skrifum þess 2. október. Enda þótt blaðið sé hér að reyna að blása upp mál, sem það ekkert skilur i eða þekkir út í, gerir það mér greiða með skrifum sínum með því að gefa mér tilefni til að svara stærstu fjarstæðunum og um leið að minnast á eitt og ann- að, er snertir þetta mál, en annars ef til vill hefði dregist að láta koma fram í dagsljósið. „Mgbl.“ spyr, hvernig ég hafi farið að reikna mismun þánn, er það kallar „tap sjómanna fyrir þrákeikni mína“. Mér þótti tala „Mgbl.“ lygileg og reiknaði því sjálfur mismuninn. Aflahæðina af hverju skipi hafði blaðið auglýst. Atvinnnutímann og mannfjölda sá ég í skipshafnaskránum. Dæmið var mjög einfalt. Samanburður inn er gerður á milli 180 kr. mán- aöarkaups, 5 aura aukaþóknunar með ókeypis fæði og þess, sem varð að samningum. Rétta upp hæðin er sú, er ég gat um í fyrri. grein minni, svo að ,,Mgbl.“ get- ur strikað út í næsta blaði kr. 3000,00*). Valtý eða ,,Kjartansson“ er velkomið að líta inn í skrif- stofu Sjómannafélagsins og sann prófa, hvort minn útreikningur er ekki rétlur, og þar með að Iesa upp og læra betur reikning með „margs konar tölum“. Næst segir blaðið, að ég fari með vísvitandi blekkingar, þar sem ég geti ekki um síðasta tilboð útgerðarmanna, sem bréfið hljóð- ar um. Ég hefi einmitt tekið það með, þar sem útreikningurinn er byggður á því tilboði. Tilboð þetta var ölium sjómönnum kunnugt; það var rætt á fundi 26. júní með skipshöinum þeim, er á togurunum voru. Þar var þvi hafnað í einu hljóði sökum þess, að eftir því lækkabi mánaðarkaup- ið um kr. 31,50 á mánuði, og í öðru lagi, að tiiboðið var úr- slitaboð (ultimatum), sem átti að 'kúga vilja og sjállstæðisviðleitni sjómanna um að fá kröfum sínum *) FæQi 106 manna i 2 mánuði er ekki kr. 3000,00,|heldur kr. 24000,00, ef fæðið er reiknað kr 2 50 á dag. Sýnir þetta ráðvendni „Mgbl “ ípess- um úlreikningum sínum. framgengt. Tilboðið var spreng- ingartilraun á samtök þeirra. Ot- gerðarmenn höfðu að eins sinn hag fyrir augum jneð áminstu til- !boði og vildu þvj að eins knýja það iram. Með því æt.uðu þeir að ráða og fyrirskipa, hvaða kaup skyldi gilda, og sjómenn áttu að taka við með væntanlegri undir- geíni. Næsta atriði blaðsins eru hafn- firzku togararnir og hin góÖa at- tinria sjóniannanna þar, og vill láta líta svo út, sem sá sam- anburður verði ekki mér hagstæð- ur. Blaðið mæiist til, að ég reikni út hlutina á hinum togurunuui. Með n.eitu ánægju skal ég verða við þeirri beiðni. Hafnfirzku tog- ararnir tveir höfðu fyrir fram á- kveðna söiu á afla sjnum, alt að 16 kr. hvert síldarmál. Sjómenn þar gátu fyrir fram reiknað út atvinnu sína með meðalafla, og áhættan uar lítii, miðað við það kaup gjald, sem hægt var að fá. Þeir vildu því heldur taka hlutinn MeðalafliKveldúlfstog- aranna fimm er: 7940 mál á 8,00 kr. 63520,00 V" aflans samkvæmt skriflegu tilboði — Skiftist i 23 hluti sam- kvæmt sama tiiboði — Fæði manns2,50 á dag í 80 daga, sem er meðalatvinnutími á þessum skipum — Nettóhlutur kr. Meðálhlutur á 21173,33 920.58 200,00 720.58 umræddum 11 togurum myndi hafa orðið með 8 kr. verði, sem var samningsskil- yrði, kr. 716,17 að frá dregnu fæði i 7q daga, sem er meðal-atvinnu- tími, ef allir toetararnir eru teknir. MeÖal-atvinna á „Kveldú!fs“- togurunum effir gildandi samn- ingi varð kr. 805,24, svo að hagn- aður hvers háseta á samningnum, miðað við hlut, eru tæpar kr. 85,00. Ef gengið hefði verið út frá góðu meðalári með aílabrögð sainkvæmt áætiun útgerðarmanna, 5000 mál, þá h-efði hiuturinn t. d. á „Kveldúlfs“-togurunum orðið að frá dregnu fæði kr. 229,00. „Mgbl.“ verður að skilja það, að ekki er sama, hvaða verð hásetar fá fyrir afiann, þegar um hlut er að ræða, — verð, sem búið er til fyrir neðan sannvirði, að eins til þess að þrýsta niður kaupi sjómanna. „Mgbi." talar um jafnaðarsteínu i sambandi við þenna ráðningar- máta. En því er það að íala um úsnöru í hengds manns húsi“, sem eklri veit, hvað jafnaðarstefna er, •i»g vill ekki-vita? Enginn jafnaðarmaður getur verib með þeirri stefnu atvinnu- rekendanna að skella allri á- 'nætlunni á verkalýðinn, þegar lítil eóa engin arðsvon er í þeiitra augum, en skamta svo lítilfjörlegt og sem allra minst kaup, þegar hagnaðarvonin er mest. Þetta er sli jafnaðarsteína, sem ,,Mgol.“ vill relia fyrir hönd sinna kæru út.egsmanna. Um hagsmuni verka- iýð.-ins er ekki verið að hugsa þá. Þá vill „Mgbl.“ rengja, að boð þstu, er ég nefni sniánarboð, haíi komið fram. En það voru þau boð, sem útgerðarmenn ætluðu að pína fram og neyttu allra bragða til. Skipshafnir voru kallaðar á tundi útgerðarmanna. og mjög að þeim lagt að taka tilboðum þeim er fyrir Iágu; fæði var þá ekki með. Tiiboðin voru gylt eftir föngum, en barlómur og harma- ‘kvein yfir örðugleikum útgerðar- innar hins vegar Síldveiðaútgerð- in átti eingöngu að vera rekin fyrir þá o. s. frv. Einstöku mönn- um var jafnvel ógnað með missi stöðu sinnar á skipinu, ef þeir héldu áfra'.n þvermóðsku sinni; nógir voru til í skarðið, sögðu þeir. En ekkert dugði. Sjómenn vissu, hvaö það var, sem þeir viidu. Kraian var; Múnadarkuiipia mátti ekki lœkka. Til .sönnnunar því, að boð þessi komu fram, er hér vottorð þeirra tveggja manna, sem- unnu með mér að samningagerðinni: Við undirritaðir fulltrúar, kjörn- ir af Sjómannafélagi Reykjavíktir og Sjómannafélagi Hafnarfjarðar til að semja við útgerðarmenn um kaupgreiðslur á togurum á síld- veiðum 1927, vottum, að á þeim íundum, sem við mættum meÖ út- gerðarmönnum dagana 10. og 13. júní, kom frá þeirra hendi að eins barlómssöngur yfir því, að þeir gætu ekki greitt nema mjög lágt kaup. Engin ákveðin tilboð feng- ust, en kröfðust hins vegar af okkur, að við hefðura fult umboð til að útkljá samninga. Á fundi, er við héldum með þeim 16.. júní, konru þeir með tilboð, er þeir nefna sitt ýtrasta boð, er var; kr. 180,00 mánaðarkaup, 5 aura ágóðapóknun af tunnu eÖa máli; hásetar áttu að fæða sig sjálfir. Kaup matsveina og kyndara lækki hlutfalislega.. Eða 30o/0 af afla skips, er skiftist í 23 staði minst,- Verð síidarinnar sé 8 kr. mál í bræðslu og 12 kr. í söltun. Mat- .sveinar fái hiut, kyndarar sömu- Ieiðis. Á fundi, sem við héldum með þeim 23. júní, buðu þeir kr. 200,00 á mánuði og 5 aura auka- þóknun af máli. Hásetar fæði sig sjálíir. Matsveinar og kyndarar lækki hlutfallsiega og fæði sig einnig. Tilboð þessi voru öll munnleg. Voru þau öii rædd með- al sjómanna, er hlut áttu að máli, og einróiT.a hafnað. Rósinkranz Á. ivarsson. Björn Jóhannesson. Annars skýtur nokkuð skökku við hjá „Mgbl.“ að vera að tala um tap sjómanná, biaði, sem si og æ hamast eins og naut í flagi, hvenær sem sjóménn og annar verkalýður gerir kröfu til kaups. Ég minnist ekki þess, að nokkurn 'tíma haíi í. því biaði undir nú ver- andi ritstjótn staðið eitt orð til stuðnings kaupkröfu sjómanna og verkaípanna. Ailar kröfur eru hjá því „heimtufrekja“, „æsingar“, „ó- svifni‘“ o.. s. frv. Helclur skýtur það skökku við hjá blaðinu að tala um, að útgerðarmenn græði á samningum sjómanna. Útgerð- armenn eða fulltrúar þeirra eiga vísvitandi að bjóða miklu betri kjör en þegin eru. Með því er blaðið að gefa þeim vinum sínum iöðrung, — gefur það í skyn, að þeir hafi viljað láta útgerðina tapa því, sem ég á að hafa látið sjó- mennina tapa. En nú ætla ég að bera hönd íyrir höfuð þeirra með því að segja það eitt um þá, að | þeir ætluðu að tryggja sig og útgerðina með minni kaúpgreiðsl- um, með lágu kaupi og hærri aukaþóknun, en gátu ekki reiknað út örlæii náttúrunnar í þetta sinn. Og að iokum segir blaóið; Kaupið hefir ekki verið ávalt hið sama á síldvéiðum og þorskveiðum. Dæmi tekur það frá 1924. En þá stóð þannig á, að dýrtjð var vaxandi að miklum mun. SíldveiÖakaupið varð þá 250,00 á mánuði. En kaupgjald á botnvörpuveiðum hækknði þá um haustið upp í kr. 260,00 á mánuði. Ástæður eru ekki sambærilegar þá og nú. Nú hefi ég svarað stærstu rang- færslunum og vitieysunum hjá „Mgbl.“; hinum smærri hleyp ég Jram hjá. Enginn endist til að elta ólar við slíkt.. Nú vil ég biðja ritstjórana að svara tveimur spurnimgum: 1. Hvenær hefir biaðið lagt sjo- mönnum lið í kaup- og lífs-bar- áttu sinni ? 2. Hvenær hafa útgerðarmenn 'togaranna boðið sjómönnum önn- ur boð í kaupþrætum en þau, sem hafa miðað að því að tryggja sér sem mestan hagnað af útgerð- innni? ‘Vonast ég til, að ritstjórarmr svari þessu með sjnum alkunna skýrleik. S. A. Ó. Khöfn, FB„ 12. okt. Hervaldseinráðurinn á Spánz set- ur upp þingstjórnargrímu. Frá Beriín er símað: Rivera, ein- ræðisherra á Spáni hefir kaliað saman ráðgefandi þing. Var það éett i gær og á að starfa tii árs- ins 1930. Eitt hlutverk þess verð- ur að undirbúa stjórnarfarslög. Fiestir þingmennirnir eru kosnir af stjórninni, og telja menn yfir- leitt vafasamt, að þing þetta muni áorka miklu tii umbóta. Blaðafregnum afneitað. Frá Parjs er símað: Rivera neit- ar því að hafa sagt það, Sem hann var talinn hafa sagt viðvíkj- andi því, er hann og Chamberlain ræddu um á Mailorca-fundinum. Stúlka legst enn yfir Ermarsund. Frá Lundúnum er símað: Brezk stúlka, Miss McLennan, hefir synt yfir Ermarsund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.